Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 11
FIMLEIKAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 B 11 Þjálfarastyrkir ÍSÍ Verkefnasjóður Íþrótta- og ólympíusambands Íslands auglýsir hér með til umsóknar styrki fyrir íþróttaþjálf- ara til að kynna sér þjálfun erlendis. Veittir verða 10 styrkir, hver að upphæð kr. 50.000. Við úthlutun verð- ur leitast við að styrkja sem flestar íþróttagreinar. Þjálf- arar hvers kyns hópa (afreksmanna, barna og unglinga o.s.frv.) koma jafnt til greina við úthlutun. Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um styrkina. Umsóknum, með lýsingu á náms- og starfsferli, auk greinargóðrar lýsingar á fyrirhugaðri ráðstöfun styrks- ins og ávinningi íþróttahreyfingarinnar af henni, skal skilað til skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, fyrir 9. apríl nk. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu ÍSÍ,Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Einnig á heimasíðu ÍSÍ; www.isisport.is ÍSLANDSMÓTIÐ í fimleikum um helgina var síðasti prófsteinn Rúnars Alexanderssonar fyrir heimsbikarmótið sem haldið verð- ur um næstu helgi. Þar mun Rún- ar keppa á bogahesti og hann prufukeyrði æfinguna sína á Ís- landsmótinu. Rúnar er mjög metnaðarfullur og gerir hann æf- ingar sem gefnar eru út frá hæstu einkunn. Á laugardag gekk æf- ingin ekki eins og hann hafði ætl- að, hann datt en hlaut engu að síður 8,650 í einkunn fyrir æfing- una. En Rúnar er greinilega í góðri æfingu og á sunnudag gekk æfingin miklu betur og hlaut hann þá einkunina 9,150. „Þetta er ný æfing hjá mér og þetta er í fyrsta sinn sem ég geri þessa æfingu í keppni. Það var því kærkomið tækifæri fyrir mig að koma hingað heim og prufu- keyra æfinguna á Íslandsmótinu. Mér sýnist að strákarnir séu í mikilli framför, sérstaklega þeir Viktor og Dýri,“ sagði Rúnar og var bjartsýnn fyrir komandi helgi. „Ég vona að mér takist vel upp með þessa æfingu um næstu helgi og stefni ótrauður að því að ná í verðlaunasæti þar,“ sagði Rúnar. Rúnar í góðri æfingu HIN 14 ára gamla Birta Benónýs- dóttir er ein af framtíðarstjörnum fimleikanna. Hún kom mjög sterk til leiks á Íslandsmótinu um helgina, varð í 2. sæti í fjölþraut og fór þrisv- ar sinnum á verðlaunapall í keppni á einstökum áhöldum. Þar deildi hún Íslandsmeistaratitlinum á tvíslá með Svövu B. Örlygsdóttur og hafnaði í 2. sæti í stökki og á gólfi. „Sigurinn á tvíslánni í dag (sunnu- dag) er það sem stendur uppúr á þessu móti. Ég var mjög hissa á laugardaginn að ég skyldi hafa lent í öðru sæti í fjölþraut, ég átti engan veginn von á því. Mér hefur gengið upp og ofan á mótunum fram til þessa, en ég hef verið meidd und- anfarið svo þetta var mjög gaman,“ sagði Birta. En þú hefur ekki aðeins verið að vinna til verðlauna á fimleikamót- um? „Nei, ég vann í ljóðakeppni í skól- anum um daginn, en ég eiginlega vissi ekki af því að ég hefði tekið þátt í henni því kennarinn minn sendi inn ljóðið mitt. Það er mjög gott fyrir krakka að taka þátt í erfiðum íþróttagreinum eins og fimleikum, það krefst sjálfsaga og skipulagðra vinnubragða og manni gengur betur í skóla þegar maður þarf að skipu- leggja tímann sinn vel. Fimleikar eru mjög skemmtileg íþrótt, hún er krefjandi og maður þarf að hafa mik- inn aga,“ sagði Birta og bætti við að það hefðu ekki verið nein sérstök vonbrigði að komast ekki í úrslit í keppi á slá. „Það gaf mér bara tæki- færi til að einbeita mér betur að hin- um greinunum,“ sagði