Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 C 3  ÓÐINN Björn Þorsteinsson, úr FH, bætti innanhússárangur sinn í kúluvarpi innanhúss um 4,19 metra í fyrrakvöld á innanfélagsmóti hjá FH í Kaplakrika, varpaði 16,49 metra. Óðinn hafði áður kastað kúlunni lengst 12,30 metra.  CHRISTIAN Meisterhans, lands- liðsmarkvörður svissneska landsliðs- ins í handknattleik, leikur ekki með landsliðinu á EM í Svíþjóð í næsta mánuði vegna meiðsla á öxl. Hann þarf að fara í uppskurð á öxl á næstu dögum. Þetta er nokkurt áfall fyrir Arno Ehret, landsliðsþjálfara Sviss, þar sem Meistarhans hefur mörg undanfarin ár verið besti markvörð- ur Svisslendinga.  LEE Bowyer, miðvallarleikmaður enska knattspyrnufélagsins Leeds, hefur verið settur á sölulista í kjölfar þess að hann neitaði að greiða sekt, sem félagið dæmdi hann til að greiða.  BOWYER var síðasta föstudag sýknaður af ákæru um líkamsárás í tengslum við árás á námsmann frá Asíu á síðasta ári en forsvarsmenn Leeds töldu að hann hefði brotið gegn hegðunarreglum þar sem hann var undir áhrifum áfengis kvöldið sem árásin var gerð.  LEEDS dæmdi Bowyer í sekt sem svaraði til mánaðarlauna hans hjá fé- laginu og krafðist þess að hann innti af hendi samfélagsþjónustu þann tíma sem eftir er af samningi hans við félagið. Bowyer neitaði að sætta sig við þessi viðurlög og var því sett- ur á sölulista.  DANIEL Passarella, fyrrverandi landsliðsþjálfari Argentínu og fyrir- liði heimsmeistaraliðs Argentínu- manna 1978, var í gær leystur frá störfum sem þjálfari Parma, aðeins tveimur mánuðum eftir að hann var ráðinn til liðsins. Þær sögusagnir eru á kreiki að Arrigo Sacchi sé á leið- inni á ný til Parma, sem er í næst neðsta sæti á Ítalíu.  LOUIS van Gaal er nú orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Man- chester United í stað Alex Fergu- sons sem lætur af störfum hjá félag- inu eftir tímabilið. Gaal sagði upp störfum sem landsliðsþjálfari Hol- lendinga í kjölfarið á gagnrýni á störf hans fyrir að mistakast að koma Hollendingum á HM.  HELGI Sigurðsson og Jóhann Birnir Guðmundsson fá nýjan þjálf- ara til starfa hjá norska úrvalsdeild- arliðinu Lyn því Svíinn Stuart Baxt- er hefur ákveðið að hætta og snúa sér að þjálfun unglingalandsliðs Englendinga.  LYN er þegar farið að leita eft- irmanns Baxters og hefur nafn Roy Hodgsons verið nefnt í því sam- bandi. Hodgson var á dögunum rek- inn fá ítalska liðinu Udinese en hann hefur víða komið við á þjálfaraferli sínum og meðal annars stýrt Inter, Blackburn, Malmö, Grasshoppers og København.  BJÖRGVIN Björgvinsson varð í fjórða sæti á alþjóðlegu svigmóti í Frakklandi í gær. Björgvin var sjötti eftir fyrri ferðina en í þeirri síðari gekk Dalvíkingnum mjög vel og náði hann öðrum besta tímanum. Björg- vin keppir á sama stað í stórsvigi í dag.  LOTHAR Matthäus, fyrrum fyrir- liði Bayern München og núverandi þjálfari Rapid Vín í Austurríki, sagði á dögunum að Bayern ætti að selja fyrirliðann Stefan Effenberg strax. „Hann var góður en nú nýtur hann ekki fulls trausts leikmanna og það kemur niður á liðinu,“ sagði Matthäus.  