Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 4
ÞEIR knattspyrnumenn, sem fengu stig hjá France Football í ár, voru: Michael Owen (Liverpool) ............176 Raul (Real Madrid) .......................140 Oliver Kahn (Bayern München) ..114 David Beckham (Man. Utd.) ........102 Francesco Totti (Roma) .................57 Luis Figo (Real Madrid).................56 Rivaldo (Barcelona) ........................20 Andriy Shevchenko (AC Milan).....18 Thierry Henry (Arsenal) ................14 Zinedine Zidane (Real Madrid) .....14 Bixente Lizarazu (B. München).....10 David Trezeguet (Juventus) ............7 Stefan Effenberg (B. München) ......6 Henrik Larsson (Celtic) ...................4 Alessandro Nesta (Lazio).................4 Hernan Crespo (Lazio).....................3 Juan Sebastián Verón (Man. Utd.)..3 Giovane Elber (Bayern München) ..2 Sami Hyypia (Liverpool) ..................2 Gaizka Mendieta (Lazio) ..................2 E. Olisadebe (Panathinaikos) ..........2 Roberto Carlos (Real Madrid).........2 Ebbe Sand (Schalke) ........................2 Damiano Tommasi (Roma) ..............2 Roberto Baggio (Brescia).................1 Steven Gerrard (Liverpool) .............1 Manuel Rui Costa (AC Milan) .........1 Owen er um leið fyrsti leikmaðurLiverpool sem hlýtur þetta sæmdarheiti því þótt Keegan hafi leikið með Liverpool hluta úr ferli sínum þá hafði hann róið á önnur mið þegar hann hreppti nafn- bótina 1978 og aftur árið eftir. Sá leikmaður Liverpool sem næst hef- ur komist því að vinna gullbolta France Football er Kenny Daglish, arftaki Keegans hjá Liverpool. Hann varð annar árið 1983 er Frakkinn Michel Platini hreppti hnossið. Owen er um leið fyrsti Englend- ingurinn sem hlýtur þessa nafnbót sem leikmaður ensks liðs síðan George Best var valinn knatt- spyrnumaður Evrópu árið 1968 í framhaldi af sigri Manchester Unit- ed í Evrópukeppni meistaraliða 1968. Auk Owens, Keegans og Bests hafa Englendingarnir Stanley Matt- hews, Denis Law og Bobby Charlt- on hlotið þessa eftirsóttu nafnbót. „Útnefning mín kórónar framúr- skarandi ár hjá Liverpool þar sem við höfum unnið fimm bikara. Ég vil því þakka félögum mínum í liðinu og öllu starfsfólki Liverpool fyrir árið. Allt þetta fólk á sinn hlut í þessum sigri mínum,“ sagði Owen m.a. á mánudaginn þegar upplýst var um niðurstöðu kjörsins. „Ég átti bágt með að trúa því þegar mér var tjáð niðurstaða kjörsins þótt mér væri kunnugt um að ég væri vissulega einn þeirra sem kæmu til greina. Niðurstaðan kom mér því þægilega á óvart. Það er ótrúlegt að ég skuli vera kominn í hóp með Marco van Bast- en, Michel Platini, Franz Becken- bauer, Johan Cruyff, Rivaldo, Bobby Charlton og Kevin Keegan svo nokkrir séu nefndir af þeim sem hlotið hafa þessa sömu nafnbót. Ég er óumræðilega stoltur og fyllist auðmýkt,“ sagði Owen ennfremur þegar úrslit atkvæðagreiðslu sér- fræðinga France Football var kynnt. Í öðru sæti í kjörinu varð Spán- verjinn Raul Gonzalez, framherji Real Madrid. Markvörður Evrópu- meistara Bayern München, Oliver Kahn, varð síðan í þriðja sæti. Alls hefur Owen skorað 36 mörk í 54 leikjum á þessu ári með Liver- pool og enska landsliðinu og átti svo sannarlega sinn þátt í því að Eng- lendingum tókst að tryggja sér sæti í úrslitakeppni HM á næsta ári. Þrennan þótti að margra mati sanna að Owen var ekki lengur ungur og efnilegur heldur fullþroskaður framherji í heimsklassa. Þá er hann að margra mati maðurinn sem vann úrslitaleik ensku bikarkeppninnar fyrir Liverpool sl. vor. Hinn þrautreyndi félagi Owens hjá Liverpool, Gary McAllister, seg- ir Owen fyllilega verðskulda nafn- bótina. „Owen er hættulegasti fram- herji sem ég hef leikið með,“ sagði McAllister og bætti því við að fáir nýti færi sín eins vel og Owen. „Hann nýtir mjög hátt hlutfall þeirra marktækifæra sem hann fær.