Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 C 3  HERMANN Hreiðarsson átti góða leiki með Ipswich í jólaleikjunum sem vann báða leiki sína og komst í fyrsta sinn í langan tíma úr botnsæt- inu. Ipswich lagði Tottenham á White Hart Lane þar sem Teddy Sheringham fékk að líta rauða spjaldið og í fyrradag hafði Ipswich betur á móti Leicester.  LÁRUS Orri Sigurðsson lék allan leikinn með WBA sem gerði marka- laust jafntefli á útivelli við Manchest- er City í 1. deild ensku knattspyrn- unnar á öðrum degi jóla. Hann lék einnig allan leikinn þegar lið hans gerði jafntefli, 1:1, við Sheff. Wed. á heimavelli á laugardaginn.  HEIÐAR Helguson lék síðustu 13 mínúturnar með Watford sem gerði jafntefli við Wolves, 1:1, í 1. deild á heimavelli á laugardaginn. Watford átti að leika við Wimbledon á útivelli á annan í jólum en leiknum var frest- að þar sem völlur var frosinn.  JÓHANNES Karl Guðjónsson lék síðasta hálftímann með Real Betis sem tapaði fyrir Deportivo La Cor- una, 2:0, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina. Real Betis er í fjórða sæti, tveimur stigum á eft- ir toppliði Deportivo.  JÓHANNES Harðarson fékk ekki að spreyta sig með Groningen sem steinlá, 8:0, fyrir PSV í hollensku 1. deildinni um helgina. Forráðamenn Groningen brugðust illa við úrslit- unum og ákváðu að sekta leikmenn og þjálfara til að standa straum af kostnaði stuðningsmanna liðsins sem fylgdu sínum mönnum til Eindhoven.  MICHAEL Ballack, 25 ára, mið- vallarleikmaður Bayer Leverkusen og þýska landsliðsins, hefur ákveðið að ganga til liðs við Bayern München eftir þetta keppnistímabil, en Bæj- arar borga 1,3 milljarða ísl. kr. fyrir Ballack, sem skrifaði undir fjögurra ára samning. Hann valdi frekar að fara til Bayern, en til liðs á Spáni, þar sem nokkur lið höfðu sýnt hon- um áhuga. FÓLK Guðmundur Guðmundsson lands-liðsþjálfari valdi sautján af þeim 22 leikmönnum sem hafa að undanförnu verið við æfingar til far- arinnar, tveir þeirra sem valdir voru nýliðar _ Einar Hólmgeirsson og Gylfi Gylfason. Rétt áður en lands- liðpið hélt til Póllands komu þær fréttir frá Þýskalandi, að Gylfi, sem leikur með Düsseldorf, hafi meiðst í leik um jólin og gæti ekki tekið þátt í ferðinni. Þar sem búið var að hnýta alla enda saman í sambandi við ferð- ina, sá Guðmundur þjálfari ekki ástæðu til að kalla á leikmann í stað Gylfa. Hópurinn sem fór til Póllands er þannig skipaður: Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Pall- amano Conversano, Birkir Ívar Guð- mundsson, Stjörnunni, Bjarni Frostason, Haukum. Aðrir leikmenn: Guðjón Valur Sigurðsson, Essen, Einar Örn Jónsson, Haukum, Sigfús Sigurðsson, Val, Róbert Gunnarsson, Fram, Róbert Sighvatsson, Düssel- dorf, Dagur Sigurðsson, Wakunaga, Gunnar Berg Viktorsson, Paris Saint Germain, Rúnar Sigtryggsson, Haukum, Snorri Guðjónsson, Val, Aron Kristjánsson, Haukum, Ragnar Óskarsson, US Dunkerque, Halldór Ingólfsson, Haukum, Einar Hólm- geirsson, ÍR. Fimm leikmenn úr 22 manna hópn- um sem valinn var um miðjan mán- uðinn voru ekki valdir til fararinar, þeir eru; Jón Karl Björnsson, Hauk- um, Hreiðar Guðmundsson, ÍR, Páll Þórólfsson, Aftureldingu, Bjarki Sig- urðsson, Val, og Markús Máni Mich- aelsson, Val. Eins og áður segir er fyrsti leikur Íslands og Póllands í kvöld í Kat- ovice. Síðan eigast þjóðirnar við að nýju á morgun í Plock og loks í Varsjá í hádeginu á sunnudaginn. Strax að leik loknum heldur íslenska landsliðið heim og heldur áfram undirbúningi fyrir EM strax í upphafi nýs árs. Gylfi komst ekki til Póllands ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik hélt til Póllands í gær- morgun, en þar leikur það þrjá leiki nú á milli jóla og nýárs við heimamenn, sem einnig eru að búa sig undir Evrópukeppnina sem fram fer í Svíþjóð í lok næsta mánaðar. Fyrsti leikur þjóðanna er í Katovice í kvöld. RÍKHARÐUR Daðason kom Stoke City til bjargar á annan í jólum þegar hann jafnaði metin úr víta- spyrnu, 2:2, á lokamínútunni gegn Tranmere. Þar með stendur Stoke áfram best að vígi ásamt Brighton. Liðin eru í öðru og þriðja sæti með 45 stig, jafnmörg og Brentford sem er með betri markatölu en hefur leikið einum leik meira. Stoke