Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 2
BÍLAR 2 D SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                               !   "              TOUGHSEAL lakkvörn á bílinn 2ja ÁRA ENDING. Sérhæfð bónstöð í lakkvernd blettunum og mössun, einnig alþrif og djúphreinsun. Bónstöðin Teflon, Toughseal umboðið Krókhálsi 5, sími 567 8730, www.teflon.is FJALLASPORT hf., fyrirtæki sem sérhæfir sig í breytingum á jeppum, hefur breytt Isuzu Trooper-jeppa fyr- ir 44 tommu dekk. Breytingin er talin vera einhver sú mesta sem gerð hefur verið á þessari gerð bíla. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Fjallasports, segir að búið sé að breyta mörgum Trooper-bílum fyrir 38 tommur, sem hann segir að sé til þess að gera einfalda breytingu. Mun meiri vinna og yfirlega sé fólgin í breytingu fyrir 44 tommur. Bíllinn kemur á sjálfstæðri vindustangafjöðr- un að framan frá framleiðanda en Fjallasport tekur hana undan og set- ur heila hásingu í staðinn og gorma- fjöðrun. Með því að setja heila hás- ingu að framan var jafnframt unnt að færa hásinguna framar um þrjá sentí- metra og jafnframt hækka hann meira. Afturhásingin var líka færð aftur um þrjá sentímetra þannig að hjólhafið er nú sex sentímetrum lengra sem gerir bílinn stöðugri og gefur betri hreyfingar í torfærum. Bíllinn er sjálfskiptur og settur var skriðgír í hann þannig að hann er nú með tveimur lágum drifum, eða sam- tals 16 gírum áfram og fjórum aftur á bak. Einnig var sett í hann ný 5,38:1- drifhlutföll og Megalock-driflæsingar sem eru 100% vakúmlæsingar að framan og aftan. Frá framleiðanda kemur bíllinn með Dana 60-afturhás- ingum, sem Reynir segir sams konar hásingar og verið sé að nota í bíla í torfærukeppnum hérlendis. Nýr stýristjakkur var settur í bílinn til að létta stýrið. Bíllinn er með 3ja lítra forþjöppu- dísilvélinni, 166 hestafla, og sett var sverara púströr undir hann. Til stend- ur að tengja tölvukubb við vélina sem skilar aukalega 40–50 hestöflum. Bíllinn vegur ekki nema 2,4 tonn með öllum búnaði og er orðinn gríð- arlega öflugur fjallabíll. Með þessari breytingu verður bíllinn að sjálfsögðu ekki eins meðfærilegur í borgarum- ferðinni en með mun meiri getu utan vegar. Breyting af þessu tagi kostar sitt, eða nálægt þremur milljónum króna. Jeppabreytingar fyrirtækisins eru kynntar nánar á vefslóðinni fjalla- sport.is. Mest breytti Tr Ár og sprænur eru ÍSTRAKTOR í Garðabæ hefur fengið fyrstu tveggja lítra útgáfuna af Alfa Romeo 147 með Selespeed-gírskipt- ingu. Sagt var frá bílnum með 1,6 lítra vélinni, með og án hins breyti- lega ventlastýringarbúnaðs, og í vik- unni gafst kostur á að prófa 2ja lítra bílinn. Það þarf ekki að fjölyrða um útlitið, svo mörgum fögrum orðum sem farið hefur verið um það. Bíllinn sem fékkst til prófunar var með aukabún- aði sem fólst í rafdrifinni sóllúgu, ljósu leðri á sætum sem var í skemmtilegri þversögn við svart mælaborðið, og málmlit. Að öðru leyti er hann hlaðinn búnaði, svo sem sex líknarbelgjum, hraðastilli, tvívirkri, sjálfvirkri miðstöð, góðum hljómflutn- ingstækjum, aftengjanlegri spólvörn, ABS-hemlakerfi með hemlunarátaks- dreifingu og skrikvörn sem spilar saman við ABS-kerfið og dregur úr afli og beitir hemlum þegar bíllinn skrikar í beygjum. Í þessum búningi og með tveggja lítra vélina er bíllinn orðinn að litlum lúxussportbíl sem vekur athygli hvar sem