Vísir - 18.09.1979, Page 16
örn Þorsteinsson formaöur sýningarnéfndar (t.v.) ásamt Magnúsi Kjartanssyni myndlistarmanni.
Vfsismynd GVA
,,Við vonuðumst eftir fleiri félögum i FÍM á þessa
sýningu, enþeireru 18 sem sýna hér. Skýringin get-
ur verið sú að mikið hefur verið um einkasýningar
undanfarið”, sagði örn Þorsteinsson formaður sýn-
ingarnefndar Félags islenskra myndlistarmanna,
en haustsýning þess hefur verið opnuð að Kjarvals-
stöðum.
Til sýningarnefndar bárust 258
verk eftir 54 höfunda. Valdar voru
133myndir eftir 45höfunda og þar
af er 81 verk eftir félaga i FIM.
Atján myndlistarmenn sem
ekki eru i FÍM sýna 54 myndverk
aö Kjarvalsstööum
Elsti myndlistarmaöurinn sem
sýnir verk sin á haustsýningunni
aö þessu sinni er Siguröur Thor-
oddsen en hann er á niræöis-
aldri. Sá yngsti er um tvitugt. A
sýningunni eru myndir t.d. eftir
Hring Jóhannesson, Magnús
Kjartansson, Eirik Smith,
Sigrúnu Guöjónsdóttur, Egil Eö-
varösson, Brynhildi Ósk Gisla-
dóttur, Sigurjón Jóhannsson og
Sigurö Eyþórsson.
Sýningin er opin sýningardagá
frá klukkan 14 til 22 en henni lýk-
ur sunnudaginn 23. september.
Félag islenskra myndlistar-
manna hefur ákveöiö aö bjóöa á-
hugamönnum um myndlist aö
gerast styrktarfélagar. Argjald
styrktarfélaga er 30 þúsund krón-
ur og fá styrktarfélagar ókeypis
aðgang aö samsýningum félags-
ins. Einnig fá þeir afslátt af
myndverkum.
— KP
Morten Lange
Hfl-
SKÚLA-
PÓLI-
TÍK
Morten Lange
fyrrverandi rektor
Hafnarháskóla heldur
fyrirlestur i Norræna
húsinu á miðvikudag
klukkan 20.30.
Fyrirlesturinn fjallar
um háskólapólitik
vorra tima.
Lange varö prófessor i
grasafræöi viö Hafnarháskóla
áriö 1958, en tók viö siöar viö
stööu rektors og gegndi henni
þar til á þessu ári. Auk starfa
sins við háskólann hefur hann
tekiö virkan þátt I dönsku
stjórnmálalifi. Hann stóö aö
stofnun Socialistisk Folkeparti
og sat i miöstjórn og fram-
kvæmdastjórn flokksins f mörg
ár.
—KP.
ÞlöDleikhúslð 30 ára:
FIMMTÁN NÝJ-
AR SÝNINGAR
Gestum Þjóðleikhússins verður boðið upp á
fimmtán nýjar leiksýningar á þessu leikári, auk
þeirra verka sem tekin verða upp að nýju.
Þjóöleikhúsiöá þrjátiu ára af-
mæli áþessu leikári og afmælis-
sýningin veröur leikritiö Smala-
stúlkan eftir Sigurð mélan Guö-
mundsson i leikgerö Þorgeirs
Þorgeirssonar. Frumsýnt
veröur i april og leikstjóri verö-
ur Þórhildur Þorleifsdóttir.
Fyrsta frumsýning Þjóöleik-
hússins verður að þessu sinni nú
siðast i september. Hér er um
að ræða verk Tennessee
Williams, Leiguhjallur. Þýðing-
una hefur Indriöi G. Þorsteins-
son gert, en leikstjóri er Bene-
dikt Arnason. Leikmynd er eftir
Sigurjón Jóhannsson.
Gamaldags kómedia eftir
Alexei Arbúzov verður frum-
sýnd fyrripart október.
Æfingar eru hafnar fíyrir
nokkru á jólaóperu Þjóðleik-
hússins sem er Orfeus og Evri-
dís eftir Gluck. Þýöandi er Þor-
steinn Valdimarsson. Frumsýnt
veröur á annan dag jóla.
Af öörum sýningum á stóra
sviöinu má nefaa Tveir Farsar
eftir Dcirio Fo og George
Feydeau og Sumargestir eftir
Maxim Gorki. Aö ógleymdu
barnaleikriti Guörúnar Helga-
dóttuí Óvitum.
k litla sviöinu veröur einnig
þoöiö upp á margt gott á þessu
lleikári. Nýtt verk eftir Ninu
Björk Arnadóttur, Hvað sögöu
englarnir, veröur frumsýnt I
október. Leikstjóri er Stefan
Baldursson, en leikmynd er
eftir Þórunni S. Þorgrims-
dóttur.
Þá verður tekiö til sýninga
verk eftir Jökul Jakobsson, sem
heitir 1 öruggri borg.
Snjór nefnir Kjartan
Ragnarsson nýtt leikrit, sem
einnig verður sýnt á Litla sviö-
inu i vetur.
Þá veröur og i gangi þar
sýning sem eflaust vekur for-
vitni margra. Þaö eru japanskir
einþáttungar i þýöingu Helga
Hálfdanarsonar. Leikstjóri er
Haukur J. Gunnarsson, sem er
eini leikstjórinn sem viö eigum
sem er menntaöur i Japan auk
þess sem hann lauk prófi frá
Bretlandi i leikhúsfræðum.
Teknar veröa upp sýningar af
fyrra leikári, en þaö eru
Stundarfriöur eftir Guömund
Steinssonog einnig veröur Frök
en Margrét enn á fjölunum, en
sýningar eru nú farnar aö nálg-
ast hundrað. Þaö er Herdis Þor-
valdsdóttir sem stendur ein á
sviöinu allan tímann I hlutverki
Margrétar.
— KP.
Sýningar á Fröken Margréti veröa teknar upp aftur á nýbyrjuöu
leikðri Þjóöleikhússins. Sýningar eru nú aö náigast hundraö og
ekkert lát á aösókn. Þaö er Herdis Þorvaldsdóttir sem fer meö
hlutverk Margrétar.
Norræna húslð:
Sænskur vísnasöngur
Sænskur visnahöfund-
ur og söngvari Alf
Hambe verður gestur
Norræna hússins i kvöld
klukkan 20.30.
Hambe er nú meðal þekktustu
sænskra listamanna á þessu sviöi
og hefur komiö fram á Noröur-
löndum og i Þýskalandi. Hann er
ekki einungis skáld, en aö góöum
og gömlum sænskum siö sam-
timis tónskáld og flytjandi visna
og lagasmföa sinna.
Visur Hambe og annar
skáldskapur hefur komiö út á
Noröurlöndum, fyrst áriö 1962.
—KP.
Alf Hambe syngur vfsur eftir
sjálfan sig i Norræna húsinu.