Vísir - 18.09.1979, Blaðsíða 9
9
VÍSIR
r...
Þriöjudagur 18. september 1979
Ljóst er, að veöurfarið á
Noröur- og Austurlandi hefur
valdiö verulegum erfiöleikum I
landbúnaði á þessum landsvæö-
um, og er taliö, aö viö blasi mill-
jaröa tekjuskeröing hjá bænd-
um af þessum sökum, aö þvl er
segir I frétt frá Upplýsingaþjón-
ustu landbúnaöarins.
1 fréttabréfi frá upplýsinga-
þjónustunni segir, aö leitaö hafi
veriö upplýsinga um horfur i
búskapnum á þessu hausti eftir
þá verstu heyákapartið, sem
komiö hefur i þessum landshlut-
um um árabil, og fara þær upp-
lýsingar hér á eftir.
Strandasýsla
Heyfengur mun vera um 25-
30% minni en undanfarin ar.
Mikill munur er milli jaröa, inn
til dala er heyfengur mun minni
en á sjávarjörðum. Þar hefur
verið þó nokkurt kal i túnum og
spretta lélegri þótt tún væru ó-
kalin. A siðastliðnu ári hirtu
bændur i Strandasýslu um 74%
af heyjum i vothey, en i ár mun
það vera rúmlega 80% af hey-
fengnum sem settur hefur verið
i vothey. Að mati Brynjólfs Sæ-
mundssonar héraðsráðunautar
Strandamanna, hefur þessi
Heyskapur i Strandasýsiu. Þeir Jón H. Eliasson (t.v.) og Ingimundur Loftsson frá Drangsnesi setja hey
upp á vagn. Visismvnd: EJ
íl
*
lllás
13. september; voru þau til jafn-
aðar 20% léttari en á sama tima
i fyrra en það gerir um 3 kg. af
kjöti sem hver dilkur leggur sig
minna. Þessi minni meðalvigt
gerir um einni milljón króna
minni tekjur hjá bónda sem
leggur inn 200 dilka i haust, mið-
aö við meðalvigt dilka I fyrra.
Gera má ráð fyrir nokkurri
fækkun bústofns i S-Þingeyjar-
sýslu.
N-Þingeyjarsýsla
Hvergi er ástandið eins alvar-
legtoghjá bændum i N-Þingeyj-
arsýslu. Þar hafa ekki náðst inn
meira en 40% af þvi grasi sem
sprottið hefur á túnum i sýsl-
unni i sumar, auk þess var
spretta mjög léleg.
Verst er ástandið á Langanesi
og Þistilfirði en skást i Keldu-
hverfi. Að sögn Grims B. Jóns-
sonar héraðsráðunautar hafa
aðeins komið 4 samfelldir
þurrkdagar eftir að sláttur hófst
i héraðinu, annars hefur verið
stanslaus ótið. Flest allir bænd-
ur hafa slegið tún sin, en biða
með heyið flatt og treysta að
upp stytti. Hey hefur verið
keypt inn i sýsluna úr Horna-
firði, en ekki er gert ráö fyrir
NHkil tekluskeroing hja
bændun vegna harðindanna
mikla votheysverkun bjargað
bændum i Strandasýslu frá al-
I gjöru hallæri i ár. Þvi nær ó-
. gjörningur hefur verið að
| þurrka hey eftir að sláttur hófst
I fyrir alvöru I sýslunni. Nokkrir
| bændur eiga enn hey úti og er
I það marghrakið og lélegt fóður.
I Dilkar verða með lélegasta móti
■ ihaust, þó er munur mjög mikill
■ á vænleika þeirra, en óvanalega
I mikið um mjög litla dilka.
I Austur-
I Húnavatnssýsla
Aætlað hefur verið að hey-
skapur i sýslunni sé um 20-25%
minni en undanfarin ár. Viöa er
. hey úti enn og nokkrir bændur
I eru eftir að slá. Minnst hefur
. sprottið á Skaga og i Bólstaðar-
| hliðarhreppi hefur spretta einn-
I ig verið mjög léleg.
Grænfóður hefur sprottiö
■ þokkalega þar sem fyrst var.
■ Úthagi er með afbrigðum léleg-
ur og sáralitil beit er á túnum.
I Jón Sigurðsson héraðsráðu-
nautur sagði að slátrað hefðu
verið dilkum úr beitartilraun,
L-.......
en i fyrra fór fram slátrun á
dilkum úr sömu tilraun á svip-
uðum tima. Nú hefði meðalvigt-
in verið 1 1/2 kg. minni en þá.
Það benti til þess aö meðalvigt-
in i héraðinu gæti verið á bilinu
10-12% minni en i fyrra.
Stjórn Búnaðarsambands A-
Húnvetninga hefur samþykkt að
beita sér fyrir heykaupum inn I
héraðið. Ástandið i vestur-sýsl-
unni mun vera aðeins betra en i
austur-sýslunni.
