Morgunblaðið - 27.03.2001, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.03.2001, Qupperneq 12
JÚDÓ 12 B ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG er mjög ánægð en það er ekki það skemmtilegasta að glíma við sína bestu vini,“ sagði Berglind Andrésdóttir úr KA eftir sigur í úr- slitaglímu í opnum flokki við Gígju Gunnarsdóttir, sem einnig er frá Ak- ureyri. „Það er mikið fyrir þessu haft enda reyni ég að ljúka mínum glímum sem fyrst svo að ég sprengi mig ekki á tímanum en ætli það sé ekki bara leti í mér,“ bætti Berglind við en hún vann einnig í –63 kg. flokknum. Hún byrjaði að æfa 1996 á Egilsstöðum en flutti síðan til Ak- ureyrar 1997 og hóf að æfa af fullum krafti. Stutt var í að hún skellti sér á verðlaunapall en fór ótroðnar slóðir því áður en henni tókst að sigra í opnum flokki á Íslandsmóti hampaði hún gulli á Norðurlandamótinu 1999, þar sem hún reyndar vann einnig í sínum þyngdarflokki. Sigurinn á laugardaginn varð henni hvatning með framhaldið. „Óneitanlega eru miklu meiri líkur á að ég haldi áfram eftir þennan sigur og býst við að ég láti verða af því.“ Tvöfalt hjá Berglindi Keppt var í sjö þyngdarflokkumkarla og fimm flokkum kvenna auk opinna flokka hjá hvoru kyni. Er leið á daginn kom að úrslitaviðureign- um í flokkum og voru þar flestir keppendur sem bú- ist var við, en úrslit urðu þó ekki öll „eftir bókinni“. Í –60 kg. flokki end- urheimti hinn þrautseigi Höskuldur Einarsson úr Júdófélagi Reykjavík- ur titil. Eins og búist var við varði Snævar Jónsson úr Júdófélagi Reykjavíkur sinn titil í –66 kg. flokki og Vignir Grétar Stefánsson úr Ár- manni í –73 kg. flokki en báðir sigr- uðu þeir á ippon. Bjarni Skúlason, Íslandsmeistari í opnum flokki á síð- asta ári, sigraði þá einnig í –81 kg. flokki en var kominn í næsta þyngd- arflokk fyrir ofan. Hann slapp því við að mæta Karli Bang Erlingssyni úr Júdófélagi Reykjavíkur í –81 kg. flokki, sem hreppti gull í 11. sinn en Bjarni vann hins vegar örugglega í –90 kg. flokki. Í –100 kg. flokki tók- ust á tröllin Vernharð og Þorvaldur Blöndal úr Ármanni og eftir langa og stranga glímu hafði Vernharð sigur. Heimir Haraldsson úr Ár- manni sigraði í þyngsta flokki, +100 kg. Hann átti að mæta risanum og Íslandsmeistaranum Gísla Jóni Magnússyni en þar sem Gísli Jón sneri sig illa á ökkla í viðureign við Vernharð í 8-manna úrslitum í opn- um flokki, var hann úr leik en sig- urinn verður ekki frá Heimi tekinn. Kvennaflokkurinn var ekki síður skemmtilegur. Í –57 kílóa flokki sigraði Urður Skúladóttir úr KA en hún er mætt til leiks á ný eftir stutt hlé. Reyndar sagði hún það hafa skilað sér að horfa á júdóspólur á kvöldin og ræða júdó við matarborð- ið alla daga en hún býr með unnusta sínum, Bjarna Skúlasyni, sem fyrr var getið. Berglind Andrésdóttir úr KA sigraði örugglega í –63 kg. flokki og Gígja Guðbrandsdóttir úr Júdófélagi Reykjavíkur í –70 kg. flokki en Bettina Wunsch frá Þykkvabæ sýndi staka þolinmæði þegar hún gerði sér lítið fyrir og lagði Sólborgu B. Heimisdóttur í +70 kg. flokki. Í opnum flokki áttust við, sem fyrr segir, Berglind og Gígja Gunnarsdóttir úr Ármanni og sigraði sú fyrrnefnda með fullnaðar- sigri, ippon. