Morgunblaðið - 11.04.2001, Page 8
Sjávarútvegsráðherra Árni
Mathiesen hefur skipað nefnd
sem hefur
það verkefni
að endur-
skoða
skýrslu
vinnuhóps
Hafrann-
sóknastofn-
unarinnar
og Þjóð-
hagsstofn-
unar, sem
skilaði af sér í maí 1994, varð-
andi nýtingu einstakra fiski-
stofna. Nefndinni er ætlað að
meta þann árangur sem náðst
hefur í nýtingu þorsks, ýsu og
rækju og líta í því sambandi
m.a. til reynslu annarra þjóða.
Nefndinni er einnig falið það
hlutverk að skoða hvort unnt
sé að ákvarða langtímanýtingu
annarra nytjastofna hér við
land. Brynjólfur Bjarnason er
formaður nefndarinnar en í
henni sitja einnig Friðrik Már
Baldursson, varaformaður, Jó-
hann Sigurjónsson, Gunnar
Stefánsson, Þórður Frið-
jónsson, Sævar Gunnarsson,
Ásgeir Daníelsson og Kristján
Þórarinsson.
MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001
FÓLK
LAXINN hefur lengi verið eftirsóttur,
enda mikið lostæti. Nú er ekkert vanda-
mál að fá lax í búðum, laxeldið sér til
þess. Laxinn má elda á ýmsa vegu, en Ró-
bert Egilsson, sem er í unglingalandsliði
Íslands í matreiðslu og vinnur á veitinga-
staðnum Sommelier, kennir lesendum
Versins hér að elda laxinn með fremur
óvenjulegum hætti. Uppskriftin er miðuð
við fimm. Matreiðsluklúbburinn Freisting sér um að halda
utan um landslið ungliða sem verður í nánu samstarfi við
klúbb matreiðslumeistara og A-landslið Íslands í mat-
reiðslu. Freisting og Klúbbur matreiðslumanna hófu sam-
starf á síðasta ári og vinna markvisst að undirbúningi fyrir
heimsmeistarakeppnina í Lúxemborg, Exogast Compet-
ition, 16. til 20. nóvember 2002. Freisting hefur opnað nýja
vefsíðu og er slóðin: www.freisting.is.
1 kg laxaflök
80 ml olía
200 ml rauðvín
200 gr smjör við stofuhita
1 shallottulaukur
2 greinar timian
salt og pipar
UPPSKRIFTIN
1. Léttsteikið shallottulaukinn og timianið í smá olíu og
bætið svo rauðvíninu útí og sjóðið niður í ca 2 msk.
2. Setjið smjörið í matvinnsluvél og sigtið rauðvínið útí og
þeytið saman þar til þetta verður alveg blandað, kryddið
með salti og pipar.
3. Mótið úr þessu pylsur með því að rúlla þessu inní smjör-
pappír og kælið svo þar til þetta verður stíft.
4. Skerið laxinn í 200 gr stykki, steikið í olíu og kryddið með
salti og pipar.
5. Þegar þetta er borið fram þá er smjörið látið bráðna ofan
á heitum laxinum.
Gott er að gefa með bakaðar kartöflur og salat.
Lax með
rauðvínssmjöri
SOÐNINGIN
AÐFERÐIN
● STJÓRN SÍF hf. var öll
endurkjörin á aðlafundi
félagsins í
síðustu
viku.
Stjórnina
skipa því
eins og áð-
ur Friðrik
Pálsson
formaður,
Ólafur
Ólafsson
varafor-
maður, Gunnar Tómasson
ritari, Aðalsteinn Ingólfsson,
Einar Friðrik Sigurðsson,
Guðmundur Ásgeirsson,
Karl Njálsson, Magnús Gauti
Gautason og Pétur Haf-
steinn Pálsson. Forstjóri
SÍF er Gunnar Örn Krist-
jánsson og Dagbjartur Ein-
arsson var kjörinn skoð-
unarmaður ársreiknings.
Endurskoðendur félagsins
eru Deloitte & Touche hf.,
Halldór Arason.
Rekstur SÍF samstæð-
unnar gekk erfiðlega á síð-
asta ári og tap nálægt millj-
arði króna. Það var mest
vegna kostnaðar við samein-
ingu við ÍS, erfiðleika í Nor-
egi og Frakklandi og óhag-
stæðrar gengisþrónuar. Nú
eru mestu erfiðleikarnir tald-
ir að baki og gert ráð fyrir
hagnaði á þessu ári.
Stjórn SÍF
endurkjörin
Friðrik
Pálsson
Brynjólfur
Bjarnason
Nýting fiski-
stofna skoðuð
Á árinu 2000 tóku íslenskar fiskimjöls-
verksmiðjur á móti rúmum 1.448 þús-
und tonnum af uppsjávarfiski, borið
saman við 1.372 þúsund tonnum árið
1999 en það er ríflega 19% aukning.
Verksmiðjurnar tóku á móti 969 þúsund
tonnum af loðnu á síðasta ári, 246 þús-
und tonnum af kolmunna og 233 þúsund
tonnum af síld, þar af 66 þúsund tonn-
um af Íslandssíld og 166 þúsund tonn-
um af norsk-íslenskri síld. Loðnuaflinn
jókst um 211 þúsund tonn milli ára, síld-
in minnkaði aftur á móti um 36 þúsund
tonn og kolmunni jókst um 101 þúsund
tonn og er það mest kolmunnaafli sem
landað hefur verið hérlendis til þessa.
