Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 3
BÍLAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 D 3 rooper í heimi? Morgunblaðið/Árni Sæbergu engin fyrirstaða. Gusugangur er stundum fylgifiskur fjallaferðanna. an og skemmtilegan akstur. Vélin gefur frá sér sportlegt hljóð við inngjöf en bíllinn er sem fyrr vel einangraður, jafnt fyrir vélar- og veg- hljóðum. En það er gírskiptingin sem mesta athygli vekur. Selespeed er í raun og veru handskipting með rafeindastýrðri kúplingu. Engin kúplingsfetill er í gólfinu heldur sér örtölva um að opna og loka fyrir kúp- linguna eftir þörfum. Skipt er um gíra með því að hnika til gírstönginni, eins og menn þekkja á step- eða tiptronic- skiptingum, eða með því að þrýsta á tvo hnappa í stýrinu. Þetta gefur öku- manni kost á því að einbeita sér al- gerlega að akstrinum og komast hjá því að sleppa stýri meðan skipt er um gír, haldi þeir á annað borð rétt um- stýrið, því takkarnir færast með því þegar beygt er. Þetta er búnaður sem er ættaður frá Formúla 1-kappakst- ursbílum og jafnframt er náskyldur ættingi, Ferrari-götubíllinn, með svip- uðum búnaði. Tilgangurinn er að sjálfsögðu sá að flýta fyrir upp- eða niðurskiptingu, t.d. í beygjum, því ekki þarf að taka hendur af stýri. Reyndar getur búnaðurinn einnig virkað eins og sjálfskipting sé þar til gerð stilling valin. Kviknar þá á merkinu City í mælaborðinu og bíll- inn skiptir sér sjálfur. Þetta er þriðja kynslóð Selespeed og helsta breytingin er sú að nú eru hnapparnir komnir á „réttan“ stað á aftanverðu stýrinu. Þessi skipting gefur kost á sportlegum akstri en, eins og fyrr, er hún hnökrótt sé hún ekki rétt notuð. Sé ekki dregið úr inn- gjöfinni við skiptingar myndast mikið hik áður en rafbúnaðurinn skiptir um gír og við það tapast hröðun. Þetta á einnig við þegar ekið er í City-still- ingu. Svo virðist sem ekki hafi tekist að sníða þessa agnúa af Selespeed, sem voru strax til staðar í fyrstu kyn- slóð, kannski er það ekki hægt og á ekki að vera hægt, því hafa verður í huga að Selespeed er ekki sjálfskipt- ing heldur beinskipting með sjálf- virkri kúplingu, og mest fæst út úr því að nota búnaðinn með því að haga sér eins og verið sé að aka bein- skiptum bíl. Sé dregið úr inngjöfinni um leið og skipt er um gír, alveg eins og allir gera sem aka beinskiptum bíl, er hægt að minnka hikið verulega og gera aksturinn mýkri. Eitt er víst að ökumaður er fljótari að skipta um gír með Selespeed en með hefðbundnum beinskiptum kassa en mýktin frá sjálfskiptingu er ekki til staðar. Samkvæmt upplýsingum frá Ís- traktor verður tveggja lítra bíllinn einnig fáanlegur með venjulegri handskiptingu með kúplingu og gæti sá kostur átt betur við íhaldssamari bílkaupendur. Bíllinn kostar þrennra dyra með Selespeed 2.260.000 krónur en með leðursætum, sóllúgu og málmlit er verðið komið upp í um 2,5 milljónir króna. gugu@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg skemmtilegar andstæður. Í stýrinu er stjórnrofar fyrir hljómtæki. únaður gerir bílinn drifmikinn. RENAULT hefur gengið allt í haginn eftir að samruni varð milli fyrirtæk- isins og Nissan. Tekjurnar hafa farið langt fram úr áætlunum, vöruþróunin er hraðari en ráðgert var og hlutabréf í fyrirtækinu hafa tvöfaldast í verði á einu ári. Það þótti koma berlega í ljós á bílasýningunni í Genf að mikill upp- gangur