Morgunblaðið - 22.06.2001, Page 7

Morgunblaðið - 22.06.2001, Page 7
unarfræðinga þar. Er einhver ímyndarherferð í gangi hjá karlkyns hjúkrunarfræð- ingum? Jóhann: Ég tel að það væri gott að fá fleiri karlmenn í hjúkrun. Sigurður: Þegar ég var í verk- námi sögðu konurnar stundum við mig að gott væri að fá stráka í hóp- inn. Svo var því stundum bætt við að það myndi hækka launin. Eru karlmenn jafngóðir í umönn- un og konur? Jóhann: Ég var í 16 ár við að- hlynningu á lyfjadeild og varð ekki var við að ég skæri mig úr, hvað þetta varðar. Sigurður: Ég er ekki frá því að það taki mann kannski eina vakt að vinna traust sjúklinganna, sem kannski er eðlilegt. Verðið þið varir við að það þyki skrýtið að þið karlmennirnir séu í aðhlynningarstörfum? All ir : Nei. Sigurður: Sumir karlmenn segja kannski: „Gott hjá þér að vera hjúkrunarfræðingur. En það myndi ekki henta fyrir mig.“ Það eru ekki allir sem vilja vera í jafnmiklu ná- vígi við fólk og við erum í okkar vinnu. Jóhann: Tilhneigingin hefur kannski verið sú að karlmennirnir vinni á deild í nokkur ár en fari svo í sérmenntun, kannski fyrr en kon- urnar. Eru hlutfallslega fleiri karlkyns hjúkrunarfræðingar í stjórnunar- stöðum? Jóhann: Það kemur kannski til af því að við erum duglegri við að sérmennta okkur, þótt ég sé ekki viss um að við verðum stjórnendur fyrr. Sumar kvennanna detta líka út meðan á barneignum stendur. Sigurður: Það eru fáir ein- stæðir feður í okkar hópi. Jóhann: Við erum líka frakkari við að sækja um stöður og ekki eins viðkvæmir fyrir því að vera hafnað þótt við fáum ekki starfið. Það eru þrír karlkyns hjúkrunarfram- kvæmdastjórar á Landspítalanum. Ingó lfur: Karlarnir eru líka oftar í fullu starfi. Sigurður: Þegar maður er ný- útskrifaður er maður æstur í að fá að vinna á mismunandi deildum og afla sér reynslu. Mér finnst margar hollsystur (skólasystur, innsk. blm.) mínar vilja vera á einni deild, læra það starf vel og vera þar. Hvernig er starfið á gjörgæsl- unni? Sigurður: Við sinnum mjög veiku fólki og það er stundum sagt að karlmenn sæki þangað því það er svo mikið af tækjum á gjörgæsl- unni. Mér fannst skrýtið að byrja þar því maður gat ekki alltaf talað beint við sjúklingana. Ég vil frekar geta átt samskipti við þá. Vinnuaðstaðan er góð og mikið að læra. Svo ég er sáttur við mitt starf. Vaktavinna hentar mér vel og gott að vera stundum í fríi þegar aðrir eru að vinna. Andinn á deildinni er góður og starfsfólkið samhent. Ingó lfur: Vökudeildin er mjög fjölbreytt. Aðalstarfið er gjörgæslu- hjúkrun barna sem fædd eru fyrir tímann, sem eitthvað hefur komið fyrir í fæðingu, eða barna sem kannski hafa fengið sýkingu eða þurfa að fara í aðgerð. Þau eru mjög misjafnlega á vegi stödd, sum eru búin að læra að drekka og í þann mund að fá að fara heim, önn- ur eru kannski mjög veik í önd- unarvél og aðhlynningin veltur á því. Maður vinnur líka mikið með fjölskyldunni. Þetta er mjög áhuga- verð deild sem býður upp á fjöl- breytt svið. Ég hef áhuga á að vinna með börnum og lítil börn vekja til- finningar hjá körlum og konum, hvort sem maður er