Birta. Gerir kröfur um sjálfsaga Á ÍSLANDSMÓTINU í áhaldafim- leikum var í fyrsta sinn dæmt miðað við nýjar alþjóðlegar reglur. Regl- urnar ná bæði til karla og kvenna og kalla á mun erfiðari æfingar heldur en áður. Afleiðingar þessara hertu reglna sáust best á því að einkunnir sem gefnar voru í Laugardalshöll- inni um helgina voru mun lægri held- ur en fimleikafólk hér á landi hefur átt að venjast undanfarin ár. „Eftir hverja Ólympíuleika eru gerðar breytingar á reglunum þann- ig að á fjögurra ára fresti koma áherslubreytingar. Fyrsta árið er mikil aðlögun í gangi alls staðar í heiminum þar sem verið er að vinna upp nýjar æfingar á hverju áhaldi fyrir sig. Hjá konunum urðu mestu breytingarnar á tvíslá þar sem gerð- ar eru meiri kröfur um samsetningar og ákveðnar æfingar fá minna vægi en áður, þá er erfiðara að ná bón- usum í æfingarnar en áður. Það má í raun segja að þetta eigi við um öll áhöld, karla og kvenna almennt,“ sagði Hlín Bjarnadóttir, yfirdómari á mótinu. „Þessar breytingar koma sér ekki vel fyrir svona litlar þjóðir eins og okkur. Það tekur lengri tíma fyrir okkur að aðlagast þessum breyting- um því þær eru gerðar miðað við bestu fimleikamenn í heimi. Það verður spennandi að sjá hvernig bæði Sif og Viktor munu standa sig á Norðurlandamótinu sem verður haldið hér á landi í vor,“ sagði Hlín. Áherslu- breyting- ar í dóm- gæslu Ég er mjög ánægð með stelp-urnar mínar um helgina. Sér- staklega er ég ánægð með Birtu Benónýsdóttur, sem hafnaði í 2. sæti í fjölþrautinni en hún er að keppa í fyrsta sinn á Íslandsmóti. Svo á ég eina í pokahorninu, Ásdísi Guðmundsdóttur, sem stóð sig mjög vel á Íslandsmótinu í fyrra, en hún er meidd núna og gat ekki verið með. Það var mikill missir af henni en það komu bara næstu stúlkur inn,“ sagði Ásdís. „Þetta eru mjög ungar stelpur sem eru að koma inní þetta núna. Það er mikil uppsveifla hjá okkur í Ármanni og vinna síðustu ára er að skila sér. Ég er nokkuð ánægð með þann „standard“ sem er á mótinu núna, þótt hann hafi vissulega oft verið hærri. Það eru ákveðnar manneskjur sem eru í gæðaflokki og komnar langt, en svo vantar rosalega mikið uppá. Það er að hluta til vegna þessara nýju reglna sem er verið að taka upp núna. Þær eru mjög þungar og Íslandi og öðrum litlum löndum mjög í óhag. Það eru framfarir í fimleikum, en við erum með alltof fáa ein- staklinga í keppni. Brottfallið er mikið vegna þess að þetta er orðið svo erfitt, það eru svo fáir sem ráða við þetta. Þegar við fáum svona mikið brottfall eru örfáar stelpur sem virkilega ráða við það að halda áfram, þær sýna framfarir en okkur vantar breiðari hóp. Það eru gerðar miklar kröfur til þess- ara stelpna, þær æfa sex sinnum í viku þrjá til sex tíma í senn. Við í Ármanni æfum reyndar minna heldur en mörg önnur félög en það virðist ekki hafa áhrif á árangur- inn. En þeim stelpum sem halda áfram í þessu gengur nær undan- tekningarlaust mjög vel í skóla. Þær eru mjög metnaðarfullar og það mun hjálpa þeim í framtíð- inni,“ sagði Ásdís Pétursdóttir, fimleikaþjálfari. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Svava B. Örlygsdóttir, Birta Benónýsdóttir, Auður Guðmunds- dóttir og Sif Pálsdóttir með Ásdísi Pétursdóttur. Mikil upp- sveifla hjá Ármanni ÁSDÍS Pétursdóttir, þjálfari Ár- menninga, hafði ríka ástæðu til að brosa um helgina en þrjár sterkustu fimleikakonur lands- ins eru nemendur hennar í Ár- manni. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.