Vísir - 25.08.1979, Side 25

Vísir - 25.08.1979, Side 25
vlsm p-"1 Laugardagur 25. ágúst 1979. N '*T**‘V,v* 25 Erfiðasta verk Sidney Lu et Burton og Firth I hlutverkum slnum I Equus. Lumet og Burton lögðu mikla vinnu við skapgerð sálfræðings- ins, en Lumet segir að honum hafi fundist sem Burton hafi ekki skilið nógu vel hverju Lumet vildi ná fram I þeim manni. Burton var hins vegar mjög samvinnuýöur og sam- vinna þeirra skilaði þeim ár- angri að Burton var Utnefndur til Óskars-verðlauna fyrir leik sinn. Svo var einnig Peter Firth. Lumar segir að hann hafi lítiö þurft að segja Firth til, „ Hann Kvikmyndfn Equus mjög frábrugöin Peter Firth i hlutverki Alan Strang. Alan dýrkar hestana, sem hann hefur umsjón með, og á nóttunni tekur hann fram beisli, sérhannað fyrir hann sjáifan. KOMID SJÁID SANNFJERIST Tónabló hefur nú keypt sýningarréttinn á mynd Sidney Lumet, Equus. Lumet er Islend- ingum að góðu kunnur þvi aö allar myndir hans sem hér hafa verið sýndar eru I háum gæöa- flokki. Má þar nefna myndir eins og Dog Day Afternoon, Net- work og Murder on the Orient Express. Myndin Equus er byggö á samnefndu leikriti Peter Schaffer en það hefur verið sýnt bæði á Broadway og i London við gi'furlegar vinsældir, og var það sérstaklega að þakka frá- bærum leik og mjög góðri sviðs- setningu. Lumet notar þá Peter Firth og Richard Burton i myndinni en þeir léku báöir i leikritinu. Myndin greinir frá tilraunum sálfræðings (Burton) við að lækna ungan mann (Firth) sem óútskýranlega blindar sex. hesta. begar myndin kom á markað- inn fékk hún virðingarverða dóma hjá gagnrýnendum, en þeir gagnrýnendur sem hafa lif myndar í hendi sér, ef svo má að orði komast, gáfu henni þó engann sérstakan gaum.. Ég held aö Equus hafi verið mjög opin fyrir árásum” sagði Lumet i viötali við Films and Filming timaritið. Og ég held að þér getið spurt mig mjög eðlilegrar spurningar, það er fyrst þetta er svo fullkomið leik- sviðsverk þvi þá að gera mynd eftir þvi ? Ég sá upprunalegu útgáfuna i London, með Tony Perkins, sem er frábær. Og ég sáhana meðRichard. Og i hvor- ugt skiptið fannst mér kjarni leikritsins liggja ljós fýrir. Svo að ég hélt að i mynd gætum við EQUUS var næstum fullkominn leik- ari”. Ekki veit ég nákvæmlega hvenær Tónabió hyggst taka þessa mynd til sýninga en bfóið lumar á nokkrum myndum öðr- um sem einnig eru mjög góðar svo sem myndinni Bound for Glory sem greinir ffá ævi Woody Guthry. ifi Leikstjdrinn Sidney Lumet fundið nýja leið til að lita á verkið. En ég held að gagnrýn- endur hafi opnað augu sfn fýrir fleiri sviðum i myndinni, út af raunveruleikaþættinuum, út af stílnum, út af breytingunni á Richard, en fyrir sumar var þetta óþarfa flækja á leikritinu eða rangt sjónhorn til þess að líta á leikritið. Fyrir aðra var þetta meiri reynsla en leikritið. Við fengum raunarnokkra mjög góða dóma en ekki frá mikil- vægustu gagnrýnendunum. En ég hef enga hugmynd um hvað ' muni verða viðbrögð almenn- ings við mynd fyrirfram.” Equus er ekki náttúruleg mynd. Hún fellur ekki f flokk mynda eins og Dog Day After- noon, Serpico og Ali the Presi- dent fe Men þar sem fyrsta hlut- verk leikstjórans er að sann- færa áhorfendur um að þetta hafi raunverulega átt sér staö. Frá