Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 6
Regnboginn frumsýnir myndina Súkkulaði eða Chocolat með Juliette Binoche í leikstjórn Lasse Hallström. ina, Judie Dench, Carrie-Anne Moss , Lena Olin og Peter Storm- are ásamt Johnny Depp en leik- stjóri er Lasse Hallström hinn sænski. Myndin byggist á sögu eftir Joanne Harris en hand- ritið gerir Robert Nelson Jacobs. „Í mínum huga er myndin fyndin dæmisaga um freistingar og það hversu mikil- vægt er að neita sér ekki um það sem gott er í lífinu,“ er haft eftir leikstjóranum Hall- ström. „Hún fjallar líka um þessa stöðugu baráttu á öllum tímum um hefðir og breytingar. Og hún hefur í kjarna sínum sögu um óbilgirni fólks, sem vill ekki leyfa öðru fólki að fara sínu fram.“ Binoche varð fyrir valinu í aðal- hlutverk myndarinnar og eitt það fyrsta sem hún gerði til þess að búa sig undir hlutverkið var að læra súkkulaðigerð og á ýmsar tegundir súkkulaðis. Gerðist hún með tíman- um nokkuð kunnug þeirri list að framleiða súkkulaði og eftir það gat hún ekki hugsað sér að bragða á neinu nema eðalsúkkulaði. Um hlutverk sitt í myndinni hefur hún þetta að segja: „Vianne hefur flækingseðli og býst við því að eiga alltaf eftir að vera á ferðinni, festa aldrei rætur. Það er ekki þar með sagt að henni líki það en hún á erfitt með að breyta því. Töfrar hennar eru sprottnir af þeirri vissu að fólk geti breyst og orðið hamingjusamt. Hún hefur þessa hæfileika að frelsa fólk, opna augu þess og fá það til þess að finna sitt eigið eðli og það sem það vill fá út úr lífinu. Hallström og Depp unnu áður saman við gerð What’s Eating Gil- bert Grape? og segir leikarinn að hann hafi unun af að leika fyrir leik- stjórann, „og myndi leika í hverju sem hann biður mig um.“ ALLT hefst þetta í gömlu frönsku þorpi sem kallast Lansquenet og hefur ekki breyst í hundrað ár. Þangað kemur ferðalangurinn Vi- anne Rocher (Juliette Binoche) og dóttir hennar, Anouk (Victoire Thiv- isol). Vianne ákveður að setjast að í bænum og opna súkkulaðiverslun með ómótstæðilegum molum er vekja ástríður þorpsbúa af værum blundi. Brátt taka ákveðin öfl í bænum að líta á Vianne sem óvin sinn. Þar fer fremstur í flokki hinn trúaði heið- ursmaður Reynaud (Alfred Molina) . Hann er sannfærður um að súkkul- aðigerð Vianne eigi eftir að skapa glundroða í friðsælu bæjarfélaginu og grafa undan siðgæðisvitund fólks. Hefst svo baráttan á milli þess sem kallast má gott og illt. Þannig er söguþráðurinn í banda- rísku bíómyndinni Súkkulaði eða Chocolat, sem frumsýnd er í dag í Regnboganum. Með aðalhlutverkin fara Juliette Binoche, Alfred Mol- Frumsýning Juliette Binoche: Varð sérfræðingur í eðalsúkkulaði. Chocolat: Dæmisaga um freistingar. Lífið er súkkulaði 6 C FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ Leikarar: Juliette Binoche, Alfred Molina, Judie Dench, Carrie-Anne Moss, Lena Olin, Peter Storm- are og Johnny Depp. Leikstjóri: Lasse Hallström (Mit liv som en hund, Once Around, What’s Eating Gilbert Grape? The Cider House Rules). Chocolat Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna spennutryllinn The Gift með Cate Blanchett og Keanu Reeves. anum Jim Jacks. Hann fékk mynd- ina gerða í samstarfi við Paramount kvikmyndaverið og réð hryllings- myndaleikstjórann Sam Raimi til þess að halda utan um hana. „Anne er misskilin af mörgum þeim sem í kringum hana eru,“ segir ástralska leik- konan Cate Blanch- ett, sem sló í gegn í Elizabeth um árið, þegar hún talar um persónuna sem hún leikur í The Gift. „Hún er haldin mikilli sekt- arkennd vegna þess hvernig maðurinn hennar lét lífið og að hún skyldi ekki geta komið í veg fyrir hvernig fór. Í framhaldi af því verð- ur hún að einskonar samblandi af félagsráðgjafa og miðli. Hún leggur ekki svo mikla áherslu á sitt eigið líf heldur hefur hún opnað það til þess að taka við vandamálum allra þeirra sem leita til hennar.“ Blanchett bjó sig undir hlutverkið meðal annars með því að leita til miðla og fylgjast með þeim að störf- um en hún segist ekki hafa haft mikla trú á þeim eða viljað vita mikið um framtíð sína. „Það var alveg furðuleg reynsla,“ segir hún. „Flest- ir miðlar vilja nota hæfileika sína til þess að gefa eitthvað til baka vegna þess að hæfileikunum fylgir mikil ábyrgð.