Morgunblaðið - 03.01.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.2002, Blaðsíða 2
KNATTSPYRNA 2 C FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Pólland – Ísland....................................27:24 Leikið í Plock 29. desember. Mörk Íslands: Halldór Ingólfsson 6, Einar Örn Jónsson 4, Dagur Sigurðsson 4, Aron Kristjánsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Sigfús Sigurðsson 2, Róbert Sighvatsson 1, Rúnar Sigtryggsson 1. Pólland – Ísland....................................24:30 Leikið í Varsjá 30. desember. Mörk Íslands: Gunnar Berg Viktorsson 9, Halldór Ingólfsson 5, Guðjón Valur Sig- urðsson 5, Dagur Sigurðsson 5, Einar Örn Jónsson 2, Aron Kristjánsson 2, Róbert Sighvatsson, Sigfús Sigurðsson 1. KNATTSPYRNA England Leikir í gærkvöld: Manchester Utd – Newcastle ................. 3:1 Ruud van Nistelrooy 24., Paul Scholes 50., 62. – Alan Shearer 69. – 67.646. Derby – Fulham....................................... 0:1 Horacio Carbonari 72. (sjálfsm.) – 28.165. Leikir á nýársdag: Charlton – Ipswich...................................3:2 John Robinson 16., Scott Parker 32., Jason Euell 61. – Marcus Bent 1., 5. – 25.893. Chelsea – Southampton...........................2:4 Eiður Smári Guðjohnsen 20., Jimmy-Floyd Hasselbaink 45. – James Beattie 7., 73., Marian Pahars 55., Chris Marsden 64. – 35.156. Leeds – West Ham ....................................3:0 Mark Viduka 4., 7., Robbie Fowler 50. – 39.320. Liverpool – Bolton....................................1:1 Steven Gerrard 50. – Kevin Nolan 78. – 43.710. Middlesbrough – Everton .......................1:0 Gianluca Festa 50. – 27.463. Sunderland – Aston Villa ........................1:1 Emerson Thome 86. – Ian Taylor 59. – 45.324. Tottenham – Blackburn ..........................1:0 Dean Richards 45. – 35.131. Leikir sem fram fóru 29. og 30. des.: Fulham - Manchester Utd. ......................2:3 Sylvain Legwinski 45., Steve Marlet 89. – Ryan Giggs 5., 47., Ruud van Nistelrooy 45. – 21.159. Arsenal - Middlesbrough.........................2:1 Robert Pires 55., Ashley Cole 80. – Noel Whelan 22. – 37.950. Aston Villa - Tottenham ..........................1:1 Juan Angel 90. (víti) – Les Ferdinand 38. – 41.134. Blackburn - Derby....................................0:1 Malcolm Christie 40. – 23.529. Bolton - Leicester .....................................2:2 Kevin Nolan 34., Michael Ricketts 90. – Michael Ricketts 22. (sjálfsm.), Brian Deane 27. Rautt spjald: Paul Warhurst 19. (Bolton), Dean Holdsworth 23. (Bolton), Muzzy Izzet 69. (Leicester) – 23.037. Everton - Charlton ...................................0:3 Graham Stuart 29., Jason Euell 68., Paul Konchesky 88. – 31.131. Newcastle - Chelsea .................................1:2 Alan Shearer 37. – Eiður Smári Guðjohn- sen 35., 45. – 52.123. Southampton - Leeds ..............................0:1 Lee Bowyer 89. – 31.622. West Ham - Liverpool ..............................1:1 Trevor Sinclair 39. – Michael Owen 88. – 35.103. Ipswich Town - Sunderland....................5:0 Alun Armstrong 15., 27., Thomas Gaardsöe 26., George Finidi 31., Jamie Clapham 86. – 24.517. Leeds 21 11 8 2 33 :17 41 Manch. Utd 21 12 3 6 51:31 39 Arsenal 20 11 6 3 41 :24 39 Newcastle 21 12 3 6 39:28 39 Liverpool 20 11 5 4 30 :20 38 Chelsea 21 8 9 4 33 :20 33 Tottenham 21 9 4 8 32 :27 31 Charlton 21 7 8 6 27:24 29 Aston Villa 21 7 8 6 27:26 29 Fulham 20 6 9 5 20:20 27 Sunderland 21 7 6 8 18:23 27 West Ham 21 6 7 8 25:34 25 Everton 21 6 5 10 23:29 23 Bolton 21 5 8 8 24:32 23 Blackburn 21 5 7 9 25:26 22 Middlesbrough 20 6 4 10 19:28 22 Southampton 20 7 1 12 23:33 22 Derby 21 5 4 12 15:36 19 Ipswich 21 4 6 11 26:31 18 Leicester 20 3 7 10 14:36 16 1. deild Barnsley – Grimsby ..................................0:0 Birmingham – Nottingham F. .................1:1 Norwich – Walsall .....................................1:1 Sheffield Utd – Manchester City.............1:3 Watford – Millwall ....................................1:4 WBA – Stockport ......................................4:0 Leikir 29. desember: Bradford – Crystal Palace........................1:2 Gillingham – WBA ....................................2:1 Grimsby – Portsmouth .............................3:1 Manchester City – Burnley......................5:1 Millwall – Crewe........................................2:0 Nottingham Forest – Coventry ...............2:1 Rotherham – Barnsley .............................1:1 Sheffield Wednesday - Norwich ..............0:5 Stockport – Birmingham..........................0:3 Walsall – Watford......................................0:3 Wimbledon – Preston ...............................2:0 Wolves – Sheffield United........................1:0 Manchester City 27 16 4 7 63 :36 52 Burnley 26 15 5 6 49 :38 50 Wolves 27 14 7 6 40 :23 49 Norwich 28 15 4 9 41:36 49 Millwall 27 14 6 7 48:29 48 WBA 28 14 5 9 33:23 47 Birmingham 28 13 7 8 44:32 46 Coventry 27 13 4 10 33:26 43 Crystal Palace 27 13 2 12 48:40 41 Preston 27 10 10 7 42:35 40 Watford 26 11 6 9 41:31 39 Gillingham 27 11 6 10 41:38 39 Nottingham F. 28 9 11 8 32:27 38 Portsmouth 27 10 6 11 39:41 36 Wimbledon 26 9 8 9 42:39 35 Sheffield Utd 28 8 11 9 31:35 35 Bradford 27 9 5 13 46:52 32 Rotherham 26 7 9 10 33:40 30 Barnsley 28 7 9 12 39:52 30 Crewe 26 7 8 11 26:41 29 Walsall 28 7 6 15 31:46 27 Grimsby 28 6 8 14 25:48 26 Sheffield Wed. 27 5 9 13 27:45 24 Stockport 28 2 6 20 25:66 12 2. deild Reading – Port Vale..................................2:0 Stoke – Blackpool......................................2:0 Leikir 29. desember: Blackpool – Brighton ................................2:2 Cambridge – Peterborough .....................0:0 Cardiff – Bristol City ................................1:3 Chesterfield – Notts County....................2:1 Huddersfield – Stoke ................................0:0 Northampton – Oldham............................0:1 Port Vale – Colchester..............................3:1 QPR – Wycombe .......................................4:3 Swindon – Bury .........................................3:1 Tranmere – Brentford..............................1:0 Wigan – Bournemouth..............................0:0 Wrexham – Reading .................................0:2 Stoke 25 14 7 4 39 :21 49 Bristol City 26 14 5 7 41 :25 47 Brighton 24 12 10 2 34 :19 46 Reading 25 14 4 7 37:24 46 Brentford 25 13 6 6 47:28 45 QPR 25 11 7 7 38:30 40 Oldham 25 10 9 6 41:29 39 Tranmere 24 11 6 7 45:34 39 Huddersfield 24 10 8 6 37:27 38 Cardiff 25 9 11 5 38:30 38 Wycombe 24 10 8 6 38:32 38 Colchester 25 10 5 10 42:42 35 Swindon 24 8 7 9 26:32 31 Blackpool 26 7 10 9 32:41 31 Wigan 25 7 9 9 34:31 30 Port Vale 26 8 6 12 30:36 30 Peterborough 23 8 4 11 31:32 28 Chesterfield 24 7 7 10 30:33 28 Bournemouth 25 7 7 11 26:34 28 Bury 25 7 5 13 26:42 26 Notts County 25 5 8 12 32:43 23 Wrexham 26 6 4 16 29:57 22 Cambridge 25 4 7 14 23:48 19 Northampton 25 5 2 18 23:49 17 3. deild Torquay – Cheltenham.............................0:1 Bristol Rovers – Darlington.....................1:0 Cheltenham – Swansea.............................2:2 Exeter – Rochdale.....................................1:1 Hartlepool - Leyton Orient ......................3:1 Kidderminster – Hull................................3:0 Lincoln – Scunthorpe................................3:2 Macclesfield – Mansfield ..........................0:1 Oxford – Halifax ........................................6:1 Plymouth – Rushden & Diamonds ..........1:0 Southend – Luton......................................1:2 York – Shrewsbury ...................................1:1  Plymouth er með 52 stig, Luton 49, Mansfield 44, Hull 41 og Rochdale 40. Neðst eru Carlisle og Halifax með 20 stig. Skotland Aberdeen – Livingston ............................ 0:3 Celtic – Motherwell.................................. 2:0 Hibernian – Dundee United.................... 0:1 St. Johnstone – Hearts ............................ 