hjúkrunarfræð- ingur eða ekki. Jóhann: Ég hef verið svæfinga- hjúkrunarfræðingur í fjöldamörg ár, vann meðal annars á Landakoti og á kvennadeild Landspítalans. Undanfarið hef ég síðan starfað sem hjúkrunarframkvæmdastjóri innkaupa, sem milliliður milli deilda og innkaupadeildar. Ég vel til dæm- is hjúkrunarvörur fyrir spítalann og sinni útboðsvinnu. Segja má að 31 árs starfsreynsla mín bjóði upp á þetta starf og ég hef meðal annars leiðbeint fólki innan spítalans með vörukaup og val. Ég hef ekki slitið tengslin alveg við svæfingadeildina og er því ekki alveg hættur að svæfa sjúklinga. Ég tek tarnir þar öðru hverju og er því bæði í sam- bandi við sjúklingana og deildirnar. Á árum áður starfaði ég líka mikið á gjörgæslu og lyfjadeild. Sigurður: Ég held að það sé af- skaplega hollt fyrir karlmenn að vinna við hjúkrun. Ingó lfur: Ég tel líka að það sé hollt fyrir dæmigerðan kvenna- vinnustað að blandast karlmönnum. Maður heyrir talað um að andrúms- loftið breytist þegar karlmennirnir koma inn. Rotta karlmenn í hjúkrunar- fræðistétt sig dálítið saman? Jóhann: Við erum nýbyrjaðir að hittast, svo það tekur því varla að byrja að segja frá því. Við reynd- um að hafa samband við alla sem við náðum í en tilefnið var ekkert sérstakt annað en að kynnast að- eins. Við þekkjumst í sjálfu sér ekk- ert innbyrðis. Kannski finnum við öðruvísi sálufélaga í karlkyns vinnufélögum. Stelpurnar myndu segja þjáningarbróður. Ingó lfur: Ég verð að taka dæmi frá Svíþjóð þar sem ég starf- aði áður. Þar unnu fleiri karlkyns hjúkrunarfræðingar saman í einu en hér, kannski 2–3, og maður tal- aði náttúrlega öðruvísi við þá. Sam- skiptin voru með öðru sniði. Svo er það bara tilfellið að manni er ekki alveg hleypt inn í stelpnahópinn og því gott að hitta einhverja sem eru á sama róli og maður sjálfur. Jóhann: Ég leysti af á svæf- ingadeild úti í Noregi fyrir tveimur árum. Þar var megnið af hjúkrunar- fræðingunum karlmenn. Leik- reglurnar voru því allt aðrar og samskiptin öðruvísi. Mér fannst við betri hver við annan, ekkert kropp í bakið og ekki þessi viðkvæmni fyrir því sem kollegarnir segja og ég hef stundum orðið var við. Áhugamálin voru líka önnur. Það er fótbolti, stelpur og bílar. Er ætlast til að karlkyns hjúkr- unarfræðingar hagi sér eins og kon- ur í vinnunni? Jóhann: Konurnar vilja skapa vissa týpu út úr karlkyns hjúkr- unarfræðingi. Verðið þið ekkert varir við þetta? Sigurður: Nei, ég fæ bara að vera eins og ég er. Ingó lfur: Það er kannski ekki alltaf vel liðið að maður sé eins og maður er, það hef ég orðið var við. Hvaða eiginleikum á þessi týpa helst að vera gædd? Jóhann: Hún á að vera með aðra eiginleika en konur. Ákvarð- anatöku er stundum ýtt yfir á okk- ur, til dæmis. Karlmaðurinn virðist þurfa að eiga síðasta orðið með það. Sigurður: Þetta hef ég ekki orðið var við. En það hefur hins vegar verið sagt við mig að gott sé að fá karlmann til þess að lyfta þungum sjúklingum. Þó hef ég unn- ið með konum sem eru bæði stærri og sterkari en ég. Ingó lfur: Já, það kemur líka fyrir að einhverju biluðu tæki sé hent í mann með beiðni