Morgunblaðið - 22.06.2001, Síða 2
DAGLEGT LÍF
2 B FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Trúarstef
í dægurmenningu
Kvikmyndahetjur, rokkstjörnur
og sagnapersónur eru meðal
þeirra sem koma við sögu í mál-
stofum um trú og samfélag á
Kirkjudögum á Jónsmessu.
Þrír fyrirlesarar gefa hér for-
smekkinn, en öll fimmtíu erindin
verða flutt á morgun, laugardag.
ELSTA dæmi Orðabókar Háskól-
ans um orðið „markaðssetning“
er frá árinu 1984. Árið 2001 setur
markaðssetning alls konar vöru
og þjónustu verulegan svip á dæg-
urumhverfi Íslendinga. Útvarps-
dagskrá er rofin reglubundið með
„nokkrum skilaboðum“ og flett-
iskilti fanga athygli manna á
götuhornum. Sjónvarpsþættir,
menningarstofnanir og list-
viðburðir eiga sér og styrktarað-
ila úr atvinnulífinu – svo mætti
áfram telja. Kynningarleið sem
nýtur vaxandi vinælda er áprent-
aðar flíkur – gangandi auglýs-
ingar.
Halldór Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Hvíta hússins, hef-
ur starfað við auglýsingagerð í 30
Gangandi
Markaðsmál í hádeginu og herferðir á
kvöldin. Auglýsingar verða bókstaflega
á vegi okkar í vaxandi mæli, límdar,
prentaðar og saumaðar í klæði.
Haukur Már Helgason hitti nokkrar
auglýsingar á gangi og spurði reyndan
auglýsingaref álits á fyrirbærinu.
Morgunblaðið/Billi
Tinna Magnúsdóttir fékk sinn
bol gefins við opnun á nýrri
tískuverslun. „Það er bara fínt
að hafa þetta merki,“ segir hún.
Fanney Dögg Jónsdóttir og Margrét Líf Árnadóttir voru merktar í
bak og fyrir á Laugaveginum. Þær fengu húfurnar og ferðaskrif-
stofubolinn að gjöf frá fyrirtækjunum og segja að þeim standi á sama
þó fötin séu merkt ef þau eru góð.
auglýsingar
GUÐ á hvíta tjaldinu“ er yf-irskriftin á málstofutveggja MA-nema í guð-fræði, á Kirkjudögum.
„Við ætlum að rekja notkun Krists-
minna og Kristsgervinga í kvik-
myndum,“ segir Þorkell Ágúst Ótt-
arsson. „Við förum í gegnum efnið í
ævisögulegri röð – það er, byrjum á
vísunum til fæðingarinnar og endum
á uppstigningunni.“
Eftir þessa kynningu á Kristi í
kvikmyndum munu þeir félagar,
Þorkell og Árni Svanur Daníelsson
opna nýjan íslenskan vef um þetta
sama efni. „Vefurinn heitir Deus ex
Cinema. Við ritstýrum honum tveir,
ég og Árni Svanur, en á bak við okk-
ur er stærri rithópur.“
Áhugi og fordómar
Vefurinn Deus ex Cinema er ansi
viðamikill. Meðal efnis verður veg-
legur gagnagrunnur yfir trúarlegar
tilvísanir í kvikmyndum.
Er svona mikill áhugi á efninu á
Íslandi?
„Já, það er það. Reyndar er rit-
hópurinn að baki vefnum þegar
sprunginn, það langar fleiri að skrifa
um efnið en komast að. Fólki þykir
gaman að fá nýtt sjónarhorn á nær-
tækt efni. Kvikmyndin er eitthvað
sem allir eiga sameiginlegt og
þekkja. Það hafa ekki allir lesið
heimsbókmenntirnar, en það eru
fjöldamargar kvikmyndir sem þorri
fólks hefur séð.“
Þorkell segir kvikmyndir þó ekki
njóta sannmælis í menningarum-
fjöllun. „Það eru gífurlegir fordómar
í garð kvikmynda. Ef þú segir að þér
finnist skemmtilegra að fara í bíó en
í leikhús, þá er litið á þig sem menn-
ingarfífl – þú kunnir ekki gott að
meta. Stigskiptingin innan bók-
mennta er skáldsaga, leiklist, kvik-
myndir – svo geturðu kannski endað
í tölvuleikjum eða einhverju svoleið-
is. Tölvuleikirnir eru nýjastir, þeir
eru í sömu sporum í dag og kvik-
myndin var fyrir einhverjum áratug-
um.
