Morgunblaðið - 27.03.2001, Page 8

Morgunblaðið - 27.03.2001, Page 8
HANDKNATTLEIKUR 8 B ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Mér fannst við skemma fyrirokkur sjálfum því við höfðum alveg möguleika á að vinna þennan leik,“ sagði Óskar Ármannsson úr Haukum eftir leikinn „Við förum illa með dauðafærin í fyrri hálfleik og gerum of mikið af mistök- um í þeim síðari svo að því fer sem fer. Þetta er sterk lið með klóka leik- menn, sem nýta sér tækifærin mjög vel og refsa fyrir mistök okkar svo að ef maður er ekki að spila án allra mistaka þá er erfitt að eiga við svona lið. Hinsvegar höfðum við í fullu tré við þá í vörninni og vorum að spila vel þar – það munu þeir þurfa að leysa í síðari leiknum svo að ég er ekki búinn að gefa upp alla von. Við lögðum upp með að spila góða vörn og hindra þá þannig í sínum aðgerð- um. Sóknarleikur okkar síðan hugs- aður út frá 3-2-1 eða 6-0 vörn þeirra og við áttum svar við því en við áttum ekkert svar við markvörslu þeirra í fyrri hálfleik.“ Óttumst ekki heima- völl þeirra Óskar er eini íslenski leikmaður Hauka sem hefur áður haldið til gömlu Júgóslavíu en það var þegar hann keppti með FH við Metalplast- ika í undanúrslitum Evrópukeppn- innar 1985. FH-ingar töpuðu þar með miklum mun. „Ég tel að aðstæð- ur séu öðruvísi núna því höfum engu að tapa eftir tveggja marka sigur hérna. Það var eftir mikinn barning þegar við eigum í fullu tré við þá. Ég held að okkar leikmenn óttist ekkert þeirra heimavöll. Við höfum sýnt í þessari keppni að við stöndumst slíkt álag og munum gera það aftur. Frek- ar er að við hlökkum til að fara í þessa ferð og sýna hvað í okkur býr,“ sagði Óskar hvergi banginn. Skemmdum fyrir okkur Stefán Stefánsson skrifar Óskar Ármannsson skoraðifyrsta mark leiksins með lang- skoti en eftir það virtist allur mátt- ur úr honum og fleiri leikmönnum Hauka, en eina mark Óskars í leiknum var jafn- framt eina markið sem Haukar skoruðu úr langskoti. Hafnfirðingar léku vörnina framarlega og þeir Halldór Ingólfsson, Einar Örn Jónsson og Rúnar Sigtryggsson léku nánast maður gegn manni allan leikinn og leystu það vel. Alaiksandr Shamkuts var eins og klettur fyrir aftan þá félaga og hinn ungi Ásgeir Örn Hallgrímsson lék í stöðu horna- manns í vörn og var virkur þátttak- andi í hraðaupphlaupum liðsins. Markvörður Metkovic, Valter Matosevic, reyndist leikmönnum Hauka erfiður á fyrsta stundar- fjórðungi leiksins og oftar en ekki varði hann skot sem komu eftir hraðaupphlaup heimamanna. Fjögur fyrstu mörk Króata komu úr hraðaupphlaupum eftir að Mat- osevic hafði varið frá Haukum. Varnarleikur Hauka gekk út á að stöðva skyttur Metkovic og það gekk upp. Matosevic markvörður skoraði reyndar eitt marka liðsins með því að kasta boltanum yfir allan völlinn og var það eina markið sem liðið skoraði utan af velli í fyrri hálf- leik. Metkovic lék einnig framarlega í vörn og beittu 3:2:1 varnaraðferð að mestu. Það gerði skyttum Hauka erfitt fyrir en á sama tíma opnaðist fyrir Shamkuts á línunni og skoraði hann þrjú af alls fjórum mörkum sínum í leiknum á fyrstu 10 mín- útum leiksins. Ásgeir Örn var ógn- andi þegar hann notaði hraðann í seinni hraðaupphlaupsbylgju Hauka og skoraði hann tvö mörk í röð með slíkum hætti. Athygli vekur hve fá mörk eru skoruð utan af velli og leikmenn á borð við Halldór Ingólfsson og Ein- ar Gunnarsson virtust ekki hafa styrk til að brjótast í gegn