Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ  FYRSTU vikuna í desember var brotist inn á heimili Thierry Henry, sóknarmanns Arsenal, í norðurhluta Lundúna. Þjófurinn hafði á brott með sér ýmsan varning að verðmæti 25.000 pund eða sem nemur tæpum 4 milljónum króna.  EKKI hefur tekist að hafa hendur í hári þjófsins en lögrelgan hefur var- að félaga Henry hjá Arsenal, Sylv- ain Wiltord, Patrick Vieira, Robert Pires og Gilles Grimandi, við, enda búa þeir í næsta nágrenni.  ARSENAL hefur gert samstarfs- samning við belgíska félagið Bevern og bjargað því þar með frá gjald- þroti. Beveren hafði ekki fengið keppnisheimild fyrir næsta ár vegna fjárhagsörðugleika, en með samn- ingnum við Arsenal er búið að kippa því í liðinn.  GUÐJÓN Þórðarson, knatt- spyrnustjóri Stoke, hefur skorað á stuðningsmenn liðsins að haga sér vel þegar tekið verður á móti Cardiff í ensku 2. deldinni í kvöld. Síðast þegar Cardiff kom í heimsókn á Britannia Stadium, vorið 2000 þegar félagið féll úr 2. deild, urðu mikil ólæti.  GRAHAM Kavanagh, fyrrum leik- maður Stoke, leikur með Cardiff og það kann að auka enn frekar á spennuna í kvöld. Peter Thorne, sem skoraði grimmt fyrir Stoke, er einnig i herbúðum Cardiff en missir af leiknum vegna meiðsla. Stoke er efst með 43 stig en Cardiff, er í sjötta sæti með 36 stig.  LÁRUS Orri Sigurðsson hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann vegna fimm gulra spjalda og leikur ekki með WBA gegn Gillingham í 1. deild ensku knattspyrnunnar 29. desember. Lárus Orri hefur leikið alla leiki WBA á þessu tímabili, alla í byrjunarliði. FÓLK KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Arsenal - Newcastle ................................ 1:3 Robert Pires 23. - Andy O’Brian 60., Alan Shearer 81., Lauren Robert 87.. Rautt spjald: Ray Parlour (Arsenal) 42., Craig Bellamy (Newcastle) 70. - 38.012. Staða efstu liða: Newcastle 17 10 3 4 30:20 33 Liverpool 16 10 3 3 25:15 33 Arsenal 17 8 6 3 35:21 30 Leeds 16 7 8 1 20:11 29 Chelsea 17 6 9 2 23:12 27 Bikarkeppnin, 2. umferð: Bristol Rovers - Plymouth....................... 3:2 Southend - Chesterfield........................... 2:0 Frakkland Lens - Nantes ........................................... 3:0 Bordeaux - Marseille................................ 0:0 Þýskaland Hamburger - Energie Cottbus............... 5:2 Roy Präger 52. 61., Milan Fukal 63., Mehdi Mahdavikia 75., Sergej Barbarez 82. - Silv- io Schröter 26., Laurentiu Reghecampf 84. - 32.445. Werder Bremen - Freiburg.................... 3:2 Marco Bode 12., Mladen Krstajic 52., Vikt- or Skripnik 59. - Soumaila Coulibaly 45., Andreas Zeyer 54. - 26.000. Nürnberg - Dortmund ............................ 2:2 Lars Müller 52., Marek Nikl 66. - Lars Ricken 73., Miroslav Stevic 76. - 25.000. Hertha Berlín - St. Pauli......................... 2:2 Marcelinho 62., Andreas Schmidt 85. - Thomas Meggle 50. (víti), Marcel Rath 63. - 25.000. B. München - Mönchengladbach............ 0:0 25.000. Belgía Moeskroen - Club Brugge ....................... 2:0 Beveren - Anderlecht............................... 1:4 Spánn Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Real Madrid - Gimnastic.......................... 