Vísir - 25.08.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 25.08.1979, Blaðsíða 12
12 VfSIR Laueardaeur 25. áeúst 1979. Kristján Róbert Kristjánsson skrifar Andi Bitlanna lifir enn i dag. NYBÍTLAROKK er diskóið á undanhaídi? Undanfarin ár hefur diskótónlistin verið alls- ráðandi um heim allan. Milljónir hljómplatna hafa selst af þessari tónlist og diskótekin blómstra. Þessi tónlist hefur einnig komist i kvikmynd- irnar og er Saturday Night Fever hápunkturinn. Nú virðist svo vera, að þeim lögum, sem ekki eru i anda diskó-stefnunnar fari fjölgandi i efstu sætum vinsældalista i Bandarikjunum og Bret- landi. Siðustu 2-3 ár hefur verið mikið umrót i tón- listarlifi i þessum löndum og rokk-tónlist undir nafninu nýbylgju- eða punk-rokk hefur sett mikinn svip á þetta timabil. The Jam hafa oft verih kallahir hinir nýju Who. Allt frá þvi aö Bitlarnir, Roll- ing Stones, Kinks og Who geröu allt vitlaust á sinum tima, hafa áhrif þeirra alltaf skinið i gegn- um hið létta rokk og viröist þaö heldur færast i aukana. Þegar timabil nýbylgjunnar hélt innreið sina, spruttu hljóm- sveitir upp eins og gorkúlur. Fæstar þeirra náðu nokkrum vinsældum, en þær sem á annað borö sköruðu fram úr, gerðu það gott, þótt gæðin væru ekki alls staðar i fyrirrúmi. Einnig urðu margir lista- menn, sem voru lengi búnir aö reyna að hljóta viðurkenningu, vinsælir— eins og Nick Lowe, Brinsley Schwarz, Motors, Dr. Feelgood o.fl. Af nýjum nöfnum, sem komið hafa fram á þessum tima, eru Jam, Boomtown Rats, Blondie, Tom Robinson Band og Gruppo Sportivo frá Evrópu. Frá Bandarikjunum eru hins- vegar The Knack, Patti Smith, Romones og Television, auk annarra. Þaö má nefna ótalmarga i viðbót, en þessir listamenn eiga það sameiginlegt að á einn eða annan hátt eru þeir undir tölu- verðum áhrifum frá ákveðnum tónlistarmönnum, sem voru hvað frægastir á siðasta áratug. Sumar þessar hljómsveitir hafa tekiölög sem Kinks, Stones og Bitlarnir hafa gert áður og leita jafnvel enn lengra aftur og gera lög Buddy Holly og Chuck Berry en þeir áttu mikinn þátt I aö skapa grundvöllinn fyrir tón- list siöasta áratugs. Tvær fyrrnefndar hljóm- sveitir, The Jam og The Knack, hafa nokkra sérstööu. The Knack hefur sömu hljóðfæra- skipan og Bitlarnir, kemur fram á svipaðan hátt og flest lögin eru mjög i anda Bitlanna á þeirra fyrra skeiði. The Jam hefur hinsvegar oft verið kölluð hin nýja Who. Þessi þriggja manna hljómsveit hefur og sömu hljóðfæraskipan og Who, og mörg laga hljómsveit- arinnar eru mjög lik lögum Pete Townshend frá þvi 1964—1966. Báðar þessar hljómsveitir hafa tekið gömul lög. The Knack frá Buddy Holly og hin frá Kinks. Enda sagði Paul Weller, leiötogi Jam, eitt sinn I viötali, að Ray Davies væri fyrir sér mesti lagasmiður poppsins og að The Who væri einnig i mjög miklu uppáhaldi. Tom Robinson er einnig mikill aðdáandi Ray Davies og er hann var i hljómsveitinni Sad Cafe, eaf hann út plötu hjá Konk Records, sem er i eigu Davies. Hann hefur einnig orðið fyrir miklum áhrifum af textagerð Davies og það hafa fleiri eins og t.d. Boomtown Rats. Þeir siðastnefndu og Patti Smith hafa greinilega tekið Mick Jagger sem fyrirmynd hvað varðar sviðsframkomu. Patti