Morgunblaðið - 07.09.2001, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 07.09.2001, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 C 3 Miðar á enska boltann                                                                            !  " #        Guðmundur Rúnar Hallgríms-son úr Golfklúbbi Suðurnesja hefur forystu í karlaflokki, með 343 stig en Kristinn Árnason úr GR er næstur með 334 stig og Björgvin Sigurbergsson þriðji stigi þar á eft- ir. Næstir eru Heiðar Bjarnason úr GKj og Örn Sölvi Halldórsson úr GR en þeir eru með 326 stig. Hjá konunum er Ragnhildur Sig- urðardóttir úr GR með 358 stig í efsta sæti og Herborg Arnarsdótt- ir, einnig úr GR, með 325 stig í öðru sæti. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili er þriðja með 237 stig og Kol- brún Sól Ingólfsdóttir úr GK fjórða með 233 stig. Mótið um helgina, Samvinnu- ferða-Landsýnar mótið, er hefð- bundið. Leiknar verða 36 holur á laugardaginn og 18 á sunnudaginn. Fyrir að leika á CR vallar fá menn 25 stig og síðan lækkar það um einn heilan fyrir hvert högg yfir CR og hækkar að sama skapi um hvert högg undir CR. Fyrir sigur í mótinu fást einnig tíu stig auka- lega, sex fyrir annað sætið og þrjú fyrir það þriðja. Ef maður leikur á CR vallar alla þrjá hringina fær hann 75 stig og sigri hann fær hann að auki 10 stig eða alls 85 stig. Af þessu sést að baráttan um sigur í mótaröðinni er mikil. Allir þeir sem eru í baráttunni verða með um helgina nema Björgvin Sigurbergs- son sem tekur þátt í móti í sænsku mótaröðinni. Sú breyting var gerð á reglum um stigamótin fyrir þetta ár að þegar menn keppa erlendis með landsliðinu fá þeir ekki stig miðað við árangur sinn þar og þeir sem hafa verið í landsliðinu í sumar hafa því ekki fengið stig fyrir það. Þetta eru auk Björgvins, þeir Ólaf- ur Már Sigurðsson úr GK, Har- aldur H. Heimisson úr GR, Helgi Birkir Þórisson úr GS, Ottó Sig- urðsson úr GKG og Örn Ævar Hjartarson úr GS sem var ekki heldur með í fyrsta mótinu og á því litla möguleika á að vera með efstu mönnum. Alls hafa 156 kylfingar fengið stig í mótaröðinni, allt frá sex stigum og upp í 343 stig. Konurnar eru heldur færri en karlarnir og 21 hefur fengið stig í sumar, sú sem fæst stig hefur feng- ið er með tvö stig en Ragnhildur eins og áður segir 358. Algengt er að bestu stúlkurnar fái um 70 stig fyrir árangurinn auk tíu stiga fyrir sigur þannig að um 80 stig eru í pottinum fyrir sigur. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að aðeins Ragnhildur og Herborg eiga raun- hæfa möguleika á stigameistara- titlinum. Morgunblaðið/Friðþjófur grímsson, GS, stendur best að vígi í karlaflokki fyrir síðasta mótið sem fram fer á Golfvelli Oddfellowa. Spenna fyrir síðasta stigamótið SJÖTTA og síðasta stigamótið í Toyota-mótaröð Golfsambands Ís- lands fer fram um helgina á Golfvelli Oddfellowa í Urriðavatns- dölum. Mikil spenna er í karlaflokki þar sem nokkir kylfingar eiga ágæta möguleika á sigri og hjá stúlkunum eru það tvær sem berjast um sigur. GUÐBJÖRG Norðfjörð, leik- maður meistara KR í körfu- knattleik kvenna, hefur ákveð- ið að leika ekki með liðinu í vetur. Guðbjörg hefur leikið í nokk- ur ár með KR en var áður í Haukum. Hún var lengst af fyrirliði KR en ekki þó í fyrra, þegar hún eignaðist barn. Guð- björg segist ekki ætla að leika í efstu deild í vetur. Það eru fleiri stúlkur sem eru að yfirgefa skútuna í vest- urbænum. Elísabet Samúels- dóttir sem gekk til liðs við KR í fyrra frá KFÍ hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eins og Sigrún Skarphéðinsdóttir. Rannveig Þorvaldsdóttir er gengin til liðs við Hauka líkt og þær María Káradóttir og Birna Eiríksdóttir og Hanna Kjartansdóttir er flutt til Dan- merkur. Þess má geta að Henning Henningsson, sem þjálfaði KR- stúlkur með svo glæstum ár- angri í fyrra, sér um þjálfun Haukakvenna í vetur. Guðbjörg hætt með KR  SAMMY McIlroy hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við norður-írska knattspyrnusamband- ið og stjórnar því liðinu í undan- keppni Evrópumóts landsliða sem hefst á næsta ári.  