Morgunblaðið - 16.03.2001, Side 8
8 C FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BÍÓBLAÐIÐ
LANCE HENRIKSEN
Hinn tággranni, skarpleiti og
harðneskjulegi Henriksen er í miklu
uppáhaldi á þessum bæ og vafalaust
víðar. Útlitsins vegna er þessi fjöl-
hæfi skapgerðarleikari oftar en ekki
valinn í hlutverk ódámanna og sinn-
ir þeim af kostgæfni. Henriksen
hefur ríkulegt skopskyn og stendur
sig engu síður vel þá sjaldan hann
fær að nýta það, þá helst í ómerki-
legum myndum þar sem hann hefur
gnæft yfir efnið og samverkamenn-
ina. Þá á karl það til að gera grín að
sjálfum sér og öllu heila klabbinu.
Það fengum við að sjá m.a. í Quick
and the Dead, undirmálsvestranum
hennar Sharon Stone. Þar gekk
Henriksen á braut með leiklistar-
sigurinn, þrátt fyrir Hackman,
Crowe, De Caprio, og allt stjörnu-
gengið. Enn betri var hann nokkr-
um árum síðar í afleitri B-mynd
sem heitir Baja (sýnd í Stjörnubíói).
Tætti mótleikarann í sig og stal
myndinni með dýrðlegum ofleik.
Aumingja Molly Ringwald. Myndin
átti að vera endurkoman hennar, en
myndin var bærilega ásjáleg, jafn-
vel eftirminnileg, þökk sé gassal-
átum Henriksens.
Eftir nám við hið valinkunna Act-
or’s Studio í New York eyddi Hen-
riksen næstu tveim áratugum í að
leika þorpara. Sagður manna geð-
ugastur hversdagslega, en sá fjöldi
morðingja, nauðgara, ofbeldis-
seggja, brennuvarga og öfugugga,
sem hann hefur túlkað í kvikmynd-
um, sjónvarpi og á sviði (Ríkharður
III., m.a.), skiptir tugum. Á fyrstu
árunum kom hann m.a. fram í Dog
Day Afternoon (’75), Network (’77),
Prince of the City (’82), The Right
Stuff (’83), The Jagged Edge (’86).
Lék í tæplega 30 myndum fyrstu
tvo áratugina, sem er nánast dvali
miðað við afköstin á 10. áratugnum,
er hann kom fram í hartnær 40
myndum, oft í stórum og aðalhlut-
verkum.
Vinur hans James Cameron gaf
Henriksen fyrsta, ærlega tækifærið,
í Aliens (’86). Eins fékk hann stórt
hlutverk í Alien 3 (’91), og vakti
mikla athygli í Powder, forvitnilegri
mynd frá ’95. Sama ár fór Henrik-
sen með hlutverk í Dead Man eftir
Jim Jarmusch og á síðasta ári lék
hann í hrollinum Scream 3, og fór á
kostum í raddsetningu apaforingj-
ans í Tarzan, teiknimyndinni vin-
sælu.
JENNIFER TILLY
Jennifer, yngri systir Meg, er sú
sem hefur hæfileikana í Tilly-fjöl-
skyldunni. Fædd í Kanada fyrir 38
árum og fylgdi stóru systur í hum-
átt suður fyrir landamærin. Jenni-
fer var lengi að fá viðurkenningu í
kvikmyndaborginni en vann myrkr-
ana á milli í hverri B-myndinni á
eftir annarri, einum 10, frá fyrsta
hlutverki hennar í No Small Affair
(’84), uns hún fékk eitthvað bita-
stætt í The Fabulous Baker Boys
(’89). Í kjölfarið fylgdu þokkaleg
hlutverk í Made in America (’93),
enn frekar endurgerð The Getaway
(’94). Sama ár kom stóra tækifærið,
hlutverk nautheimkrar hjásvæfu
mafíósa í hinni bráðskemmtilegu
Bullets Over Broadway eftir Woody
Allen. Þráir hún það heitast að
komast á leiksviðið og er Tilly
óborganleg í kröfuhörðu grínhlut-
verki.