heillaðist af Rolling Stones og Jimi Hendrix og hefur ekki farið leynt með það. Hún hefur gefið út „Hey Joe” i eigin út- setningu og á EP-plötu hennar „Set Free” er minningarljóð um Brian Jones. Einnig er sagt að hún reyni að likjast Keith Richard sem mest. Ahrif þessarar „eldri” tón- listar minnkuðu i byrjun þessa áratugs, en lifðu með mönnum eins og Nick Lowe og Brinsley Schwarz, en það er stutt siðan þeir fengu viðurkenningu fyrir. Hljómsveitin Ducks DeLuxe starfaði i nokkur ár án veru- legra vinsælda, en prógramm hennar var mjög i anda Bitl- anna. Tveir meðlimir Ducks DeLuxe stofnuðu siðar Motors með árangri, sem flestum er kunnur. Siðan 1971 hafa Dr. Feelgood spilaö rokk i svipuðum dúr og er Rolling Stones var aö byrja. Hljómsveitin hlaut þó ekki verulega viðurkenningu fyrr en nýbylgjan fór að hafa áhrif. Hún hefur m.a. tekið sömu lög og Stones var með i fyrstu. Þær eru fleiri en þessar fjór- ar áöurnefndu hljómsveitir, sem hafa veriö miklir áhrifa- valdar og má þá nefna löngu dauðar hljómsveitir eins og The Animals, The Yardbirds, Pretty Things og Velvet Underground. Allar þessar hafa lagt ýmis- legt af mörkum til þeirrar tón- listar, sem er að verða vinsæl- ust um þessar mundir. En af hverju er þessi tónlist að verða svona vinsæl? Það mun sennilega ekki vera til nein endanleg skýring eða svar við þessari spurningu, en ef litið er til baka, má sjá ýmislegt at- hygiisvert. Tónlist má skipta eftir tima- bilum, þ.e. á hverju timabili er ein ráðandi stefna og áhrifa- minni stefnur fléttast einnig inn i myndina. Um nokkurt skeið hefur diskó- tónlistin ráðið ferðinni, þar áöur hiö svokallaða Glitter-timabil, svo var Flower Power, þá hiö eina og sanna Bitla-timabil um og eftir að sitt hár komst i tisku. Svona er áfram hægt að telja upp hin ýmsu skeið. Þaö er eins og með tiskufyrir- bærin, að fólk þarfnast ákveöinna breytinga- og nýjar stefnur taka viö. Þessi tónlist og þeir er flytja hana, hafa oft verið gagnrýnd fyrir eftiröpun, en þaö er nú einu sinni svo að hver stefna á sina fyrirmynd. Og nú er sú fyrirmynd tónlist, sem var alls- ráðandi siðasta áratug. Hvað veldur er ekki gott að segja. Kannski er fólk að verða þreytt á hinum keimliku diskó- hljómsveitum og söngvurum eða áðurnefnd breytingaþörf. Hvers vegna verða þessar hljómsveitir slikir áhrifavaldar sem þær eru? Þessar hljómsveitir sköruöu fram úr á sinum tima vegna þess að efni þeirra var vandað og gott. Þær gáfu út merkilegar plötur, sem hafa skilið mikiö eftir sig. Tónlistin kraftmikil og mögnuð — eöa sérlega ljúf og falleg. Þrjár þeirra eru enn starfandi i dag og hafa alltaf spilaö sina eigin tónlist i gegnum árin og nú er svo komið, að þær eru aftur komnar eða að komast á topp- inn. Rolling Stones sló i gegn I fyrra, The Who hefur verið mik- ið i sviðsljósinu vegna útgáfu heimildarkvikmyndar um hljómsveitina og tónlist henriar og eftir næstum tiu ára lægð þýtur Kinks á þremur fyrstu vikunum með nýja plötu upp i átjánda sæti bandariska vin- sældalistans. Það er greinilegt að það er mikið að gerast i rokkinu um þessar mundir. KRK. Ray Davies- áhrifamikill tónlistarmaður á leið á toppinn á ný.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.