Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 B 7 „Þantroll Hampiðjunnar eru nú í notkun á flestum íslensku kolmunna- skipanna. Hefur árangur þeirra verið mjög góður aflalega séð í þessa sér- stöku tegund af flottrollum sem Hampiðjan hefur einkarétt á að framleiða á heimsvísu. Alls hefur Hampiðjan framleitt 24 þantroll á síðustu 18 mánuðum og hefur mark- aðshlutdeild hér innanlands aukist úr 11% í 75% á þessum tíma,“ segir í frétt frá Hampiðjunni. Rými eykst í trollinu Þantæknin felst í því að kaðlar og garn sem notuð eru í trollið eru fram- leidd á sérstakan hátt í svokallað þannet sem síðan er raðað eftir ákveðnu mynstri í trollið. Þannig næst virkni sem þenur út möskvana þegar sjór fer í gegnum netið. Í raun myndast litlir straumkljúfar í köðl- unum sem þenja út netið svo möskv- ar trollsins opnast betur en í venju- legu neti við sömu aðstæður. Þanið hefur þau áhrif að netmöskvarnir strekkjast og hreyfast mun minna í sjónum en ella. Rými eykst því í troll- inu aftur að poka. Við það dregur verulega úr fælniáhrifum trollsins á fiskinn þegar hann syndir aftur í poka trollsins. Við trollin verða notaðir Dynex- grandarar og tengjast þeir við hler- ana með yfirfléttuðum Dynex- bakstroffum og dauðuleggjum. Mikil aukning hefur átt sér stað í notkun á þessu einstaka gerviefni í stað stál- víra. Er það einkum vegna þess hve létt það er í meðhöndlun, ryðgar ekki og hefur jafnmikið slitþol og stálvír í sama sverleika. „Hampiðjan hefur frá byrjun verið í forystu um þróun fléttaðra kaðla úr Dyneema-þráðum í Evrópu og er stærsti kaupandi þráðanna í veiðar- færum hjá fjölþjóðafyrirtækinu DSM í Hollandi. Oddgeir skipstjóri mun nota Poly-Ice flottrollshlera frá Hampiðjunni við þantrollin. Þeir eru af FLS-14 gerð, 15,7 m² og vega 4.000 kg hvor hleri. FLS-hlerarnir hafa náð miklum vinsældum víða um heim og hafa reynst afbragðsvel í alla staði. Þess má geta að hlerarnir voru þróaðir í góðri samvinnu við Sigurð Brynjólfsson prófessor við raunvís- indadeild Háskóla Íslands. Sigurður notaði sérstakt straumfræðiforrit til að ná fram hámarksnýtni í skver- krafti hleranna með mjög góðum ár- angri,“ segir í fréttinni. Gjögur kaupir troll frá Hampiðjunni NÝLEGA var gengið frá kaup- samningi að verðmæti 25 milljónir króna milli Gjögurs hf og Hamp- iðjunnar um kaup á flottrollsbún- aði fyrir hið nýja og glæsilega fjöl- veiðiskip, Hákon ÞH sem verið er að ljúka við smíði á í Chile. Nýja skipið er væntanlegt í byrjun júní og mun þá taka flottrollsbúnaðinn um borð í Reykja- vík. Stjórn Gjögurs ákvað í samráði við Oddgeir Jóhannsson skipstjóra að festa kaup á 2.048 metra Gloria-þantrolli til veiða á kolmunna og minna flott- rolli til veiða á síld og loðnu. Þessar tegundir eru oft í stórum torfum og ekki þörf á risatrollum til þeirra veiða. Greiðir 25 milljónir fyrir búnaðinn Ingi J. Guðmundsson, útgerðarstjóri Gjögurs, og Haraldur Árnason, sölustjóri veiðarfæralausna Hampiðjunnar, undirrita samninginn. Þessi mynd, sem er tekin af skjá Simrad-trollsónars, sýnir þegar búið er að slaka út gröndurum og 1820 þantrolli á Altaire frá Hjaltlandi. Hlerarnir hanga á skutnum, en samt er strax komin 55 metra breidd í trollið, ein- göngu vegna þanvirkninnar. Þetta sést ekki á hefðbundnum flottrollum. ATVINNA Sjávarútvegur — Ráðningarstofa — Friðjón Vigfússon, sími og fax 567 3514, gsm 861 3514. Ráðningarþjónusta sjávarútvegsins Menn strax! Sérhæfð ráðningarþjónusta fyrir sjávarútveg- inn. Útvegum gott starfsfólk til sjávar og lands. Sími 898 3518. R A Ð A U G L Ý S I N G A R BÁTAR/SKIP Bátaeigendur athugið! Við erum með kaupendur að kvótalausum bát- um frá 12 tonnum. Upplýsingar í símum 696 3435/696 3436 og fax 577 3401/567 1301. Smábátar með aflahlutdeild Til sölu eru smábátarnir Öðlingur VE-40/ skskrnr. 1970 og Merkúr VE-2/skskrnr. 6391. Bátarnir seljast með veiðarfærum, allri aflahlut- deild og uppbót/jöfnunarrétti. Þá er til sölu veiðarfærahús við Norðursund í Vestmannaeyjum. Til greina kemur að selja eignirnar allar saman eða hverja fyrir sig. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Pétursson, hdl., Lögmannsstofan, Bárustíg 15, Vestm., sími 488 6010, joip@eyjar.is TIL SÖLU Beitumakríll — smokkur — síld. Upplýsingar í síma 551 1747. KVÓTI Þorskaflahámark ● Höfum kaupendur að 50 tonnum af veiddu þorskaflahámarki. ● Vantar þorskaflahámark til leigu. Kvótaumsýslan ehf., sími 450 7909, www.kvotaumsyslan.is, textav. s. nr. 627.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.