Morgunblaðið - 11.04.2001, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 B 5
LOÐNUSKIP
Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst.
SVANUR RE 45 334 208 1 Keflavík
INGUNN AK 150 1218 180 1 Akranes
VÍKINGUR AK 100 950 43 1 Akranes
Að sögn Vilhjálms Jens Árnasonar
hjá Útflutningsráði Íslands voru
sýnendur og kaupendur sjávaraf-
urða að vanda mest áberandi á sýn-
ingunni en auk þess voru kynntar
vélar, tæki og þjónusta sem tengist
sjávarútvegi. Á annan tug íslenskra
fyrirtækja tók þátt í sýningunni.
Mikil ásókn var eftir sýningarplássi
á bás Útflutningsráðs að þessu sinni
og var allt svæðið sem var til ráðstöf-
unar uppbókað rúmu hálfu ári áður
en sýningin fór fram. Á básnum nú
voru 3X-stál, Eimskip, Marel og
dótturfyrirtæki, Norfisk, Póls og
Skaginn. Einnig voru kynnt fyrir-
tækin Flugleiðir – flugfrakt, Eðal-
fiskur, NPS-umbúðalausnir og
Plastmótun. Auk þessara fyrirtækja
voru nokkur íslensk fyrirtæki með
eigin bása og má þar nefna Sæplast,
Íslensku umboðssöluna, Coldwater,
dótturfyrirtæki SH í Bandaríkjun-
um og Iceland Seafood, dótturfyrir-
tæki SÍF í Bandaríkjunum.
Eldisafurðir styrkja stöðu sína
„Almennt má segja um sýninguna
að allt sem henni tengist sé í nokkuð
föstum skorðum. Um það bil 85% af
sýnendum sem voru með bás í ár
voru með bás í fyrra. Þær breytingar
sem áttu sér stað á milli ára voru
helstar þær að minna var nú um fyr-
irtæki frá Suður-Ameríku og einnig
voru fyrirtæki er tengjast sölu á
sjávarafurðum á Netinu nú færri. Á
móti kom að fleiri fyrirtæki frá Asíu
voru að kynna vörur sínar á sýning-
unni en almennt má segja að þátt-
taka kaupenda og seljenda frá Asíu
hafi verið meiri á þessari sýningu en
nokkurn tímann áður. Skýrist það af
miklu framboði afurða frá þessum
heimshluta og trú á því að viðskipti
við lönd eins og Kína eigi eftir að
aukast með lækkun tolla á fiskafurð-
um inn á það svæði.“
Sem fyrr voru brauðaðar afurðir
af ýmsum toga áberandi á sýning-
unni að sögn Vilhjálms. „Ljóst er að
eldisafurðir ýmiss konar eru styrkja
stöðu sína verulega á þessum mark-
aði. Lax og eldisrækja eru þegar bú-
in að skipa sér fastan sess en í æ rík-
ari mæli eru að koma inn eldisafurðir
eins og krabbi og skelfisktegundir
og tegundir eins og t.d. beitarfiskur
(tilapia) og leirgedda (catfish) sem að
nokkru leyti keppa við eða koma í
stað hefðbundnari fisktegunda, eins
og þorsks og ufsa. Bæði stóru ís-
lensku fisksölufyrirtækin sem voru á
sýningunni lögðu talsverða áherslu á
afurðir þar sem notast var við ann-
aðhvort beitarfisk eða leirgeddu.“
Vilhjálmur segir að þær vélar,
tæki og lausnir sem íslensku sýnend-
urnir kynntu fyrir sjávarútvegsfyr-
irtæki hafi að vanda vakið mikla at-
hygli. „Það var mat þeirra erlendu
aðila sem komu á bás Útflutnings-
ráðs að það sem væri verið að bjóða
frá Íslandi væri í raun nokkuð á und-
an því sem aðrir væru að bjóða.“
Góður rómur gerður
að ræðu ráðherra
Samhliða sýningunni í Boston er
ávallt nokkuð viðamikil ráðstefnu-
dagskrá þar sem flutt eru erindi um
ýmsa þætti er tengjast sjávarútvegi
og sölu sjávarafurða. Vilhjálmur
segir að eins og á síðasta ári hafi er-
indi um verndun fiskistofna og um-
hverfismál verið áberandi á ráð-
stefnunni. Árni M. Mathiesen var
einn af helstu ræðumönnum ráð-
stefnunnar og gerði hann í ávarpi
grein fyrir íslenska fiskveiðistjórn-
unarkerfinu og reynslunni af því.
Vilhjálmur segir að góður rómur hafi
verið gerður að máli ráðherra og
hann þótt svara skilmerkilega þeim
spurningum er til hans var beint að
afloknu erindinu.
Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs Íslands, og Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra við
sýningarbás Útflutningsráðs á sjávarútvegssýningunni í Boston.
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Bonnie Finley hjá Marel Canada og Pétur Guðjónsson hjá Marel hf.
við sýningarbás Marel á sýningunni í Boston.
Fleiri sýnendur frá
Asíu í Boston
ALLT gólfpláss á sjávarútvegssýn-
ingunni í Boston, sem haldin var ný-
lega, var uppselt fjórum mánuðum
áður en sýningin hófst og er það að
sögn sýningarhaldara met í 19 ára
sögu sýningarinnar. Sýnendur, sem voru tæplega 1.300, hafa aldrei verið
fleiri. En er ekki nákvæmlega vitað hver fjöldi gesta var, en ætla má að þeir
hafi verið rúmlega 14.000 sem er nokkuð svipaður fjöldi og á síðasta ári.