sjónarhóli Schaffers er þetta meira ljóðrænt sjónarhorn vegna þeirrar kreppu sem hann sér i lífinu og kemur fram f öll- um hans verkum.hvortsem það er í Equus eða Royal Hunt in the Sun, baráttuna milli hins Appólóniska manns og hins Dínóýniska. Og ég held að það sé þessi tvöfeldni i manninum sem Schaffer hefur fyrst og fremst áhuga á ”, Lumet er mjög vandaður hvað snertir undirbúnings- vinnu. Hann og Schaffer lágu yfir leikritinu i ár áður en upp- töku vélarnar byrjuðu að snú- ast. Ég þekki hinn sjónræna stil myndar vel áður en æfingar byrja en ég nota æfingarnar til þess að sýna hvernig ég hyggst ná honum fram. Og ég útskýri ekki sjónhorn upptökuvélanna fyrr en á tveim siðustu dögum æfinga eða þegar upptökur byrja. Venjulega fer ég yfir upptöku á atriði nóttina áöur en það er tekið, endurles það, festi það i huganum og merki hand- ritið með glósum um hvernig skot ég vil fá.” sviösuppfærslunni Kvikmyndin Equus er um margt svo ólik sviðsuppfærslum á samnefndu leikriti eftir Peter Schaffer, að erfitt er að koma auga á sanngirnina I orðum þeirra gagnrýnenda, sem segja, að með gerð hennar hafi leik- stjórinn Sidney Lumet verið að bera I bakkafullan lækinn. Lumet tekur efnið nokkuð öðrum tökum en gert hefur verið i sviðsuppfærslum. Hlut- verki sálfræðingsins, Dysart, er gert jafnhátt undir höfði og hlutverki Alan Strang, unga mannsins, sem stingur augun úr hestunum, sex. Baráttan milli hinnar vistrænu og hinnar til- finningalegu hliðar mannsins gengur eins og rauður þráður i gegnum alla myndina, og leggur myndin mun meiri áherslu á þessa baráttu en gert er i leikritinu. Einstaklega óhugnan- leg sena i raun er það einmitt þessi togstreita, sem skilur á milli leikritsins og kvikmyndarinnar. 1 leikritinu eru allir atburðir stilfærðir, og höfða* sterkast til skynseminnar. Kvikmyndin spilar hins vegar á tilfinning- arnar. Hún neyðir áhorfandann til þess að skilja, hvaða hvatir búi að baki villimannlegri hegðun unga mannsins, með þvi að erta i honum þessar sömu hvatir. Myndin er að vissu leyti I miklu sterkari tengslum við raunveruleikann en leikritið. Hestarnir eru ekki leiknir af leikurum með höfuðbúnaði, heldur af raunverulegum hestum. Senurnar þar sem lýst er sambandi Alans við hestana áður en hann stingur úr þeim augun, eru sumar svo áhrifa- miklar, að þærstanda ekkert að baki smekklegustu ástarsenum, enda hestarnir og leikarinn Peter Firth ekki af verra taginu. Senan þar sem Alan stingur úr hestunum augun er einstak- lega óhugnanleg, og hröð klipping i þeim kafla gerir það að verkum að stian og áhorf- endasalurinn eins og rama saman i eitt, og ekki laust við að manni finnist vera 'hrár blóð- þefur i loftinu. brátt fyrir þetta hafa sum atriöi myndarinnar jafnframt yfir sér óraunveru- legan blæ, sem minnir á sviös- uppfærslurnar, aðallega fyrir tilstilli undarlegrar lýsingar og litavals. — AHO ISHIDP vogir eru ti! sýnis á Alþjáðlegu Vörusýningunni KYIMIMIÐ YÐUR VERÐ OG GÆÐI Þegar viö VEGUM kostina, þa veróur svarið - ISHIDA ' QS82655 PlnsÉns liF U# PLASTPOKAR O 82655 PLASTPOKAVERKSMIÐJA ODOS SIGUROSSONAR GRENSASVEGI 7 REYKJAVÍK BVGGINGAPLAST • PLASTPRENTUN • NIERKIMIOAR OG VELAR

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.