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vernharð Þorleifsson úr KA tókst að taka Íslandsmeistaratitilinn í opnum flokki af Bjarna Skúla- syni úr Júdófélagi Reykjavíkur. Hér reynir Vernharð að ná taki á Bjarna. Vernharð endurheimti titilinn MIKIÐ var um tilþrifamikil brögð og harða skelli í íþróttahúsinu við Austurberg um helgina þegar fram fór þar Íslandsmótið í júdó. Ak- ureyringar nældu í nokkur gullin, meðal annars í báðum opnu flokk- unum. Vernharð Þorleifsson endurheimti meistaratitlinn með því að leggja Íslandsmeistarann Bjarna Skúlason í karlaflokki og í opn- um flokki kvenna áttust við tvær dömur frá Akureyri. Þar hafði Berglind Andrésdóttir sigur á Íslandsmeistaranum og félaga sínum Gígju Gunnarsdóttur. Sjö félög víðs vegar af landinu sendu tæplega 120 keppendur á mótið. Stefán Stefánsson skrifar Morgunblaðið/Árni Sæberg Gígja Guðbrandsdóttir og Anna Soffía Víkingsdóttir, báðar úr Júdófélagi Reykjavíkur, tókust á í úrslitum -70 kg flokks. Þar hafði Gígja, sú með taglið, betur en Anna Soffía verst af krafti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorvaldur Blöndal úr Ármanni lét Vernharð Þorleifsson úr KA hafa mikið fyrir sigri í -100 kg flokki. Hér reynir Vernharð að skella Þorvaldi en hann stóðst atlöguna. „ÉG hefði orðið svekktur með sjálfan mig ef þetta hefði farið á annan veg,“ sagði Vernharð Þor- leifsson úr KA eftir sigur á Íslands- meistaranum Bjarna Skúlasyni í opnum flokki en Vernharð varði einnig titil sinn í –100 kg. flokki. „Ég hef æft mjög vel og gekk vel á móti í Danmörku í síðasta mánuði þar sem flestir keppendur voru Japanir. Ég hef verið laus við meiðsli og æfi nú á fullu fyrir stærri verkefni – fyrir Evrópu- mótið og heimsmeistaramótið og tek þetta mjög alvarlega. Það er kominn tími til að gera eitthvað þar, ég náði níunda sæti á síðasta Evrópumóti og var þá að stíga upp úr meiðslum þannig að ég ætla rétt að vona að verði í verðlaunasæti í sumar. Ég er í góðri æfingu og munar um að vera að mestu laus við meiðsli í langan tíma og ég var farinn að hlakka til að keppa aft- ur.“ Kappinn sagðist leggja alla áherslu á sigur. „Aðallega var keppnin nú erfið andlega því að maður vill ekki gera nein mistök og klúðra hlutunum. Ég tek ekki mikla áhættu og vil frekar standa uppi sem sigurvegari eftir leið- inlega glímu en að tapa skemmti- legri glímu. Mínar glímur í dag voru ekkert augnayndi en það gleymist – hinsvegar gleymist ekki hver vann,“ sagði Vernharð en hann hefur snúið sér alfarið að keppni aftur eftir að hafa reynt að þjálfa samhliða. „Það eru stífar æf- ingar fyrir norðan og ég æfi undir stjórn Jóns Óðins Jónssonar. Ég reyndi í tæplega tvö ár að þjálfa og æfa sjálfur en það gekk engan veg- inn upp svo að um síðustu áramót tók Óðinn við þjálfun minni aftur. Það hefur breytt heilmiklu fyrir mig og þetta er allt annað líf, ég er ekki nógu ósérhlífinn til að þjálfa og keppa.“ Æfi á fullu fyrir stærri verkefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.