Vísir - 06.07.1979, Page 24

Vísir - 06.07.1979, Page 24
LOKI segir Samvinnubankinn auglýsir nýtt bankaútibú á Svalbarðs- eyri við Eyjafjörð, en þar munu búa hátt i 80 manns. Hverseiga Grfmseyingar að gjalda sem eru komnir yfir 100? Þeir hljóta aö eiga rétt á banka eins og aðrir. Föstudagur 6. júlí 1979. síminner 86611 Spásvæði Veöurstofu tslands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiðafjörð- ur. 3. Vestfirðir. 4. Norður- land, 5. Norðausturland. 6. Austfirðir. 7. Suðausturland. 8. Suðvesturland. veðurspá dagsins Skammt S af Reykjanesi er 1000 mb. lægð sem hreyfist NA. en 1030 mb hæð skammt SV af Bretlandseyjum. SV land og SV mið : SA gola eða kaldi en súld í fyrstu en gengur siðan i V golu með skúrum. Faxaflói, Breiðaf jörður, Faxaflóamið og Breiða- fjarðarmið: Hæg breytileg átt og rigning eða súld i fyrstu en gengur siðan i V golu með skúrum. Vestfirðir og Vestfjarða- mið: Hæg breytileg átt viðast dálitil rigning eða súld. Norðurland og N mið: Hæg breytileg átt og dálitil rigning i fyrstu en siðan SV gola og skúrir vestan til og á miðun- um. NA land: h ægvirði skýjað og á stöku stað rigning fram eftir degi siðan þurrt. Austfirðir NA mið og Aust- fjarðamið: SA eða S gola þokuloft og dálitil súld. veðrið hér og Dar Veðrið kl. fi i morgun: Akureyri, alskýjað 7, Hel- sinki, skýjað 3, Kaupmanna- höfn, skýjað 15, Ösló, skýjaö 17, Reykjavik, alskýjað 9, Stokkhólmur, skýjað 14, Þórs- höfn, súld 11 Veðrið kl. 18 i gær: Berlin, skýjað 19, Chicago, heiðskirt 22, Feneyjar, heið- skirt 13, Frankfurt, léttskýjað 23, Nuk, léttskýjað 9, London, léttskýjað 25, Luxemburg, léttskýjað 23, Las Palmas, léttskýjað 23, Mallorka, létt- skýjað 24, Montreal, létt- skýjað 17, Paris, léttskýjað 24, Róm, alskýjað 24, Malaga, heiðskirt 24, Winnipeg, al- skýjað 26. óvissa um sðlu á karfa 09 grálúðu: FRAMLEWUM UPP A V0N 00 ÓV0N” - segir Jón ráll Halldórsson á ísaliröi Sú ákvörðun Rússa að vilja ekki ræða um frekari kaup á karfa og grálúðu fyrr en i september hefur valdið óvissu hjá útgerðar- og fiskvinnsluaðilum. „Við erum að reyna að beina þessum fiski inn á aðra markaöi en hann er seinunninn á Bandarikjamarkaö og húsin liafa þá ekki undan", sagði Hjalti Einarsson framkvæmdastjóri SH i samtali við Visi. Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna hefur tilkynnt frystihúsum innan samtakanna að frysting karfa og grálúðu sé á þeirra eig- in ábyrgð frá 1. júli. Hjalti Einarsson sagði að búið væri að framleiða upp i samn- inginn sem gerður var við Rússa. Viðskiptaráðuneytið hefði reynt að ýta á eftir með viðbótarsamning, en Rússar segðu að þeir myndu taka málið upp i september. Þvi væri ekki hægt að ráðleggja frystihúsun- um að vinna þennan fisk meðan að svo mikil óvissa rikti um sölu. „Við munum framleiða upp á von og óvon, en ástandið er eng- an veginn uppörvandi”, sagði Jón Páll Halldórsson fram- kvæmdastjóri Norðurtanga á Isafirði. Hann sagði að vart kæmi til greina að láta skipin sigla þar sem þau stæðu undir vinnslu frystihúsanna á staðn- um. Ekki bætti það ástandið að 30 daga þorskveiðibann kæmi samtimis þessum vandræðum. ,,Ef ekki rætist