er einnig hjá Nissan. Þar var sýndur X- Trail jeppinn, nýr Z-sportbíll og einn athyglis- verðasti hug- myndabíll sýning- arinnar, Chappo. Þar fyrir utan er von á splunku- nýrri Primera með haustinu. Renault ætlar að styrkja Nissan á fleiri vegu því nú er rætt um að fyrirtækin sameinist um öll innkaup. Nýtt fyrirtæki, Renault Nissan Purchasing á að sjá um þriðj- ung allra innkaupa verksmiðjanna beggja og innan fáeinna ára á hlut- fallið að vera komið upp í 70%. Með slíkum magninnkaupum er þess vænst að innkaupsverð lækki um a.m.k. 1%, sem er hátt hlutfall miðað við veltu fyrirtækjanna, og með þessu sparast allt að 1,7 milljarðarbanda- ríkjadala eða um 144 milljarðarís- lenskra króna á árunum á þriggja ára tímabili. Yfir 50% framleiðslu Renault og Nissan á sama grunni Yfirstjórn Renault-Nissan sam- starfsins hefur ákveðið að hefja gerð undirvagns, sem verður samnýttur í framleiðslu nýrra bifreiða frá bæði Renault og Nissan. Gert er ráð fyrir að aukið samstarf í framleiðslu, stjórnun og markaðssetningu fyrir- tækjanna tveggja muni skila sér í gíf- urlegri hagræðingu á næstu árum. Nýi undirvagninn verður fyrir stóra millistærðarbíla fyrirtækjanna og mun bætast við hliðstæða gerð undirvagna fyrir millistærðarbíla, sem hafinn var undirbúningur að þegar á árinu 1999. Undirvagnarnir verða komnir í meira en helming heildarframleiðslu Renault og Nissan ekki seinna en á árinu 2003. Jafnframt vinnur Renault-Nissan að sameiginlegri vélaframleiðslu. Gangi áætlanir eftir mun heildar- framleiðsla beggja fyrirtækja styðjast við 10 mismunandi gerðir undir- vagna og 8 mis- munandi véla- flokka, þegar á árinu 2010. Að sögn talsmanna Renault-Nissan samstarfsins er frumforsenda þessa sú, að fella má auðveldlega grunnhönnun allra samnýttra bifreiðarhluta að hverri bifreiðartegund eða –undirtegund fyrir sig. Samnýtingarstefnan muni því ekki koma niður á þróun, hönnun eða framleiðslu hvors fyrirtækis, enda sé markmiðið ekki að steypa bif- reiðar frá Renault og Nissan í sama mót. Úr tapi í hagnað Samstarf Renault og Nissan hófst fyrir réttum tveimur árum, eða í mars 1999, með kaupum Renault á tæpum 37% hlut í hinum þá nær gjaldþrota japanska framleiðanda fyrir um 5,4 milljarði bandaríkjadala. Samkvæmt ársreikningum Renault samsteyp- unnar hefur þessi fjárfesting skilað sér í betri afkomu samsteypunnar þegar á árinu 2000, sem var rekin með 69 milljón evra tapi á árinu 1999 en um 1.080 milljón evra hagnaði ári síðar, sem er mun betri afkoma en á árinu 1998. Slök afkoma Renault á árinu 1999 var rakin til gífurlegra fjárfestinga á því ári, en auk hlutarins í Nissan keypti samsteypan um 70% í suður-kóreska bílaframleiðandanum Samsung Motors og um 20% í vöru- bílaframleiðslu Volvo AB. Þessi nýi Nissan Primera hefur þegar verið kynntur í Japan en kemur á markað hérlendis á næsta ári. Blóm í haga hjá Nissan-Renault ÞETTA undarlega öku- tæki verður frumsýnt á bílasýningunni í Frankfurt næsta haust. Fyrirbærið kallast Moonster og er verðlaunahönnun í sam- keppni sem Peugeot efndi til um bíl fyrir árið 2020. Höfundur tillögunnar er Marko Lokovic, 23 ára nemi í listasögu í háskólan- um í Belgrað. 2.000 tillögur bárust í samkepppnina. Bíll fyrir árið 2020  Aukabún- aður á þessum bíl er málmlit- urinn, leð- urklæðning og sóllúga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.