Morgunblaðið - 27.03.2001, Síða 5

Morgunblaðið - 27.03.2001, Síða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 B 5  ÍSLENSKU landsliðsmennirnir léku með sorgarbönd í leiknum við Búlgari. Ástæðan var sú að Björgvin Schram, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, lést aðfaranótt sl. laugardags.  LANDSLIÐSHÓPURINN yfirgaf hótelið í Sofíu um hádegisbilið á sunnudeginum. Flogið var frá Sofíu til Frankfurt og þar með má segja að leiðir landsliðsmannanna hafi skilið. Með þjálfurum og fararstjórum héldu leikmennirnir sem spila á Eng- landi til London en aðrir fóru hver í sína áttina til félaga sinna.  TRYGGVI Guðmundsson fór frá Frankfurt til Portúgals til móts við félaga sína í Stabæk en þeir eru þar í æfinga- og keppnisferð.  TRYGGVA hefur gengið vel með Stabæk á undirbúningstímabilinu og hefur skorað átta mörk.  HELGI Sigurðsson ætlar að vera hjá gríska liðinu Panathinaikos út samningstímann en hann á rúmt eitt ár eftir af samningnum við félagið.  HELGI sagði í samtali við Morg- unblaðið vera mjög ánægður með veruna í Grikklandi sem og fjöl- skylda hans en það eina sem skyggi á veruna er hversu lítið hann hefur fengið að spila. Hann hefur þó fengið meira tækifæri eftir að Apostolakis tók við liðinu fyrir skömmu en hann mun stýra liðinu út leiktíðina. Helgi segir að forráðamenn Panathinaikos séu þessa dagana að leita að nýjum þjálfara.  ÁRNI Gautur Arason hefur fengið þau skilaboð frá þjálfara Rosenborg að hann verði markvörður liðsins númer eitt fyrir komandi tímabil en Rosenborg hefur yfir þremur mark- vörðum að ráða. Fyrir utan Árna er gamli jaxlinn Jörn Jamtfall og Espen Johnsen sem Rosenborg keypti frá Start í haust. „Það er ekk- ert nema af hinu góða að fá sam- keppni um stöðuna og þýðir ekki annað en að ég verð að vera á tán- um,“ sagði Árni Gautur við Morg- unblaðið en hann átti fínan leik á móti Búlgörum og er greinilega í mjög góðri æfingu.  BIRKIR Kristinsson reiknar með að koma heim til Íslands um miðjan maí en í samningnum sem gerður var á milli ÍBV og Stoke segir að Birkir verði að vera kominn heim áð- ur en Íslandsmótið hefst. Þetta þýðir að Birkir mun ekki spila með Stoke komist það í aukakeppnina um laust sæti í 1. deildinni.  „ÉG býst við því að Gavin Ward verði settur í markið mjög fljótlega. Hann er búinn að ná sér af meiðsl- unum og þar sem ég næ ekki að leika með í aukakeppninni, komumst við í hana, er eðlilegt að Ward fari að gera sig kláran,“ sagði Birkir í samtali við Morgunblaðið en hann kemur til móts við félaga sína í æfingaferð í Portúgal í næsta mánuði sem og leikmennirnir tveir sem ÍBV hefur fengið að láni frá Stoke í sumar.  LÁRUS Orri Sigurðsson fær væntanlega tveggja leikja bann fyrir brottreksturinn á móti Búlgörum. Þetta þýðir að hann mun ekki verða með í leikjunum við Möltu í apríl og júní. Lárus tók stöðu Auðuns Helga- sonar í hægri bakverðinum í leiknum á móti Búlgaríu þar sem Auðun tók út leikbann en hann verður klár í slaginn fyrir leikinn við Möltu sem fram fer ytra 25. apríl.  EKKI er þó víst að Auðun gangi endilega beint inn í sína gömlu stöðu því Atli Eðvaldsson hefur fleiri kosti. Til að mynda kom Rúnar Kristins- son mjög vel út í bakvarðarstöðunni í seinni hálfleiknum við Búlgari og Arnar Grétarsson leysti stöðu Rún- ars á miðjunni vel.  HELGI Sigurðsson kvaddi lands- liðshópinn snemma á sunnudags- morguninn. Bílstjóri frá Pan- athinaikos var mættur fyrir utan hótelið klukkan 9 og var förinni heit- ið til Saloniki en þaðan flaug Helgi til Aþenu. FÓLK Í síðari hálfleiknum þurftum við aðfæra okkur aftar og þétta liðið betur og mér fannst við gera það mjög vel. Búlgararn- ir pressuðu nokkuð stíft á okkur á köfl- um í seinni hálfleikn- um en þeir voru ekki að skapa sér mikið af færum. Við átt- um hins vegar nokkrar mjög góðar skyndisóknir og ekki munaði miklu að við næðum að færa okkur þær í nyt og skora. Sigurmark þeirra var frekar slysalegt en við gleymdum okkur eitt augnablik í vörninni og var umsvifalaust refsað. Eftir mark- ið reyndum við okkar ýtrasta til að jafna metin en því miður