Sýningin annars í
föstum skorðum
Framundan er svo þátttaka á sjáv-
arútvegssýningunni í Brussel í lok
apríl og North-Atlantic Fish fair,
sem haldin verður í Runavik í Fær-
eyjum 15.-17. maí.
Útflutningsráð hefur í auknum
mæli tekið að sér að skipuleggja
þátttöku á minni sýningum, í sam-
vinnu við markaðsráðgjafa Útflutn-
ingsráðs erlendis. Þannig verður
unnið með nýjum markaðsráðgjafa í
Færeyjum í tengslum við sýninguna
í Runavik. Sama á við um markaðs-
ráðgjafa Útflutningsráðs í Póllandi,
sem mun aðstoða fyrirtæki á sjáv-
arútvegssýningunni Polfish sem
haldin verður í Gdansk 5.-8. júní.
Þriðjudaginn 17. apríl eru síðustu
forvöð til þess að skrá þátttöku fyr-
irtækja á tveimur síðastnefndu sýn-
ingunum, en áhugasamir geta sett
sig í samband við Útflutningsráð og
fengið nánari upplýsingar þar. Það
eru einnig að verða síðustu forvöð að
skrá sig á sýninguna Danfish sem
fram fer í Álaborg í lok september,
en töluverður áhugi er meðal ís-
lenskra fyrirtækja á þátttöku í þeirri
sýningu. Undanfarin ár hefur Út-
flutningsráð skipulagt þjóðarbás á
sýningunni Pescal sem fram fer
Buenos Aires í Argentínu. Ekki er
enn útséð með það hvort Útflutn-
ingsráð verði með í ár, en það hefur
aftur á móti verið ákveðið að halda
áfram þátttöku á sjávarútvegssýn-
inguna í Kína, China Fisheries and
Seafood Expo, sem fer fram árlega
og er stærsta sýning sem tengist
sjávarútvegi í Asíu. Síðast fór China
Fisheries and Seafood Expo fram í
Peking sl. haust og virtist gæta mik-
illar bjartsýni á því að markaðurinn í
Kína sé óðum að opnast. Því er búið
að taka frá sýningarpláss á sýning-
unni í Qingdao í haust og er stefnt að
því að vera með á sýningunni.
Sýningar sem Útflutningsráð
áætlar að taka þátt í á komandi mán-
uðum:
The European Seafood Expos-
ition
Brussel, Belgíu 24.-26. apríl
www.euroseafood.com
Seafood Processing Europe
Brussel, Belgíu 24.-26. apríl
www.europrocessing.com
North Atlantic Fish Fair 2001
Runavík, Færeyjum 15.-17. maí
www.fair.fo
Polfish
Gdansk, Póllandi 5.-8. júní
www.mtgsa.com.pl
Danfish
Álaborg, Danmörk 27.-29. sept.
www.danfish.com
PescAL
Buenos Aires, Argentína 26.-28.
september
www.expomaritima.com
China Fisheries & Seafood Expo
Qingdao, Kína 30. október til 1.
nóvember
www.seafare.com
Fjölmargar
sýningar
SAMKVÆMT áætlun mun
Útflutningsráð Íslands
skipuleggja þátttöku ís-
lenskra fyrirtækja á fjö-
mörgum áhugaverðum
sjávarútvegssýningum á árinu. Vel hefur gengið að fylla plássin á flestum
sjárvarútvegssýningunum og komust t.d. færri að en vildu á sýningarnar í
Boston og Brussel. Aðrar sjávarútvegssýningar eru jafnframt eftirsóttar. Að
baki eru tvær sýningar, Fishing í Glasgow, en þar hafði Útflutningsráð til
ráðstöfunar um 100 fermetra sýningarsvæði og sýningin í Boston.
Sýningar í Færeyjum,
Kína og mun víðar
SKIPASMÍÐASTÖÐIN Ósey hf. í
Hafnarfirði sjósetti nýlega nýjan
dráttarbát fyrir Hafnarfjarðarhöfn,
Hamar. Báturinn, sem er 67 brúttó-
tonn, er 17,21 metra langur, 6,23
metrar á breidd og 3,12 metrar á
dýpt. Tilboð í smíðina voru opnuð
30. júní á síðasta ári og var und-
irritaður samningur við Ósey þann
7. júlí. Kjölur skipsins var lagður í
skipasmíðastöðinni CRIST Spolka í
Gdansk í Póllandi þann 17. ágúst á
síðasta ári og kom bolurinn hingað
til lands þann 23. október sl.
Sigurður Hallgrímsson hjá Hafn-
arfjarðarhöfn segir að gamli drátt-
arbátur hafnarinnar, Þróttur, verði
áfram í notkun. Nauðsynlegt sé að
hafa tvo báta í notkun, sérstaklega
þegar verið sé að taka skip úr og í
flotkvíar. Hann segist sérlega
ánægður með framgang verksins,
báturinn sé vandaður og vinna iðn-
aðar- og fagfólks sem að smíðinni
kom sé öll til fyrirmyndar. Hann
segir að báturinn verði tekinn í
notkun eftir um það bil tvær vikur,
enn eigi eftir að steypa undir að-
alvél og gera nauðsynlegar próf-
anir.
Hamar, nýr dráttarbátur Hafnarfjarðarhafnar, var sjósettur fyrir
helgi. Sr. Þórhildur Ólafsdóttir blessaði bátinn og gaf honum nafn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýr dráttarbátur