Skagafjörður
Egill Bjarnason ráðunautur
sagði að sumarið hefði gleymt
að koma við hjá þeim i Skaga-
firði að þessu sinni. Þrátt fyrir
það væri heyfengur sæmilegur I
miðhéraðinu, en afleitur til dala
og úti i Fljótum og Fellshreppi.
Margir bændur i Skagafirði eiga
enn mikið af heyjum úti, þau
eru mikið hrakin og verða aldrei
gott fóður þótt einhvern tima
rofi til. Grænfóður hefur sprott-
ið mjög illa I sumar og á það er
litið treystandi,engin eða litil
beit á túnum og úthagi hefur
ekki i manna minnum verið svo
snöggur og I sumar. Gera má
ráð fyrir að meðalvigt dilka
verði um 2-3 kg. lægri en i fyrra.
Bændur gera sér ekki vonir um
að geta keypt hey og þvi er
fyrirsjáanleg veruleg fækkun á
bústofni Skagfirðinga i haust.
Eyjafjörður
Ævarr Hjartarson ráðunautur
Eyfirðinga taldi að ekki væru
um neyðarástand að ræða i sýsl-
unni. Þó nokkurt kal var i tún-
um i Svarfaðardal og Olafsfirði
en annars staðar I sýslunni bar
litið á kali. Að mati Ævars hafa
bændur nú náð inn um 70-80% af
meðal heyfeng, þó nokkuð af
heyjum eru úti enn og óvist hve-
nær tekst að koma þeim I hlöðu.
Bændur með mikla votheys-
verkun og góða súgþurrkun
hafa flestir náð sæmilegum hey-
feng. Nokkuð af heyi hefur þeg-
ar verið selt út úr héraðinu, en
nú siðustu daga hafa bændur
verið að tryggja sér hey þar
sem það er falt. Grænfóður
hefur sprottið sáralitið og léleg
beit verður á túnum I haust.
Dilkar eru með rýrasta móti og
ekki er reiknað með að kartöflu-
uppskera verði meiri en að
nægi fyrir útsæði næsta vor.
S-Þingeyjarsýsla
Verst mun ástandiö vera hjá
bændum i Bárðardal, Tjörnesi
og Köldukinn, að sögn Teits
Björnssonar bónda á Brún i
Reykjadal. Þar spratt seint og
illa og siáttur hófst seinna i
þessum sveitum en annars stað-
ar i sýslunni. Það hefur ekki
verið almennilegur þurrkur sið-
an um 20. ágúst. Margir bændur
eiga þvi töluvert slegið sem ekki
hefur tekist aö hirða enn. Það
snjóar nær á hverri nóttu I
Reykjadal um þessar mundir.
Það má gera ráð fyrir að hey-
skapur muni verða um 20%
minni yfir sýsluna alla en
undanfarin ár. Grænfóður hefur
sprottið sáralitið i sumar og
verður þvi litið handa knúnum
nú I haust, litil beit er á túnum
en úthagi er sæmilegur. Teitur
vigtaði hluta af lömbum sinum
miklum heykaupum, svo fyrir-
sjáanleg er töluverð fækkun á
bústofni. Dilkar eru mjög slakir
nú, enda var mikill krankleiki I
lömbum I vor.
Austurland
A Austurlandi er ástandið
verst á Bakkafirði, Borgarfirði
og úthéraði. 1 þessum sveitum
liggur mikið af heyjum úti og
hrekjast. Sprettan i sumar virð-
ist vera einna minnst i Borgar-
firði. Uppi á Héraði og suður á
fjörðum var sprettan sæmileg
og þar gat sláttur hafist fyrr en
annars staðar á Austurlandi.
Ekki var teljandi kal I túnum á
Austurlandi. Um siðustu mán-
aðamót áætlaði Jón Atli Gunn-
laugsson héraðsráðunautur aö
bændur hefðu hirt um 2/3 af
meðal-heyfeng siðustu ára,
sáralitið hefur bæst i hlöður frá
þeim tima sökum stööugra ó-
þurrka. Alitið er að fallþungi
dilka verði mun minni en I
fyrra, sérstaklega er það áber-
andi nú hvað dilkar eru misjafn-
ir.
SOVESKUR EFWUUeUR I VRNDA
Efnahagskerfi Sovétríkjanna hefur á síðari árum
sýnt merki stöðnunar og hafa sovéskir sérfræðingar
unnið að því að reyna að kippa i liðinn því sem miður
hefur farið. Árangur vinnu þeirra er nú að koma i Ijós
og eru aðalatriði áætlunan sem samin hefur verið,í
stuttu máli þau að auka skuli mikilvægi 5 ára-áætlan-
anna og að gæði framleiðslunnar, ekki siður en magn,
verði lögðtil grundvallar bónus-greiðslum.
