Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 4
ASTON Villa gerði í gær eins árs samning við fyrrverandi markvörð danska landsliðsins, Peter Schmeichel, með möguleika á framlengingu að ári liðnu. Schmeichel sem verið hefur hjá portúgalska liðinu Sporting Lissa- bon frá því hann sagði skilið við Manchester United árið 1999 kem- ur á frjálsri sölu til Villa þar sem samningur hans við Sporting rann út í síðasta mánuði. John Gregory, knattspyrnustjóri Aston Villa, var að vonum ánægður með komu Schmeichel og sagði við blaða- menn í gær að koma markvarð- arins jafnaðist á við hvalreka. „Peter Schmeichel er sigurvegari og endurkoma hans í ensku úrvals- deildina er frábær ákvörðun hjá honum. Schmeichel mun verða að- almarkvörður félagsins á komandi keppnistímabili og ég hef þegar sett pressu á hann því hann hefur unnið meistaratitil með öllum félögum sem hann hefur spilað með,“ sagði Gregory. Koma Schmeichel til félagsins kemur í kjölfar sölu David James til West Ham á 3,5 milljónir punda. Schmeichel til Aston Villa  MANCHESTER United hefur gengið frá kaupum á argentínska landsliðsmanninum Juan Veron frá ítalska liðinu Lazio. Kaupverðið mun vera 4 milljarðar ísl. króna. Veron, sem er 26 ára, samdi við United til fimm ára.  VERON er þar með orðinn dýrasti leikmaðurinn í sögu enskrar knatt- spyrnu.  JUVENTUS keypti í gær tékk- neska landsliðsmanni Pavel Nedved frá Lazio fyrir rúmlega 3,6 milljarða króna. Nedved, sem er 28 ára gamall miðvallarleikmaður, var keyptur til Lazio frá Spörtu Prag eftir að hafa vakið athygli á EM á Englandi árið 1996.  ARSENAL gekk í gær frá kaupum á japanska landsliðsmanninum Jun- ichi Inamoto, 21 árs miðjumanni. Hann var keyptur frá Gamba Osaka á 300 millj. ísl. kr.  DAVID Platt, knattspyrnustjóri Nott. Forest, var í gær ráðinn þjálfari ungmennaliðs Englands, skipuðu leikmönnum undir 21 árs. Platt mun hætta störfum hjá Forest en hann hefur stjórnað liðinu síðastliðin tvö keppnistímabil.  HELGI Kolviðsson og félagar hans í Kärnten í austurrísku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu töpuðu í fyrrakvöld fyrsta leik sínum í deildarkeppninni þar í landi gegn Josko Ried 2:1 eftir að hafa verið 1:0 yfir í hálfleik.  ANDRI Sigþórsson og félagar í Salzburg gerðu jafntefli í sínum fyrsta leik, 0:0 gegn Austria Memph- is.  BARCELONA hefur verið að fækka leikmönnum sínum. Portú- galski landsliðsmaðurinn Simao Sabrosa er á leiðinni til Benfica, eftir tveggja ára dvöl á Spáni og hollenski leikmaðurinn Boudewijn Zenden var orðaður við Newcastle.  SÆNSKI landsliðsmaðurinn Fred- rik Ljunberg, 24 ára, sem átti eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal, hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við liðið. Ljunberg fær 1,7 milljarða ísl. kr. í sinn vasa fyrir samninginn.  SPÁNSKA íþróttablaðið AS segir frá því að forráðamenn Real Madrid séu ekki búnir að loka peningabudd- unni, þó að búið sé að kaupa Zinedine Zidane á 6,6 milljarða ísl. króna. Blaðið segir að liðið hafi hug á að kaupa Patrick Vieira frá Arsenal og Alessandro Nesta frá Lazio, sem metinn er á 7,9 milljarða króna.  