Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 6
kvæmdastjóri innkaupa á Land- spítala, Sigurður Harðarson hjúkr- unarfræðingur á gjörgæslu Land- spítala í Fossvogi og Ingólfur Björnsson hjúkrunarfræðingur á vökudeild Landspítala við Hring- braut. Jóhann hefur starfað í 31 ár og var fyrsti karlkyns nemandinn í Hjúkrunarskóla Íslands eftir tíu ára hlé á sínum tíma og sá fjórði frá upphafi. Ingólfur útskrifaðist fyrir fjórum árum og Sigurður lauk námi fyrir ári. Hvers vegna lögðuð þið hjúkrun fyrir ykkur? Jóhann: Það var engin sérstök ástæða fyrir því að ég fór í hjúkrun, hún var einn af mörgum möguleik- um sem komu til greina. Ingó lfur: Ég segi það sama, ég sótti bæði um nám í sjúkraþjálfun og hjúkrunarfræði. Ég hafði ein- faldlega áhuga á því að vinna með fólki. Sigurður: Ég fór í hjúkrun því ég hafði prófað að vinna við að- hlynningu ófaglærður. Samfélagið er þannig að maður verður að vera í starfi til þess að „fúnkera“, og ég var siðferðilega sáttur við að vera hjúkrunarfræðingur. Ég sá tilgang í þessu starfi og er ánægður með að fara á fætur á morgnana til þess að sinna því. Hvernig finnst ykkur starfið? Jóhann: Mér finnst það mjög skemmtilegt og fjölbreytt. Það býð- ur upp á endalausa möguleika, sér- menntun, starf erlendis og fjöl- margt fleira. Starfið er líka í stöðugri þróun og ekki eins í dag og það var þegar ég útskrifaðist. Alls ekki. Sigurður: Sá möguleiki er allt- af fyrir hendi að maður geti skipt um vinnustað og gert eitthvað ger- ólíkt, en samt haldið áfram að sinna fólki, sem mér finnst gott. Hvað með launakjörin, eru hjúkr- unarfræðingar á launum sem karl- menn sætta sig við? Sigurður: Mér finnst skipta meira máli að fara ánægður í vinn- una. Ég yrði þunglyndur á að vera í leiðinlegri vinnu þótt ég ætti kannski næga peninga. Ég spáði ekkert í launin þegar ég ákvað að læra hjúkrunarfræði. Ingó lfur: Maður er ekki bara að velja sér nám út af laununum. Jóhann: Ég velti því heldur ekkert fyrir mér hvort hjúkrunar- fræði væri kvenna- eða karlastarf. Sigurður: Ég var svolítið hissa á því áður en ég byrjaði að verið væri að grínast með að strákur færi í hjúkrun. Svo þegar ég byrjaði í skólanum voru eitthvað um 120 stelpur í bekknum og tveir aðrir strákar. Ingó lfur: Ég lærði í Svíþjóð og þar voru karlmennirnir eitthvað fleiri, ekki mikið, en ekki jafnfáir og hér. Er meira brottfall meðal karla í Sigurður Harðarson hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu. Ingó lfur Björnsson hjúkrunarfræðingur á vökudeild. karlmenn KARLMÖNNUM í stétthjúkrunarfræðinga hefurekki fjölgað mikið á liðn-um árum. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga eru 34 karlar skráðir í félagið en heildarfjöldi félaga var 3.015 hinn 1. janúar síð- astliðinn. Heildarfjöldi starfandi hjúkrunarfræðinga er 2.237. Flestir karlanna starfa við umönnun og um það bil fimmtungur sinnir störfum sem tengjast lyfsölu og sölu á lækningatækjum, segir Aðalbjörg Finnbogadóttir hjúkrun- arfræðingur og starfsmaður FÍH. Hlutfall yfirmanna í stétt karlkyns hjúkrunarfræðinga hefur ekki verið reiknað út að hennar sögn, en þó- nokkrir úr þeirra hópi gegna stjórnunarstörfum. Segir Aðalbjörg hafa komið fram í könnun Kjararannsóknanefndar opinberra starfsmanna að karlar í hjúkrunarstétt séu nokkuð hátt launaðir miðað við konurnar. Karlarnir sækja einnig meira í geðhjúkrun að hennar sögn, sem og skurð- og svæfingarhjúkrun, hjúkr- un á gjörgæslu og ráðgjöf. Er það í samræmi við val erlendra karl- hjúkrunarfræðinga á starfssviði, segir hún ennfremur. Karlmenn í hjúkrunarstétt eru umfjöllunarefni í umræðum um hjúkrun á 21. öld í nýjasta hefti Tímarits hjúkrunarfræðinga, en þar kemur fram að 12–15% norskra hjúkrunarfræðinga séu karlar. Einnig segir að hlutfall karla í nefndri stétt í Frakklandi og Hol- landi sé 20% og 5% í Bandaríkj- unum. „Konur sem fara í hefðbund- in karlastörf fá hvatningu frá umhverfinu ... En ef karlmaður fer í hjúkrunarfræði er nánast sagt: Er ekki allt í lagi með þig, maður?