Morgunblaðið - 07.12.2001, Side 6

Morgunblaðið - 07.12.2001, Side 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SPÁDÓMSGÁFA OddnýjarSen hefur ekki farið hátt, aðminnsta kosti ekki hér álandi. Hún er þekktari fyrir ritstörf og þekkingu sína á kvik- myndum. Oddný hefur hins vegar rekið „spástofu“ í London og í París á hún fasta viðskiptavini, sem vilja láta hana segja fyrir um framtíðina. „Þetta hefur fylgt mér frá barns- aldri,“ segir hún um spádómsgáfuna og áhuga sinn á hinu yfirskilvitlega. „Ég hef aldrei óttast hið dulræna. Þetta er mér í blóð borið.“ Í nýútkominni skáldsögu eftir Oddnýju, Medúsan, kemur dul- hyggjan berlega í ljós. Strax í fyrsta kafla er söguhetjan María farin að spá fyrir bróður sínum: „Ertu til í að spá fyrir mér?“ spurði Igor. „Ég skal reyna,“ sagði ég hikandi. Hafsteini miðli hafði ekki tekist að þurrka út spádómsgáfuna sem ég hafði fengið í vöggugjöf þótt mamma hefði farið með mig til hans í því augnamiði, því einstaka sinnum sá ég inn í framtíðina, pabbi hafði oft á orði að þá hæfileika hefði ég erft frá móður hans...“ Að sögn Oddnýjar er hér ekki um sjálfsævisögu að ræða heldur skáld- sögu byggða á minningum og fjör- ugu hugarflugi. „Þetta er fyrst og fremst þroskasaga sem er sögð eins og ævintýri fyrir fullorðna. Eins og oft er í ævintýrum koma fyrir óhugn- anleg atvik og óttavekjandi, en þau eru einungis táknræn. Söguhetjan María er elt gegnum lífið af óhugn- anlegum tvífara og síðan kemur í ljós að þessi tvífari er hluti af henni sjálfri og hluti af fortíð sem hún þarf að gera upp. Eins er með þá karl- menn sem hún hittir og verður ást- fangin af. Þeir koma ekki vel fram við hana og hún eyðir þeim með hug- arorkunni. Þegar María kemst að því að hún hefur ekki náð að sættast við skuggann í sál sinni breytist fram- vinda sögunnar. Hún kynnist manni sem er líka tvífari hennar og lesend- ur geta túlkað söguna á tvennan hátt, hvort þetta sé rómantísk ást- arsaga eða hvort þetta sé uppgjör Maríu við sjálfa sig,“ sagði Oddný og bætti við: „Þetta er eins konar töfra- raunsæi vegna þess að sagan er sögð í formi drauma og spádóma og hún gerist líka á himneskum svæðum þar sem María ræðir við elskhuga sinn. Hún er að segja honum sögu sem gerist á jörðinni, í Reykjavík frá 1975 og síðan í París, Madríd og Feneyjum á áttunda og níunda ára- tugunum. Þetta eru allt staðir sem ég hef búið á og sagan er að hluta til byggð á minningum mínum þaðan.“ Áhrif frá ömmu og afa „Sem krakki varð ég fyrir miklum áhrifum frá ömmu minni og afa, Sig- urlaugu Margréti Jónasdóttur og Jónasi Þorbergssyni, fyrsta útvarps- stjóranum, en þau voru bæði spírit- istar og unnu mikið með Hafsteini miðli. Hús þeirra var eins og „hús andanna“ þar sem borð og stólar lyftust upp og það var útskýrt fyrir mér sem hræringar að handan og að ég þyrfti ekki að óttast það. Þetta væri bara hluti af raunveruleikan- um. Áhuga minn á hinu dulræna má einnig rekja til þess að þegar ég var krakki var fjölskyldan mikið úti á Spáni, en landið laut þá stjórn ein- ræðisherrans Francos. Undir slíku stjórnarfari eru oft miklar hræring- ar undir niðri í öllu þjóðfélaginu. Fólk þorir ekki að segja skoðun sína opinberlega eða setja sig upp á móti stjórnvöldum, en þess í stað kraum- ar dulhyggja undir niðri og það var í raun og veru mikið ævintýri að upp- lifa það. Ég tók eftir því að margir karlmenn spiluðu á tarrot-spil og ennfremur kynntist ég sígaunum, sem bjuggu í tjaldvögnum í grennd- inni þar sem við vorum í Granada. Þeir sýndu mér tarrot-spilin og op- inberuðu fyrir mér leyndardóma þeirra. Þá vaknaði áhugi minn á tar- rot-spilum og síðan hef ég haft spá- dóma sem tómstundagaman, en hef að vísu haft misjafnlega mikinn tíma til að sinna þessu áhugamáli mínu.