Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 7
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 B 7
SÚ VAR tíðin að erfitt var aðfá tilbúin föt á börnin ogannað heimilisfólk og þann-ig háttaði einmitt til þegar
Rut Sigurðardóttir gifti sig ung að
árum og hóf búskap með manni sín-
um, Ágústi Karlssyni, norður á
Djúpuvík á Ströndum. Þar ólst Rut
upp hjá foreldrum sín-
um, Sigurði Péturssyni
útgerðarmanni og Ínu
Jensen.
„Konurnar fyrir norð-
an saumuðu flestar en
mamma mín var öðru-
vísi, hún spilaði brids og
fékk konur til að sauma
á okkur systkinin, en við
vorum níu. Þegar ég var
búin að eignast tvö börn ákvað ég
að fara að sauma en fannst það í
upphafi hræðileg pína,“ segir Rut
„Ég kunni varla að þræða nál þegar
ég byrjaði saumaskapinn. Það
fyrsta sem ég saumaði var jólabux-
ur á elsta son minn. Það endaði með
því að eiginmaðurinn varð að að-
stoða mig, hann kunni meira en ég,
mamma hans var mjög lagin sauma-
kona. Við vorum þó í hálfgerðum
vandræðum með buxnaklaufina og
vasana.
Ég var þá nýlega búin að eignast
saumavél og við fluttum með þann
góða grip til Reykjavíkur skömmu
eftir að buxurnar voru saumaðar,
árið 1958. Þá tók við mikið barn-
eignartímabil, ég eignaðist í allt sjö
börn á tólf árum. Ég hélt áfram að
sauma, ég gerði það nú af því að ég
varð.Ég saumaði jólafötin á börnin.
Við bjuggum í lítilli íbúð og ég
ákvað að þegar ég væri að sauma
gerði ég ekki annað á meðan. Þann-
ig hafði ég það líka þegar ég bakaði
og þreif. Ég var svo heppin að börn-
in mín voru kvöldsvæf svo ég hafði
frið á kvöldin. Fyrst þegar ég var að
sauma varð ég að búa til snið en
seinna komu tilbúin snið. Ég saum-
aði á kvöldin og notaði líka gamlar
flíkur sem mér voru gefnar og ég
venti, sem kallað var, t.d. buxur af
pabba og fleira. Buxurnar fóru
smám saman að verða skammlaus-
ar, nema hvað vasarnir voru lengi
skrítnir.
Báru út Morgunblaðið
og keyptu jólaföt fyrir
Þegar börnin urðu eldri fóru þau
að kaupa flíkur á sig sjálf, þau báru
út Morgunblaðið og keyptu stund-
um jólaföt fyrir afraksturinn.
Eftir að krakkarnir tóku að stálp-
ast komst ég á mitt fyrsta sauma-
námskeið. Ég fór í Námsflokkana
og lærði að taka upp snið, stækka
þau og minnka og það var aldeilis
munur. Svo dreif ég mig á námskeið
hjá Elínu Marteinsdóttur sem tók
fáa nemendur heim til
sín. Þar lærði ég virki-
lega eitthvað að gagni,
svo sem að setja í ermar
svo vel færi og fleira í
þeim dúr. Þá fór mér að
finnast gaman að sauma.
Síðar lærði ég að búa til
utanyfirflíkur og fór þá
að sauma pelsa á sonar-
og dótturdætur mínar.
Mér lærðist líka að saumarnir
mættu ekki vera millimetranum
skakkir. Það er líka vandi að fóðra
og þannig mætti telja. Mér hefur
alltaf legið dálítið mikið á og það
kom mér stundum í vandræði við
saumaskapinn.
Eignaðist saumavél
með „overlock“
Eftirminnilegasta flíkin sem ég
hef saumað er svartur samkvæm-
iskjóll sem ég hannaði og saumaði á
Ýr sonardóttur mína. Hún var þá
módel fyrir Berglindi dóttur mína
sem er snyrtifræðingur, hún tók
þátt í förðunarkeppni og varð í
þriðja sæti. Mér til gleði var Ýr
ákaflega ánægð með kjólinn – hún
beinlínis táraðist þegar hún fékk
hann í hendurnar.