SOL Campbell er meiddur á ökkla og getur því ekki leikið æfingaleiki með Arsenal í Austurríki í lok júní, gegn 1860 München, Real Mallorca og AC Roma. Talið er að hann leiki ekki fyrsta leik liðsins í ensku úrvals- deildinni – gegn Middlesbrough.  SÆNSKI varnarmaðurinn Olof Mellberg er genginn til liðs við Aston Villa, sem keypti hann frá Santander á Spáni fyrir 650 millj. ísl. kr. Hann er næst dýrasti knattspyrnumaður Svía – á eftir Zlatan Ibrahimovic, sem Ajax keypti á dögunum fyrir 700 millj. kr.  DAVID James er tilbúinn að verja mark West Ham, eftir að liðið borgaði Aston Villa 500 millj. ísl. kr. fyrir hann.  JOHN Hartson fer ekki frá Cov- entry. Gordon Strachan, knatt- spyrnustjóri liðsins, segir að hann sé ekki til sölu – hann sé einn af lyk- ilmönnum liðsins í því verkefni að vinna sæti í úrvalsdeildinni á ný.  ALLT bendir til að Tomasz Radz- inski, miðherji Anderlecht, gangi til liðs við Everton og taki stöðu Francis Jeffers, sem Arsenal keypti.  HINN gamalkunni franski lands- liðsmaður Laurent Blanc er klár í slaginn með sínu gamla liði, Mars- eille, sem hann lék með 1997-1999. Blanc, sem er 35 ára, hefur leikið með Inter á Ítalíu. FÓLK Landsliðshópurinn í alpagreinumhittist í fyrradag þar sem hann tók þátt í óvissuferð. Í ferðinni var hjólað, gengið og æft nánast samfleytt í 17 tíma en hópurinn endaði á því að fá nudd í Laugar- dalnum í gær. „Þetta var mjög gaman en ég er mjög þreytt. Þetta var jákvæð ferð og góð samstaða skapaðist,“ sagði Emma er Morgunblaðið hitti hana að máli í gær. Hún hefur átti við meiðsli í hné að stríða undanfarin tvö ár en er öll að skríða saman. „Ég er nýlega komin úr fjórðu aðgerðinni núna. Krossböndin slitnuðu í hné ásamt því að liðþófi rifnaði og fleira,“ sagði Emma sem stefnir að því að ná fullri heilsu áður en keppnistímabilið hefst í haust. „Núna eru þetta mest þrekæfingar því ég get ekki hlaupið eins mikið. Ég byrja 10. ágúst og verð til 28. ágúst á skíðunum á jökli í Noregi. Í framhaldi af því fer ég í skíðaháskóla í Tärnaby í Svíþjóð,“ sagði Emma sem stundar nám þar í íþróttasálfræði samhliða skíðaiðkun- inni. Emma er fædd og uppalin í Sví- þjóð þar sem faðir hennar er sænsk- ur en móðir hennar íslensk. Svíar vildu ólmir fá hana í landslið sitt en hún kaus að keppa frekar fyrir Ís- lands hönd þrátt fyrir að aðstæður til æfinga séu mun betri í Svíþjóð og fjármagn þar mun meira. „Það er ekki hægt að stunda þessar greinar hér,“ sagði Emma sem er með skýr markmið. „Í vetur ætla ég mér að komast á Ólympíuleikana og gera mitt besta. Svo stefni ég á að vinna á Ólympíuleikunum 2006 á Ítalíu og það er mitt stærsta markmið,“ bætti Emma við. Hún mun í vetur keppa á svokölluðum FIS-mótum sem eru opin mót alþjóðaskíðasambandsins. Sambandið gefur svo út heimslista í nóvember og þeir íslensku skíða- menn sem eru meðal 500 bestu í heiminum í sinni grein fara á Vetr- arólympíuleikana í Salt Lake City í febrúar. „Ef vel gengur vonast ég til að komast inn á Evrópubikarmóta- röðina því ég er búin að vera meidd svo lengi. Ég hlakka alveg rosalega til að keppa aftur. Ég er búin að bíða í tvö ár eftir þessu og leggja hart að mér,“ sagði Emma sem er aðeins tví- tug að aldri og á framtíðina fyrir sér í brekkunum. Dagný vakti athygli á HM Dagný Linda Kristjánsdóttir er frá Akureyri en hún hefur mikið æft erlendis