Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 C 9HeimiliFasteignir
Bragi Björnsson
lögmaður
Úlfar Þór Davíðsson
sölustjóri
Börkur Hrafnsson
lögmaður
Magnús Ingi
i
Erlingsson lögmaður
Sveinn Guðmundsson
lögmaður
lögg. fasteignasali
Fagleg þjónusta lögmanna tryggir örugg viðskipti
FAXAFENI 5
SÍMI 533 1080
www.foss.is
Netfang: foss@foss.isFASTEIGNASALA
VANTAR
VEGNA MIKILLAR SÖLU VANTAR OKKUR
ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ
EINBÝLISHÚS
FALLEGT EINBÝLI. Fallegt einlyft einbýl-
ishús. Björt stofa með arni og samliggjandi
borðstofu, sjónvarpshol og fjögur svefnher-
bergi. Parket á gólfum. Baðherbergi með sturtu
og baðkari, flísalagt í hólf og gólf með ljósum
flísum. Mjög stór bílskúr. Óráðstafað rými í kjall-
ara. Frábær eign á góðum stað. Verð 21,9 millj.
TJALDANES - ARNARNES. Glæsilegt
einbýlishús með tvöföldum bílskúr. Húsið er
mest á einni hæð eða um 200 fm og bílskúrinn.
Á neðri hæð er 80 fm rými. Stofur eru glæsileg-
ar. Arinn í stofu. Stór hellulögð sólstofa. Sjón-
varpshol. Svefnherbergi eru 4. Glæsileg eign á
besta stað á Arnarnesinu.
SKÁLABREKKA -ÞINGVALLASVEIT
Stórglæsilegt hús á tveimur hæðum. Neðri hæð
er 102,4 fm. Efri hæð er 33,4 fm. Bílskúr er 33,4
fm. Lóðin er mjög stór eða 15.000 fermetrar.
Lóðin er afgirt. Öll lóðin er í rækt, búið er að
setja niður ca 1000 plöntur. Sólpallur u.þ.b. 100
fm með heitum potti. Gervihnattadiskur. Verð
18,9 millj.
5 HERBERGJA
FROSTAFOLD – GRAFARVOGI Sér-
lega rúmgóð 115 fm íbúð á besta stað í Grafar-
voginum. Sérinngangur af svölum. Fallegt eld-
hús, stór stofa og 4 svefnherbergi. Baðherbergi
flísalagt í hólf og gólf, ný tæki, sturta og bað-
kar. Góður bílskúr með geymslulofti. Verð að-
eins 15,3 millj.
FOSSVOGUR - MARKARVEGUR
Mjög falleg og vel skipulögð 123 fm íbúð á 2.
hæð neðst í Fossvoginum, auk 30 fm bílskúrs
með millilofti. Parket er á allri íbúðinni nema
baðherbergi og þvottahús eru flísalögð. Íbúðin
er mjög björt og opin, eldhús, borðstofa, stofa
og sjónvarpshol mynda eina heild. 3 góð svefn-
herbergi. Stórar svalir. Verð 17,7 millj.
3JA HERBERGJA
VESTURBÆR Vorum að fá í einkasölu ein-
staka risíbúð sem býður upp á ótal möguleika.
Stór stofa með gólfborðum, sjónvarpshorn, eld-
hús með sjarmerandi innréttingu. Stór hjóna-
herbergi og gott barnaherbergi. Baðherbergi
með sturtuklefa og tengi fyrir þvottavél. Íbúð
með sál. Verð 11,3 millj.
2JA HERBERGJA
ÞINGHOLT - MIÐSTRÆTI Björt risíbúð
í fallegu húsi í Þingholtunum sem er nýuppgert.
Gólfborð á allri íbúðinni. Stofa rúmgóð. Baðher-
bergi flísalagt. Verð 6,9 millj.
LAUTASMÁRI - GLÆSILEG Glæsileg
74 fm íbúð á jarðhæð á besta stað í Kópavogi.
Eikarparket á öllum gólfum nema baðherbergi
sem er flísalagt. Verð 9,9 millj.
EIÐISTORG 2ja herbergja góð íbúð á besta
stað á Seltjarnarnesi. Eldhús opið innaf stofu.
Góðar suður-svalir. Sameiginlegt þvottahús og
hjólageymsla í sameign. Rúmgóð geymsla fylgir
íbúðinni. Verð 8,2 millj.
ATVINNUHÚSNÆÐI
BLÁ-HVÍTA HÚSIÐ Í SMÁRANUM
TIL LEIGU 2400 fm atvinnuhúsnæði á fjórum
hæðum til leigu. Möguleikar á skiptingu í 300 fm
skrifstofu- og verslunareiningar. Tryggðu þér
góðan stað fyrir rekstur þinn í hjarta höfuðborg-
arsvæðisins í tíma. Staðsetningin hefur mikið
auglýsingargildi. Traustur eignarhaldsaðili.