komst yfir með marki frá Andy Cooke en Tranmere svaraði tvisvar og var nálægt því að bæta við mörkum. Undir lokin skaut Marc Goodfellow í hönd varn- armanns Tranmere og Ríkharður, sem kom inn á sem varamaður á 74. mínútu, skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Bjarni Guðjónsson og Brynjar Björn Gunnarsson léku báðir allan leikinn með Stoke. Guðjón Þórðarson, knatt- spyrnustjóri Stoke, hrósaði Rík- harði mjög fyrir taugastyrk á ör- lagastundu en leikmenn Tranmere reyndu allt sem þeir gátu að trufla hann með ýmsu ótrúlegum uppákomum við víta- punktinn áður en hann tók víta- spyrnuna. Tvær mínútur liðu áður en hægt var að framkvæma hana og Bjarni Guðjónsson, sem upp- haflega átti að spyrna, hætti við. Brentford tapaði, 2:1, fyrir Cambridge og aðeins markvarsla Ólafs Gottskálkssonar kom í veg fyrir stærri ósigur. Ívar Ingimars- son lék einnig allan leikinn með Brentford. Helgi Valur Daníelsson lék ekki með Peterborough vegna veik- inda þegar lið hans tapaði, 3:1, fyrir Huddersfield. Ríkharður lét ekki taka sig á taugum hældi Giggs í hástert eftir leikinn en útherjinn knái var í byrjunar- liði meistaranna í fyrsta sinn í sex vikur. David Beckham byrj- aði hins vegar á bekknum, fjórða leikinn í röð, en þegar Ferguson skipti honum inná breyttist leik- ur United til batnaðar. Beckham lagði upp markið fyrir Giggs stundarfjórðungi fyrir leikslok og Giggs átti svo heiðurinn af síð- ara markinu sem Nistelrooy skoraði en Hollendingurinn hef- ur verið skæður upp við mark andstæðinganna í síðustu leikj- um og hefur skorað 17 mörk á tímabilinu. „Við verðum að halda áfram á sömu braut enda bíður staðan ekki upp á neitt annað. Við spil- uðum ekki okkar besta leik en á meðan úrslitin eru hagstæð er ekki hægt að kvarta,“ sagði Ryan Giggs. Alex Ferguson hefur eins og kollegi sinn hjá Newcastle nán- ast afskrifað möguleika síns liðs að vinna titilinn en margir merkja þó að Ferguson sé farinn að eygja möguleika, bæði þar sem hans menn hafa komist á skrið og eins vegna hagstæðra úrslita í öðrum leikjum. „Staðan breyttist ekki mikið þar sem Arsenal, Liverpool, Leeds og Newcastle unnu öll og við gerum okkur alveg grein fyr- ir því að leiðin að titlinum verður sífellt torveldari. Við höfum náð að vinna okkur út úr erfiðleikum en hvort við höfum misst af lest- inni verður bara að koma í ljós,“ sagði Ferguson. Knattspyrnumennirnir á Eng- landi fá litla hvíld. Um helgina er ein umferð á dagskrá og önnur umferð hefst strax á nýársdag og lýkur 2. janúar. AP Jimmy Floyd Hasselbaink, Mario Melchiot, Sam Dalla Bona og Eiður Smári Guðjohnsen fagna einu af mörkum Chelsea gegn Bolton, 5:1. Leikmenn Chelsea máttu síðan þola tap fyrir Arsenal á Highbury, 2:1. Erfitt að koma lands- liðinu úr landi ERFIÐLEGA gengur að koma knattspyrnulandsliðinu í Arabíu- ferðina eftir áramótin. Landsliðið á að leika við Kúveit í Oman 8. janúar og við Sádi-Araba í Riyadh tveimur dögum síðar. Stefnt er að því að landsliðið fari utan 5. janúar en það er háannatími í flugi frá landinu og því hefur enn ekki tekist að tryggja landsliðinu flugfar, hvorki út né heim aftur. „Þessi ferð kom upp með stuttum fyrirvara og á þeim tíma sem við förum eru margir á leið frá landinu eftir jólafríið. Ferðatilhögun liggur því ekki fyrir ennþá, en það er engin hætta á að við verðum að aflýsa ferðinni, þetta á eftir að smella þó það taki tíma,“ sagði Geir Þor- steinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, við Morgunblaðið í gær. Ferðin til Arabíuskagans tekur um sólarhring og í heildina verður um 6–7 daga ferðalag hjá landslið- inu að ræða. e n www.syn.is 30. des. - 6. jan. mán- fim Heklusport kl. 22.30 í síma 515 6100 eða í Skífunni Fulham - Man. Utd. Enski boltinn kl. 13.40 Sacramento - Boston NBA kl. 02.00 mið Man. Utd. - Newcastle Enski boltinn kl. 19.50 sun Leicester - Arsenal Enski boltinn kl. 17.20 Leeds - West Ham Enski boltinn kl. 19.50 þri Spænski boltinn kl. 19.50 lau sun Ítalski boltinn kl. 13.45 Cardiff - Leeds Enski boltinn kl. 15.50 Aston Villa - Man. Utd. Enski boltinn kl. 18.50 M. Grizzlies - S. SuperSonics NBA kl. 21.00 Gleðilegt nýtt ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.