Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 5
gu mi itt eð rið ru gi- að nd- eg- ur, da- nn- ofu um an og nu nar en- Of nd a í ætt við gamansama ævintýramynd en hrollvekju. Næst reyndi Raimi fyrir sér í vestrahefðinni, með The Quick And the Dead (1995) sem er eins konar skopstæling á spaghettivestrum, sem sjálfir voru skopstæling á bandarísku vestrunum. Það ber vitni um frískleg vinnubrögð og hugvit Raimis að svona uppsuða virkar jafn-vel og hún gerir, þrátt fyrir ýmis ólíkindi og endaleysu; leikhópurinn á ekki síður þátt í því – Gene Hackman, Sharon Stone, Russell Crowe, Leonardo DiCaprio og margir fleiri. Horft í eigin barm Eftir þetta er eins og Sam Raimi hafi sest niður og horft í spegil um hríð og ákveðið að róa sig og myndmál sitt niður. Þrátt fyrir nokkrar gloppur í handriti Scotts B. Smith um þrjá dreif- býlisbúa sem missa fótanna er þeir finna illa fengið fé, var A Simple Plan (1998) vönduð, hnitmiðuð og lág- stemmd spennumynd, nánast gamal- dags miðað við fyrri uppátæki Raimis og sótti afl sitt í persónusköpun frekar en tæknilæti. Sama átti við fremur slaka hornaboltamynd, For Love Of the Game (1999), þar sem Kevin Costner lék spilara sem mátti muna sinn fífil fegurri. The Gift er annar per- sónukrúinn dreifbýlisþriller en Cate Blanchett leikur konu með yfirskilvit- lega hæfileika sem blandast inn í rann- sókn á morðmáli. Handritið er eftir annan aðalleikarann í A Simple Plan, Billy Bob Thornton, og Tom Epperson en þeir sömdu einnig þá fínu spennu- mynd One False Move. Thornton er sagður byggja söguna á reynslu móður sinnar. Sam Raimi hefur, auk þess að semja og leikstýra, leikið aukahlutverk í mörgum bíómyndum og staðið að framleiðslu fjölda sjónvarpsþátta, eins og Xena: Warrior Princess, American Gothic, Spy Game, Young Hercules, Jack of All Trades og Cleopatra 2525. Og núna er hann önnum kafinn við að vekja æskuhetju sína, Kóngulóar- manninn, til lífsins. a s MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 C 5 BÍÓBLAÐIÐ Bíóhöllin, Kringlubíó, Bíóborgin, Nýja bíó Akureyri og Nýja bíó Keflavík frumsýna mynd Stevens Soderberghs, Traffic. veðrið þegar eiginmaður hennar er dag einn handtekinn af fíkniefna- lögreglunni sem einn helsti fíkni- efnabarón landsins. Hún er ólétt og ákveður að berjast til þess að halda lífsgæðum sínum – jafnvel þótt það þýði að hún verði að taka yfir hin ólánlegu viðskipti eiginmanns síns. Þannig eru sögurnar þrjár sem nýjasta mynd Stevens Soder- berghs, Traffic, segir en hún er frumsýnd í dag í fimm kvik- myndahúsum. Með aðalhlut- verkin í henni fara Michael Douglas, Ben- icio Del Toro, Catherine Zeta-Jones, Steven Bauer, Amy Irving, Erika Christen- sen, Don Cheadle og Louis Guz- man. Myndin er byggð á breskum sjónvarpsþáttum sem hétu Traffik og sögðu frá eiturlyfjasmygli frá Pakistan í gegnum Evrópu til Bret- lands. Soderbergh breytti því og hermdi upp á aðstæður í Banda- ríkjunum. Myndin var nýlega út- nefnd til fjölda Óskarsverðlauna. „Þetta var efni sem ég hafði ver- ið nokkuð áhugasamur að fjalla um í langan tíma,“ er haft eftir leik- stjóranum, „en ég var ekki viss um hvernig ég átti að fara að því. Ég vildi ekki gera mynd um eitur- lyfjafíkla en þegar mér bauðst að vinna bíómynd eftir bresku þátt- unum fannst mér eins og ég væri kominn með rétta efnið upp í hend- urnar.