“ Oddný kvaðst hafa sett spástofu á laggirnar þegar hún var búsett í London og þar gekk hún undir nafn- inu Madame Zarrucha. „Ég þóttist vera rússnesk spákona og mér gekk mjög vel í þessu hlutverki,“ sagði hún. „Eitt sinn spáði ég fyrir þel- dökkri konu að hún myndi brátt verða ófrísk, en hún þvertók fyrir að það myndi nokkurn tíma verða. Hún varð hálfreið út í mig fyrir að bera þessa vitleysu á borð. Hún væri bæði á pillunni og lykkjunni og það kæmi ekki til greina að fara að eign- ast barn. Nokkrum mánuðum síðar stoppaði hún mig á götu, á Kings Road, og þá var hún kasólétt og virt- ist bara hin ánægðasta með lífið og tilveruna og þakkaði mér fyrir að hafa komið þessari atburðarás af stað. Konan kvaðst hafa látið orðróm um spádómsgáfu mína berast út og ég fékk mikil viðskipti bara út á þessa einu spá.“ Spáð í spilin Oddný sagðist ekki hafa haft mik- inn tíma til að sinna spádómunum í seinni tíð, en þó hefur hún gripið í það af og til. Hún er með fyrrihluta doktorsprófs í kvikmyndafræðum og hefur starfað við Kvikmyndasafn Ís- lands síðan 1995. Að auki hefur hún verið önnum kafin við ritstörf hin síðari ár. En til að kanna nánar spá- dómsgáfuna var hún fengin til að spá fyrir þremur manneskjum, konu um þrítugt, konu á „besta aldri“ og mið- aldra karlmanni. Fyrst rýndi hún í fæðingardag, ár og tíma sólarhrings sem viðkomandi var í heiminn bor- inn. Þetta eru spádómar byggðir á stjörnuspeki. Síðan tengdi spákonan stjörnuspekina við spilaspádóma og notaði tvenns konar spil, annars veg- ar „búddisk tarrot-spil“ og hins veg- ar frönsk spáspil, en uppskriftin að þeim spádómum koma frá konu einni, Madamoiselle Le Normandie, sem var helsti ráðgjafi Napóleons mikla, en hann tók engar hernaðar- legar ákvarðanir nema að ráðfæra sig við þessa spákonu. „Annars nota ég hinar ólíkustu aðferðir við spá- dómana,“ sagði Oddný. „Auk spil- anna má nefna talnaspeki, teninga og kínverska spápeninga, en sú að- ferð hefur fylgt forfeðrum mínum í margar aldir.“ Brennd fortíð Spákonan setur sig í stellingar og fyrst er það þrítuga konan sem dreg- ur spil og hlýðir á „örlagadóminn“: „Samkvæmt stjörnuspánni ert þú á leið í ástarsamband. Mér finnst maðurinn vera kominn í spilið, eða þú þekkja hann nú þegar. Svo virðist sem sambandið verði dálítið rysjótt til að byrja með, svona sundur og saman. Stjörnuspáin segir mér að þetta ástarsamband verði komið á fullan skrið sumarið 2002, en til að byrja með veldur það þér töluverðu hugarangri. Þið eruð bæði dálítið brennd af fortíð, sérstaklega hann. Hann hefur átt í erfiðleikum fjár- hagslega. Raunar finnst mér þú líka vera í hálfgerðu basli fjárhagslega, akkúrat núna...“ „Ég er að kaupa mér íbúð,“ skýtur sú þrítuga inn í, „þannig að þetta getur vel passað.“ „Peningamálin verða hins vegar í upprisu á næsta ári og þótt þetta verði dálítið stressandi á tímabili mun dæmið ganga upp.