gekk það ekki eftir og við löbbuðum svekktir af velli enda fannst okkur við ekki eiga skilið að tapa. Það þýðir ekkert að hengja haus þrátt fyrir að stigin séu aðeins þrjú eftir fjóra leiki. Við höldum vonandi áfram að þróa okkar leik og ég tel að við höfum vaxið sam- an sem lið í síðustu leikjum,“ sagði Eyjólfur. Verðum bara að bretta upp ermarnar ,,Það var mjög svekkjandi að fá þetta mark á sig svona seint eftir að við vorum búnir að verjast svona vel einum leikmanni færri. Ég náði að- eins að slæma hendinni í boltann en færið var mjög gott og hann var dauðafrír í markteignum. Ég átti enga möguleika á að verja skotið í fyrra markinu. Mér fannst ég ekki vera nálægt boltanum enda var þetta þrumuskot alveg út við stöngina,“ sagði Árni Gautur Arason markvörð- ur. Árni verður ekki sakaður um mörkin og hann sýndi góð tilþrif í þau skipti sem reyndi á hann. ,,Eftir að Lárus fór út af vissi ég að við yrðum mikið í vörninni og ég hafði töluvert að gera. Við ræddum í leikhléinu að við yrðum að þétta liðið og úr því sem komið var stefndu menn á að ná í eitt stig út úr leiknum. Það fór gífurleg orka hjá strákunum í að leika einum færri í svona langan tíma en þeir sýndu hetjulega baráttu og áttu nokkur ágæt færi. Þetta var gífurlega strangur dómur að reka Lárus út af og ég hélt að Riley myndi taka á þessum leikaraskap eftir að hann spjaldaði einn Búlgarann snemma í leiknum þegar hann reyndi að fiska vítaspyrnu. Þetta er hins vegar búið og gert og við getum ekki annað núna en stefnt á að ná í tvo sigra á móti Möltu og vinna svo Búlgarana þegar þeir koma á Laug- ardalsvöllinn í sumar. Þetta hefur ekki verið nein draumabyrjun hjá okkur í riðlakeppninni en við verðum bara að bretta upp ermarnar í kom- andi leikjum,“ sagði Árni Gautur. Erfitt að koma inn á Andri Sigþórsson lék sinn fyrsta landsleik – lék síðasta hálftíma leiks- ins eftir að Eiður Smári Guðjohnsen haltraði meiddur af velli. „Það var erfitt að koma inn á þar sem við vorum manni færri auk þess sem ég var settur á kantinn sem er kannski ekki alveg mín sterkasta staða á vellinum. Ég reyndi að gera eins og ég gat og það mátti ekki miklu muna að okkur tækist að jafna metin. Mér fannst menn vera að berjast mjög vel allan tímann og liðið sýndi mikinn styrk og vilja í síðari hálfleiknum en því miður dugði það ekki til. Eins og leikurinn þróaðist eru menn hundsvekktir. Við vorum að skapa okkur færi og spila ágætan fótbolta á köflum,“ sagði Andri Sig- þórsson. Íslendingar vel skipulagðir „Íslenska liðið var mjög vel skipu- lagt. Það varðist mjög vel, lokaði svæðunum vel inni á vellinum og lengi vel hélt ég að við ætluðum ekki að knýja fram sigur. Leikmenn mín- ir voru spenntir og orðnir nokkuð óþolinmóðir og við það töpuðust oft boltar á miðsvæðinu og Íslending- arnir náðu upp nokkrum góðum skyndisóknum sem hefðu vel getað endað með marki. Ísland er með bar- áttulið og ég tók sérstaklega eftir því hve marga sterka skallamenn liðið er með,“ sagði Stojtcho Mladenov, þjálfari búlgarska landsliðsins, á fundi með fréttamönnum eftir leik- inn í Sofíu og hann bætti við: „Lið mitt er ungt og á eftir að læra margt af göldrum knattspyrnunnar.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Arnar Grétarsson var óheppinn að ná ekki að jafna undir lok leiksins – Zdradkov náði að verja. Eyjólfur Sverrisson, fyrirliði íslenska landsliðsins Við áttum skilið annað en tap „VIÐ byrjuðum leikinn mjög vel, sóttum og gerðum þá hluti sem fyrir okkur voru lagðir. Við vor- um að skapa okkur færi, gerð- um gott mark og þetta leit allt vel út þar til þeir jöfnuðu metin og í kjölfarið urðum við fyrir áfalli þegar Lárus Orri var rek- inn út af,“ sagði Eyjólfur Sverr- isson, fyrirliði landsliðsins, eftir leikinn í Sofíu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Leikmenn Íslands fengu lögreglufylgd er þeir mættu til leiks. Eyjólfur Sverrisson og Árni Gautur Arason fremstir í flokki á eftir öðrum aðstoðardómaranum. Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Sofíu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.