um að gert sé við það. Sigurður: Ég þekki þetta, og er alls enginn græjumaður. Hvað með aðhlynninguna? Jóhann: Við vinnum kannski ekki alveg eins og konurnar en við skilum því sem við eigum að skila, þótt aðferðirnar séu kannski aðrar. Ingó lfur: Það er kannski minna pjatt á okkur. Jóhann: Já, já. Það er minna pjatt. Við erum kannski ekki mikið að dusta af koddum og borðum, sem okkur þykir ekki skipta máli. Ingó lfur: Það er ekki litið já- kvæðum augum. Mér finnst við fara beinni leið og vera með minna ves- en. Jóhann: Ég man þá tíð að þótti dálítið mál að fara í Hjúkrunarskól- ann og sá sem útskrifaðist á undan mér var tíu árum fyrr á ferðinni. Ég var sá fjórði til þess að útskrifast úr skólanum og kláraði hann án þess að hafa nokkurn annan karlmann sem samferðamann. Annars var ég dekraður af skóla- systrum mínum! Ingó lfur: Mér finnst konurnar gjarnar á að búa sér til reglur um alla hluti, það á að gera svona en ekki hinsegin, þótt útkoman verði nákvæmlega sú sama. Maður vinnur meira útkomu- og sjúklingsmiðað og eftir því sem hentar best í það og það sinnið. Jóhann: Reglunum hefur samt fækkað mikið. Eftir því sem karl- mönnum fjölgar í stéttinni, því auð- veldara verður þetta. Ef ég væri ungur í dag færi ég í ljósmæðra- fræði. Bara til þess að brjóta rúðuna. Eða kannski ísinn. Ingó lfur: Ég var stundum spurður að því þegar ég var í námi af hverju ég færi ekki í ljósmæðra- fræði. Vökudeildin er í næsta ná- grenni við kvennadeildina og ég á því nokkur samskipti við ljósmæð- ur. Einhvern tímann var ég að tala um ljósmæðranám og þá sagði ein þeirra: Þær hefðu gert uppreisn ef þú hefðir sótt um inngöngu hér. Treysta mömmurnar þér síður fyrir börnunum á vökudeildinni en konunum sem vinna með þér? Ingó lfur: Það veltur allt á því hvað maður er öruggur. Ég hef mína reynslu og er öruggur með það sem ég kann, ég veit hvað ég er að gera við aðhlynningu og gjör- gæslu á börnum. Ég held að þær finni það. Sigurður: Traustið er ekki kynbundið. Það veltur á persón- unni. Jóhann: Ég myndi vilja vekja athygli stráka á því að hjúkrunar- fræði er mjög skemmtilegt starf. Ég er viss um að margir þeirra átta sig ekki á því að karlmenn starfi líka í stétt hjúkrunarfræðinga. Ég held að það væri mjög gott, líka fyr- ir sjúklingana. Er hjúkrunarfræðinámið kven- miðað að ykkar mati? Sigurður: Ég man eftir einum fyrirlestri um að konur í hópi hjúkr- unarfræðinga gætu orðið fyrir nið- urlægingu í samskiptum sínum við lækna. Mér fannst það bara áhuga- vert. Hins vegar eru hjúkrunar- fræðingar alltaf ávarpaðir: Góðan daginn, stúlkur. Maður þarf alltaf að vera að minna á tilvist sína. Jóhann: Þetta er ennþá svona, en það er hætt að pirra mig. Karl- kyns hjúkrunarfræðingar hafa verið starfandi hér í ein 40 ár. Ingó lfur: Ég hef hringt í Félag hjúkrunarfræðinga, kynnt mig sem slíkan og spurt um formanninn. Þá hef ég lent í því að vera spurður hvar ég vinni og hvort ég sé læknir. Hjá mínu eigin félagi. Jóhann: Annars vil ég bæta við að í hjúkrun kynnist maður fullt af skemmtilegu fólki, sem mér finnst ekki síður mikilvægt. Sjúklingarnir