Morgunblaðið - 28.12.2001, Page 4

Morgunblaðið - 28.12.2001, Page 4
Stórleikur Ólafs nægði ekki STÓRLEIKUR Ólafs Stef- ánssonar dugði Magdeburg skammt þegar liðið heim- sótti Wallau Massenheim að kvöldi annars dags jóla. Ólafur skoraði 12 mörk í leiknum sem Magdeburg tapaði, 33:29. Þar með minnkuðu vonir Magdeburg verulega á að verja þýska meistaratitilinn í hand- knattleik. Ólafur var allt í öllu hjá Magdeburg, skoraði 12 mörk, þar af voru 6 úr víta- kasti. Þar með fylgdi hann eftir góðum leik sínum frá því tveimur dögum fyrir jól þegar hann gerði 11 mörk gegn Solingen og reið frammistaða Ólafs þá svo sannarlega baggamuninn fyrir meistarana. Fyrir frammistöðu sína gegn Wallau á öðrum degi jóla var Ólafur valinn í úrvalslið 17. umferðar. Lemgo hefur náð þriggja, hefur 29 stig. Kiel 26, Essen 24, Nordhorn og Flensburg 23 og Magdeburg er með 21. FÓLK  ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálf- ari í knattspyrnu, hefur gert eina breytingu á landsliðshópnum sem fer til Mið-Austurlanda í byrjun jan- úar og leikur tvo vináttulandsleiki – gegn Kúveit og Saudi-Arabíu. Birk- ir Kristinsson, ÍBV, er meiddur og í hans stað hefur Atli Knútsson, markvörður Breiðabliks, verið val- inn. Atli er þriðji nýliðinn í hópnum.  PATREKUR Jóhannesson var með fjögur mörk fyrir Essen sem tapaði dýrmætum stigum í heimsókn sinni til D/M Wetzlar á Þorláks- messu og Guðjón Valur Sigurðsson var með 1 mark fyrir Essen í leiknum sem Essen tapaði, 32:26.  SIGURÐUR Bjarnason var hins vegar með 5 mörk fyrir Wetzlar í leiknum sem er nú í 11. sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik með 15 stig.  ESSEN er á hinn bóginn í þriðja sæti, hefur 24 stig að loknum 17 leikjum, er fimm stigum á eftir Lemgo sem tekið hefur afgerandi forystu í deildinni.  GÚSTAF Bjarnason átti góðan leik fyrir GWD Minden, en það dugði skammt því liðið tapaði, 27:20, fyrir Lemgo í Minden þar sem uppselt var á leikinn, alls greiddu 4.300 áhorf- endur aðgangseyri að leiknum.  GYLFI Gylfason og Róbert Sig- hvatsson skoruðu tvö mörk hvor fyr- ir HSG Düsseldorf þegar liðið gerði jafntefli, 24:24, við HSG Römerwall í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik á Þorláksmessudag. Düsseldorf er í 7. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 17 leiki, 9 stigum á eftir Friesenheim sem er í efsta sæti.  HARALDUR Þorvarðarson var ekki á meðal markaskorara Stral- sunder HV þegar liðið vann HSG Tarp/Wanderup 28:22 á útivell í norðurhluta þýsku 2.deildarinnar í handknattleik. Stralsunder í 4. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 17 leiki, en TuS N-Lübbecke er sem fyrr efst, hefur 31 stig að loknum 16 leikjum. Örn var útnefndur íþróttamaðurársins 2001 í hófi á Grand Hót- eli í gærkvöldi og sagði Adolf Ingi Erlingsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna: „Í upphafi nýrr- ar aldar kjósum við íþróttafrétta- menn íþróttamann ársins í fertug- asta og sjötta sinn. Þegar lesin eru nöfnin á fæti styttunnar góðu sem fámenn Samtök íþróttafréttamanna keyptu af stórhug fyrir tæplega hálfri öld, rennur íþróttasaga þjóð- arinnar fyrir augu.“ Adolf Ingi sagði að eins og eðlilegt væri hefði oft verið deilt um kjörið, sem segði að sem betur færi hefðum við átt svo margt frábært íþróttafólk að fjöldi nafna kæmi upp í hugann – sem myndi sóma sér fullkomlega á meðal þeirra sem fyrir væru. „Að sjálfsögðu eiga allir að hafa skoðun á því hver stendur fremstur hverju sinni – við íþróttafréttamenn höfum ekki einkarétt á því.“ Adolf Ingi sagði – að eins og und- anfarin ár væru helstu bakhjarlar kjörs íþróttamanns ársins, Flugleið- ir og bókaútgáfan Edda – miðlun og útgáfa hf. Flugleiðir styrkja Samtök íþrótta- fréttamanna með því að gefa þremur efstu í kjörinu flugmiða til útlanda. Edda – miðlun og útgáfa hf. gefur hverjum hinna tíu íþróttamanna glæsilega bókagjöf. Að þessu sinni er það stórvirkið Íslenskar eldstöðv- ar eftir Ara Trausta Guðmundsson. Munurinn ekki mikill Baráttan í kjörinu stóð á milli Arnars og Ólafs Stefánssonar, hand- knattleiksmannsins snjalla sem leik- ur með Magdeburg í Þýskalandi. Þegar Adolf Ingi kynnti þá til sög- unnar, sagði hann: „Ólafur Stefánsson, handknatt- leiksmaður með Magdeburg í Þýskalandi. Ólafur átti hreint stórkostlegt ár með liði sínu, Magdeburg. Með því varð hann Þýskalandsmeistari og Evrópumeistari og var síðan kjörinn leikmaður ársins í Þýskalandi. Ólaf- ur er því miður fjarverandi.