Morgunblaðið - 17.06.2001, Síða 13

Morgunblaðið - 17.06.2001, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 B 13  LÍTILL kassi á stærð við spilastokk á eftir að gera mörgum bílaþjófum erfitt fyrir. Kassinn er settur í bílinn og skynjarar tengdir milli hans og dyra bílsins og bíllása. Sé brotist inn í bílinn sendir kassinn tölvupóst eða sms-skilaboð til bíleigandans og um leið fer þjófavarnarkerfið í gang með tilheyrandi bílflautuvæli og blikkandi ljósum. Kassinn sendir líka frá sér boð sem gervitungl nema og með þeim hætti er hægt að staðsetja bílinn. Búnaðurinn verður væntanlega fáanlegur í Evrópu strax á næsta ári og mun kosta á bilinu 35-40 þúsund kr. Japanska trygg- ingafélagið Tokio Marine átti þátt í þróun bún- aðarins og býður félagið sínum viðskiptavinum 50% afslátt af iðgjöldum noti þeir búnaðinn. Bílstuldur tilkynntur með tölvupósti eða sms-skilaboðum EINN af þekktari sportbílum heims, Porsche 911 Carrera, kemur á markað næsta haust nokkuð breyttur. Breytingin er á framsvip bíls- ins en jafnframt fær hann aflmeiri vél og enn vandaðri innréttingu og er þetta allt saman liður í því að aðgreina bílinn enn betur frá minni bílnum Boxster. Þrátt fyrir þessar breytingar verður verðið á honum óbreytt ytra. Nýtt útlit á framenda bílsins er fengið að láni frá Turbo-bílnum og GT2. Framlugtirnar eru stærri og kringlóttari en áður. Fyrir vikið setja þær sterkari svip á bílinn en um leið eykst birtumagnið. Ástæð- an fyrir útlitsbreytingunni núna er ekki síst gagnrýni frá kaupendum og áhugamönnum um að bíllinn sem nú verður leystur af hómi, sem var settur á markað 1997, líkist um of Boxster, sem kostar um helm- ingi minna en 911. Þessi staðreynd varð enn sýnilegri þegar Boxster S kom á markað sem brúaði bilið milli 911 og Boxster hvað aflið varðar. Minnu munar á afli 911 Carrera og Turbo en áður. Bíllinn var með 300 hestafla vél og var sárlega farið að skorta afl í samanburðinum við BMW M3 343 hestafla og Maserati 3200 GT, 370 hestafla. Af þessum sökum hefur Porsche stækkað boxaravélina, sem hefur verið vörumerki Porsche frá upphafi, úr 3,4 lítrum í 3,6 lítra. Með þessu nást aukalega 20 hestöfl út úr vélinni og togið eykst sambærilega. Stóru tíðindin eru þau að hröðun úr kyrrstöðu í 100 km hraða eykst. Nýr Porsche 911 Carrera fær svip Turbo-bílsins. Nýr Porsche 911 Carrera í haust  BMW 3 kemur á markað í haust lítillega breyttur. Breytingin er ekki róttæk og er henni greinilega ætlað að halda bílnum frísk- legum í þeirri miklu samkeppni sem er á þess- um markaði en Audi hefur sett nýjan A4 á markað og auk þess eru komnar nýjar gerðir af VW Passat og Ford Mondeo. Breytingarnar eru hófsamar, ekki síst í þeim tilgangi að skerða sem minnst endursölu fyrri gerða. Engu að síður má sjá töluverðar breytingar á nýja bílnum þar sem allir hlutir fyrir framan framrúðu hafa verið endurnýjaðir. Kominn er nýr framstuðari með stærra grilli og framlugt- irnar hafa minnkað auk þess sem hliðarljósin eru sams konar og á 5-línu bílnum. Undir vél- arhlífinni verður að finna tvær nýjar bensín- vélar, 115 hestafla, 1,8 lítra vél og tveggja lítra, 140 hestafla vél sem sagðar eru eyðslugrann- ar eins og dísilvélar, þökk sé Valvetronic- ventlakerfinu. Nýr BMW 3 kemur á markað síðla árs. Nýr BMW 3 í haust lítillega breyttur  ÞÝSKIR stjórnmálamenn íhuga að setja lög sem banna reykingar undir stýri á bíl þar sem slíkt er talið valda hættu í umferðinni. Norskir sérfræðingar í umferðarörygg- ismálum eru hlynntir slíkum aðgerðum í Nor- egi. Skammt er síðan notkun handheldra far- síma var bönnuð við akstur í Þýskalandi. Menn telja að reykingar við akstur séu álíka truflandi og notkun farsíma. Reykjandi öku- menn þurfi að nota öskubakka, sem dreifir athyglinni, og þeir eiga það til að strá yfir sig ösku og jafnvel missa niður glóð. Rita Steb- Hesse, talsmaður þýskra jafnaðarmanna, seg- ir að þeir sem reykja undir stýri stefni sjálf- um sér og öðrum í umferðinni í óþarfa hættu. Vilja banna reykingar undir stýri CITROËN hefur ákveðið að hefja framleiðslu á Pluriel-hug- myndabílnum sem smíðaður verður á sömu botnplötu og vænt- anlegir C2 og C3 smábílar. Plur- iel er um margt óvenjulegur. Hann er með tuskuþak sem hægt er að fella saman ekki ósvipað og á 2CV, gamla bragganum. Hægt er að nota bílinn sem fimm sæta fólksbíl eða pallbíl því hægt er að fjarlægja aftursætin í heilu lagi. Citroën vonast til að endurheimta nokkuð af fyrra orð- spori sínu sem framsækið fyrir- tæki í hönnun þegar Pluriel kem- ur á markað á næsta ári. Talsmaður fyrirtækisins, Gerald Ponce, segir að hönnuðir bílsins hafi engu fórnað af hugmyndum þeim sem kynntar voru í hug- myndabílnum í Frankfurt 1999 heldur einungis endurbætt þær. Pluriel á markað á næsta ári Citroën hefur ákveðið að framleiða Pluriel. Bíllinn verður óhefðbundinn jafnt að utan sem innan. Fólksbílaeigin- leikar í fyrirrúmi Það sem vekur fyrst athygli við þennan laglega jeppling er rýmið innandyra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.