4:2  Real Madrid áfram, 4:3 samanlagt. KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Leikur í fyrrinótt: Boston - Philadelphia............................83:99 ÚRSLIT ATLI Eðvaldsson var einn af lands- liðsþjálfurunum 132 sem tóku þátt í að velja knattspyrnumann ársins hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, en valið var kunngert í fyrra- kvöld þar sem Luis Figo var kjörinn sá besti. Atkvæðaseðill Atla stakk nokkuð í stúf við aðra því hann var sá eini sem gaf Þjóðverjanum Stefan Effenberg, leikmanni Bayern München, og Spánverjanum Gaizka Mendieta, sem lék með Valencia á síðustu leik- tíð en er nú í herbúðum Lazio á Ítal- íu, atkvæði. Atli setti Effenberg í fyrsta sætið, Mendieta í annað og Portúgalann Luis Figo í það þriðja. „Ég get alveg tekið undir að Figo, Beckham og Zidane og fleiri eru allt frábærir knattspyrnumenn en að mínu mati fannst mér Effenberg standa uppúr. Hann leiddi Bayern München til sigurs á þrennum víg- stöðvum á árinu. Liðið varð Evrópu- meistari, Þýskalandsmeistari og heimsmeistari félagsliða og ég er þeirrar skoðunar að Effenberg hafi átt stóran þátt í því. Hann sem fyr- irliði dró vagninn og mér fannst hann eiga það skilið að verða fyrir valinu. Hann er frábær persónuleiki og Bæjarar hefðu ekki náð þessum árangri án hans,“ sagði Atli í samtali við Morgunblaðið þegar hann var spurður um valið. Um val sitt á Mendieta sagði Atli: „Ég hreifst af honum í leikjum Valencia og það var ekkert skrýtið að Lazio festi kaup á honum í sumar. Hann átti frábært tímabil sem leikstjórnandi liðsins og það var ekki síst fyrir frammistöðu hans að Valencia komst í úrslit Meistaradeildarinnar.“ Þegar atkvæði kollega Atla á Norðurlöndunum eru skoðuð kemur þetta í ljós: Morten Olsen (Danmörk) Figo, Beckham, Shevchenko. Allan Simonsen (Færeyjar) Rivaldo, Zidane, Figo. Antti Muurinen (Finnland) Beckham, Figo, Nesta. Söderberg/Lagerbäck (Svíþjóð) Veron, Beckham, Raul. Nils Johan Semb (Noregur) Shevchenko, Beckham, Kahn. Sven Göran Eriksson landsliðs- þjálfari Englandi valdi Veron í fyrsta sæti, Thierry Henry í annað og Alessandro Nesta í það þriðja. Atkvæðaseðill Atla ólíkur öðrum 132 landsliðsþjálfarar í knattspyrnu víðs vegar um heiminn stóðu að kjöri knattspyrnumanns ársins hjá FIFA. Landsliðsþjálfararnir voru beðnir um að velja þrjá leikmenn. Leikmað- urinn í fyrsta sæti hlaut 5 stig, leik- maðurinn í öðru sæti 3 stig og í þriðja sæti 1 stig. Þessir leikmenn hlutu atkvæði: Luis Figo, Portúgal...................... 250 David Beckham, Englandi .......... 238 Raul Gonzalez, Spáni ..................... 96 Zinedine Zidane, Frakklandi ........ 94 Rivaldo, Brasilíu............................. 92 Juan Sebastian Veron, Argentínu 71 Oliver Kahn, Þýskalandi................ 65 Michael Owen, Englandi ............... 61 Andrei Shevchenko, Úkraínu........ 46 Frencesco Totti, Ítalíu ................... 40 Thierry Henry, Frakklandi............15 Manuel Rui Costa, Portúgal.......... 14 Patrick Vieira, Frakklandi ............ 13 Henrik Larsson, Svíþjóð ................. 9 Roberto Carlos, Brasilíu.................. 8 Stefan Effenberg, Þýskalandi......... 