1996 vann Jennifer ekki síður
merkilegan sigur í Bound, frumraun
Wachowskibræðra (Matrix). Drep-
fyndin, kolsvört gamanmynd þar
sem Jennifer er ógleymanleg sem
samkynhneigð meri, í ástasambandi
við viðsjárverða kvenpersónu (Gina
Gershon), og mafíunnar peninga-
þvottamann (Joe Pantoliano). Stöll-
urnar eru ekki allar þar sem þær
eru séðar, er þær leggja á ráðin að
ræna karlinn og mafíuna.
Síðan hefur Jennifer haft nóg fyr-
ir stafni, þótt ekki sé það allt merki-
legt. Lék t.d. eiginkonu djöfulóðrar
brúðu í „cult“-myndinni Chucky’s
Bride (’98), og mun koma fram í
einum sjö myndum á þessu ári, þ. á
m. Joplin: The Movie.
WILL PATTON
Allir sem eitthvað stunda kvik-
myndahús hafa örugglega séð and-
litið á Patton og þekkja það – jafn-
vel án þess að geta nafngreint það.
Patton er afkastamikill og eftirsótt-
ur skapgerðarleikari á sviði, í sjón-
varpi og bíómyndum, og setur oftar
en ekki svip á myndir sínar, þótt
þær séu ekki allar í efstu gæða-
flokkum. Líkt og The Postman, þar
sem illkvitnislegt fésið á Patton er
mun minnisstæðara en væflu-
gangurinn á aðalstjörnunni, Kevin
Costner.
Patton (f. ’54) er Suðurríkjamað-
ur, sem hóf leiknám í heimafylkinu,
North Carolina, áður en hann sett-
ist á skólabekk hjá Lee Strasberg,
við Actor’s Studio. Þaðan lá leiðin á
fjalir Broadway-leikhúsanna, þar
sem Patton vann tvisvar til Obie-
verðlaunanna; fyrir Tourists and
Refugees 2 og Fool For Love eftir
Sam Shepard. Þá vann Patton um
sinn á sviði í London.
Fyrstu kvikmyndahlutverkin
voru í stuttmyndum og neðanjarð-
armyndum í New York, við upphaf
níunda áratugarins. Fyrst minnist
maður hans sem skálks í Desperat-
ely Seeking Susan (’85), og annars
skrattakolls í After Hours, mynd
Scorsese frá ’85, sem jafnframt var
fyrsta, stóra mynd leikarans. Patton
er þó langminnisstæðastur frá þess-
um tíma sem enn eitt varmennið í
No Way Out (’87). Lék á móti Gene
Hackman og Kevin Costner – og
hélt sínu.
Á síðustu árum hefur Patton ver-
ið iðinn við kolann, lék í yfir 40
myndum á síðasta áratug! Bar síð-
ast fyrir augu í Armageddon (’98),
Breakfast of Champions (’99), Gone
In 60 Seconds (’00) og Remember
the Titans (’00). Þessa dagana fer
hann með hlutverk í The Mothman
Prophecies, ásamt Richard Gere, og
hinni ungu og efnilegu Lauru Linn-
ey.
FRED DALTON THOMPSON
Mér dauðbrá er ég sá þennan
kempulega mann í fyrsta skiptið á
hvíta tjaldinu; hélt hann hefði verið
að rífa af miðanum mínum! Sem var
náttúrlega misskilningur. Thomp-
son (f. ’42) komst einmitt inní kvik-
myndirnar útá vörpulegt útlitið.
Hafði unnið sem lögfræðingur í ald-
arfjórðung í Nashville og Wash-
ington, D.C. er hann var fenginn til
að leika sjálfan sig í Marie (’85).
Byggð á sönnum atburðum, átökum
konu (Sissy Spacek) við kerfið, þó
einkum rotinn ríkisstjóra Tenn-
essee. Thompson hlaut miklu betri
dóma en stjörnur myndarinnar,
Spacek og Jeff Daniels. Enda mað-
urinn að leika sjálfan sig – saksókn-
ara Tennessee-fylkis.