úr þessu fyrir lok ágúst er litið vit i öðru en leggja togurunum, annað þýðir stórtap”, sagði Asgrimur Hart- mannsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar. í svipaðan streng tóku aðrir sem Visir ræddi við á útgerðar- stöðum. Helst bundu menn von- ir við aukna sölu á karfa og grá- lúðu til Bandarikjanna. — FI. ,,Nei, gtnuinar eru lifandi!" gætu þessir furðu lostnu áhorfendur veriö að segja þar sem þeir mæna inn um búðargluggann i versluninni Stúdió á Laugavegi. Þar stilltu tvö lifandi módel sér upp i búðarglugg- anum og vöktu greinilega mikla athygli hjá þeim sem leiðáttu fram hjá. (Visismynd ÞG) Evrfipumitll I hrldpe: Stórslgur gegn Hollandl tslenska landsliðiö i bridge vann stórsigur á þvi hollenska i 7. umferö E vrópumótsins i Lausanne, eða 20:0. Er íslenska liðið nú i 7. sæti. Frakkar eru efstir með 106 stig, írar hafa 100, Pólverjar 99, ítalir 86, Sviar 86, Israelar 85 og Islend- ingar 83. Næstir koma svo Norð- menn með 80, Austurrikismenn með 80 og Danir með 79. — 1J. Laulisborp: Ráðnlngu for- stfiöumanns frestaö A fundi borgarstjórnar I gær var samþykkt að fresta ráðn- ingu forstöðumanns barna- heimilisins Laufásborgar en ráðningin hefur eins og kunn- ugt er valdið úlfaþyt. Eru menn ekki á eitt sáttir hvort veita eigi Elinu Torfadóttur eða Dröfn ólafsdóttur stöð- una. Tillagan um frestun var borin upp af fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins með stuðningi Sjafnar Sigurbjörnsdóttur og á þeim forsendum að gögn I málinu hefðu ekki verið könn- uð til hlýtar. Aður hafði Félagsmálaráð Reykjavikurborgar samþykkt að veita Elinu Torfadóttur stöðuna. —HR Formaður utanríklsmálanefndar: Engin ósk um fund Nokkurrar óánægju hefur gætt með þá ákvörðun utan- rikisráðherra aö fella niður a 11- ar takmarkanir á ferðafrelsi varnarliðsmanna i fritima þeirra. Benedikt Gröndal, utan- rikisráöherra, sagöi I viðtali I vikunni að ástæðan fyrir hans gjörðum hafi verið slæmar um- sagnir sem áðurgildandi reglur um útivist hermanna hafi fengið I nokkrum bandariskum stór- blöðum. Visir spurðist fyrir um þetta mál hjá Einari Agústsyni, for- manni utanrikismálanefndar Alþingis, en sú nefnd starfar i leyfum þingmanna. Einar sagði að nefndin hefði ekki enn verið kölluð saman út af þessu máli og yrði ekki kölluð saman fyrr en ósk um það kæmi fram frá nefndarmönnum. Einar sagði að utanrikisráðherra hafi ekki borið ákvörðun sina undir utan- rikismálanefnd Alþingis og kvaðst Einar sjálfur vera á móti þessari ákvörðun. Ragnhildur Helgadóttir, sem sæti á i' utanrikismálanefnd, sagði i morgun i viðtali við Visi, að áðurgildandi reglur hafi reynst báðum aðilum vel að þvi er hún teldi og breytingar á þeim verði aðeins til þess að andstæðingum varnarliðsins takist að beina umræðunni um hermálið að þessum eina punkti en láti öryggismálin eiga sig. Friðjón Þórðarson er á svip- aöri skoðun og Ragnhildur I þessu máli. Jónas Arnason hef- ur sagt að hann vilji fund utan- rikismálanefndar um málið. Vísir náöi ekki i morgun tali af Arna Gunnarssyni sem á einnig sæti i' utanrikismálanefnd. —SS—

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.