5 Ruud van Nistelrooy, Hollandi ....... 4 Hernan Crespo, Argentínu ............. 4 Alessandro del Piero, Ítalíu ............ 4 Oscar Cordoba, Kólumbíu............... 3 Gaizka Mendieta, Spáni................... 3 Ebbe Sand, Danmörku .................... 3 Javier Saviola, Argentínu.................3 Giovane Elber, Brasilíu ................... 2 Hidetoshi Nakata, Japan................. 2 Steven Gerrard, Englandi............... 1 Luis Enrique, Spáni......................... 1 John Dahl Tomasson, Danmörku ... 1 Ali Daei, Íran .................................... 1 Roy Keane, Írlandi........................... 1 Carlos Alberto, Brasilíu................... 1 Diego Simeone, Argentínu .............. 1 Emmanuel Olisadebe, Póllandi....... 1 Eiður varar sína menn við Bolton EIÐUR Smári Guðjohnsen hefur var- að félaga sína í Chelsea við fyrir leik- inn á móti Bolton en liðin eigast við á heimavelli Chelsea, Stamford Bridge á sunnudaginn. Eiður mætir þá sínum gömu félögum í fyrsta sinn eftir að hann fór frá liðinu til Chelsea í fyrra. Eiður Smári hefur átt góðu gengi að fagna með Chelsea í síðustu leikjum. Hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í stórsigri þeirra bláklæddu á Liverpool um síðustu helgi og Eiður skoraði einnig í sigurleikjunum við Leeds og Manchester United á dög- unum. „Við sáum hvað gerðist eftir sig- urinn á Manchester United – við töp- uðum heima á móti Charlton þegar allir reiknuðu með að við mundum vinna. Bolton hefur ekki gengið sem skyldi upp á síðkastið en við verðum samt að mæta til leiks með sama hug- arfari og við gerðum í leikjunum við Manchester United og Liverpool. Ef við gerum það ekki og verðum ekki með hugann við það sem við erum að gera er hætt við að illa fari. Bolton hefur náð frábærum úrslitum á tíma- bilinu. Liðið hefur meðal annars unnið Liverpool og Manchester United og er með leikmann eins og Michael Rick- etts í sínum röðum sem hefur sýnt að hann getur skorað mörk úr nánast engu,“ segir Eiður Smári. Það er ekki ofsögum sagt að Figoer hreinn listamaður. Hann bæði skapar mörk og skorar og tækni hans og skiln- ingur gerir hann nánast að fullkomn- um knattspyrnu- manni,“ sagði Sepp Blatter, forseti FIFA, meðal annars í ræðu sinni þegar hann afhenti Figo viðurkenningu sína. Figo er 29 ára gamall, fæddur 4. nóvember 1972 í Almada í Portúgal. Hann hóf ungur að sparka bolta en fyrstu kynni hans af íþróttinni voru þegar hann lék með götuliðinu Os Pasthilas. 11 ára gamall mætti Figo á sína fyrstu æfingu með unglingaliði Sporting Lissabon. Fljótlega kom í ljós að Figo hafði mikla hæfileika. Hann var valinn í 16 ára landslið Portúgala sem varð í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu árið 1989 og ári síðar lék hann sinn fyrsta meist- araflokksleik með Sporting. Figo lék lykilhlutverk með 20 ára liði Portú- gala sem varð heimsmeistari árið 1991 og það sama ár var hann valinn í A-landsliðið, þá rétt orðinn 19 ára gamall. Figo lék með Sporting til ársins 1995 en þá hófst nýr kafli í sögu hans. Spænska stórliðið Barcelona, sem þá lék undir stjórn Hollendingsins Johans Cruyff, keypti Figo frá Sporting í júnímánuði 1995 og í sept- ember lék hann fyrsta