OLIVER Kahn, markvörður Bayern, tekur upp hanskann fyrir Effenberg og minnir Matthäus á að hann hafi verið lengi hjá félaginu eft- ir að halla tók undan fæti hjá honum. „Matthåus ætti að muna að við urð- um hálfpartinn að bera hann í rúm tvö ár áður en hann hætti,“ segir Kahn. FÓLK Heimamenn í Bremen byrjuðuvel er þeir tóku á móti Frei- burg, komust yfir strax á 11. mínútu og eftir það gerist fátt markvert fyrr en á síðustu mínútu fyrri hálf- leiks að gestirnir jöfnuðu. Heima- menn komust yfir á ný snemma í síðari hálfleiknum en gestirnir létu það ekki slá sig út af laginu og jöfn- uðu tveimur mínútum síðar. Fimm mínútum eftir það gerðu heima- menn þriðja markið og þar við sat. Stuðningsmenn HSV voru ekki eins kátir og þeir í Bremen því Energie Cottbus var í heimsókn og gestirnir komust yfir á 26. mínútu og staðan var þannig allt fram í síð- ari hálfleik. Þá fóru heimamenn loks í gang og þegar yfir lauk höfðu þeir gert fimm mörk. Pläger þau tvö fyrstu, en gestirnir áttu síðasta orðið. Eyjólfur lagði upp mark Eyjólfur Sverrisson og félagar í Herthu Berlín urðu að sætta sig við eitt stig þegar þeir tóku á móti St. Pauli. Gestirnir komust yfir í upp- hafi síðari hálfleiks og skömmu síð- ar kom Eyjólfur inn á sem varamað- ur og hann hafði aðeins verið á velli í tíu mínútur þegar hann var búinn að leggja upp mark sem Marcelinho gerði. Eitthvað fögnuðu heimamenn of lengi því gestirnir komust yfir á ný mínútu síðar og það var ekki fyrr en á 85. mínútu að Herthu tókst að jafna og tryggja eitt stig. Dortmund tapaði einnig tveimur stigum þegar liðið heimsótti Nürn- berg. Liðið átti möguleika á að komast í efsta sætið en er enn í öðru sæti með 39 stig eins og Leverkusen, sem leikur í kvöld. Hinn hávaxni framherji hjá Dortmund, Jan Koll- er, meiddist á höfði eftir 10 mínútur og varð að fara af leikvelli og var það líklega það markverðasta sem gerðist fyrir hlé. Heimamenn komust yfir á 52. mínútu og gerðu síðan sitt annað mark á þeirri 66. og útlitið því orðið dökkt hjá Dortmund. En sjö mín- útum síðar minnkaði Ricken mun- inn og Stevic jafnaði þremur mín- útum eftir það. Glæsileg flugeldasýning áhorf- enda á Ólympíuleikvanginum í München virtist ekki fara vel í leik- menn Bayern því þrátt fyrir að vera betri aðilinn í leiknum tókst heima- mönnum ekki að skora og gestunum ekki heldur þannig að hvort lið um sig fékk eitt stig. Þar með hefur Bayernleikið sex leiki án þess að sigra og hefur slíkt aldrei komið fyrir Ottmar Hitzfeld þjálfara á löngum ferli hans. Þetta er besta jólagjöf sem ég heffengið í mörg ár og ég er að sjálfsögðu afar glaður yfir því að við skulum vera komnir í efsta sætið. En það sást á fyrstu 30 mínútum leiks- ins hve miklu betra lið Arsenal er og við erum ekki enn orðnir nógu sterk- ir til að verða meistarar. Við getum hinsvegar unnið þau lið sem eru lík- legust til að vinna titilinn, og sýnd- um það í kvöld,“ sagði Bobby Rob- son, hinn 68 ára gamli knattspyrnustjóri Newcastle. Úrslitin voru sérlega kærkomin fyrir Newcastle sem hafði leikið 29 leiki í röð í höfuðborginni, London, án þess að ná að knýja fram sigur. Ýmsar ákvarðanir Grahams Polls dómara þóttu vafasamar. Robert Pires virtist fá boltann í höndina rétt áður en hann skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Arsenal á 23. mínútu. Rétt fyrir hlé fékk Ray Parlour hjá Arsenal sitt annað gula spjald fyrir meinlítið brot á Alan Shearer, og var þar með rekinn af velli. Margir urðu til að mótmæla þeim úrskurði, þeirra á meðal Shearer sem þótti greinilega brotið á sér ekki sérlega alvarlegt. Tíu leikmenn Arsenal virtust hafa leikinn í hendi sér þar til