Mestu landað fyrir austan
Af einstökum verksmiðjum tók Síld-
arvinnslan á Neskaupstað á móti mest-
um afla á árinu eða 154 þúsund tonnum.
Hraðfrystihús Eskifjarðar tók á móti
152 þúsund tonnum og verksmiðja SR
mjöls á Seyðisfirði um 134 þúsund tonn-
um. Heildarmóttaka allra verksmiðja
SR mjöls var 347 þúsund tonn sem eru
um 24% af heilarveiðinni. Hvað einstaka
landshluta varðar var móttakan lang-
mest á Austurlandi, rúm 677 þúsund
tonn, sem eru tæp 47% af heildarafl-
anum.
Á síðasta ári framleiddu íslensku
verksmiðjurnar samtals um 395 þúsund
tonn af afurðum, þar af tæp 280 þúsund
tonn af mjöli og tæp 115 þúsund tonn af
lýsi. Á árinu 1999 var framleiðslan 317
þúsund tonn og er aukningin því um 78
þúsund tonn af afurðum. Á árinu 2000
voru flutt út 250 þúsund tonn af mjöli
og 71 þúsund tonn af lýsi. Stærstu
kaupendur af mjöli eru Noregur með 76
þúsund tonn, Bretland og Írland með 66
þúsund tonn og Danmörk með 48 þús-
und tonn. Til Bandaríkjanna og Kanada
fóru rúm 23 þúsund tonn sem er sam-
dráttur upp á 7 þúsund tonn frá fyrra
ári.
Minna til Bretlands
og Danmerkur
Útflutningur til Bretlands og Dan-
merkur dróst verulega saman en jókst
að sama skapi mjög til Noregs. Nor-
egur er langstærsti kaupandinn af lýsi
árið 2000 með 30 þúsund tonn sem eru
um 42% af heildarútflutningi lýsis á síð-
asta ári. Lýsisútflutningur dróst veru-
lega saman árið 2000 og eru helstu
ástæðurnar fyrir því að mikið framboð
var á lýsi á markaðnum frá Perú og við
það lækkaði verðið mikið. Það var það
lágt að það var hagkvæmara að brenna
það heldur en að flytja það út en á sl. ári
hækkaði svartolía verulega í verði.
Einnig var verð á jurtaolíum lágt en
þær eru helsti keppinautur fiskalýsis-
ins.
Verð á mjöli hækkaði lítillega á milli
áranna 1999 og 2000. Verð á svokölluðu
standardmjöli fór lægst í 315 sterlings-
pund á fyrri hluta ársins en þokaðist
síðan upp á við. Meðalverð síðasta árs
var í kringum 326 sterlingspund en var
um 309 sterlingspund árið 1999 og nem-
ur hækkunin því rúmum 6%. Verð á
standardmjöli hefur verið á milli 350 og
360 sterlingspund það sem af er þessu
ári.
Verð á lýsi lækkaði verulega á milli
ára og fór það lægst í 235 dollara á
árinu en meðalverð ársins var um 262
dollarar. Lýsisverð hefur verið að
styrkjast síðustu vikur og er nú um 250
til 260 dollarar
Erfitt er að spá um verðlagsþróun á
árinu 2001. Ýmsar blikur eru á lofti,
efnahagsástand á helstu mörkuðum er
ekki eins gott og á síðasta ári og búast
má við að umræða um gin- og klaufa-
veiki og díoxín muni hafa áhrif, sér-
staklega á Evrópumarkaði en hann tek-
ur við um milljón tonnum af mjöli
árlega. Þá munu veiðar Perúmanna
hafa áhrif á afurðaverð en þær hófust
12. mars sl.
Fyrsta loðnan á vetrarvertíðinni sem
nú er nýlokið barst á land þann 8. janú-
ar sl. og bárust alls um 767 þúsund tonn
á land á vertíðinni, um 34 þúsund tonn-
um minna en á vertíðinni í fyrra. Mest
barst til Hraðfrystihúss Eskifjarðar á
vetrarvertíðinni, tæp 80 þúsund tonn.
Þá tóku verksmiðjur SR mjöls hf. á
móti tæpum 146 þúsund tonnum. Tæp-
um 10 þúsund tonnum var landað í
Færeyjum og Noregi.
Verðmæti mjöls
jókst um 8%
Frá vorráðstefnu Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda.
Morgunblaðið/Ásdís
VERÐMÆTI mjölútflutnings nam á síðasta
ári um 9,3 milljörðum króna, borið saman við
8,6 milljarða króna árið 1999 sem er 8%
aukning. Útflutningsverðmæti lýsis nam árið
1999 tæpum 2,5 milljörðum króna en á síð-
asta ári tæpum 1,9 milljörðum króna sem er 24% samdráttur. Heildarverðmæti út-
flutnings á mjöli og lýsi var því um 11,2 milljarðar króna á síðasta ári sem er um 2%
aukning frá árinu 1999. Þetta kom fram á vorráðstefnu Félags íslenskra fiskmjöls-
framleiðenda.
24% samdráttur í
verðmæti lýsis