Morgunblaðið - 22.06.2001, Page 4

Morgunblaðið - 22.06.2001, Page 4
Einföld form óháð tíma ELM er samansett úr upphafsstöfum þeirra þriggja kvenna sem stofnuðu fyrirtækið yfir kaffibolla einn góðan veðurdag fyrir tveimur árum. Þær heita Erna Steina Guðmunds- dóttir, Lísbet Sveinsdóttir og Matt- hildur Halldórsdóttir. Þær eru æsku- vinkonur, og eins og þær segja sjálfar, hafa þær brallað margt saman í gegn- um tíðina. Lítil peysa veltir þungu hlassi Góð viðskiptahugmynd verður oft til fyrir einskæra tilviljun. Fyrsti vísirinn að því sem síðar átti eftir að verða að ELM Design myndaðist þegar Matt- hildur, sem er búsett í Perú, lét útbúa fyrir sig nokkrar peysur úr alpakaull og hafði með sér heim til Íslands til þess að selja og fjármagna þannig heimferðina. Viðtökurnar voru góðar og peysurnar seldust eins og heitar lummur. Fljótlega komu þær Erna Steina og Lísbet inn í myndina og eftir það hefur atburðarásin verið hröð. „Fatalínan er öll framleidd fyrir okkur í Perú – Matthildur heldur ut- anum þann endann á fyrirtækinu,“ segir Erna Steina, en öll hönnun er á snærum þremenninganna. „Við skipt- um við nokkrar prjónastofur og þar vinna flinkir handverksmenn sem þekkja hráefnið og leggja metnað sinn í að skila vandaðri afurð.“ ELM Design rekur samnefnda verslun á Laugavegi. Verslunin er björt og innréttingarnar einfaldar. Fötin njóta sín vel í kyrrlátu umhverf- inu, en þær vinkonurnar hönnuðu verslunina með það í huga að fötin, en ekki innréttingarnar, væru í sviðsljós- inu. Í fatalínu ELM Design eru annars vegar prjónaflíkur; jakkar, buxur, peysur og kjólar, og hins vegar saum- aðar flíkur; kápur, stakkar og aðrar yf- irhafnir. Einnig er hægt að fá fylgi- hluti eins og töskur, belti, sjöl og nælur. Sniðin eru einföld og algengt að hægt sé að nota flíkurnar á tvo vegu. Erna Steina tekur fram síðan prjóna- jakka sem hægt er að endavenda og gera að stuttum jakka með stórum sjalkraga. Hannað á Netinu „Hráefnið sem við notum er aðal- lega alpakaull og pima-bómull. Svo höfum við líka blandað til dæmis silki og mohair saman við ullina,“ segir Lís- bet. „Við notum „baby alpaca“ í kápur og aðrar yfirhafnir, og „royal alpaca“ í fínustu peysurnar.“ Náttúrulegir litir ullarinnar fá að njóta sín, en þess má geta að 22 lit- brigði eru þekkt í alpakaullinni. „Nátt- úruleg litbrigði ullarinnar verða áfram ráðandi, en blóðrautt verður til dæmis hluti af næstu vetrarlínunni. Náttúru- litir eru einnig kjölfestan í sumarlín- unni sem er unnin úr pima-bómull, en einnig er eplagrænt áberandi ásamt svörtu, gráu og grábláu.“ Aðspurðar segja þær að óhætt sé að þvo öll bóm- ullarfötin, þau haldi sér mjög vel og séu alltaf eins og ný. „Við leggjum áherslu á tímaleysi í hönnun okkar – fötin eiga að eldast vel eins og konan sem klæðist þeim.“ Þær Erna Steina, Lísbet og Matt- hildur koma allar jafnt að hönnunar- vinnunni. Hver flík er afrakstur sam- eiginlegrar hugmyndavinnu þeirra þriggja. Matthildur er í daglegu net- sambandi við höfuðstöðvarnar á Ís- landi og útlitsteikningar, snið, myndir af tilraunaflíkum og alls konar vanga- veltur þjóta fram og til baka um Netið þar til sameiginlegri niðurstöðu er náð. „Með hjálp Netsins hefur okkur tekist að koma á góðri samvinnu, ann- ars hefði þetta ekki verið hægt. Við höfum til dæmis aldrei komið til Perú, en