“ Eftir að spilin höfðu verið lögð sagði spákonan að þau segðu ná- kvæmlega það sama um ástarsam- bandið sem væri í uppsiglingu. Hún kvaðst ennfremur sjá ferðalag á næsta ári: „Mér finnst eins og þú og þessi maður farið í langa ferð, sennilega til einhvers Norður- landanna, þar sem hann þekkir vel til, eða annað- hvort ykkar þekkir til þessara slóða, ég átta mig ekki alveg á hvort ykkar það er. Þetta verður mjög skemmtileg ferð og ef að líkum lætur mun samband ykkar verða traustara eftir þessa ferð.“ Spákonan nefndi ýmislegt fleira, eins og til dæmis breytingar á vinnu- tilhögun og nána samvinnu við ákveðinn karlmann á vinnustað. Ennfremur sá hún einhvers konar heimildarvinnu sem tengdist sjón- varpsskjám. „Ég sé hérna marga sjónvarpsskjái,“ sagði spákonan. Ástarsambandið títtnefnda yrði þó leiðandi kraftur í lífi þeirrar þrítugu á næstu misserum. Fallegt og ástríkt samband Þá var röðin komin að konunni á „besta aldrinum“: „Stjörnuspáin segir mér að þú haf- ir gengið í gegnum erfiðar breyting- ar. Sólin er lífsorkan þín, en það er eins og Satrúnus haldi henni aðeins niðri. Það koma kvíðatímabil, það koma fjárhagsáhyggjur, en þetta stendur stutt yfir. Satrúnus er líka á Venusi þínum og erfiðleikar í til- finningamálum munu standa eitt- hvað fram á næsta ár. En það sem Satrúnus gerir líka, og fólki hættir til að líta fram hjá, er að hann meitl- ar og slípar og þegar upp er staðið skilur hann alltaf eftir sig eitthvað sem stendur upp úr. Þótt oft sé erfitt að fara í gegnum þessi tímabil stend- ur manneskjan oft sterkari á eftir. Júlí 2002 verður mjög ánægjulegt tímabil hjá þér. Þá er Júpíter í trínu við sólina og Merkúr og Venus tengdir þannig að það gætu orðið skemmtilegar breytingar í tilfinn- ingalífinu hjá þér. Þetta mun líka deyfa áhrif Satrúnusar. Ég sé líka breytingar á húsnæði, en það þarf ekki að vera alveg strax. Tíminn er mjög erfiður í öllum spá- dómum og stundum ruglast hjá mér nútíð og fortíð. En við skulum sjá hvað spilin segja, dragðu tíu spil af þessum,“ segir spákonan og réttir fram spilastokkinn með frönsku spil- unum. Spilin eru lögð og tarrot-spil- in ennfremur stokkuð og dregin: „Ég sé hér erfiðleika varðandi ákveðinn mann. Ég veit hins vegar ekki hvort þeir eru að baki eða standa yfir núna, en mér finnst hafa verið tilfinningaerfiðleikar. Ég sé hins vegar rætast úr þessu og ef sú er raunin að þú og þessi maður séuð komin í fast samband eru þessir erf- iðleikar áreiðanlega að baki. Þetta er mjög fallegt og ástríkt samband. Mér finnst þetta vera mjög sérstak- ur maður sem þú ert í sambandi við, hefur margt til brunns að bera. Mér finnst eins og það eigi eftir að ríkja mikil glaðværð í kringum ykkur eftir að erfiðleikarnir eru yfirstignir.“ Spákonan kvaðst líka sjá einhverj- ar sviptingar í peningamálum og ennfremur að konan myndi líklega fara í listnám af einhverju tagi og skapandi starf fyrr en hana grunaði og myndi það skila góðum árangri, jafnvel í útlöndum. „Spilin styðja líka stjörnuspádóminn um búferlaflutn- inga fyrr en þú hafðir ætlað þér.