Uppl. veitir Magnús.
HAFNARFJÖRÐUR- GLÆSILEGT Til
sölu eða leigu í miðbæ Hafnarfjarðar stór-
glæsilegt húsnæði með útsýni yfir höfnina, í
góðu lyftuhúsi. Lyklar og nánari upplýsingar á
skrifstofu.
HAMRABORG - KÓPAVOGI 244 fm at-
vinnuhúsnæði í Hamraborg. Húsnæðið er bjart
og mjög snyrtilegt og býður upp á mikla mögu-
leika. Bílastæði beint fyrir framan. Gott að-
gengi. Mikið auglýsingagildi. Uppl. gefur
Sveinn.
FAXAFEN Til sölu samtals 2264 fm hús-
næði á góðum stað í Faxafeni. Uppl. gefa
Magnús og Börkur.
KRÓKHÁLS Til sölu eða leigu nýtt samtals
1580 fm húsnæði sem selst tilbúið til innréttinga
við Krókháls. Þriggja hæða hús með lyftu. Góð
aðkoma.
MJÓDDIN Gott 600 fm skrifstofuhúsnæði á
2. hæð. Leiguverð 850 kr. pr fm.
SÍMI 533 1080 - FAX 533 1085 - HEIMASÍÐA www.foss.is - NETFANG foss@foss.is -
GALTALIND - GLÆSILEG
Stórglæsileg 3ja herbergja íbúð, á efstu
hæð; í fallegu litlu 3ja hæða fjölbýli á
frábærum útsýnisstað, í Lindunum.
Glæsilegt eldhús með mahóní innrétt-
ingum. Fallegt flísalagt baðherbergi. Sér
þvottahús í íbúð. Stór og björt stofa. Tvö
góð svefnherbergi. Stórar svalir með
miklu útsýni. Verð 14,5 millj.
BARMAHLÍÐ
Mjög góð og björt risíbúð í 4-býli á
góðum stað. Góð stofa og tvö svefn-
herbergi. Parket og dúkar á gólfum.
Sérhiti og rafmagn. Nýtt gler og póstar.
Þak og rennur nýl. Dren lagnir endur-
nýjaðar. Verð 8,7 millj.
NÝBYGGINGAR
KIRKJUSTÉTT - GRAFARHOLTI
Falleg raðhús, alls 193,3 fm, á tveimur hæð-
um á góðum stað í Grafarholtinu. Stutt verð-
ur í alla þjónustu og skóla. Húsin verða af-
hent fullbúin að utan en fokheld að innan og
lóð grófjöfnuð. Hagstætt verð.
RAÐHÚS - KJALARNESI Gott raðhús á einni hæð, 96 fm, frágengið að utan, fokhelt að
innan. Verð aðeins 8,7 millj. Áhvíl. ca 7 millj. í húsbr. Tilbúið til afhendingar.
ÓLAFSGEISLI – GRAFARHOLTI Stórglæsileg raðhús með innb, bílskúr á tveimur
hæðum á besta stað í Grafarholtinu. Stórkostlegt útsýni. Húsin eru á tveimur hæðum og eru
rúmlega 200 fm að stærð. Nánari upplýsingar og teikningar á www.foss.is. Aðeins 4 hús eftir.
MARÍUBAUGUR – RAÐHÚS Á
EINNI HÆÐ Falleg raðhús ásamt sér-
standandi bílskúr á einni hæð í Grafaholtinu.
Húsin bjóða upp á fjölbreytta innri hönnun
eftir þörfum hvers og eins. Stærð húsa eru
115 fm. Stærð bílskúrs er 27 fm. Nánari upp-
lýsingar og teikningar á www.foss.is. Aðeins
4 hús í boði.
PARHÚS - KJALARNESI Glæsilegt parhús, alls 123 fm. Afhendist fullbúið að utan en
fokhelt að innan með grófjafnaðri lóð. Verð 9,5 millj.
EINBÝLI Fallegt einbýli á 1 hæð í klasabyggð í Hf. með innb. bílskúr. Stærð alls 168 fm. Af-
hendist fullb. og málað að utan en fokh. að innan. Verð 13,0 millj. Áhvíl. 7,7 millj. í húsbréfum.
RAÐHÚS - BRÚNASTAÐIR Vel hannað raðhús á einni hæð, alls 130 fm, með inn-
byggðum bílskúr. Afhendist fullbúið að utan en fokhelt að innan með grófjafnaðri lóð. Verð
13,0 millj.
EINBÝLI - SÚLUHÖFÐI Fallegt einbýlishús á einni hæð, alls 190 fm. Afhendist fullbúið
að utan en fokhelt að innan með grófjafnaðri lóð. Verð 13,6 millj.