langar óskaplega að komast þang- að,“ segja þær Erna Steina og Lísbet. Mikil vinna og góðar viðtökur Geysimikil vinna hefur farið í að byggja upp ELM Design undanfarið eitt og hálft ár og jafn og þéttur stíg- andi er í rekstri fyrirtækisins. „Við höfum góða tilfinningu fyrir því sem er að gerast, og erum sannfærðar um að þetta muni ganga upp hjá okkur,“ seg- ir Erna Steina bjartsýn. Frá upphafi hefur fyrirtækið stefnt á að framleiða fyrir erlendan markað. „Við gerðum okkur strax grein fyrir því að við gætum ekki haldið okkur við íslenskan markað eingöngu, heldur yrðum við að hasla okkur völl erlend- is,“ segja þær. „Hönnunarferliðið er mjög kostnaðarsamt og því yrði hver flík of dýr ef framleiðslan miðaðist ein- göngu við markað hérlendis. Hins vegar hefur það verið fyrir- tækinu ómetanlegt að geta kynnt framleiðslu sína innanlands áður en haldið er á stærri markaði erlendis. Ís- lenskar konur eru mjög jákvæðar og opnar fyrir nýjungum, en þær eru einnig mjög kröfuharðar þegar gæði og hönnun eru annars vegar. Þannig er íslenski markaðurinn kjörinn reynslumarkaður.“ Sölusamningur í Bandaríkjunum „Okkur dreymir um að setja á lagg- irnar fleiri ELM Design verslanir, og reyndar stefnir allt í að fyrirtækið þró- ist í þá áttina,“ segir Lísbet. Þær vilja þó ekki eiga fleiri verslanir sjálfar, heldur framselja öðrum réttinn til þess að reka ELM verslun, en slíkt fyrir- komulag er mjög algengt í verslunar- rekstri erlendis. Þær sjá fyrir sér að yfirbragð verslananna verði alls staðar með sama sniði og verslunin á Lauga- veginum. „Þegar fatnaður og fylgihlut- ir koma saman í eina heild verður til hinn sérstæði ELM-stíll. Þennan stíl á fólk síðan að geta fundið í ELM-versl- un hvar sem er í heiminum.“ Í febrúar héldu þær ELM-konur til New York og tóku þátt í sölusýningu sem heitir Workshop. Ári áður héldu þær tískusýningu á Fimmta breið- stræti sem vakti bæði athygli og fékk góða umfjöllun fjölmiðla, en á þeim tíma skorti fyrirtækið bæði kunnáttu og reynslu til þess að nýta sér þennan byr, að þeirra sögn. Á sýningunni í febrúar sl. kynntu þær hluta af framleiðslu sinni – settu saman peysu-pakka, eins og þær segja sjálfar. Þátttaka þeirra í Workshop-sýning- unni er fyrsta markvissa tilraun þeirra til þess að koma framleiðslu sinni á er- lendan markað. Óhætt er að segja að þær hafi staðist þessa prófraun, en í tímaritinu Women’s Wear Daily, sem er helsta fagtímarit bandaríska fata- iðnaðarins mátti lesa lofsamlega um- fjöllun um fyrirtækið. Í blaðinu var stór mynd af sölubás ELM Design ásamt umsögn þess efnis að fyrirtækið hefði slegið í gegn á sýningunni. Í kjöl- far sýningarinnar komu samningar um að framleiða 2000 flíkur fyrir 14 verslanir í New York, en einnig munu verslanir í Chicago, San Francisco og á Flórída bjóða fatalínu fyrirtækisins næsta vetur. „Allt eru þetta verslanir sem selja lúxusfatnað og eru eingöngu með hágæðavöru á boðstólum,“ benda þær á. Starfsskilyrði íslenskra hönnuða „Sumt af því sem við fórum út í áður en við tókum þátt í sýningunni í New York var bæði ómarkvisst og skilaði okkur engum fjárhagslegum ávinn- ingi,“ ítreka Lísbet og Erna Steina. „En mistökin eru til þess að læra af þeim, og sem betur fer voru þau flest smávægileg.