Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ T VEGGJA hæða rauður strætisvagn passar ein- hvern veginn ekki inn í reykvísku borgarmynd- ina og því vekur eini slíki vagninn á götum höfuðborgarsvæðis- ins þó nokkra athygli vegfarenda. Hann er af gerðinni Bristol, árgerð 1981, og er vinsæll af unglingunum enda er vagninn eins konar fé- lagsmiðstöð á hjólum. „Við erum fyrst og fremst í því að leika okkur og hafa gaman,“ segir Ragnar Schram, um- sjónarmaður vagnsins, þegar við leggjum af stað í ökuferð eitt mið- vikudagskvöld í nóvemberlok. Vagninum er ekið sem leið liggur úr Reykjavík í Hafnarfjörð og fyrsta stopp er við strætisvagnaskýli í Set- bergslandi klukkan nákvæmlega hálf- átta. Fjórar hendur veifa til Ragnars, sem situr við stýrið hægra megin í bílnum að þessu sinni. Inn koma tveir ungir sveinar og fá sér sæti. Stoppað er víðar í Setbergslandinu og síðan haldið sem leið liggur í hið nýja Ás- landshverfi í Hafnarfirði. Við bætast fleiri farþegar. Vagninn staðnæmist loks við Haukaheimilið á Ásvöllum og við taka læti og kæti hjá farþegunum, sem eru ellefu, sjö strákar og fjórar stelpur, öll í áttunda bekk, en vagninn hefur leyfi fyrir 44 farþegum. Dæmisaga um náungakærleikann En áður en komið er að leiknum kallar Þorsteinn Arnórsson, for- stöðumaður Hafnarfjarðardeildar KFUM&K, krakkana til sín upp á efri hæð vagnsins. Það er komið að lítilli sögustund á meðan þeir Ragnar bíl- stjóri og Brynjar Aðalsteinsson starfsmaður koma græjunum í gang. Eftir dæmisögu um náungakærleik- ann og bænina Vertu Guð faðir, geta þeir, sem vilja horfa á bíó, setið áfram á efri hæð vagnsins þar sem sýna á myndina Dr. Doolittle 2 með Eddie Murphy í aðalhlutverki, en þess má geta að vagninn er búinn heimabíói. Þeir, sem ekki ætla að horfa á bíó, fara niður. Þythokkíborð nýtur mik- illa vinsælda. Aðrir fara í pílukast og svo geta átta manns verið á sama tíma í PlayStation 2 leikjatölvunni aftast í vagninum. Söngur er líka ástundaður í vagninum fína enda mátti sjá bæði gítar og fjölmörg eintök af söngbók KFUM og KFUK fyrir hressa krakka. Sprautaður rauður á ný KFUM og KFUK, Kristileg félög ungra manna og kvenna, í Reykjavík keyptu þennan tveggja hæða Lund- únastrætisvagn í sumar til að nota í æskulýðsstarfi félaganna á höfuð- borgarsvæðinu. Vagninn er hugsaður sem fundarstaður og félagsmiðstöð á hjólum sem þjónusta á unga íbúa nýrri byggða þar sem aðstaða til fé- lagsstarfs er enn í mótun. Auk ung- linganna eru börn allt niður í níu ára einnig velkomin í þetta nýja æsku- lýðsstarf, að sögn Ragnars Schram. Þrátt fyrir talsverðan stofn- og rekstrarkostnað við þessa félagsmið- stöð hafa félögin hvergi minnkað ann- að æskulýðsstarf enda er strætis- vagninn hrein viðbót við allt annað starf KFUM&K. Vagninn sjálfur kostaði hálfa aðra milljón, en eftir að hann kom til Ís- lands þurfti að gera á honum ýmsar breytingar auk þess sem setja þurfti upp ýmis leiktæki. Ragnar gerir ráð fyrir að kostnaðurinn sé því kominn í um fjórar milljónir. Vagninn, sem var hvítur á litinn við komuna til landsins þar sem hann hafði verið í akstri utan Lundúnaborgar á síðustu árum, var sprautaður rauður að nýju enda var það mat nýrra eigenda að það væri jafnhallærislegt að Lundúnastrætis- vagn væri hvítur eins og ef jóla- sveinninn væri hvítur á litinn. Aðeins eru liðnir um tveir mánuðir síðan vagninn komst á götuna og hef- ur þessari færanlegu félagsmiðstöð verið afar vel tekið af börnum og ung- lingum. Fjöldi þátttakenda hefur mest orðið um 50, en vagninn annar vart svo mörgum í einu. Fyrsta mán- uðinn voru haldnir 25 fundir í vagn- inum og mættu 22,5 að meðaltali á fund. Óskir hafa komið frá ungmenn- um margra hverfa borgarinnar um heimsóknir vagnsins og því ljóst að verkefnin eru fleiri en vagninn getur sinnt að svo stöddu, að sögn