“ Breyttur lífsstíll „Af ykkur þremur finnst mér mesta breytingin verða hjá þér á næsta ári,“ segir spákonan þegar karlmaðurinn og aldursforseti hóps- ins sest hjá henni. „Ég vona bara að þær verði ekki of róttækar því ég kann ágætlega við tilveruna og lífið eins og það er,“ svarar hann að bragði. „Já, þér kann að finnast allt með kyrrum kjörum og í föstum skorðum, en það getur nú ýmislegt gerst samt,“ segir spákonan og læt- ur ekki slá sig út af laginu. „Þessar breytingar eru tengdar lífsorkunni þinni, starfinu, ástarmál- um og þær eru tengdar búferlaflutn- ingum. Mér finnst eins og rosalegir kraftar leysist úr læðingi og gangi með þér, og þetta byrjar allt á næsta ári. Þú munt líklega gjörbreyta um lífsstíl. Júpíter er í spennuafstöðu við tunglið þangað til í ágúst 2002 og það felur yfirleitt í sér að viðkomandi færist allur í aukana. Hann gæti bætt við sig húseign, þetta verður góður tími til að kaupa. Ég er ekki að segja að þú sért að fara að flytja að heiman því þetta virðist allt vera af jákvæðum toga. Að vísu vil ég ekki draga fjöður yf- ir að það verður dálítið erfitt hjá ykkur hjónunum á tímabilinu júní til september 2002. Hugsanlega brýst þarna út spenna sem hefur verið bæld undir yfirborðinu og mér finnst hún brjótast fram á þessu tímabili, en þetta er sterkt samband og það mun halda og verða sterkara á eftir. Ekki láta þetta stressa þig. Svo ertu með Úranus í trínu við Venus á sama tíma og það er eitthvert rómantísk- asta og æðislegasta viðhorf sem um getur. Spilin segja mér að einhverjir erf- iðleikar geti orðið eða hafi verið í peningamálum, en mér finnst eins og þú eigir eftir að leysa þau vandræði og jafnvel fá óvæntan glaðning upp í hendurnar og það gæti tengst þess- um búferlaflutningum sem ég sá í stjörnuspánni. Þessi breyting á lífs- stíl kemur einnig fram í spilunum. Hún mun ganga upp og þú verður ánægðari með þessa breytingu en þú heldur. Þú átt einnig eftir að fá upp- fyllta einhverja ósk og ég bakka ekki með að það er einhver húseign í spil- unum.“ Svo mörg voru þau orð spákon- unnar og öll þrjú voru sammála um að ýmislegt gæti staðist í því sem hún sagði um þeirra líf og horfurnar í nánustu framtíð. Sú þrítuga taldi þó afar ólíklegt að hún ætti í náinni framtíð eftir að koma nálægt heim- ildarvinnu fyrir sjónvarp. Konan á „besta aldrinum“ var vantrúuð á að hún myndi vekja athygli í útlöndum fyrir skapandi vinnu eða listfengi, en játaði að hugmyndin um listnám hefði komið upp. Sá miðaldra var að vonum afar ánægður með sína spá, ekki síst „óvænta glaðninginn“, en taldi samt útilokað að hann myndi nenna að fara að vasast í búferla- flutningum eða fasteignakaupum. En maður á aldrei að segja aldrei. Þau voru sammála um að tímasetn- ingar á einstökum atburðum væru óljósar og ónákvæmar enda hafði spákonan lagt á það áherslu að í svona spádómum væri erfiðast að átta sig á hvort einstök atvik heyrðu fortíðinni til eða nútíðinni. Hvað framtíðina varðar væri hins vegar víst að „enginn fengi flúið örlög sín“. Óttast ekki hið Oddný Sen segir að áhugi á dulrænum fyr- irbærum sé sér í blóð borinn enda hefur hún oft fengist við að spá fyrir um framtíð fólks. Sveinn Guðjónsson fylgdist með henni í hlutverki spákon- unnar og skráði nið- urstöðuna. Morgunblaðið/Sverrir Oddný Sen í hlutverki spákonunnar. svg@mbl.is Auk spilanna má nefna talnaspeki, teninga og kínverska spápeninga dulræna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.