hann fer. Vélin er með tveimur kveikjum á hvern strokk, TSpark, eins og Alfa kallar það, og skilar að hámarki 150 hestöflum. Þetta er, eins og vænta mátti, öflug og þrælskemmtileg vél, og er tengd um fimm gíra kassa í framhjólin. Bíllinn er kvikur í stýri og liggur vel og er uppstilltur fyrir hrað- Alfa 147 2,0 – afl- mikill með Selespeed Alfa Romeo 147 er fáanlegur þrennra og fimm dyra með 1,6 og 2,0 lítra vélum. Hér segir Guðjón Guðmundsson frá 2,0 lítra bílnum með rafeindastýrðri beinskiptingu, Selespeed. Ljóst leður og svart mælaborð mynda takkaskipting og auk þess s 44 tommu dekk og aflmikil bú EURO NCAP, leiðandi stofnun á sviði árekstr- aprófana, hefur sent frá sér niðurstöður vegna nýrra árekstr- aprófana og í þeim hlýtur nýjasta kynslóð Renault Laguna fyrst- ur bíla fimm stjörnur. Sala á þessum bíl hefst í vor hér á landi. Einnig var skýrt frá niðurstöðum í prófun- um á fimm litlum fjöl- notabílum og nýjum Nissan Almera-fólks- bíl. Að baki Euro NCAP (New Car As- sessment Program), er FIA, sem eru alþjóðasamtök bifreiðaeigend- aklúbba, og stærstu landssambönd bifreiðaeigenda. Þetta er stærsta, óháða prófunarstofnunin í Evrópu á þessu sviði. Vantrúaðir á fimmtu stjörnuna Fram að þessu hafa bílar mest fengið fjórar stjörnur í prófun Euro NCAP, en fimmtu stjörnunni var bætt við einkunnaskalann á síðasta ári og um leið bílaframleiðendum í Evrópu sett enn háleitari markmið á sviði öryggismála. Til þess að hljóta fimm stjörnur verður bíll að standa sig framúrskarandi vel jafnt í árekstri framan á bíl sem og hliðarárekstri en auk þess einnig að bjóða upp á full- nægjandi höfuðvörn fyrir þá sem í bílnum eru. Sumir bílaframleiðendur lýstu því yfir þegar fimmta stjarnan var tekin upp á síðasta ári að ógerlegt væri að útbúa bíla með þeim hætti að allar stjörnurnar fimm fengjust. Í árekstrarprófuninni fengu þrír litlir fjölnotabílar fjórar stjörnur, þ.e. Renault Scénic, Citroen Picasso og Nissan Tino. Nissan Tino skaraði fram úr öðrum bílum í þessum flokki. Mazda Premacy fékk þrjár stjörnur eins og Mitsubishi Space Star. Nýr Nissan Almera fékk fjórar stjörnur í prófuninni. Renault Laguna fékk fullt hús stiga, 5 stjörnur, í árekstrarprófi NCAP. Ný Renault Laguna fyrst til að fá 5 stjörnur                   ! " #$$% #$$% #$$% #$$% #$$% &  ' !    ( ! )   ! ! ( * !  ( &   +   , - ./(  -0 .) &- &    1  2  &- 2  +!  #$$%    3-) #$$% FYRIR skömmu opnaði kassi.is bílasöluvefinn bilakassi.is. Vefur- inn er nýr vettvangur fyrir kaup- endur og seljendur ökutækja. Á vefnum er að finna auk bíla- auglýsinga ýmsar gagnlegar upplýsingar og fróðleik tengdan bílum og bílaviðskiptum. Hægt er að birta allt að 5 myndir í auglýsingu. Til að auðvelda þeim að nota myndir sem ekki hafa tæki eða þekkingu til, er kassi.is að koma sér upp neti myndatökumanna hringinn í kringum landið, sem taka myndir á stafrænar mynda- vélar og geta aðstoðað við skrán- ingu auglýsinga. Auk þessarar þjónustu hefur fyrirtækið útgáfu bílasölublaðs- ins bilakassi.is annan hvern föstudag. Í blaðinu verða nýjustu nýjustu auglýsingarnar af vefn- um. Auglýsingarnar í blaðinu eru birtar auglýsanda að kostnaða- lausu. Blaðið verður til sölu á eitt hundrað krónur á bensínstöðvum Skeljungs, hringinn í kringum landið. 1. tölublaðið kemur út föstu- daginn 6. apríl n.k. bilakassi. is. opnaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.