Morgunblaðið - 27.03.2001, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 27.03.2001, Qupperneq 3
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 B 3 LÁRUS Orri Sigurðsson og Heið- ar Helguson leika ekki með landsliðinu gegn Möltubúum á Möltu 25. apríl. Þeir verða í leik- banni – Lárus Orri fyrir brott- reksturinn gegn Búlgaríu og Heiðar fyrir að hafa fengið að sjá tvö gul spjöld í undankeppni HM. Hann var bókaður í leiknum í Sofíu og einnig í leik gegn Norð- ur-Írlandi á Laugardalsvellinum. Tveir leikmenn landsliðsins hafa tekið út leikbönn í HM. Brynjar Björn Gunnarsson fyrir að vera rekinn af leikvelli í leik gegn Dönum og Auðun Helgason lék ekki með gegn Búlgaríu, þar sem hann fékk að sjá gula spjald- ið í leikjum gegn Tékkum og Norður-Írum. Lárusi Orra hefur tvisvar ver- ið vísað af leikvelli í leikjum með íslenska landsliðinu. Hann var áður rekinn af leikvelli í leik gegn Írlandi á Laugardalsvell- inum 6. september 1997. Hann fékk að sjá rauða spjaldið eftir að tvær áminningar. Lárus Orri og Heiðar í bann ef eitthvað var sterkari aðilinn og hættulegra í sóknaraðgerðum. Ís- lendingar fengu vissulega sín tæki- færi í leiknum en eins og í síðustu leikjum hefur gengið illa að reka smiðshöggið og það er hlutur sem strákarnir verða að kippa í liðinn ef leikir eiga að vinnast. Árni Gautur Arason stóð fyrir sínu í markinu og í reynd má segja að íslenska vörnin hafi leikið vel. Eyjólfur og Hermann voru fastir fyrir í miðju varnarinnar og Arnar Þór Viðarsson hefur sýnt og sannað að hann eigi vel heima í stöðu vinstri bakvarðar. Rúnar Kristinsson var einn besti leikmaður íslenska liðsins. Hann gerði góða hluti með knöttinn og skilaði bak- varðarstöðunni með sóma í seinni hálfleiknum. Brynjar Björn var að venju óhemjuduglegur á miðsvæð- inu og var alltaf að, Þórður Guð- jónsson tók góðar rispur í fyrri hálf- leiknum og Heiðar Helguson var sterkur í návígjum en meira hefði þurft að koma út úr honum sókn- arlega séð. Eiður Smári og Ríkharð- ur unnu báðir mjög vel en einhvern neista vantaði hjá þeim báðum og það verður að gera þærkröfur til sóknarmanna að þeir skori mörk. Ríkharður hefur leikið fjóra leiki án þess að skora og Eiður er með eitt mark í 10 landsleikjum. Arnar Grét- arsson átti ágæta innkomu en Tryggvi Guðmundsson og Andri Sigþórsson náðu ekki takti við leik- inn á þeim tíma sem þeir voru inná. Vonbrigðin eru mikil að hafa ekki náð í stig en gæfuhjólið hefur ekki snúist með íslenska liðinu í þessari undankeppni. Uppskeran er þrjú stig af tólf mögulegum sem engan veginn getur talist nógu gott en fram undan eru tveir leikir gegn Möltu og svo heimaleikur á móti Búlgörum og í þessum þremur leikjum verða Ís- lendingar helst að fá fullt hús ef markmiðin eiga að nást, það er að lenda ekki neðar en í þriðja sæti og hækka þannig á styrkleikalistanum. Morgunblaðið/Brynjar GautiEnski dómarinn Mike Riley sýnir Lárusi Orra Sigurðs- syni rauða spjaldið á CSKA- leikvanginum í Sofíu. Þórð- ur Guðjónsson gat ekki stöðvað það. Ég lenti í einhverju orðaskaki viðeinn Búlgarann og það næsta sem gerist er að ég brosi