Einu sinni sat fólk við eld og hlust-
aði á sögumenn. Svo kom ritmálið og
menn tóku að lesa og skrifa bók-
menntir. Þegar útvarpið kom til sög-
unnar litu margir á það sem ógnun
við bækur. Í dag eru tölvur, Netið og
kvikmyndir þeir miðlar sem mest
móta veröld okkar. Eigi fræðin að
vinna einhvers staðar, finnst mér
það vera þarna.“
Hollywood er morandi
í Biblíuvísunum
„Ég ætla að tala um hvernig
Kristsminni og Kristsgervingar eru
notuð í kvikmyndum,“ heldur Þor-
kell áfram. „Kristsminni er það þeg-
ar vísað er til Krists án þess að inni-
hald myndarinnar sé sótt þangað. Til
dæmis í lok The Truman Show, þeg-
ar Truman bindur um sig band sem
myndar kross á honum, drukknar
svo næstum því en rís upp aftur,
virðist ganga á vatni, og gengur að
lokum upp stiga inn í himininn.
Kristsgervingar kallast það hins
vegar þegar einhver hefur svipað
hlutverk og Jesús Kristur, það er að
segja frelsunarhlutverk gagnvart
einstaklingi eða samfélagi. Truman
hefur ekkert slíkt frelsunarhlutverk,
nema fyrir sjálfan sig kannski, svo
það er hæpið að tala um Kristsgerv-
ingu í hans tilfelli. Það má kannski
frekar sjá hann í hlutverki Adams ef
út í það er farið.“
En vísa kvikmyndagerðar-
menn í Hollywood viljandi til
Biblíunnar? Geta ekki kapp-
samir fræðimenn lesið svona
skírskotanir úr hverju sem er?
„Í fyrsta lagi er Hollywood
morandi í Biblíutilvísunum.
Ástæðan er einfaldlega sú að
Hollywood veit að það er gott
að byggja sögu á einhverju sem
fólk þekkir. Fólk þekkir sagna-
minnið um Krist. Þess vegna er
mjög hentugt að byggja sögu
inn í það eða vísa til þess. Kvik-
myndagerðarmenn læra svo
þessi minni hver af öðrum.
Hitt má vel vera að oft lesi
menn eitthvað í kvikmynd sem
höfundinum gekk ekki til. En
hvað með það? Það er allt í lagi.
Myndir eru til að lesa þær, al-
veg eins og bókmenntir. Við
fáum þær sem endanlegan
texta og þurfum ekki að hafa
leikstjórann við hliðina á okkur
til að segja hvað er réttur lest-
ur og hvað rangur. Aðrir dæma
hvort lesturinn er sannfærandi
eða ekki.“
Saga Krists og kvikmynda
á 60 mínútum
Þorkell og Árni munu sýna
brot úr fjölmörgum kvikmynd-
um í erindi sínu á laugardaginn.
„Við reynum að sýna úr öllum
kvikmyndagreinum frá helstu
tímabilum kvikmyndasögunn-
ar, en aðeins eitt dæmi um
hverja vísun – eitt dæmi um
stjörnu, eitt dæmi um að ganga
á vatni og svo framvegis.“
Málstofan er um klukku-
stundar löng. Hún hefst klukk-
an 11:00 í Iðnskólanum í Reykjavík,
stofu 2 og þátttakendum er boðið
upp á popp og kók meðan á henni
stendur.
Slóðin að vefnum sem verður opn-
aður í lok málstofunnar er
www.dec.hi.is.
hmh
Kristur,
popp og kók
Reuters
Jim Carrey í hlutverki Trumans Burbank í kvikmyndinni The Truman Show. Í
lok myndar gengur hann upp „himnastiga“ og yfirgefur „jarðvistina“ – ein af
mörgum Biblíuvísunum í verkinu.
Guð á hvíta tjaldinu