í stöð- unni maður gegn manni. Af alls níu mörkum Hauka í seinni hálfleik voru fjögur mörk skoruð eftir hraðaupphlaup, tvö af línu, tvö úr hornunum og eitt beint úr aukakasti. Þrátt fyrir að lítið væri skorað vantaði ekki færin hjá Haukum sem flest komu eftir hraðar sóknir liðs- ins. Það sem fór framhjá markverði Metkovic hafnaði iðulega í mark- stöngunum eða fór framhjá. Það er óhætt að segja að með „eðlilegri“ nýtingu á marktækifærum væri staða Hauka önnur en tveggja marka tap á heimavelli gegn firna- sterku liði Metkovic. Leikstjórnandi Metkovic, Slavko Goluza, lék lengi í þýsku úrvals- deildinni og stjórnaði hann liðinu eins og sannur foringi. Þrátt fyrir að hann skoraði ekki í leiknum er hann mikilvægasti leikmaður liðsins í sókn og vörn. Hornamaðurinn Niska Kaleb skoraði flest mörk liðs- ins og fjögur af alls sex mörkum hans í leiknum skoraði hann úr vinstra horni þegar Haukar voru einum leikmanni færri. Króatarnir nýttu sér yfirburði liðsins í þau skipti þegar Haukar voru einum færri. Þrjú mörk í röð á tveimur mínútum um miðjan seinni hálfleik lögðu grunninn að sigrinum ásamt góðri markvörslu Matosevic. Haukar eygja samt sem áður von um að geta náð góðum úrslitum í Krótaíu. Til þess þarf flest að ganga upp í sókn og vörn. Af leik Metkovic á sunnudag má draga þá ályktun að liðið hafi reynt að draga úr hraða leiksins á sunnudag. Leikmenn liðs- ins virtust geta skorað úr hraðaupp- hlaupum þegar þeim sýndist svo og ekki ólíklegt að meiri hraði verði í seinni leiknum á laugardag. KRÓATÍSKA handknattleiksliðið Metkovic Jambo á titil að verja í EHF Evrópukeppninni og sé mið tekið af úrslitum í fyrri undan- úrslitaleik Hauka og Metkovic á sunnudag er allt útlit fyrir að Metkovic fái tækifæri til að verja titilinn. Í hálfleik var staðan jöfn, 11:11, en um miðjan síðari hálfleik skoruðu Króatarnir fimm mörk gegn einu marki Hauka og náðu fjögurra marka forskoti, 16:20. Ein- ar Gunnarsson skoraði síðasta mark leiksins beint úr aukakasti og minnkaði muninn í tvö mörk, 20:22, og möguleikar Hauka virðast litlir fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á laugardag í Krótaíu. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar Einar Gunnarsson er tilbúinn að tak Morgunblaðið/RA Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, stjórnar sínum mönnum í Evrópuleiknum. Möguleikar Hauka í Evrópukeppninni nánast úr sögunni eftir tap á heimavelli Haukar fóru illa með færin MAGDEBURG, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar þjálfara, stendur ágætlega að vígi eftir að hafa lagt Bidasoa Irun að velli, 32:24, á heimavelli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum EHF-keppn- innar í handknattleik. Það er sama keppni og Haukar og Metkovic taka þátt í. Liðin eigast við að nýju á Spáni næsta sunnudag, en þess má til gamans geta að Alfreð er val þekktur í Bidasoa enda lék hann þar um tíma á níunda áratugn- um. Magdeburg var yfir allan leikinn á gegn Bidasoa að viðstöddum 5.500 stuðningsmönnum. Staðan í hálfleik var 15:10. Stefan Kretzschmar skoraði flest mörk heimamanna, 7. Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk fyrirMagdeburg og í frétt á heimasíðu félagsins fær hann lof fyrir frammistöðu sína. Mladen Boj- inovic skoraði flest mörk Bidasoa í leiknum, 10, þar af voru sex úr vítakasti. Magdeburg stendur vel að vígi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.