RAÐHÚS - KJALARNESI 1113 fm raðhús á góðum stað á Kjalarnesi. Afhendist fullbúið
að utan en fokhelt að innan, með grófjafnaðri lóð. Verð 9,0 millj.
ÞAÐ er yfirgengilegt hvaðgífurleg verðmæti fá aðfuðra upp í eldi hérlendisár eftir ár. Nýlega hafa
orðið tveir stórbrunar, sá fyrri í
Hafnarfirði þar sem matvælafyr-
irtæki gjöreyðilagðist, sá síðari á
Akureyri, einnig í matvælafyrirtæki,
og þá voru Akureyringar heppnir
með vindáttina, hefði hún verið önn-
ur en raun bar vitni hefði ekki verið
líft í stórum hluta bæjarins. Reynd-
ar má í þessu sambandi rifja upp
brunann í Vestmannaeyjum þegar
einn stærsti, ef ekki stærsti, vinnu-
staður bæjarins eyðilagðist á einni
nóttu.
Ef farið væri lengra aftur í tímann
væri sagan sú sama, stórbrunar og
gífurleg eyðilegging auk vinnutaps
og skaða einstaklinga af þeim sök-
um.
Slökkviliðsmenn hætta lífi og lim-
um í baráttunni við ofurefli eldsins,
þeirra afrek er oftar en ekki það að
bjarga nærliggjandi húsum. Í bygg-
ingunni, þar sem eldurinn kemur
upp, verður sjaldnast við neitt ráðið.
Forstöðumenn og eigendur koma
á skjáinn, barma sér talsvert en
bæta oftast við að sem betur fer hafi
þetta allt verið tryggt, peningar
komi og nú sé það næsta að byggja
upp aftur.
Það upplýsist oftast nær að þeir
sömu menn hafi verið með allt niður
um sig, brunavarnir allar í molum,
eldfim efni liggjandi óvarin við hús-
vegginn, opið milli brunahólfa og
ekkert vatnsúðakerfi í húsinu. „Það
var allt of dýrt að leggja slíkt kerfi
en víst hafði okkur verið bent á slíka
vörn.“
Hver borgar slóðaskapinn?
Svarið við því virðist einfalt, það
er auðvitað tryggingafélagið sem
hafði brunatryggt eignina.
En svarið er ekki svona einfalt,
eða hvaðan fær tryggingafélagið
fjármagn til að punga út milljóna-
tugum eða hundruðum milljóna?
Þeir peningar koma frá þeim sem
eiga fasteignir sem ekki brenna, þeir
koma frá þeim sem hafa þá fyrir-
hyggju að hafa brunavarnir í lagi.
þeir koma meira að segja frá fast-
eignaeigendum sem urðu fyrir því
óláni að það kviknaði í þeirra fast-
eign sem þó brann ekki, t.d. vegna
þess að innandyra var vatnsúðakerfi
sem hafði verið þjónustað með þeim
ágætum að það fór samstundis í
gang og eldurinn kviknaði og drap
hann í fæðingu.
Í hvert skipti sem við horfum á
stórbruna, hvort sem er beint eða á
skjánum, skulum við muna það að
hver eldtunga seilist ofan í veski
flestra landsmanna, þetta er ekkert
einkamál slóðanna sem stýrðu eða
áttu þann atvinnurekstur sem í hús-
inu var en er nú orðinn að ösku.
Þjóðarátak
Hvernig stendur á þessum ósköp-
um, eru ekki til lög í landinu og
stofnanir sem eiga að sjá til þess að
þeim sé fylgt?
Það er til slökkvilið í nánast
hverju sveitarfélagi, þau slökkva
ekki aðeins elda heldur halda uppi
eftirliti með brunavörnum og pre-
dika fyrirbyggjandi aðgerðir.
Við höfum Brunamálastofnun rík-
isins sem vinnur á landsvísu að fyr-
irbyggjandi aðgerðum, en allt kem-
ur fyrir ekki; á hverju ári hverfa
milljónir ef ekki milljarðar í logum
og reyk.
Vel má vera að Alþingi þurfi að
skerpa löggjöfina og brýna þar með
þau vopn sem þarf til að koma skikki
á þessi mál. Það á ekki að vera enda-
laust hægt að gefa þeim, sem vinna
að bættum brunavörnum, langt nef.
Þar að auki þarf hvorki meira né
minna en þjóðarvakningu, hver ein-
asti þjóðfélagsþegn ætti að muna
þetta næst þegar hann horfir á stór-
bruna; þarna brenna þó nokkrir
seðlar úr minni buddu.
Nú er mál að linni
Lagnafréttir
eftir Sigurð Grétar Guðmundsson
pípulagningameistara/
sigg@simnet.is
Mikið tjón er venjulega fylgifiskur stórbruna.