“ ANNE Wilson (Cate Blanchett) vill öllum vel. Hún býr í bænum Brixton í Georgíu í Suðurríkjum Bandaríkj- anna og er ekkja með þrjá unga drengi á sínu framfæri. Hún er mið- ill. Hún sér hluti sem aðrir sjá ekki. Oft óorðna hluti. Til þess að framfleyta sér og drengjunum hjálpar hún fólki með hæfileikum sínum hvort sem það er æstur bifvélavirki eða eiginkona sem sæta má ofbeldi á heimili sínu. En það eru ekki all- ir á því að miðlar séu af því góða, sérstak- lega ekki þegar þeir fara að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við. Þegar hin auðuga og fallega Jessica King (Katie Holmes) hverfur einn daginn tekur illa farið lík hennar að birtast í sýnum Anne og brátt er hún tekin að að- stoða lögregluna við að hafa uppi á henni og leggja sjálfa sig þar með í bráða hættu. Þannig er söguþráðurinn í spennumyndinni The Gift í leik- stjórn Sam Raimis sem frumsýnd er í þremur kvikmyndahúsum í dag. Með aðalhlutverkin fara Cate Blanchett, Keanu Reeves, Hilary Swank, Katie Holmes og Giovanni Ribisi ásamt Greg Kinnear en það er leikarinn og leikstjórinn Billy Bob Thornton sem skrifar handritið ásamt Tom Epperson. Er sagt að Thornton byggi myndina að ein- hverju leyti á sögum af móður sinni, sem er miðill. „Billy Bob sagði mér frá þessu handriti sínu fyrir fimm eða sex ár- um síðan,“ er haft eftir framleiðand- Frumsýning Miðill blandast inn í mannshvarf: Blanchett og Keanu Reeves í hlutverkum sínum í The Gift. Kate Blanchett í The Gift: Miðill í nýjustu mynd Sams Raimi. Hættulegur hæfileiki Leikarar: Cate Blanchett, Keanu Reeves, Hilary Swank, Katie Holmes, Giovanni Ribisi og Greg Kinn- ear. Leikstjóri: Sam Raimi (For Love of the Game, A Simple Plan, Army of Darkness, The Evil Dead, The Quick and the Dead). The Gift Háskólabíó, Kringlubíó og Nýja bíó Akureyri frumsýna teikni- myndina Kirikou og galdrakerlinguna með íslensku tali. Fríðu og dýrið en uppgangur þeirra hefur verið gríðarlegur á undanförn- um áratug. Talsverð hefð er hins vegar fyrir evrópskri teiknimyndagerð einnig, sem er sýnilegri í sjónvarpi, og er Cartoon-sjóðurinn evrópski sérstak- lega stofnaður til þess að styrkja evr- ópska teiknimyndagerð. Hann er einn þeim sem styrktu gerð myndarinnar ásamt Eurimages og Mediaáætlun Evrópubandalagsins. EINU sinni í litlu þorpi einhvers stað- ar í hinni fjarlægu Afríku heyrist rödd innan úr móðurkviði sem segir: Móð- ir, fæddu mig. Og út kemur lítill drengur sem klippir sjálfur á nafla- strenginn sinn og tilkynnir þeim sem heyra vilja: Ég er Kirikou. Hann kemst fljótt að því að þorpið hans undir álögum galdrakerlingar- innar hræðilegu, Karaba, og ákveður að gera eitthvað í því. Spurningin er hvort Kirikou tekst að ráða við kerl- inguna ógurlegu, sem hyggst ekki láta strákkríli stöðva sig og sínar illu ráðagerðir. Kirikou tekur málin í sínar hendur vopnaður furðulegri áræðni og blöndu af þúsund ára gömlum vísdómi og al- geru sakleysi barnsins, og heldur í leiðangur yfir lönd og vötn til landsins í fjarska. Þannig er söguþráðurinn í teikni- myndinni Kirikou og galdrakerlingin sem frumsýnd er í Háskólabíói, Nýja bíói Akureyri og Kringlubíói. Hún er gerð í samvinnu Belga, Frakka og Luxemborgara og er frá árinu 1998 en handritshöfundur, leikstjóri og listrænn stjórnandi er Michel Ocelot. Myndin er sýnd hér á landi með ís- lensku tali og annaðist Sigurður Sig- urjónsson leikstjórn talsetningarinn- ar. Karl Ágúst Úlfsson sá um að þýða textann en með helstu hlutverk í tal- setningunni fara Óskar Völundarson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Stefán Karl Stefánsson, Guðmundur Ólafs- son, Sigrún Waage, Arnar Jónsson, Gunnar Hansson, Guðfinna Rúnars- dóttir, Jakob Þór Einarsson og Örn Árnason . Hljóðsetning annaðist tal- setninguna. Tónlistin í myndinni er eftir Yo- ussou N’Dour, þekkt fyrir lagið Sjö sekúndur með Neneh Cherry. Við þekkjum helst teiknimyndir bíóanna í gegnum stóru Disneymynd- irnar eins og Konung ljónanna og Frumsýning Kirikou og kerlingin vonda Kirikou og galdrakerlingin: Evrópsk teiknimynd. Íslensk talsetning: Óskar Völundarson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Stefán Karl Stefánsson, Guðmundur Ólafs- son, Sigrún Waage, Arnar Jóns- son, Gunnar Hansson o.fl. Leikstjóri: Michel Ocelot. Kirikou og galdrakerlingin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.