“ Talið berst að ytri skilyrðunum sem hönnuðir á Íslandi búa við. „Eins og sakir standa er mikil þörf fyrir aðstoð við hönnuði sem eru með góðar hugmyndir sem þeir vilja koma í framkvæmd,“ segir Lísbet. „Margir vita ekki hvernig þeir eiga að bera sig að í heimi viðskiptanna sem þeim finnst bæði flókinn og frábrugðinn því skapandi umhverfi sem hönnuðir lifa og hrærast í. Það er jafnframt ljóst að hönnuðir verða að fá aðstoð frá fólki sem kann að standa í viðskiptum.“ ELM Design fékk á sínum tíma áhættulán hjá Nýsköpunarsjóði, en það varð til þess að að þær gátu hafið reksturinn. Þær fengu einnig styrk frá Útflutningsráði sem lánar þeim mark- aðsstjóra í 6 mánuði. Hún heitir Lovísa Óladóttir, og hefur að sögn reynst þeim afskaplega vel. „En það má líka segja að við höfum lagt allt undir, vegna þess að við höfum gengið í persónulegar ábyrgðir vegna lána fyrirtækisins – það má alveg fylgja sögunni að við eigum frábæra eiginmenn sem bakka okkur upp og hafa trú á því sem við erum að gera,“ segja þær samróma. Þær benda á Dani og Hollendinga sem dæmi um þjóðir sem byggja af- komu sína meðal annars á hugverkum hönnuða, enda sé mikið upp úr hönnun að hafa ef rétt er á spilunum haldið. Nauðsynlegt sé að styðja betur við bakið á íslenskum hönnuðum en nú er gert. „Það þarf að gefa þeim byrinn í vængina sem dugar til þess að þeir taki flugið sjálfir,“ segir Erna Steina. „Ef einum aðila tækist að slá í gegn myndi það ryðja brautina fyrir hina og gefa þeim kjarkinn sem þarf – slíkt væri svo sannarlega jákvætt fyrir ís- lenska hönnun,“ segir Lísbet. Erlendir ferðamenn hrifnir Erlendir ferðamenn eru að sögn mjög spenntir fyrir fötunum frá ELM Design. Lísbet segir frá því að dag einn fyrir skömmu hafi leigubíll rennt sér upp að versluninni og út úr honum snarast kona sem var á mikilli hrað- ferð. Á meðan leigubíllinn beið brá konan sér inn í verslunina, en hún var á leiðinni til Keflavíkur til þess að fara í flug til New York. „Ég fer sko ekki til New York án þess að taka þennan kjól með mér,“ sagði konan og svipti kjóln- um af gínunni í glugganum, gekk frá kaupunum og hvarf síðan á braut. „Svona atvik bjarga oft deginum hjá okkur,“ segja þær stöllur og hlæja. Erna Steina segir frá því að hún hafi fengið upphringingu fyrir nokkrum dögum frá konu í Bandaríkjunum. Konan var nýkomin heim frá Íslandi, en hafði eytt síðasta kvöldinu fyrir heimferðina í að skoða í búðarglugga á Laugaveginum. Hún hafði séð tösku í glugganum hjá ELM sem hún gat ómögulega hætt að hugsa um. Nú var hún að biðja um að taskan yrði tekin frá og geymd fyrir sig – „ég verð að eignast þessa tösku, það kemur einka- flugmaður og sækir hana fyrir mig,“ sagði konan. „Þær leggja ýmislegt á sig til þess að koma heim með eitthvað sem er sérstakt og öðruvísi en aðrir eiga,“ segir Erna Steina og bendir á töskuna þar sem hún bíður innpökkuð eftir að einkaflugmaðurinn sæki hana. Fyrir skömmu bárust þær fregnir að ELM Design hefði náð góð- um samningum um sölu á fatalínu sinni í Bandaríkjunum. Ragnheiður Harðar- dóttir hitti tvo af þremur eigendum fyrirtækisins og spjall- aði við þá um fata- hönnun, viðskipti og framtíðardrauma. Morgunblaðið/Jim Smart Stakkur með rúskinnsfóðri. Bómullarkjóll, taska úr rúskinni. Peysa úr bómull og silki.Peysa úr alpaka og bómull. Lísbet Sveinsdóttir og Erna Steina Guðmundsdóttir. DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.