Vísir - 25.08.1979, Qupperneq 7

Vísir - 25.08.1979, Qupperneq 7
Laugardagur 25. áglist 1979. \ %* l.l ». ' VÍSIR 7 GEISLAVIRKT GASIÐ LAK INN í STJÓRNKLEFANN EN NEYÐAR- ÚTGANGARNIR VORU LÆSTIR... — dauöslys sem þagaö hefur veriö yfir, i kjarnorkuveri i Tékkóslavakiu Tvö óhöpp hafa oröiö í kjarn- orkuverinu AI sem staösett er norðan við Bratislava i Tékkó- slóvakiu. í fyrra slysinu fórust tveir menn. Það geröist árið 1976 þegar verið var að setja nýjan brennara i kjarnorkuver- ið. Vegna tæknilegra galla komst hann ekki i stæði það sem honum var ætlað og skipti eng- um togum að geislavirkt kol- tvioxið undir 60 loftþyngda þrýstingi streymdi inn i stjórn- klefann. Tveir menn sem voru við vinnu i klefanum létust. Það er ekki vitað nákvæmlega um málsatvik en nefnd sem rann- sakaöi málið hélt þvi fram, að neyðarútgangur hefði verið læstur. Astæðan fyrir þvi var þjófnaður úr kjarnorkuverinu. Verkstjóri flokksins sem vann að uppsetningu brennarans komst út um aðaldyrnar og seinna klæddist hann sérstökum hlíföarfatnaöi, hélt inn i stjórn- klefann og tókst að koma öllu undir stjórn aftur. Siðan var öryggiskerfinu komið i gang og sogaði það gas- ið út úr klefanum. Annað slysið i sama kjarn- orkuverinu gerðist 24. feb. 1977. Brennari með úranstöngum of- hitnaði. Astæðan var sú, að efni það sem umlykur brennarann og drekkur i sig raka, hafnaði af ókunnum orsökum utan um úr- anstengurnar og hindraði þar með eðlilega kælingu kerfisins. Afleiðingarnar urðu þær að brennarinn ofhitnaði, hið eigin- lega kælikerfi eyðilagðist og varakælikerfið varð geislavirkt og að lokum eyðilögðust raf- hreyfillinn og fleiri mikilvægir hlutar kjarnorkuversins. Eftir þetta óhapp hefur AI ekki verið i notkun. Tékkneska rikisstjórnin hefur reynt hvað hún getur til þess að fá verið I gang aftur en það hefur ekki tekist hingað til. Sovésk smiði kjarnaofninn upp er kostnaður- inn, sem yrði um 365 milljarðar isl. kr. ef til kæmi. Auk þess er engin trygging til fyrir þvi hve lengi slik viðgerð myndi duga.. Kjarnorkuverið AI á sér langa og merkilega sögu. Það voru gerðar áætlanir um það fyrir 22 árum siðan, er Sovétrikin ákváðu að austantjaldsrikin skyldu kjarnorkuvæðast. Siðan sagði Tékkóslóvakia á fyrsta þingi Sameinuðu þjóð- anna, sem haldið var um kjarn- orkumál að það hygðist nota kjarnorku til friðsamlegra nota, og átti að byggja AI 1960—61 en vegna tafa varð verið ekki gangfært fyrr en 1973. Kerfið i verinu er sovésk smiði. Það er kallað Barbotage i Sovétrikjunum. Það saman- stendur af sérstökum turni með gasbirgðum i kjarnaklofnings- herberginu. Hann á að soga upp gasið ef óhapp verður og hindra að gasiö dreifist inn i og utan við kjarnaofninn. Fi. Aðalvandamálið við að gera Fleiri slík slys í Austur-Evrópu Óhappið i AI er ekki einsdæmi i Austur-Evrópu. Það hafa einn- ig orðið slik slys i Sovétrikjun- um en þar» sem og i Tékkó- slóvakiujiggja upplýsingar ekki á lausu um þau. Þau tvö kjarnorkuslys, sem fyrst og fremst er vitað um að hafi gerst i Sovétrikjunum, eru slysið i Úralfjöllum 1957/58 og slysið i Mangyshlak 1974. Einnig var bandariskum þingmanni á ferð um Sovétrikin sagt að tvö minniháttar kjarnorkuslys hefðu orðið á siðustu árum i Sovétrikjunum. Og i ár var talið, að geislavirk efni hefðu lekið úr kjarnorku- veri I Júgóslaviu, en ekki er vit- að um það óhapp i smáatriðum. Opinberlega leggja Austur- Evrópurikin mikla áherslu á ör- yggisatriði i sámbandi við kjarnorkuverin og af þvi að stjórnvöld þar gera „aldrei” mistök er ekkert látið uppi ef ör- yggisvandamál koma upp. Úrslitaleikur i Bikarkeppni K.S.Í. FRAM - VALUR Fram — K.S.Í. — Á Lougardolsvelli sunnudog kl. 14.00. Forleikur kl. 13.00: Volur - From í 5. flokki. Hornoflokkur Kópovogs leikur fró kl. 13.30. MEST SPENNANDI LEIKUR SUMARSINS. Forsala aðgöngumiða er á Laugardalsvelli frá kl. 10 sunnudag. Valur í þessarí glœsilegu ísbúð geturðu fengið: KAFFI, KAKÓ, KÖKUR, HAMBORGARA, SAM- LOKUR, PIZZUR, PÆ MEÐ ÍS, BANANABÁTA, ÍS-MELBA OG ALLA OKKAR SÍVINSÆLU ÍSRÉTTI. Lítið inn í ísbúðina að i.ík.- \ Laugalækó, ogfáiðykkur kaffi og hressingu, takið félagana með. Opið frá kl. 9-23.30 Allir þekkja ísinn frá Rjómafsgerðinni LAUGALÆK 6 - SIMI 34555 3

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.