Andy O’Brien jafnaði fyrir Newcastle á 60. mínútu. Skömmu síðar var Craig Bellamy hjá Newcastle rekinn af velli, Poll taldi að hann hefði gefið Andy Cole olnbogaskot og sýndi honum rauða spjaldið. Á lokakafla leiksins var dæmd vítaspyrna á Arsenal, Sol Campbell var talinn hafa fellt Lauren Robert, en ekki var annað að sjá en að hann hefði náð boltanum. Úr vítaspyrn- unni skoraði Shearer, 2:1, og Lauren Robert, sem hafði komið inná sem varamaður í síðari hálfleik, innsigl- aði sigur Newcastle úr skyndisókn skömmu síðar, 3:1. Thierry Henry, markahæsti leik- maður úrvalsdeildar, sem átti stór- góðan leik með Arsenal, á refsingu yfir höfði sér. Hann hellti sér yfir dómaratríóið eftir að flautað var til leiksloka og það tók félaga hans langan tíma að koma honum í burtu. „Ég er stoltur af leiknum hjá mínu liði í kvöld, þrátt fyrir ósigurinn og mikið mótlæti. Leikmenn okkar gáfu allt í leikinn og úrslitin eru mikil vonbrigði,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Besta jólagjöf í mörg ár NEWCASTLE er sjöunda liðið til að tróna í toppsæti ensku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu á þessu keppnistímabili en þangað náðu strákarnir hans Bobbys Robsons í gærkvöld þegar þeir unnu magn- aðan útisigur á Arsenal, 3:1, í London. Newcastle þurfti að vinna með tveimur mörkum til að komast uppfyrir Liverpool á markatölu, og tókst það með því að skora tvívegis á síðustu tíu mínútunum eft- ir mikla baráttu og mörg umdeild atvik. Tindastóll tekur á móti Keflavík KEFLVÍKINGAR eiga erfiðan leik fyrir dyrum í upphafi nýs árs. Þá mæta þeir Tindastóli á Sauðárkróki í átta liða úrslitum bikar- keppni KKÍ og Doritos, en dregið var í gærkvöldi. Annar leikur úrvalsdeildarliða er leikur Hauka og Þórs frá Ak- ureyri í Hafnarfirði en hinir tveir leikirnir eru viðureign Þórs frá Þorlákshöfn og KR-inga og á Suðurnesjum fá Reynismenn lið Njarðvíkinga til Sandgerðis. Í kvennaflokki taka Stúdínur á móti efsta liði deildarinnar, Grindvíkingum, Haukastúlkur fá ÍR/Breiðablik í heimsókn, Ár- mann/Þróttur og Keflavík mætast og Njarðvíkurstúlkur fara til Ísafjarðar og leika þar, en bæði lið verða þá með nýja þjálfara. Leikirnir verða 5. og 6. janúar. a ð r Reuters oraði fyrir Portúgal í leik gegn Eistlandi á Velli ljósanna í Lissabon, þar sem var besti leikmaður Evrópu í fyrra, er leikmaður heimsins í ár. Bremen í þriðja sætið ÞRJÚ lið sem eru í efri hluta þýsku deildarinnar urðu að sætta sig við eitt stig í baráttunni á toppnum í gærkvöldi, Dortmund, Bayern og Hertha. Á sama tíma krækti Bremen sér í þrjú stig og skaust fyrir vikið í þriðja sæti. Átjándu umferð lýkur í kvöld. Talant Duschebajev, einnfremsti handknattleiksmaður heims, leikur ekki með spænska landsliðinu í handknattleik á Evr- ópumeistaramótinu í Svíþjóð í lok næsta mánaðar. Duschebajev er meiddur á hægra hné og fer í að- gerð á morgun. Verður hann að taka sér a.m.k. sex vikna hlé frá keppni sem þýðir að hann missir af EM. Íslendingar eru í sama riðli og Spánverjar á mótinu og m.a. mætast þjóðirnar í fyrstu umferð riðlakeppninnar 25. janúar. Duschebajev hefur í tvígang verið kjörinn besti handknattleiks- maður heims. Hann leikur nú með Ciudad Real en var í mörg ár hjá GWD Minden í Þýskalandi og lék þá m.a. með Gústafi Bjarnasyni. Duschebajev ekki með á EM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.