Vísir


Vísir - 06.07.1979, Qupperneq 14

Vísir - 06.07.1979, Qupperneq 14
VÍSIR Föstudagur 6. júll 1979 Jðn og Fíatinn Enginn er lengur óhultur fyrir rannsóknarblaöamönn- um eins og glöggt má sjá i Verkalýðsblaöinu. Rann- sóknari blaösins las þaö i Helgarpóstinum aö Jón Sigurösson forstjóri Þjóöhags- stofnunar ætti Fiat 128 árgerö 1975, ódýran og sparneytinn bil. Skömmu siðar ók rannsókn- arinn (ekki er getiö um bllteg- und hans) fram hjá húsi Jóns og sér þar glæsivagn fyrir utan, glænýjan Citroen A CX 2400 af árgerö 1979. Frétti siðar aö svona bill kostaöi 8 milljónir. Verkalýösrannsóknara flug fyrst i hug aö Jón væri fluttur, en fékk staöfest hjá kontórist- um Seltjarnarness aö svo væri ekki. Næst hringdi hann til bif- reiöaeftirlitsins og spuröi hver ætti númer þaö sem var á glæsivagninum. Þaö reyndist vera Þjóðhagsstofnun. Ber rannsóknarinn lof á Jón fyrir að sjá um vörslu vagnsins aö vinnu lokinni. Dýrt er orðið Flugleiðir gera inun meira til aö spara en þaö eitt aö fækka starfsfólki. Starfsmenn hafa stofnaö papplrsvinafélag til aö hainla gegn bruöli meö papplr og nú hefur veriö stofn- að slmavinafélag innan Flug- leiöa til aö hamla á móti slm- kostnaöi. 1 Flugfréttum er frá þvi greint aö miöaö viö simreikn- inga Flugleiða hérlendis fyrstu mánuöi ársins fari sim- kostnaöur upp I 130 milljónir á árinu. Þetta er án slmtala til útlanda svo þar bætist viö dá- góö summa. Bent er á aö hvert slmtal á Stór-Reykjavlkursvæöinu kosti nú 24,50, hver mlnúta til Keflavlkur kostar 122 krónur og 184 krónur kostar mlnútan til Akureyrar, svo dæmi séu nefnd. Þetta er þörf ábending hjá Flugleiðum og mættu önnur fyrirtæki og ekki slöur ein- staklingar taka hana til athug- unar. íslensk ánægja Þaö er gott þegar menn geta glaöst yfir litlu. Afleysingar- ritstjóri Þjóðviljans skrifar I þáttinn klippt og skoriö og get- ur ekki leynt fögnuöi sinum: ,,En hiö mjög auglýsta sjó- rall Dagblaösins er hins vegar aö veröa aö hinni bestu skemmtan, þó á annan hátt en til var stofnaö. Allt hefur þar gengiö -á afturfótunum, og þátttakendur helst úr lestinni, jafnvel áöur en keppnin hófst”, skrifar klipparinn Iskrandi af ánægju. úheppnl Þaö fór illa fyrir honum Nonna þegar hann ætlaöi aö drekkja sorgum slnum. Kell- ingin reyndist nefnilega flug- synd þegar til kom svo þetta fór út um þúfur. sandkorn Sæmundur Guövinsson blaöamaöur . skrifar Smá-smygli Bianca Jagger, fyrrv. eigin- kona Rollingsins Mick Jaggers, hefur sér dæmdar himinháar upphæðir eftir skilnaö þeirra hjóna. Einhverra hluta vegna getur Bianca þó ekki séð af nein- um þeim peningum til móður sinnar, Doru Macias. Hún býr við hina ömurlegustu fátækt i Nicaragua sem nú er striðshrjáö land og hefur ekki séö dóttur sina I tvö ár. Hún veit lika að Bianca veltir sér upp úr pen- ingum (Micks, vel aö merkja) en á erfitt með að átta sig á þeim upphæðum sem þar er að skipta. ,,Hún hringir eins oft og hún getur” segir Dora Macias þakk- lát. Scotland Yard hin fræga leyni- lögregla i Bretlandi virðist hafa glatað trausti að undanförnu. Það kom nýlega i ljós að lögreglu- stöðvar úti á landsbyggðinni i Bretlandi leituðu ekki aöstoðar Scotland Yard i eitt einasta skipti á siðasta ári. Og það þó við alræmda morð- ingja, einsog Yorkshire Ripper, væri við að eiga. . . Ung stúlka fannst látin i New York nýlega og er talið að hún hafi framið sjáifsmorð. Slikt kem- ur iðulega fyrir að sögn, en þessi stúlka, Laurie Bird, mun hafa fyrirkomið sér vegna þess að hinn frægi söngvaari Art Garfunkel neitaði að giftast henni. Þau höfðu búið saman i 4 ár og var Laurie ákveðin I að giftast. Art tók það ekki i mál og þvi tók stúlkan til sinna ráða, með þess- um afleiðingum. . . Öldungurlnn stal senlnnl Þegar haldið var upp á 75 ára afmæli Sparibankans i Tromsö i Noregi nýlega féll afmælisbarnið, þ.e.a.s. bankinn, algerlega i skuggann af einum ræðumann- anna, Anton Jakobsen, fyrrver- andi bankastjóra. Anton er nefnilega 105 ára og var meðal þeirra sem komu bankanum á legg 1904, fyrir 75 ár- um. Nokkru siðar eða 1917 var hann svo gerður bankastjóri og gegndi þvi embætti látlaust til ársins 1959 er hann lét af störfum fyriraldurs sakir, 85 ára gamall! Anton er þekktur fyrir atorku- semi sina I Noregi og ku ekki láta hugfallast þótt gamall sé. Hann var um MJÖG langt skeið með þekktari mönnum þar austur frá og sat m.a. á þingi fyrir Venstre. Hann er fæddur 1874, sama ár og íslendingar fengu stjórnarskrá, ef það er einhver viðmiðun. Umsjón: Illugi Jökulsson Alllr elska Amy Amy Carter, dóttir Jimmys, er einsog gefur að skilja allra uppá- hald. Enda fyrsta barnið I Hvita húsinu siðan Caroline og John- John riðu þar húsum i tið John Fizgeralds Kennedy. Stelpan fylgir föður sinum oft á tiðum á gagnmerkum ferðum hans um heiminn og þykir leggja ýmislegt til málanna. Þessi mynd var tekin er Jimmy & Amy voru nýlega i Vínarborg, þeirra erinda að hitta Brésnef forseta Sovétrikjanna. Meðan pabbi Jimmy stóð i við- ræðum við gamalmennið sovéska fór Amy út að skemmta sér i tivolii staðarins. vertu ekki of seinn 7. flokkur Misstu ekki af möguleikanum á stórum vinningum, endurnýjaðu því tíman- lega. Mundu að endurnýjun hefst 14 dögum eftir drátt í hverjum mánuði. Við drögum 10. júlí. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Menntun í þágu atvinnuveganna 18 @ 1.000.000- 18.000.000- 36 — 500.000- 18.000.000- 324 — 100.000- 32.400.000- 693 — 50.000,- 34.650.000- 8.172 — 25.000,- 204.300.000,- 9.243 307.350.000- 36 — 75.000- 2.700.000- 9.279 310.050.000- m m m

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.