Morgunblaðið - 11.04.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.04.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 B MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ TOGARINN var á rækjuveiðum út af Nýfundnalandi og var kominn með um 75 tonn af rækju þegar hætta varð veiðum vegna verkfalls sjómanna sem skall á aftur 1. apríl. Á þriðjudag í liðinni viku átti skipið skammt eftir til St. John’s en lenti í krapaís. „Það var búið að segja okkur að leiðin væri fær en kanadíska strandgæslan vissi greinilega ekki hvernig ástandið var við upp við land þó hún sinnti íseftirliti á flugvélum lengst úti í hafi,“ segir Óttar Jónsson, stýri- maður. „Við vorum tveimur tímum á eftir tveimur íslenskum skipum, Rauðanúpi og Heltiman, og þau komust alla leið en við lentum í ísn- um.“ Leist ekki á blikuna Félagarnir segja að útlitið hafi alls ekki verið slæmt og þar sem sagt hafi verið að leiðin hafi verið fær hafi verið siglt inn í ísinn. „En vindurinn var ofboðslegur og hann þjappaði ísnum saman og kom hon- um á hreyfingu,“ segir Óttar. „Þá var ekki við neitt ráðið og við sát- um fastir.“ Sigfús segir að þetta hafi gerst mjög skyndilega. „Okkur leist ekki á blikuna þegar skipið var allt í einu fast í ísnum og rekið þegar orðið töluvert,“ segir hann og Óttar tekur í sama streng. „Þetta var óskemmtileg lífsreynsla og líðanin var ekki góð. Rekið var ein míla á klukkustund þrátt fyrir að við keyrðum á fullu á móti. Menn ótt- uðust að illa gæti farið og þegar við sáum í hvað stefndi létum við strandgæsluna vita. Hún gerði þeg- ar ráðstafanir og var tilbúin með þyrlu.“ Sigfús segir að menn hafi verið viðbúnir því að fara í þyrluna. „Í 10 til 11 tíma þurftum við að gera grein fyrir stöðunni og staðsetning- unni á hálftíma fresti.“ Óttar segir að á þeim tíma hafi skipið rekið rúmar 11 mílur inn fjörðinn og á óskiljanlegan hátt farið framhjá eyjum. „Lánið lék við okkur að við skyldum ekki rekast á einhvers staðar á leiðinni en eins var furðu- legt að sjá að ísinn ætlaði aldrei að stöðvast. Hann þjappaðist saman, hlóðst upp en rak stöðugt.“ Margir hættir Þeir segja að ísinn hafi verið rúmir tveir metrar á þykkt við skipið og svo hafi farið að lokum að vatnsdælan hafi stöðvast og vatnið frosið í pípunum. „Þeir komu með lítinn ísbrjót með 4.000 hestafla vél en hann réð ekki neitt við neitt,“ segir Sigfús. „Það var svo ekki fyrr en á föstudag að ísbrjótur með 24.000 hestafla vél kom en hann byrjaði að hugsa um olíuskip sem líka var fast og við urðum að bíða.“ „Biðin fór illa í menn,“ segir Ótt- ar. „Seinagangurinn í Kanada- mönnunum var mikill og ekkert stóðst sem sagt var.“ Tveimur úr áhöfninni leiddist bið- in og fóru þeir til lands í sjoppu- ferð, keyptu filmur og fleira og komu svo aftur um borð. Í gær komu svo flestir til Íslands en þrír voru væntanlegir til landsins í dag. Óttar og Sigfús gera ráð fyrir að fara aftur út þegar verkfallið leysist en telja að sama sé ekki upp á ten- ingnum hjá a.m.k. fimm úr áhöfn- inni. „Þeir hafa fengið nóg og eru hættir,“ segja þeir einum rómi. Baldur Árna RE laus úr ísnum og kominn til hafnar í St. John’s á Nýfundnalandi Óskemmtileg lífsreynsla Togarinn Baldur Árna RE losnaði úr ísnum eftir tæplega viku langa dvöl þar og var dreginn til hafnar í St. John’s á Nýfundnalandi í fyrri- nótt. Flestir skipverj- anna komu til Íslands í gærmorgun, þar á með- al Sigfús Jóhannsson yf- irvélstjóri og Óttar Jónsson stýrimaður. Fleiri skip lentu í svip- uðum vandræðum. Skipið var pikkfast og ekki við neitt ráðið. Barði Ingibjartsson skipstjóri bregður á leik við sel við skipið. Baldur Árna RE fastur í ísnum. Kristófer Heiðarsson háseti er við togarann. Ljósmynd/Barði Ingibjartsson Sigfús Jóhannsson yfirvélstjóri átti erfitt með gang á ósléttum ísnum en þurfti ekki að fara langt í ísbrjótinn. Jón Kristinn Hafsteinsson og Arnar Tryggvason á leið í sjoppuferð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.