ÞRÁTT fyrir lítið gengi á alþjóð- legum mótum um árabil hafa Norð- ur-Írar verið breskir meistarar samfellt í 17 ár. Þeir unnu hina ár- legu meistarakeppni bresku lands- liðanna árið 1984, eftir keppni við England, Skotland og Wales, en keppnin var lögð niður í kjölfar óeirða á leikjum Englands og Skot- lands og hefur ekki farið fram síðan!  VALLARÞULURINN á Windsor Park í fyrrakvöld ávarpaði íslensku leikmennina og áhorfendurna á ís- lensku, bauð þá velkomna með nokkrum orðum og óskaði þeim góðrar heimferðar. Framburðurinn var merkilega góður, enda fékk þul- urinn stutta framburðarkennslu hjá íslensku blaðamönnunum áður en hann tók til starfa.  ÍSLENSKA U-19 ára landslið stúlkna í knattspyrnu hóf undan- keppni EM í Búlgaríu með glæsi- brag í gær en íslensku stúlkurnar lögðu þá lið Búlgaríu, 7:0, eftir að staðan í leikhléi var, 4:0. Dóra María Lárusdóttir skoraði 2 mörk og þær Elfa Ásdís Ólafsdóttir, Mar- grét Lára Viðarsdóttir, Sólveig Þórarinsdóttir, Dóra Stefánsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir skoruðu eitt hver. Næsti leikur liðsins er á morgun við við Ungverjaland.  BJÖRN Jakobsson, leikmaður ÍR, verður í leikbanni þegar ÍR mætir Víkingi í 1.deild karla á sunnudag.  GUÐNI Bergsson og félagar hans í Bolton gætu fengið liðsstyrk á næstunni en Kiko, fyrrum landsliðs- maður Spánverja og liðsmaður Atletico Madrid er komin til reynslu hjá toppliðinu í ensku úrval- seildinni. Kiko er 29 ára gamall framherji og er samningur hans við Atletico Madrid útrunninn. FÓLK Bjarki Gústafsson, fyrirliðikörfuknattleiksliðs Vals/ Fjölnis á síðustu leiktíð og einn besti maður liðsins í fyrra, gekk á föstudaginn í raðir Hauka í Hafn- arfirði. Um helgina rann út frestur fyrir körfuknattleiksmenn að skipta um félag og verða löglegur um leið. Þeir sem skipta um félag núna geta ekki leikið með sínu nýja félagi fyrr en eftir mánuð og því hafa menn tíma til 11. september til að verða löglegir í fyrstu leikina í úrvals- deild sem verða 11. október. Mikið var um félagaskipti síðustu dagana í ágúst og má meðal annars nefna að Herbert Arnarson skráði sig í KR í síðustu viku en hann hafði gert samning við félagið fyrir nokkru. Kristján Guðlaugsson gekk til liðs við ÍR frá Grindavík og Ósk- ar Pétursson úr Haukum gekk til liðs við Hamarsmenn í Hveragerði. Nokkru áður hafði Svavar Birgis- son gengið til liðs við Hvergerðinga frá Sauðárkróki. Frá Hamri hefur hins vegar Ægir H. Jónsson gengið til liðs við Skagamenn. Athygli vekur að Fannar Ólafs- son er skráður í Hamri en hann hefur leikið með Keflvíkingum. Fannar skipti í Hamar í byrjun júlí og lék með liðinu á Landsmóti UMFÍ. Þar sem hann er í skóla í Bandaríkjunum getur hann í raun komið heim þegar hann vill og leik- ið með sínu félagi, Hamri. Hjá konunum er það helst að frétta að Alda Leif Jónsdóttir er gengin á ný í raðir ÍR en hún lék með Holbæk í Danmörku í fyrra. Bjarki til Hauka HK úr Kópavogi og Völsungur fráHúsavík tryggðu sér í gær sæti í 2. deild í knattspyrnu, en HK sigr- aði KFS frá Vestmannaeyjum, 10:1, samanlagt í tveimur úrslitaleikjum. Vöslungur og Njarðvík skildu jöfn í markalausum leik á Húsavík en fyrri leiknum lauk með 2:2 jafntefli og mörk Húsvíkinga á útivelli dugðu til að liðið leikur í 2. deild að ári. Völsungur og HK leika til úrslita um sigurinn í 3. deild á sunnudaginn kl. 16 en kl. 12 mætast KFS og Njarðvík í leik um 3. þriðja sætið. HK og Völsung- ur upp um deild

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.