Ragnars. Hugmyndin þótti góð Aðspurður hver tildrög vagnkaup- anna hafi verið, svarar Ragnar því til að mönnum hafi hreinlega þótt hug- myndin góð auk þess sem góðar fregnir hafi borist af svipuðu starfi er- lendis. „Og þar sem við í Reykjavík erum með hverfi í útjöðrum borgar- innar þar sem félagsstarf er enn í mótun, þótti þetta tilvalin leið til að koma til móts við þarfir þeirra ung- linga sem þar búa. Á mánudagskvöld- um erum við í Grafarholti, á miðviku- dagskvöldum í Hafnarfirði og á fimmtudagskvöldum í Grafarvogi. Þar er t.d. vagninum ekið um Borgar- og Víkurhverfi kl. 19.45 og 13–15 ára unglingar sóttir í biðskýli hverfanna. Ekið er að Borgaskóla þar sem vagn- inum er lagt og við tekur leikjatími. Síðan er haldinn fundur að hætti KFUM&K með söngvum, bænum, sögum og leikjum í Borgaskóla og að lokum er öllum ekið heim fyrir kl. 22. Vagninn er einnig á ferðinni í Graf- arvogi á mánudagseftirmiðdögum fyrir drengi á aldrinum 9–12 ára. Þá mun miðborgarstarf KFUM&K hafa afnot af vagninum, t.d. á Þorláks- messu, við lok prófa og við sérstök til- efni. Vagninn mun þannig nýtast ung- lingum og vera þeim afdrep og skjól. Sumarnotkun vagnsins liggur ekki fyrir en uppi eru hugmyndir um hringferð um landið. Aðaláherslan er þó lögð á starfið í Reykjavík enda fer vagninn ekkert út fyrir höfuðborgar- svæðið að vetrarlagi.“ Þar sem allt starf í vagninum er þátttakendum að kostnaðarlausu, byggist það á styrkjum frá fyrirtækj- um og stofnunum. Ungt fólk í Evrópu hefur styrkt verkefnið um 750 þúsund kr., dóms- og kirkjumálaráðuneytið um 100 þús. kr., fjármálaráðuneytið um 150 þús. kr., og Íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur um 100 þús. kr. Auk þess hafa fjölmörg fyrirtæki lagt verkefninu lið, svo sem Þaktak, Esso, BT-tölvur, Mjólkursamsalan, Hópferðir Inga, Kynnisferðir, Eim- skip, Sjóvá-Almennar, Hekla, Bern- hard, Vestfjarðaleið, Securitas, Blikk- smiðurinn og Urð og Grjót. Sem stendur er verið að vinna að því að selja auglýsingar á vagninn. Stræt- isvagninn mun setja mikinn svip á borgarlífið á næstu árum og er það von þeirra, sem að honum standa, að hann muni verða tákn um æskulýðs- starf sem einkennist af nýbreytni, reynslu og virkri þátttöku. Lítið spáð í gjafirnar Unglingarnir í ferðinni sögðust all- ir fermast í vor og voru sammála um að þetta væri skemmtileg leið í þeim undibúningi. Þau væru þó alls ekki skikkuð til að sækja æskulýðsfundina í vagninum og hefðu fjölmörg önnur áhugamál til að dunda sér við. Þetta væri frjálst val og þau kæmu fyrst og fremst vegna þess að þeim fyndist þetta skemmtilegt og stundum væru haldin pitsukvöld, bíókvöld og þrauta- kvöld. Þau voru á einu máli um að þau vildu fermast til að staðfesta trú sína á Guð og sögðu flest að gjafirnar væru aukaatriði. Í það minnsta væru þau lítið farin að spá í þá hlið mála þótt snjóbretti og sjónvarp kynni að vera ofarlega á óskalista sumra. KFUM & KFUK keyptu nýlega tveggja hæða Lundúnastrætisvagn til að nota sem fundarstað og félagsmiðstöð í nýrri hverf- um þar sem félagsstarf er enn í mótun. Jó- hanna Ingvarsdóttir fór í strætó til Hafn- arfjarðar og hitti fyrir hressa krakka, sem skemmtu sér m.a. við þythokkí, leikjatölvu, pílukast og bíó. Morgunblaðið/Jim Smart Tveggja hæða fundar- og félagsmiðstöð fyrir hressa krakka. Gaman, gaman hjá Eddu Dögg Ingibergsdóttur og Sonju Sófusdótt- ur, sem sögðu að þessi kvöld í vagninum væru ógeðslega „cool“. Grafarþögn var í hópnum á meðan Þorsteinn Arnórsson sagði dæmisögu af náungakærleiknum. Gunnar B. Kolbeinsson, Orri P. Vilhjálmsson og Tryggvi E. Mathiesen. hjólum Ragnar Schram, umsjónarmaður vagnsins, var bílstjóri í ferðinni. Bragi B. Kristinsson og Theodór Þór Ingason í Play- station 2-leikjatölvu. Félagsstarf á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.