framan í hann og klappa honum létt á kinnina. Hann greip um andlitið og þóttist vera stórslasaður og Riley beit á agnið. Mistökin hjá mér liggja í því að gefa kost á svona löguðu. Maður á að vita að þegar maður er að spila á móti svona þjóðum eiga leikmenn til að vera með leikaraskap. Riley sagði við mig þegar hann sýndi mér rauða spjaldið að það mætti ekki snerta andlitið á mönnum og vissulega gerði ég það, en þetta var bara svona létt vinarklapp,“ sagði Lárus Orri. Hvernig fannst þér að koma inn í liðið aftur eftir svona langt hlé? ,,Þetta var erfitt fyrstu 15 mínúturn- ar en eftir það var þetta í fínu lagi. Við skoruðum gott mark en vorum klaufar að fá á okkur jöfnunarmark- ið skömmu síðar og síðan kom áfallið þegar mér var vísað af velli. Mér fannst strákarnir spila mjög vel manni færri og ég er hundsvekktur yfir því að ná ekki stigi út úr þessum leik. Mér leið skelfilega eftir að hafa lent í þessu atviki og ég var ekki bara að brjóta sjálfan mig niður heldur var ég að bregðast öðrum.“ Mistök að gefa kost á þessu Reuters Michael Riley segir Lárusi Orra að yfirgefa völlinn. LÁRUS Orri Sigurðsson var að vonum mjög svekktur eftir leik- inn á móti Búlgörum en hann fékk að líta rauða spjaldið hjá Englendingnum Michael Riley á 40. mínútu leiksins. Lárus var að leika sinn fyrsta landsleik í 16 mánuði eða frá því Íslend- ingar töpuðu fyrir Frökkum, 3:2, í eftirminnilegum leik í París í nóvember árið 1999.  ANDRI Sigþórsson fékk nýliða- merki KSÍ í kvöldverði eftir leikinn á móti Búlgaríu, en Andri lék sinn fyrsta landsleik í Sofíu.  BRYNJAR Björn Gunnarsson og Helgi Kolviðsson fengu við sama tækifæri afhent gullúr frá KSÍ fyrir að hafa leikið 25 landsleiki, en þeir náðu báðir þeim áfanga á síðasta ári. Brynjar var að leika sinn 26. lands- leik í Sofíu. Helgi, sem ekki fékk að spreyta sig, hefur leikið einum leik meira.  RÚNAR Kristinsson hélt áfram að bæta landsleikjamet sinn en hann lék sinn 88. landsleik í Sofíu. Rúnar fékk klapp frá félögum sínum í kvöldverðinum eftir leikinn við Búlg- ari en ef fram heldur sem horfir á Rúnar góða möguleika á að ná 100 landsleikjum.  ARNAR Grétarsson lék sinn 50. A-landsleik fyrir Íslandshönd gegn Búlgaríu í Sofíu á laugardaginn. Arnar er 13. íslenski knattspyrnu- maðurinn frá upphafi sem nær þess- um áfanga og deilir nú 11.–13. sætinu á listanum með þeim Árna Sveins- syni og Gunnari Gíslasyni. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir tíu árum, þegar Ísland sigraði Tyrkland, 5:1, á Laugardalsvellinum í júlí 1991.  FYRIRLIÐARNIR Eyjólfur Sverrisson og Krassimir Balakov eiga það sameiginlegt að hafa báðir leikið með Stuttgart. Balakov leikur með liðinu í dag en Eyjólfur hóf sinn glæsilega atvinnumannaferil hjá lið- inu fyrir 12 árum.  EIÐUR Smári Guðjohnsen varð að fara af leikvelli á 60. mínútu. Hann fékk högg aftan á hnésbótina og haltraði útaf. Gunnar Sverrisson, sjúkraþjálfari landsliðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að meiðsl- in væru ekki alvarleg og að Eiður yrði fljótur að ná sér. FÓLK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.