undanfarin ár og var meðal annars í skíðamenntaskóla í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Hún stóð sig mjög vel á keppnistímabilinu í fyrra og vakti athygli er hún náði 32. sæti í bruni og 37. sæti í risasvigi á heims- meistaramótinu í alpagreinum. „Ég ætla að gera mitt besta í vetur og reyna að bæta mig. Ég stefni alltaf á að gera betur. Í fyrra var fyrsti vet- urinn minn sem ég var ekki meidd og það hafði mikið að segja,“ sagði Dagný sem er nú laus við meiðsli. „Í ágúst fer ég til Ástralíu til að æfa þar og tek þátt í FIS-mótum og held áfram að æfa fram á haustið. Svo sé ég bara hvernig gengur. Ef vel gengur þá fer ég kannski inn á Evrópubikarinn og reyni mig þar. Ég tók þátt í nokkrum mótum í fyrra og fékk ágætis reynslu. Þar eru margir keppendur svo maður getur lent í að hefja keppni aftarlega og fá slæma braut,“ sagði Dagný sem vill helst bæta sig í Ástralíu. „Ég ætla að reyna að bæta punktana mína og reyna að ná Ólympíulágmarkinu í stórsvigi. Ég þarf að vera meðal 500 efstu á heimslistanum en nú er ég númer 503. Í bruni og risastórsvigi get ég keppt á leikunum og ætla að gera það,“ sagði Dagný sem er að komast í gott form. „Ætli stefnan sé ekki á að vera í toppformi í kringum Ólympíuleikana, jafnvel fyrr,“ sagði hún. Kristinn Björnsson er reynslu- mesti íþróttamaðurinn í hópnum og nær að miðla af þeirri reynslu til ungu keppendanna. „Það er gott að hafa Kristin ef maður þarf einhvern til að leita til en annars er þetta mjög góður hópur í heildina,“ sagði Dagný. Skíðaíþróttin er gífurlega dýr en landsliðsmenn fá nú allan útbúnað frítt en það er aðeins nýtilkomið. Fjölskylda Dagnýjar fjármagnar mót hennar og æfingar að mestu leyti. „Skíðasambandið hjálpar okk- ur mjög mikið. Það er búið að semja við styrktaraðila um búnað svo við fáum það allt. Samt er mjög mikill kostnaður við ferðalög og þjálfara og það verður maður bara að fjármagna sjálfur. Sumir eru með einhverja styrktaraðila en hjá flestum kemur þetta úr eigin vasa,“ sagði þessi stór- efnilega skíðakona. Þær eru eldsnöggar niður brekkurnar SKÍÐASTÚLKURNAR Dagný Linda Kristjánsdóttir og Emma Furuvik eru báðar í landsliði Ís- lands í alpagreinum. Þær skipa nokkra sérstöðu meðal íslensks skíðafólks þar sem þær keppa báðar í svokölluðum hraða- greinum en hingað til hafa Ís- lendingar ekki keppt mikið í þeim greinum. Keppnisgrein Dagnýjar Lindu eru brun, risa- svig og stórsvig og Emma keppir aðallega í bruni og er í 117. sæti heimslista al- þjóðaskíðasambandsins. Eftir Írisi Björk Eysteinsdóttur Morgunblaðið/Billi Skíðakonurnar Emma Furuvik, Ármanni, og Dagný Linda Kristjánsdóttir, Akureyri. Rakel ristarbrotin RAKEL Logadóttir, landsliðskona í knattspyrnu úr Val, er ristar- brotin og óljóst hvort hún leiki meira með Valsliðinu á keppnis- tímabilinu. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Valsliðið. Ásthildur Helgadóttir landsliðskona meiddist á hné á æfingu og er óvíst hvort hún getur leikið með ÍBV gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Margrét Ákadóttir, landsliðskona úr Breiðabliki, meiddist á ökkla á æfingu á miðvikudaginn og mun hún ekki leika með Breiðabliki gegn Val í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.