“ er haft eftir Ástu Möller þingmanni og hjúkrunarfræðingi í tímaritinu. Sigríður Snæbjörnsdóttir fyrr- verandi hjúkrunarforstjóri hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur bendir á að kannski haldi konurnar í stéttinni körlunum niðri. „Þegar karlmaður í hjúkrunarstörfum er í forsvari segj- um við gjarnan: „Hvað er verið að flagga þessum eina karlmanni? Hvar eru allar konurnar?“ Valgerður K. Jónsdóttir, ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga, fjallar um „umhyggjusama karla“ í rit- stjórapistli í blaðinu og segir lítið hafa verið gert hér á landi til þess að hvetja karla til starfs og náms í hjúkrun. Bendir hún meðal annars á að karlkyns hjúkrunarnema hafi verið neitað um styrk úr jafnrétt- issjóði námsmanna á þeirri for- sendu að hann væri frekar ætlaður konum í námi. Af þessum sökum voru þrír hjúkrunarfræðingar úr minnihlut- anum inntir eftir sjónarmiðum sín- um um karla og hjúkrun, þeir Jó- hann Marinósson hjúkrunarfram- hjúkrunarfræðistétt en kvenna þeg- ar námi er lokið? Jóhann: Konurnar hætta líka. Margir hjúkrunarfræðingar fá til- boð um betri laun annars staðar og þægilegri vinnutíma, þá á ég við störf þar sem menntun þeirra nýtist á einhvern hátt, eins og í lyfjafyr- irtækjum og þess háttar. Er tekið meira mark á körlum í stétt hjúkrunarfræðinga inni á spít- alanum en konum? Sigurður: Eldra fólk heldur kannski stundum að maður sé læknir. Jóhann: Ég var deildarstjóri á svæfingadeild kvennadeildar í nokkur ár og kynnti mig alltaf sem hjúkrunarfræðing fyrir sjúklingun- um. Ég held ekki að það hafi verið tekið meira mark á mér en konum í sömu stétt. Nú eru 54% nemenda í læknadeild konur og þegar ég starf- aði á kvennadeildinni var helmingur skurðlæknanna konur. Þetta var allt saman meiriháttar fólk að vinna með. Sigurður: Fólk skynjar frekar hvort maður er með reynslu eða ekki. Er ágreiningur milli karla í hjúkrunarstétt og kvenna? Jóhann: Nei, það held ég ekki. En maður hefur kannski stundum fundið fyrir því að konur í stéttinni hafi fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvernig karlkyns hjúkrunar- fræðingur eigi að vera. Við eigum að vera viss týpa, sem er erfitt því við erum auðvitað ólíkir innbyrðis. Kannski hefur þetta breyst eitt- hvað, en þegar ég var í Hjúkrunar- skólanum á sínum tíma þurfti ég að taka betri próf því ég var strákur og þegar ég vann verkefni úti á deild þurfti ég líka að vinna það bet- ur af sömu ástæðu. Ég þurfti stöð- ugt að vera að sanna mig. Sigurður: Ég varð ekki var við þetta í mínu námi. Er kynjahlutfallið misjafnt eftir deildum? Sigurður: Við erum þrír á gjör- gæsludeildinni í Fossvogi. Ingó lfur: Ég er eini karlkyns hjúkrunarfræðingurinn á vöku- deildinni. Af hverju, heldur þú? Ingó lfur: Á deildinni eru ný- fædd, pínulítil börn, kannski er það ástæðan. Ég vann á barnadeildinni í Fossvogi um tíma og það var ekki heldur mikið um karlkyns hjúkr- Hollt fyrir að vinna við hjúkrun Karlar í stétt hjúkrunarfræðinga eru einungis um 1% á Íslandi, sem er lægra hlutfall en í nágrannalöndunum. Umræða er talsverð í hjúkrunarstétt um „umhyggjusama karla“ og sagt er að lítið sé gert til þess að hvetja karl- menn til þess að leggja hjúkrun fyrir sig. Helga Kristín Einarsdóttir hafði tal af þremur körlum úr nefndri stétt, sem eru á einu máli um að hjúkrun sé skemmtilegt og fjölbreytt starf fyrir bæði kynin. Morgunblaðið/Arnaldur Jóhann Marinósson hjúkrunarframkvæmdastjóri innkaupa. DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.