“ Meira en 110 leikarar hafa eitt- hvað að segja í myndinni, sem er gríðarlegur fjöldi. Soderbergh seg- ir að í helstu hlutverkin hafi hann fundið leikara sem hann langaði til þess að vinna með eða sem sýndu sérstakan áhuga á að vera í mynd- inni. Harrison Ford átti í fyrstunni að fara með hlutverk það sem Michael Douglas hefur en hann hætti fljótlega við. MEXÍKÓSKI fíkniefnalögreglu- maðurinn Javier Rodriguez (Benic- io Del Toro) starfar við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna við að hafa uppi á eiturlyfjasmyglurum ásamt félaga sínum, Manolo (Jacob Vargas). Yfirmaður þeirra gengur hart fram í því að hafa uppi á smyglurum og þótt Javier láti ekki freistast til þess að líta undan þeg- ar honum eru boðin gull og grænir skógar flækjast hann og Manolo í net glæpa og spilling- ar sem leiðir til óskapa. Í Bandaríkjun- um er hæstarétt- ardómari í Ohio settur í nýtt starf sem yfirmaður bandarísku fíkni- efnalögreglunnar. Hann heitir Robert Wakefield (Michael Douglas) og er bæði þrjóskur og íhaldssamur. Hann safnar upplýsingum héðan og það- an um vandann sem við er að etja en heimafyrir þarf hann að kljást við dóttur sína, sem er forfallinn eiturlyfjaneitandi. Í San Diego í Kaliforníu býr Hel- ena (Catherine Zeta-Jones) með vellauðugum eiginmanni sínum, Carlos Ayala (Steven Bauer). Hún veit ekki hvaðan á sig stendur Frumsýning Traffic Michael Douglas: Dómarinn sem á eiturlyfjafíkil fyrir dóttur. Benicio Del Toro: Mexíkósk fíkniefnalögga þarf að berjast við freistingar. Leikarar: Michael Douglas, Benicio Del Toro, Catherine Zeta-Jones, Steven Bauer, Amy Irving, Erika Christensen, Don Cheadle og Louis Guzman. Leikstjóri: Steven Soderbergh (Erin Brockovich, The Limey, Out of Sight, King of the Hill, Kafka, Sex, Lies and Videotape). Traffic THE MATRIX kom nokkuð á óvart árið 1999 þegar hún lenti í hópi vinsælustu mynda þess ágæta kvikmyndaárs og skilaði 177 milljónum dala á heimamarkaði einum. Auk þess hlaut hún mikla aðsókn um víða veröld, ekki síst hjá áhorfendum í yngri kantinum sem kunnu vel að meta hraðann, brellurnar og óvenjulega vel hannaða grafík. Fljótlega varð til í kringum myndina stór hópur gallharðra aðdáenda, „cult“, sem vill fá að sjá meira. Nú hefur verið ákveðið að hefja tökur á framhaldsmyndunum tveimur í lok marsmánaðar í Oakland og verða þær kvik- myndaðar samtímis. Að sjálfsögðu eru það höfundar fyrstu mynd- arinnar, Andy og Larry Wachowski, sem skrifa handritin og leikstýra. Fátt er vitað um vænt- anlegt útlit annað en að Keanu Reeves fer aftur með aðalhlutverk Neos, Carrie-Anne Moss leik- ur Trinity og Laurence Fishburne snýr til baka sem Morpheus. Kvikmyndasíður á Netinu eru uppfullar af fréttum um að Trinity verði rænt, Neo hitti fyrir jafningja sinn í bardagafimi o.s.frv. o.s.frv. Sem fyrr segir munu allir aðalleikararnir halda hlut sínum í framhaldsmyndunum. Það gildir einnig um Ástralann Hugo Weaving, hann mun holdi klæða á nýjan leik tölvustýrða þorparann Smith – þrátt fyrir að virðast enda sína aumu tilveru í lok Matrix. Í hópi nýrra leikara verður Jada Pinkett