Lögmaðurinn féll kylliflatur fyrir
Hollywood-tildrinu og gerðist af-
kastamikill skapgerðarleikari og lék
í hartnær 30 myndum á sínum 10
ára ferli. Það muna allir Thompson
sem hafa séð hann, enda skagar
maðurinn á þriðja metra uppí há-
loftin og yfirbragð allt hið valds-
mannslegasta. Myndirnar voru
hinsvegar ekki allar háreistar. Glitti
þó í góðar á milli, einsog The Hunt
For Red October (’90). Class Action
(’91), Cape Fear (’91), Thunder-
heart (’92), In the Line of Fire (’93)
og Barbarians at the Gate (’93).
Ferill Thompsons endaði jafnsnögg-
lega og hann hófst. Nú voru það
stjórnmálin sem heilluðu. Thomp-
son var kjörinn ríkisstjóri Tenn-
essee ’94, náði endurkjöri ’98, og
hefur vakið athygli fyrir afar íhalds-
samar skoðanir.
MICHAEL MADSEN
Leikarar með útlit Madsens, hafa
jafnan nóg fyrir stafni í Hollywood.
Stæðilegur náungi, svipurinn gefur
til kynna gaur sem er til alls vís.
Hentar því vel í krassandi auka-
hlutverk frekar vafasamra náunga.
Madsen (’58) (bróðir hinnar gull-
fallegu leikkonu, Virginiu) er sonur
slökkviliðsmanns í Chicago og vann
við bensínafgreiðslu er hann komst í
kynni við Steppenwolf-leikhóp Gar-
ys Sinise. Um 1980 var hann kom-
inn áleiðis til kvikmyndaborgarinn-
ar þar sem hann hafði fljótlega í
nógu að snúast, mestmegnis í hlut-
verkum fóla.
Fyrsta minnisstæða hlutverkið
var í Kill Me Again (’89), mynd
Johns Dahl og Sigurjóns Sighvats-
sonar. Þar skyggði hann á sjálfa
stjörnuna, Val Kilmer. Frammi-
staða hans vakti örugglega athygli
því næstu árin voru frjósöm. Mad-
sen stóð sig mæta vel, oftast sem
rusti, í ágætum myndum einsog
Thelma and Louise (’91), The Doors
(’91), The Getaway (’94), Wyatt
Earp (’94), Mulholland Falls (’96) og
Donnie Brasco (’97). Eins lék hann
aðalhlutverkið á allt öðrum nótum í
fjölskyldumyndinni Free Willy (’93),
og gerði það ekkert síður vel. Minn-
isstæðastur er Madsen sem Mr.
Blonde í Reservoir Dogs (’92),
klassíkinni hans Tarantinos. Síðustu
árin hefur hann haft nóg að gera,
mestmegnis í ruslmyndum. Leikur
um þessar mundir á móti Dennis
Hopper í The LAPD Conspiracy.
TONY SHALHOUB
Gyðingar hafa ekki aðeins und-
irtökin í viðskiptum sínum við araba
á heimavígstöðvum heldur eiga þeir
nánast kvikmyndaiðnaðinn og ótrú-
lega margar kvikmyndastjörnur
voru og eru af gyðingaættum. Arab-
ar hafa hinsvegar lítil ítök í Holly-
wood og alþjóðlegar stjörnur af
þeim kynstofni eru teljandi á fingr-
um annarrar handar. Omar Sharif
sá eini sem sett hefur mark sitt á
kvikmyndaheiminn síðustu 50 árin,
eða svo. Tony Shalhoub, sá frábæri
gamanleikari, er einn fárra sem
halda merki araba á lofti nú um
stundir, Bandaríkjamaður af líb-
önskum ættum, og er að vinna sig
upp hægt en örugglega.
