Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 3
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 B 3
ÞEGAR gullöld gömlu klass-ísku rokktónlistarinnar stóðsem hæst og Elvis Presley
var á toppnum í Bandaríkjunum
greip um sig annað æði, sem fór eins
og eldur í sinu um heimsbyggðina,
en hjaðnaði þó jafn snögglega og
það gaus upp. Þetta var Hula Hoop-
æðið, sem sumir segja að hafi verið
magnaðasta tískufyrirbrigði allra
tíma.
Það má vissulega til sanns vegar
færa að Hula Hoop-gjörðin náði slíkri
útbreiðslu um heiminn að jafnvel
ekki aumustu útnárar og krumma-
skuð sluppu við fyrirbærið hvort
heldur var frá Kulusuk til Kongó eða
Tókýó til Trinidad. Eins og svo oft
áður voru Bandaríkjamenn þó stór-
tækastir í þessum efnum og áður en
yfir lauk hafði nánast hvert einasta
mannsbarn þar vestra reynt sig við
gjörðina, ef viðkomandi á annað borð
rúmaðist innan hennar, en þess voru
vissulega dæmi að menn yrðu frá að
hverfa fyrir offitu sakir.
Hula er nafn á dillandi þjóðdansi
frá Hawai og Hoop merkir tunnu-
gjörð og fólst galdurinn í því
að dilla sér um
mjaðmirnar
með því mark-
miði að fá
gjörðina til að
snúast sem lengst, í fyrstu um sig
miðjan, en þeir flinkustu gátu látið
gjörðina renna frá hálsi og niður á
tær. Framleiðslufyrirtækið
Wham-O þróaði þessa hringlaga
rörgjörð úr trefjaplasti árið 1957
og var fyrirmyndin tréleikfang
sem hafði verið notað í leikfimi-
sölum í Ástralíu um nokkurt skeið.
Gjörðin kom fyrst á markað í Kali-
forníu en breiddist með ógnarhraða
út um gjörvöll Bandaríkin eins og
óslökkvandi eldur. Aðeins fjórum
mánuðum eftir að gjörðin kom á
markað hafði hún selst í um 25 millj-
ón eintökum og áður en yfir lauk
höfðu yfir 100 milljón gjarðir verið
seldar í Bandaríkjunum einum sam-
an. Í nóvember 1958 var farið að
draga verulega úr áhuga Banda-
ríkjamanna á þessu sérstæða tísku-
fyrirbrigði og þá var hafist handa
við að markaðssetja það í Evrópu og
Mið-Austurlöndum með góðum ár-
angri. Og æðið hélt áfram og breidd-
ist út frá Póllandi til Síberíu og
Þýskalandi til Japans. Jafnvel Sov-
étmenn, sem ekki voru ginnkeyptir
fyrir amerískum tískufyrirbærum á
þessum árum, voru gripnir glóð-
volgir með Hula Hoop-gjörð
um sig miðja. Það er eft-
irtektarvert hversu gríð-
arlegt magn af gjörðum
seldist í Bandaríkjunum
einum í ljósi þess hversu
stutt æðið stóð, því þessi
tískubylgja fjaraði út á
innan við einu ári. Engu
að síður halda sérfróðir
menn því fram að hvorki
fyrr né síðar hafi nokkurt
tískufyrirbrigði náð slíkum
og þvílíkum vinsældum á
jafn skömmum tíma né
heldur dottið svo fljótt úr
tísku aftur sem Hula
Hoop-gjörðin.
SAGA
HLUTANNA
Hula Hoop-gjörðin
svg@mbl.is
Edda Dögg Ingibergsdóttir,
Perla Magnúsdóttir og Eygló
Sófusdóttir í þythokkí.
ÞEIR Þorsteinn Arnórsson ogBrynjar Aðalsteinsson sáuum að allt færi vel fram í
vagninum þetta kvöld. Þorsteinn,
sem er tvítugur að aldri, segist
hafa starfað í Fella- og Hólakirkju
í sex ár en þetta sé sitt fyrsta ár hjá
KFUM&K. Hann segir af og frá að
áhugi sinn á trúmálum sé sprottinn
frá sínum nánustu. „Ég er enn sem
komið er, eini kristilegi gaurinn í
fjölskyldunni þó ég vinni að því
hörðum höndum að troða boð-
skapnum inn á fjölskylduna,“ segir
Þorsteinn og hlær.
„Ég var bara einn af strákunum í
Breiðholtinu þegar ég var þrettán
ára og álpaðist einu sinni inn í
kirkju þar sem ég hef verið síðan.
Ætli mér hafi ekki í fyrstu þótt
borðtennisborðið í kirkjunni dálítið
spennandi og svo var þarna líka
dálítið sæt stelpa.“
Ærslast með krökkum
Þegar Þorsteinn er spurður
hvað kirkjulegt starf gefi honum
persónulega, svarar hann því til að
hann hafi alveg ótrúlega gaman af
því að starfa með krökkum og ung-
lingum. Ég segi það stundum í
gríni að þroski minn nái ekkert
lengra en þroski barnanna sem ég
er að vinna með þannig að ég hafi
fundið minn stað í tilverunni. Ég
starfaði í Vatnaskógi síðasta sumar
og það var alveg rosalega gaman
að fá að ærslast með krökkunum í
hinu og þessu daginn út og inn.
Minn draumur er að geta starfað
að æskulýðsmálum í framtíðinni.
Sem stendur er ég að klára sveins-
próf í rafvirkjun. Guðfræðinám hér
heima heillar mig hinsvegar ekki.
Maður verður að vonast til að fá
vinnu, þó prófskírteinið sé ekki í
vasanum. Þorsteinn segist æfa fót-
bolta hjá einu elsta sportfélagi
landsins, Hvati, sem séra Friðrik
Friðriksson stofnaði árið 1911 inn-
an KFUM&K eða sama ár og hann
stofnaði Val. Hinsvegar má geta
þess að starfsemi Hvats lá niðri
lengi, en var endurvavkin fyrir
fáum árum.
Á fund með bekkjarbróður
Brynjar, sem er sextán ára gam-
all og á fyrsta ári í Fjölbrautaskól-
anum við Ármúla, segist hafa starf-
að í KFUM allt frá níu ára aldri.
„Bekkjarbróðir minn fékk mig í
þetta og það er alltaf jafngaman,“
segir Brynjar, sem búsettur er í
Grafarvogi og æfir karate í frí-
stundum auk þess að stunda æsku-
lýðsstarfið. „Skemmtilegastur er
félagsskapurinn við aðra krakka
og boðskapurinn fellur vel í kram-
ið hjá mér.“
Samskiptamynstur að breytast
Þegar Þorsteinn er spurður
hvernig þeir íslensku unglingar,
sem hann hafi haft kynni af, komi
honum fyrir sjónir, segir hann þá
vera mjög feimna. „Samskipta-
mynstur unglinga er mjög að
breytast og fara samskiptin nú orð-
ið að mestu fram í gegnum tölvur
og GSM-síma. Það er alveg spurn-
ing hvort taka þyrfti sérstaklega á
þessu og hvort ekki sé reynandi að
koma orði Guðs inn í VIT-ið,“ segir
Þorsteinn og bætir við að þetta
geti verið hugleiðing dagsins.
Morgunblaðið/Jim SmartBrynjar Aðalsteinsson og Þor-
steinn Arnórsson hafa báðir
áralanga reynslu af æskulýðs-
starfi og þykir það bæði
skemmtilegt og gefandi.
Þorsteinn Arnórsson og Brynjar Aðalsteinsson
Reynandi að koma
orði Guðs inn í VIT-ið