Smith sem mun fara með hlutverk Niobi, vin- konu Morpheusar. Söngkonan Aaliyah leikur Zee, sem kynnt verður til leiks í mynd 2, en er sögð auka mjög við sig í síðustu myndinni. Þá er ætlunin að fríkka leikhópinn með þátttöku hinnar und- urfögru ítölsku Monicu Bellucci (Maléna). Þeir sem koma ekki til með að sjást í 2 og 3 eru fyrst og fremst kínverski leikarinn og bardagatröllið kattliðuga, Jet Li. Hann sýndi áhuga á að taka að sér hlutverk í framhalds- myndunum er þær komu til tals á síðasta ári. Það féll í góðan jarðveg hjá Wachowski-bræðr- um en síðan hefur Jet Li komist í hóp stjarn- anna með frammistöðu sinni í aðsóknarmynd- inni Romeo Must Die (þar sem Aaliyah lék á móti honum). Nýstirninu geðjaðist víst ekki að laununum sem buðust fyrir framhaldsmynd- irnar en samningaviðræður stóðu yfir mán- uðum saman. Er Jet Li hinn fimi þar með úr sögunni og er það miður; hann hefði örugglega gert myndunum gott. Samkvæmt fréttum í Variety var hlutverk Li því næst boðið bardagalistakonunni Michelle Yeoh sem kom, sá og sigraði í Krjúpandi tígri. Það fagra og fima fljóð afþakkaði hins vegar gott boð og tók að sér störf í myndum í Aust- urlöndum fjær fram yfir stjörnuskinið í Holly- wood. Meginvandi þeirra sem stjórna gerð fram- haldsmynda er einfaldlega að „gera betur og betur, betur í dag en í gær“. Bræðranna bíður því hrikalegt verkefni, að toppa hina firnagóðu Matrix, þar sem uppistaðan var bardagafimi og framúrskarandi tækni- og tölvubrellur. Annað eins hefur tæpast sést á tjaldinu. Kvisast hefur út að menn grípi til einhverra vopna að þessu sinni, eitthvað krassandi verður að gerast, svo mikið er víst. Í fyrstu myndinni voru átökin einskorðuð við maður á mann. „Nú verða fjöldaslagsmál,“ er haft eftir Reeves. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig bræðurnir standa að slíkum uppákomum í þeirra und- arlegu framtíðarsýn. Wachowskiar hafa örugglega séð Krjúpandi tígur, því aðalleikarinn lýsti því yfir í Rolling Stone-tímaritinu að von væri á mun meiri víra- vinnu í framhaldsmyndunum, þar sem aðal- persónurnar verða fleygar! Bardagaatriðin munu því ekki aðeins verða jarðbundin sem gefur ýmsa nýja möguleika. Áætlað er að tökur taki í það minnsta sjö mánuði, svo veit enginn hvað gerist í júlí þegar leikarar hafa hótað verkfalli. Tökurnar munu standa yfir í 12 vikur í Kali- forníu, síðan verður þeim hætt sökum yfirvof- andi verkfalls. Þá munu tæknimenn, eins og klipparar og brellumeistarar, og reyndar flestir aðrir en leikararnir, vinna við að koma afrakstrinum í sýningarhæft form. Síðar meir mun verða hald- ið áfram kvikmyndatökum í Kaliforníu og Ástr- alíu. Heyrst hefur að reynt verði að frumsýna myndirnar sumarið og haustið 2002, sem sagt í bullandi samkeppni við nýjustu Stjörnustríðs- mynd George Lucas, Star Wars: Episode II. Warner Bros, sem framleiðir Matrix-þrennuna, hvorki neitar því né játar. atrix 2 & 3 Eftir langar fæðingarhríðir, þar sem ekki lá alltaf ljóst fyrir hvort eitthvað yrði af fæðingunni, er loksins kominn skriður á gang framhaldsmyndanna Matrix 2 og 3. Sæbjörn Valdimarsson gluggaði í skýrslur. Neo: Keanu Reeves snýr aftur í aðalhlutverkinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.