Ég fékk Berninasaumavél með
sjálfstillingu fyrir hnappagöt árið
1963, það var mikill munur. En það
besta sem ég hef
fengið hvað véla-
kost snertir er
saumavél með „over-
lock“, kostagripur sem
eiginmaður minn gaf mér þegar ég
varð fimmtug, og saumaborð sem
systkini mín gáfu mér við sama
tækifæri.
Smám saman fór ég að hanna
sjálf flíkur, m.a. samfestinga á
barnabörnin úr apaskinni og
íþróttaföt. Þetta saumaði ég í jóla-
gjafir.
Sjaldan saumaði ég jólaföt á
sjálfa mig en ýmislegt annað saum-
aði ég mér. Árið 1983 hafði ég safn-
að að mér ýmsum efnisbútum sem
ég fékk á góðu verði. Svo saumaði
ég þrjú eða fjögur dress sem ég gat
víxlað. Ég hélt saman kostnaði og
fyrir fimm þúsund krónur eignaðist
ég þrjá jakka, þrjú pils og þrennar
blússur. Þá keypti vinkona mín sér
dragt í Kjörgarði sem kostaði 20
þúsund krónur.
Ég hugsa að ef ég hefði alltaf átt
mikla peninga hefði
ég aldrei saumað
neitt en þá hefði ég
ekki orðið þeirrar
ánægju aðnjótandi
sem saumaskapurinn
hefur veitt mér, eink-
um seinni árin. Ég
var bæði glöð og stolt
ef vel gekk að sauma.
Einu sinni kom
systir mín ein í mjög
fallegum jakka sem
hún hafði keypt,
þetta var „merkja-
jakki“ og hafði kostað
30 þúsund. Ég keypti
mér mjög svipað efni
og saumaði eftir
jakkanum alveg eins
jakka á mig og hef
heilmikið notað þann
jakka.
Núna sauma ég
orðið lítið en prjóna meira í staðinn.
Mér hefur frá upphafi gengið vel að
prjóna. Ég hef prjónað mikið af
peysum á börn mín og barnabörn og
ætla að gefa nokkrar slíkar jólagjaf-
ir í ár. Ég hef líka oft prjónað af-
mælisgjafir fyrir barnabörnin. Einn
lítill sonarsonur minn sagði við
mömmu sína: „Við skulum ekkert
vera að bjóða ömmu, hún gefur mér
bara alltaf einhverjar prjónaðar
peysur.“ Stundum hafa þó gjafirnar
„slegið í gegn“, t.d. þegar ég saum-
aði fyrir dótturson minn jakka með
alls kyns glæsilegum merkjum á, þá
var ég mikið föðmuð og kysst.“
Jólafötin hafa lengi
verið stór liður í und-
irbúningi jólanna hjá
íslenskum húsmæðr-
um. Guðrún Guð-
laugsdóttir hitti Rut
Sigurðardóttur, sem
hefur saumað ótal flík-
ur á börn sín, barna-
börn, sjálfa sig og
aðra og oft gefið
„mjúka pakka“ á jól-
unum.
gudrung@mbl.is
Buxurnar fóru
smám saman
að verða
skammlausar,
nema hvað
vasarnir voru
lengi skrítnir
Rut Sigurðardóttir í jakkanum sem hún saumaði eftir jakka syst-
ur sinnar og með prjónaflík í höndum sem hún ætlar að gefa
barnabarni sínu í jólagjöf.
Dóttursonurinn Alexander
Hjálmarsson í einum af
apaskinnsgöllunum sem Rut
hannaði og saumaði sem
jólagjafir á barnabörn sín.
Handlagin
húsmóðir
Þessi peysa á að fara í „mjúkan
jólapakka“. Þegar sonarsonur
Rutar fékk svona peysu í afmæl-
isgjöf spurði hann hvort hann
ætti nokkuð að bjóða ömmu
sinni í afmælisboðið.
Eftirminnilegasti
kjóllinn. Sonar-
dóttir Rutar, Ýr
Sigurðardóttir, í
kjólnum sem
amma hennar
hannaði og saum-
aði fyrir förð-
unarkeppni.