Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 1
SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 BLAÐ D LADA LANGBAKUR Í REYNSLUAKSTRI - ALFA ROMEO SELESPEED - ISUZU TROOPER Á 44 TOMMUM - LAGUNA MEÐ FJÓRAR STJÖRNUR - RENAULT-NISSAN Í BLÓMA CITROËN ætlar sér stærri hlut á smábílamarkaðnum og setur innan tíðar á markað tvo nýja bíla í stað Saxo-smábílsins. C2 verður sportlegi þrennra dyra bíll- inn en C3 lítill fimm dyra fjölnotabíll sem uppfyllir betur þarfir fjölskyldufólks. Bílarnir boða mikla stefnubreytingu frá Saxo og svipar til Toyota Yaris og Re- nault Twingo hvað varðar háa þaklínuna. Bílarnir verða smíðaðir á sama und- irvagn og Peugeot 206 og meðal véla í boði verður 2ja lítra vél í VTS-sportgerðina. Einnig verða bílarnir fáanlegir með samrásardísilvélum sem eru þróaðar í sam- starfi við Ford. Citroën C2 GENERAL Motors og Fuji Heavy Industries, framleiðandi Subaru-bíla, eru í samningaviðræðum um þróun á bíl sem gæti farið í framleiðslu í verk- smiðju Subaru í Indiana í Bandaríkj- unum árið 2004 eða 2005. Bíllinn, sem verður blendingur af jeppa og langbaki, fær merki beggja framleiðenda, og myndi hann verða fyrsti ávöxtur af samstarfi fyrirtækj- anna tveggja sem hófst í desember 1999. Þá keypti GM 20% hlut í Fuji. GM sýndi fjórhjóladrifinn rallhug- myndabíl á bílasýningunni í Los Angeles á undirvagni Subaru Legacy og með 2ja lítra Subaru vél. Bíllinn kallast Chevrolet Bor- rego en ekki þykir ljóst að hve miklu leyti hinn sameiginlegi bíll byggist á honum. Altént er víst að bíllinn verður ekki stór og jafnframt að hann verður með fjórhjóladrifi þróuðu af Subaru, sem er eitt helsta aðalsmerki japanska framleiðandans. Chevrolet Borrego hugmyndabíll- inn gæti verið grunnurinn að nýjum bíl GM og Subaru. GM og Sub- aru saman um bíl VOLVO hefur ákveðið að hefja fram- leiðslu á bíl sem sýndur var sem SCC- hugmyndabíllinn á bílasýningunni í Detroit í janúar. Tölvugerðar myndir Automedia sýna hvernig líklegt er að útlit fram- leiðslubílsins verði. Flest bendir til að Volvo, sem er að stærstum hluta í eigu Ford, kynni til sög- unnar bók- stafinn H á nýja bílinn. H-ið stend- ur fyrir hlaðbak og aðgreinir bílinn frá stallbaknum sem ber stafinn S og langbaknum sem ber stafinn V. Bíllinn verður fram- leiddur í þrennra og fimm dyra gerðum og á að etja kappi við bíla í Golf-flokkn- um. Hann verður smíðaður á nýjan P1 undirvagn sem Ford Focus og Mazda 323 hvíla einnig á. Lítilsháttar breytingar Framleiðslubíllinn verður örlítið breyttur að utan frá hugmyndabílnum, t.d. ný hönnun á framstuðara, stefnuljós verða í hliðarspeglum, hurðarhúnar verða samlitir bílnum og þaklínan verð- ur hærri og þar með meira innanrými. Búast má við að yngri kaupendahópur með sportbílaáhuga verði áhugasamur um bílinn en notagildi hans verður jafn- framt aukið með stærri afturhlera en var á hugmyndabílnum. Það veldur von- brigðum að gegnsær a-gluggapóstur hugmyndabílsins víkur fyrir hefðbund- inni gerð gluggapósts. Bíllinn verður dýrari en sambærilegir Ford Focus og Mazda 323 og það endurspeglast í vél- arframboðinu. Grunngerðin verður með 100 hestafla vél og líklegt þykir að bíll- inn verði einnig boðinn með yfir 200 hestafla V6 vél. Volvo framleiðir SCC-bílinn Volvo H verð ur framleidd ur í þrennra og fimm dyra gerðum og á að etja kappi við bíla í Golf -flokknum. Automedia Grunngerðin verður með 100 hest- afla vél og líklegt þykir að bíllinn verði einnig boðinn með yfir 200 hestafla V6 vél. BÍLGREINASAM- BANDIÐ hefur opnað heimasíðu á www.bgs.is. Á heimasíðunni er meðal annars hægt að reikna út viðmiðunarverð notaðra bíla á einfaldan og þægi- legan hátt. Reiknivélin er gagnleg öllum sem eiga viðskipti með notaða bíla, jafnt seljendum sem kaupend- um. þar sem hægt er með einföldum hætti að reikna út viðmiðunarverð notaðra bíla. Viðmiðunarverðið er reiknað út frá forsendum þess umboðs sem flytur inn viðkomandi tegund bifreiðar og þarf því ekki að vera hið sama hjá öllum umboðunum. Verðið er reiknað út frá aldri bifreiðar, akstri og afskrift- um. Verðið sem kemur upp er þó einungis til viðmiðunar, einstakar bifreiðar geta verið metnar hærra eða lægra eftir ástandi og aukabúnaði. Síðar á þessu ári verður sett inn á heimsíðu Bílgreinasambandsins raunverð á notuð- um bílum sem er samantekt á því verði sem bílar seljast á. Viðmiðunarverð á notuðum bílum reiknað út á Netinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.