Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 1
2001  MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A BESTU KNATTSPYRNUMENN EVRÓPU FRÁ 1956 / C3 Gunnleifur á leið til HK frá Keflavík GUNNLEIFUR Gunnleifsson, sem hefur var- ið mark Keflavíkur í úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu undanfarin tvö ár, hefur ákveðið að leika með HK úr Kópavogi í 2. deild á næsta tímabili. Félögin eiga eftir að ganga frá sam- komulagi um félagaskiptin en að sögn Gunn- leifs verður það gert á næstu dögum. HK sigraði í 3. deildarkeppninni á síðasta tíma- bili. „Ég á ekki von á öðru en að þetta gangi allt eftir og ég geti byrjað að spila með HK strax á Íslandsmótinu innanhúss eftir ára- mótin,“ sagði Gunnleifur við Morgunblaðið í gær. Hann hefur lengst af leikið með HK en spilaði með KR 1998–1999 og með Keflavík síðustu tvö árin. Gunnleifur er 26 ára og hef- ur leikið 3 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. ÞAÐ verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í 8 liða úrslitum í EHF– keppninni í handknattleik, en þýsku liðin Kiel og Lemgo drógust saman þegar dregið var í Evrópumótunum í handknattleik í höfuðstöðvum evr- ópska handknattleikssambandsins í Vín í gær. Dráttur lítur þannig út: Evrópukeppni meistaraliða: Redbergslid (Sví) – Kolding (Dan) Portland (Spá) – Metkovic (Kró) Magdeburg (Þýs) – Celje (Sló) Ademar Leon (Spáni) – Vesprém (Ungverjalandi) EHF-keppnin: Wallau (Þýsk) – Sintelon (Júg) Barcelona (Spá) – Drammen (Nor) Galdar (Spá) – GOG (Dan) Kiel (Þýsk) – Lemgo (Þýsk) Áskorendakeppnin: RK Bitola (Mak) – Kilkis (Gri) Slaks Wroclaw (Pól) – Irvy (Fra) Fredriksberg (Dan) – Suhr (Svi) Rubiera (Íta) – Skjern (Dan) Evrópukeppni bikarhafa: Montpellier (Fra) – Ciudad (Spá) Voronezh (Rús) – Flensburg (Þýs) Partizan (Júg) – Runar (Nor) Dunaferr (Ung) – Porto (Port) Leikirnir eiga að fara fram 23. eða 24. febrúar og 2. eða 3. mars. Kiel mætir Lemgo Reuters Arsenal-leikmaðurinn Ray Parlour nær hér knettinum af Alan Shearer, Newcastle, og var hann rekinn af velli fyrir vikið. Newcastle sigraði 3:1 og er í efsta sæti deildarinnar. Karl heldur áfram þjálfun 8.flokks drengja en „að öðru leyti er afskiptum mínum af félaginu lok- ið. Mér var tilkynnt í fyrrakvöld að ég væri rekinn vegna slælegs árang- urs kvennaliðsins. Ég var ekki tekinn á teppið og skammaður, bara rekinn. Mér var ekki sýnt gula spjaldið held- ur beint það rauða,“ sagði Karl og var heldur ósáttur. Hann sagði auð- vitað rétt að staða kvennaliðsins væri ekki sú sem menn hefðu vonast til. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun Krste Serafimoski taka við þjálfun liðsins, en hann er nýlega genginn til liðs við karlaliðið í 1. deild. Ísak hættur hjá Njarðvík Ísak Tómasson, þjálfari kvenna- liðs Njarðvíkinga, er einnig hættur störfum. Hann sagði starfi sínu lausu í kjölfar lélegs gengis liðsins í vetur, en Njarðvík hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu leikjum sínum á þessu keppnistímabili. Formaður körfu- knattleiksdeildar Njarðvíkur sagði í gærkvöldi að ekki væri enn frágeng- ið hver tæki við liðinu. Karl rekinn frá KFÍ KARL Jónsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs KFÍ í körfu- knattleik. „Mér var sagt þetta í fyrrakvöld,“ sagði Karl í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Real Madrid slapp með skrekkinn REAL Madrid slapp með skrekkinn gegn 2. deildarliði Gimnastic í 16 liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í fyrrakvöld. Gimnastic vann fyrri leik lið- anna á sínum heimavelli, 1:0, og náði tvisvar forystunni á fyrstu 14 mínútum leiksins í Madríd í gærkvöld. Þar með þurfti Real að vinna með tveggja marka mun og tókst það, sigraði 4:2 og þar með 4:3 samanlagt. Raúl skoraði þrjú marka Real Madrid í leiknum og Guti gerði eitt. NORSKA fyrstudeildarliðið Ham- Kam hyggst setja sig í samband við Fylkismenn um hugsanleg kaup á Sævari Þór Gíslasyni. Sævar var til skoðunar hjá norska liðinu á dög- unum og lék æfingaleik á móti Raufoss um síðustu helgi sem Ham- Kam sigraði, 3:1. Sævar átti góðan leik eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins en hann átti þátt í tveimur mörkum Ham-Kam í leiknum. Þess má geta að Haraldur Ingólfsson kom Raufoss yfir í leiknum. „Aðalstyrkleiki Sævars er hraðinn og þá hefur hann góða eig- inleika sem markaskorari,“ segir meðal annars í umsögn heimasíðu félagsins um Sævar Þór. Sævar er samningsbundinn Fylki til ársins 2004 og því þarf Ham-Kam að semja við Árbæjarliðið um greiðslu ætli að það að fá hann í sínar raðir. „Þetta gekk bara vel miðað við hve langt er liðið síðan ég spilaði leik. Forráðamenn liðsins voru ánægðir og sögðust ætla að setja sig í samband við Fylki. Það verður bara að koma ljós hvert framhaldið verður en ætli liðið að gera mér til- boð verður það að vera mjög gott eigi ég að slá til,“ sagði Sævar við Morgunblaðið. Ham-Kam hyggst ræða við Fylki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.