“ Ian Rush, einn mesti markahrók- ur sem leikið hefur með Liverpool, tekur undir með McAllister og segir Owen hafa leikið framúrskarandi vel með enska landsliðinu og Liverpool og hafi hann verið beittasti leikmað- ur ensku úrvalsdeildarinnar síðasta árið. Gerard Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, var í sjöunda himni þegar hann frétti af kjöri Owens. Hann sagði útnefningu France Football vera þá mikilvægustu og stærstu sem knattspyrnumanni gæti hlotnast, enda hafi margir leik- menn sem nú eru hreinar goðsagnir orðið fyrir valinu á þeim 45 árum sem blaðið hefur staðið fyrir því. „Það er gríðarlegur heiður fyrir Owen að vera valinn fremstur knatt- spyrnumanna í Evrópu og skjóta þar á meðal Raúl og David Beck- ham ref fyrir rass,“ sagði Houllier sem er allur að færast í aukana eftir hjartaaðgerð á haustdögum. Sven-Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englendinga, tók undir orð Houlliers en bætti því við að þrenna Owens fyrir Englendinga gegn Þjóðverjum í undankeppni HM væri örugglega hápunktur þessa fljóta og leikna framherja á árinu. „Í mínum huga er enginn vafi á að Owen getur orðið besti knatt- spyrnumaður heims,“ sagði brasil- íski knattspyrnusnillingurinn Pele. „Owen er enn mjög ungur, hefur eigi að síður yfir mikilli reynslu að ráða auk gríðarlegs hraða. Þetta er uppskrift að framúrskarandi knatt- spyrnumanni sem við getum vænst mikils af næsta áratuginn,“ sagði Pele. MICHAEL Owen, sóknarleikmaður Liverpool, fór á kostum þegar Englendingar unnu stórsigur á Þjóðverjum í undankeppni HM á Ólympíuleikvanginum í München, 5:1. Hér fagnar hann þriðja marki sínu, en Englendingar urðu fyrstir til að leggja Þjóðverja að velli í München síðan 1972. FYRST var farið að útnefna knattspyrnu- mann Evrópu hjá France Football 1956, en þá var enski landsliðsmaðurinn Sir Stanley Matthews fyrir valinu – Argent- ínumaðurinn/Spánverjinn Di Stefano hjá Real Madrid var í öðru sæti og þá kom Frakkinn Kopa, Real Madrid, í þriðja sæti. 1956: S. Matthews, Blackpool 1957: Di Stefano, Real Madrid 1958: Kopa, Real Madrid 1959: Di Stefano, Real Madrid 1960: Suarez, Barcelona 1961: Sivori, Juventus 1962: Masopust, Dukla Prag 1963: Jarshin. Dynamo Moskva 1964: D. Law, Man. Utd 1965: Eusebio, Banfica 1966: B. Charlton, Man. Utd 1967: Albert, Ferenvaros 1968: Best, Man. Utd 1969: Rivera, AC Milan 1970: G. Müller, Bayern München 1971: Cruyff, Ajax 1972: Beckenbauer, Bayern München 1973: Cruyff, Barcelona 1974: Cruyff, Barcelona 1975: Blokhin, Dynamo Kiev 1976: Beckenbauer, Bayern München 1977: Simonsen, Mönchengladbach 1978: Keegan, Hamburger SV 1979: Keegan, Hamburger SV 1980: K. Rummenigge, Bayern München 1981: K. Rummenigge, Bayern München 1982: P. Rossi, Juventus 1983: Platini, Juventus 1984: Platini, Juventus 1985: Platini, Juventus 1986: Belanov, Dynamo Kiev 1987: Gullit, AC Milan 1988: Van Basten, AC Milan 1989: Van Basten, AC Milan 1990: Matthäus, Inter 1991: Papin, Marseille 1992: Van Basten, AC Milan 1993: R. Baggio, Juventus 1994: Stoitchkov, Barcelona 1995: Weah, AC Milan 1996: Sammer, Dortmund 1997: Ronaldo, Inter 1998: Zidan, Juventus 1999: Rivaldo, Barcelona 2000: Figo, Real Madrid 2001: Owen, Liverpool Bestir í Evrópu Öruggt hjá Owen AP Kórónar frábært ár hjá Liverpool „ÉG er í sjöunda himni yfir þessari miklu viðurkenningu og mér er það um leið mikill heiður að fá nafn mitt skráð meðal þeirra stór- kostlegu knattspyrnumanna sem áður hafa staðið í þessum spor- um,“ sagði Michael Owen, leikmaður Liverpool, eftir að upplýst var að 50 blaðamenn á vegum franska knattspyrnublaðsins France Football höfðu kjörið hann knattspyrnumann Evrópu fyrir þetta ár. Owen, sem varð 22 ára á dögunum, fæddist sama ár og Kevin Keegan hlaut þessa nafnbót síðastur Englendinga. Keegan var þá leikamður með Hamburger SV í Þýskalandi. Ívar Benediktsson tók saman Michael Owen, knattspyrnumaður Evrópu 2001, fæddist sama ár og Englendingur vann nafnbótina síðast – Keegan 1979 Fagnar þrennu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.