Shalhoub vakti fyrst athygli á sér
og það verðskuldað, í örhlutverki
leigubílstjóra í New York í Quick
Change (’97), þeirri frábæru og van-
metnu gamanmynd. (Bill Murray
sagði eitthvað á þá leið að hann
væri svo vankunnandi í ensku að
hann þekkti ekki einu sinni litina, er
Shalhoub ók á rauðu ljósi yfir hver
gatnamótin af öðrum). Síðan hefur
Shalhoub leikið í yfir 20 myndum og
jafnan sett skemmtilegan svip á
þær með hlýlegri nærveru og góð-
um gamanleik. Jaðarmaður jafnan.
Minnisstæðastur í Honeymoon in
Vegas (’92), Galaxy Quest (’99), en
sjálfsagt muna hann flestir úr Big
Night (’96), þar sem þeir Stanley
Tucci fóru á kostum í kokkabúning-
unum.
STANLEY TUCCI
Bíógestir voru örugglega búnir að
kannast lengi við hinn grannvaxna,
þunnhærða Tucci án þess að þekkja
hann með nafni. Eitthvað rámar
manni í leikarann í Prizzi’s Honor
(’85) og Quick Change (’90). Með
Beethoven (’92), og The Pelican
Brief (’93) stimplaði hann sig inn
hjá mörgum kvikmyndafíklinum og
hefur verið verið að gera góða hluti
síðan. Oftast til hlés og í hlutverk-
um í öllum regnbogans litum. Ávallt
myndbætandi.
Tucci (’60) er háskólamenntaður
leikari frá New York og fékk sitt
fyrsta hlutverk í fyrrgreindri mynd
Johns Huston, Prizzi’s Honor. Við
tóku ár í aukahlutverkum slordóna,
láglífismanna, þjófa, morðingja og
annarra lágstéttarmanna í þjóð-
félagsstiganum. Þvert á eigin per-
sónuleika, en Tucci er sagður trygg-
astur vina og ástríkastur heim-
ilisfeðra í einkalífinu. Vinna við
sjónvarp og ólík en faglega afgreidd
smáhlutverk í bíómyndum juku
jafnt og þétt á orðstír hans um og
eftir ’90. Tucci aflaði sér einnig mik-
illa vinsælda sem slægvitur ódámur
í sjónvarpsþáttunum Murder One
(’94 –95). Hvað minnisstæðust frá
þessum árum er frammistaða hans
sem tungulipur og háll lögreglu-
maður í Kiss of Death, framúrskar-
andi vel leikinni og gerðri mynd
með David Caruso, Nicolas Cage,
Samuel L. Jackson o.fl., góðu fólki.
Endurgerð hinnar klassísku film
noir frá 1947 (með Richard Wid-
mark), en tæpast eins góð.
Það er hinsvegar listaverkið Big
Night, þar sem Tucci fer með aðal-
hlutverkið, framleiðir og leikstýrir
(ásamt Campbell Scott), sem færði
leikaranum þá frægð og virðingu
sem honum ber. Tucci hefur þó ekki
sagt skilið við jaðarhlutverkin,
skemmst að minnast eftirminnilegs
leiks hans og vinar hans Olivers
Platt sem laumufarþegar um borð í
skipi í The Impostors (’99). Um
þessar mundir er Tucci að leika í
American Sweetheart, mynd Re-
volution Studios Joes Roth, ásamt
John Cusack, öðrum frábærum leik-
ara sem löngum hefur daðrað við
jaðarinn.
Kantmenn kvikmyndal iksins 2
Aftur verður gerð liðskönnun á bakvörð-
um herja kvikmyndaleiksins. Sæbjörn
Valdimarsson bregður sjónum sínum að
nokkrum athyglisverðum og ómissandi
góðvinum bíógesta í gegnum árin. Leik-
urum sem jafnan standa fyrir sínu þótt
þeir fái ekki aðalhlutverkin af ýmsum
ástæðum – og sjaldan umfjöllun.
PattonShalhoub
ZUMA Press
Henriksen Madsen
Tilly Thompson
Tucci
Reuters