“ Ólafur átti stórleik með Magde- burg í fyrrakvöld, en hann leikur að nýju með liði sínu í kvöld í Þýska- landi. Eftir áramót kemur Ólafur heim og tekur þátt í lokaundirbún- ingi landsliðsins fyrir Evrópukeppn- ina í Svíþjóð 25. janúar. „Örn Arnarson, sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Örn hef- ur, þrátt fyrir ungan aldur, þegar verið kjörinn íþróttamaður ársins tvívegis. Þó ótrúlegt megi virðast bætti hann sig enn á árinu þegar hann vann tvenn verðlaun á heims- meistaramótinu í Japan, fyrstur Ís- lendinga, en hann vann silfurverð- laun í 100 metra baksundi og bronsverðlaun í 200 metra baksundi. Að auki setti hann að sjálfsögðu fjölda Íslandsmeta á árinu.“ Örn á bekk með Hreini og Einari ÖRN Arnarson, sundkappi frá Hafnarfirði, er ungur að árum. Þrátt fyrir það er hann kominn í hóp þeirra manna sem hafa hampað hinni glæsilegu styttu Samtaka íþróttafréttamanna og nafnbótinni íþróttamaður ársins; hvað oftast, eða þrisvar sinnum – á síðustu þremur árum. Hann er kominn í hóp með frjálsíþróttamönnunum Einari Vilhjálmssyni og Hreini Halldórssyni, sem einnig hafa verið kjörnir þrisvar sinnum. Aðeins einn íþróttamaður hefur hlotið þessa nafnbót oftar en Einar, Hreinn og Örn. Það Vilhjálmur Ein- arsson, þrístökkvari og faðir Einars, sem varð fyrstur til að vera út- nefndur íþróttamaður ársins – 1956, síðan aftur 1957, 1958, 1960 og 1961. Morgunblaðið/Árni Sæberg Birgir Leifur, Árni Gautur, Örn, Þórey Edda, Jakob Jóhann og Kristín Rós voru í hópi tíu efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2001 hjá Samtökum íþróttafréttamanna á Grand Hóteli í Reykjavík í gærkvöld. Þau fengu atkvæði 1. Örn Arnarson, sund .....................................................................................359 2. Ólafur Stefánsson, handknattleikur...........................................................350 3. Þórey Edda Elísdóttir, frjálsíþróttir..........................................................140 4. Guðni Bergsson, knattspyrna .....................................................................121 5. Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrna......................................................113 6. Birgir Leifur Hafþórsson, golf......................................................................93 7. Kristín Rós Hákonardóttir, sund..................................................................73 8. Árni Gautur Arason, knattspyrna ................................................................72 9.–10. Jakob Jóhann Sveinsson, sund ..............................................................69 9.–10. Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttir.....................................................69 11. Olga Færseth, knattspyrna...........................................................................29 12. Hermann Hreiðarsson, knattspyrna............................................................18 13. Eyjólfur Sverrisson, knattspyrna ................................................................15 14. Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleikur.................................................10 15. Rúnar Jóns/Jón Ragnarsson, Rall..................................................................9 16.–17. Patrekur Jóhannesson, handknattleikur................................................7 16.–17. Ragnar Óskarsson, handknattleikur.......................................................7 18.–23. Björn Þorleifsson, tækvondó....................................................................6 18.–23. Kristján Helgason, snóker .......................................................................6 18.–23. Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleikur.................................................6 18.–23. Logi Gunnarsson, körfuknattleikur ........................................................6 18.–23. Margrét Ólafsdóttir, knattspyrna ...........................................................6 18.–23. Vernharð Þorleifsson, júdó ......................................................................6 24. Vignir Jónasson, hestamennska .....................................................................4 25. Vigdís Sigurðardóttir, handknattleikur.........................................................3 26.–28. Einar Karl Hjartarson, frjálsíþróttir ......................................................2 26.–28. Gunnlaugur Jónsson, knattspyrna ..........................................................2 26.–28. Halldór Jóhannsson, þolfimi ....................................................................2 29.–31. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar...............................................................1 29.–31. Bjarki Birgisson, sund ..............................................................................1 29.–31. Ingibergur Sigurðsson, glíma ..................................................................1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.