leik sinn fyrir Katalóníuliðið. Figo var kominn í heimsklassa og það var ekki síst fyrir hans frammistöðu sem Börsungum gekk allt í haginn. Figo vann Evr- ópukeppni bikarhafa með Barcelona árið 1997, varð spænskur meistari og bikarmeistari með liðinu 1997 og 1998 og þá urðu Börsungar meist- arar meistaranna í Evrópu 1998 og 1999. Frægðarsól Figos hélt áfram að rísa í fyrra. Hann átti frábæru gengi að fagna með landsliði Portúgala á Evrópumótinu í Belgíu og Hollandi. Figo var höfuðið og hjartað í liði Portúgalanna á mótinu. Þeir léku frábæran sóknarleik sem Figo var maðurinn á bak við og það fór svo að Portúgalar komust í undanúrslitin þar sem þeir urðu að láta í minni pok- ann fyrir sjálfum heimsmeisturum Frakka. Figo var mikið í sviðsljósinu á EM og enn meira þegar hann sneri til Spánar eftir mótið því allt ætlaði um koll að keyra þegar þær fregnir bárust að Börsungar hefðu selt Figo til erkifjendanna í Real Madrid fyrir metfé. Figo lét allan hamaganginn lítið á sig fá og lét verkin tala á knatt- spyrnuvellinum. Með frábærri frammistöðu á árinu 2000 varð hann fyrir valinu sem knattspyrnumaður ársins í Evrópu, varð annar í kjöri í knattspyrnumanns ársins hjá FIFA, knattspyrnutímaritið World Soccer útnefndi hann knattspyrnumann Evrópu og í fimmta sinn var hann kjörinn knattspyrnumaður ársins í Portúgal. Með Figo í broddi fylkingar varð Real Madrid spænskur meistari síð- astliðið vor, í fyrsta sinn í fjögur ár, og portúgalska landsliðið vann sér keppnisréttinn á HM á næsta ári ekki síst fyrir snjallan leik Figos. Það var því vel við hæfi að Portúgal- inn yrði fyrir valinu sem leikmaður ársins, titill sem margir reiknuðu með að Figo fengi einnig í fyrra. „Ég tileinka verðlaunin samherj- um mínum, fjölskyldu og vinum og ekki síst eiginkonu minni og dóttur. Í mínum huga verðskulduðu margir að fá þessa viðurkenningu en ég hafði heppnina með mér. Ég viðurkenni að ég hef lagt hart að mér en ég er líka heppinn að spila með tveimur frá- bærum liðum og það er ástæðan fyrir því að ég er hér staddur til að taka á móti verðlaununum,“ sagði Figo. Heppinn að spila með tveimur frábærum liðum Listamað- urinn Figo Luis Figo fagnar marki sem hann sko sem Portúgal vann, 5:0. Figo, s LUIS Filipe Madeira Caeiro eða betur þekktur sem Luis Figo var í fyrradag útnefndur knatt- spyrnumaður ársins hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, en hann varð efstur í kjöri 130 landsliðsþjálfara víðs vegar um heim. Þetta er í fyrsta sinn sem portúgalskur leikmaður hlýtur þessa eftirsóttu viðurkenningu en í fyrra varð Figo í öðru sæti á eftir Frakkanum Zinedine Zid- ane. BESTI KNATTSPYRNUMAÐUR HEIMS Guðmundur Hilmarsson tók saman FIFA- listinn ÞESSIR leikmenn hafa verið útnefndir knattspyrnumenn ársins hjá Alþjóða knatt- spyrnusambandinu, FIFA: 1991: Lothar Matthäus, Þýska- landi 1992: Marco van Basten, Hol- landi 1993: Roberto Baggio, Ítalíu 1994: Romario, Brasilíu 1995: George Weah, Líberíu 1996: Ronaldo, Brasilíu 1997: Ronaldo, Brasilíu 1998: Zinedine Zidane, Frakk- landi 1999: Rivaldo, Brasilíu 2000: Zinedine Zidane, Frakk- landi 2001: Luis Figo, Portúgal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.