og samstarfsfólkið eru stór hluti af þessu. Sigurður: Þetta er afskaplega þakklátt og gefandi starf. All ir : Maður fær mikið út úr því þegar vel gengur. Sigurður: Og síðast en ekki síst tilfinningu fyrir því að vera lif- andi. Ég sá tilgang í þessu starfi og er ánægður með að fara á fætur á morgnana til þess að sinna því. Mér finnst konurnar gjarnar á að búa sér til reglur um að það eigi að gera svona en ekki hinsegin. Ef ég væri ungur í dag færi ég í ljós- mæðrafræði. Bara til þess að brjóta rúðuna. Eða kannski ísinn. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 B 7 TÍMARIT danskra hjúkrunar- fræðinga Sygeplejersken lagði á dögunum heilt blað undir um- fjöllun um karlmenn í hjúkrun, þar sem kennir margra grasa. Í doktorsritgerð sænska hjúkr- unarfræðingsins Henriks Eriks- son kemur meðal annars fram að karlarnir komist hraðar til met- orða en konurnar. „Karlar í hjúkrunarfræði þykja sér á parti. Leiðir til þess að bæta orð- sporið felast því í að sækja í deildir þar sem mikið er af flóknum tækjabúnaði, eða þá að bera sig eftir stjórnunarstöðum,“ er haft eftir Eriksson. Hann segir ennfremur að karl- ar í hjúkrun finni fyrir mestu andstreymi í hópi kynbræðra sinna. „Margir karlar hæðast að mönnum sem stíga út fyrir hefð- bundin kynhlutverk,“ segir hann. Tímaritið segir einnig frá breskri rannsókn sem greint var frá í Nursing Standard sem leið- ir í ljós að læknar á einkastofum vilji ekki ráða hjúkrunarkarla til starfa, heldur konur, því þeir vilji tryggja alger yfirráð sín. Hinni dæmigerðu læknastofu er lýst sem eftirmynd hefðbund- innar karlaveldisfjölskyldu, þar sem faðirinn/læknirinn trónir einn á toppnum. Fjallað er um launamun karla og kvenna í hjúkrunarstétt í Danmörku þar sem fram kemur í tiltekinni rannsókn að laun hinna fyrrnefndu hafi hækkað meira en hinna síðarnefndu á tveggja og hálfs árs tímabili. „Á þetta einkum við um deild- arhjúkrunarfræðinga og yfir- hjúkrunarfræðinga ... Laun karla í hópi deildarhjúkr- unarfræðinga hafa hækkað um 15,4% en um 11,9% hjá konum og hvað yfirhjúkrunarfræðinga varðar hafa karlarnir hækkað um 16,9% og konurnar um 10,7%.“ Hlutfall karla í hjúkrun í Dan- mörku er 3,2% og hefur við- talagreining leitt í ljós að körl- um í hjúkrun þyki stundum erfitt að vera hluti af veröld „gegnsýrðri af kvenlegum gild- um“. Meginniðurstaðan sé sú að umrædd gildi séu þegar til stað- ar í hjúkrunarnáminu sjálfu. „Einnig kemur fram að karl- arnir telji sig virkari í starfi og meti hinn tæknilega þátt starfs- ins mikils. Karlarnir eru líka metnaðargjarnir, sjá frama- möguleikana fyrir sér eða hafa þegar tekið skref í þá átt.“ Fram kemur líka að fleiri kon- ur en karlar stundi almenna hjúkrun en að fleiri karlar séu deildarhjúkrunarfræðingar og hjúkrunarkennarar. hke Karlar sagðir hjúkrunar- körlum verstir Marshefti Sygeplejerskenfjallaði einvörðungu umkarla í hjúkrun. Fyrstu 10 sem kaupa eða frá rósir í kaupbæti 25-50% afsláttur af Bláuhúsin við Faxafen, Suðurlandsbraut 52 - sími 553 6622 Hnífaparaveisla 21.-30. júní

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.