A fundi miðstjórnar kommún-
istaflokksins i fyrra lýsti Leonid
Brésnef miklum áhyggjum af
stöðnun efnahagslifsins og siðan
hafa Alexei Kosigyn, forsætis-
ráðherra og Nikolai Bajbakov,
yfirmaöur áætlunarbúskapar-
ins, unnið að þessum málum.
Bajbakov lýsti þvl yfir i grein i
Prövdu nýlega, að ekki yrði um
neitt frávik frá áætlunarbú-
skapnum að ræða: þvert á móti
væri nauðsynlegt að styrkja
hann og e.t.v. færa hann á ný
svið.
Aætlunarbúskapur hefur nú
verið við lýði I Sovétrikjunum I
50 ár. Aætlanir um æskilega
þróun tækni og visinda ná til 20
ára, almennar áætlanir um
efnahagsmál og slikt til 10 ára,
siðan koma hinar nákvæmari 5
ára áætlanir og loks eins árs á-
ætlanir. Bajbakov segir i grein
sinni, að mikilvægi eins árs á-
ætlananna hafi sifellt aukist á
kostnaö 5 ára-áætlunarinnar.
Stundum hafi jafnvel verið
gerðar áætlanir til aðeins nokk-
urra mánaöa. Vegna þess að
sovéskir verkamenn fá engan
bónus, ef kvótar þessara áætl-
ana eru ekki uppfylltir, hafi af-
leiöingin verið sú, að „stur-
movsjina” — vinna á miklum
hraða I lok timabils — hafi auk-
ist, sem aftur leiði til minnkandi
gæða framleiðslunnar, þó að
Brésnef hefur sjáifur tekiö þátt I
tilraunum til að koma sovéskum
efnahag á réttan kjöl.
tekist hafi aö fylla kvótana.
Þetta á nú að koma I veg fyrir
meö þvi að leggja vörugæði til
grundvallar bónus. Ein afleið-
ing þess mun verða að loks
verður arðbært að framleiöa
varahluti, en skortur á þeim er
mjög tilfinnanlegur þar austur
frá. Sovéskir neytendur hafa
einnig mátt sætta sig við mjög
lélegar vörur eða þá að þær vör-
ur hafa hreinlega hrannast upp
óseldar, engum til gagns.
Kosigyn forsætisráðherra
fjallaði um þetta atriði I tíma-
ritinu Kommunist nýlega. Ætl-
unin er að hér eftir verði ætiö
gerðir samningar við verk-
smiðjur um tiltekna framleiðslu
til fimm ára og i þessum samn-
ingum verði sérstakt tillit tekiö
til gæða vörunnar, útlits og
endurnýjunar. Langtimaáætl-
unum er einnig stefnt gegn ó-
þörfum milliliöum, sem oft á
tiðum hafa valdið miklum töfum
á þvi að varan komist á markaö.
Bajbakov fjallar einnig um
mikilvægi fjárfestingar i verk-
smiðjum I greinsinni. Hingað til
hafa fjölmargar verksmiðjur
staöið ófullgeröar árum saman
og tala þeirra eykst stöðugt.
Hinar stærri fjárfestingar gefa
af sér alltof lltinn arð. Sam-
kvæmt hinni nýju áætlun veröur
lagt fast aö byggingafyrirtækj-
um aö taka ekki að sér ný verk-
efni fyrr en þau hafa lokið öðr-
um skuldbindingum sinum.
Þá viðurkennir Bajbakov fús-
lega, að allar likur séu á vinnu-
aflsskorti I nánustu framtið.
Samt sem áður er vinnuafl i
Sovétrikjunum afskaplega illa
nýtt. Ýmis nútimatækni og vél-
ar, sem spara vinnuafl, eru
teknar seint eða ekki I notkun og
margar verksmiðjur hafa haft
alltof mikið verkafólk til að geta
notað það I hinum óhjákvæmi-
legu „sturmovsjinum”. Verða
hér eftir settar takmarkanir á
fjölda verkafólks og sérfræð-
inga við framleiðslufyrirtæki.
Vestrænir sérfræðingar hafa
reiknað út, að I Sovétrikjunum
þarf tvöfalt meira hráefni, orku
og vinnuafl en á Vesturlöndum
til að framleiða sama magn til-
tekinnar vöru. Bajbakov gerir
sér þetta ljóst og segir i grein
sinni, að „oft þarf töluvert
meira til að framleiða vöruein-
ingu hér en i hinum þróuðu
kapitalisku rikjum”.
Rikari áhersla á vörugæði er
nauðsynleg eigi Sovétrikin ekki
að dragast enn meira aftur úr.
Hagvöxtur fer enn minnkandi
siðari hluta þessa áratugs og er
nú nálægt 3% á ári.