0:2 Staðan: Celtic 22 20 1 1 53:11 61 Rangers 22 14 6 2 49:17 48 Livingston 22 11 7 4 33:17 40 Aberdeen 22 10 3 9 31:32 33 Hearts 23 9 4 10 31:28 31 Kilmarnock 22 9 4 9 23:24 31 Dunfermline 22 7 4 11 24:37 25 Dundee Utd 23 6 7 10 23:41 25 Dundee 20 6 5 9 20:30 23 Hibernian 23 5 7 11 27:35 22 Motherwell 22 4 6 12 25:43 18 St.Johnstone 23 3 4 16 15:39 13 FRJÁLSÍÞRÓTTIR 26. gamlársdagshlaup ÍR: Karlaflokkur: Sveinn Margeirsson, UMFT................33,01 Gauti Jóhannesson, UMSB ..................34,11 Burkni Helgason, ÍR.............................34,15 Kvennaflokkur: Rakel Ingólfsdóttir, FH........................42,15 Helga Björnsdóttir, Sk.Flugl. ..............44,14 Ebba K. Baldvinsdóttir, LHR..............44,39 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Aðfaranótt miðvikudags: LA Clippers – Portland ......................112:97 Aðfaranótt þriðjudags: Chicago – Milwaukee ............................90:83 Indiana – Miami ....................................87:89 Washington – New Jersey ...................98:76 Aðfaranótt mánudags: Detroit – Miami .....................................86:80 Memphis – San Antonio........................79:83 New York – Orlando .............................90:94 Sacramento – Boston ..........................109:94 Houston – LA Lakers .........................90:114 Portland – Minnesota ...........................93:95 Aðfaranótt sunnudags: LA Clippers – Boston .......................103:105 Washington – Charlotte .....................107:90 New Jersey – Indiana...........................98:93 Cleveland – Chicago............................80:103 Dallas – Atlanta ...................................113:97 Milwaukee – San Antonio...................102:99 Denver – Phoenix ................................92:109 Utah – Philadelphia ..............................89:81 Seattle – Toronto.................................101:75 Eiður Smári er sá framherji íensku úrvalsdeildinni sem hef- ur komið mest á óvart,“ sagði George Best, gamla hetjan í liði Manchester United, sem var á meðal áhorfenda á St. James Park í Newcastle þegar Chelsea skellti heimamönnum. Eiður skoraði fyrsta markið í leiknum. Hann fékk boltann við miðjulínuna, geystist upp kantinn með tvo varn- armenn Newcastle á hælunum og skoraði með hnitmiðuðu skoti fram hjá Shay Given, markverði New- castle. Alan Shearer jafnaði fyrir Newcastle skömmu síðar en Eiður átti síðasta orðið. Hann skoraði á lokamínútu fyrri hálfleiks af stuttu færi eftir fína fyrirgjöf Jimmy Floyd Hasselbainks og það reyndist sigur- markið í leiknum. Það hefur loðað við lið Chelsea á leiktíðinni að leika vel á móti topp- liðunum en tapa svo fyrir liðunum í neðri helmingi deildarinnar. Og sú varð raunin í fyrradag þegar Chelsea tók á móti Southampton. Eiður Smári og Hasselbaink skoruðu fyrir Chelsea í fyrri hálfleik, eftir að liðið lenti undir, en í síðari hálfleik fóru gestirnir á kostum, skoruðu þrjú mörk og unnu sætan sigur, 4:2. „Ég hef enga skýringu á því af hverju við náum ekki að fylgja eftir sigrum á móti toppliðunum. Eftir sigurinn á Newcastle voru menn staðráðnir í að mæta grimmir til leiks á móti Southampton og taka öll stigin en það fór á aðra lund og yfir því er ég mjög svekktur eins og allir sem standa að liðinu. Ég hef sagt að markmiðið sé að verða í einu af fjór- um efstu sætunum og eins og staðan er í dag verður það mjög erfitt því ég tel að 4–5 félög séu betri en við,“ sagði Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, eftir ósigurinn á móti Southampton. Góð áramót hjá Leeds Leeds átti góðu gengi að fagna um áramótin. Leeds marði útisigur á Southampton, 1:0 þar sem Le Bowyer skoraði sigurmarkið á loka- mínútunni og í fyrrakvöld skelltu Leedsarar sér í toppsætið með því að vinna öruggan sigur á West Ham. Mark Viduka kom Leeds í 2:0 eftir 7 mínútna leik og Robbie Fowler inn- siglaði sigur Leeds í síðari hálfleik með sínu sjötta marki fyrir félagið. „Í upphafi mótsins hefði okkur ekki órað fyrir því að vera í toppsæt- inu í byrjun nýs árs en við höfum ver- ið á góðu flugi að undanförnu og með sama áframhaldi tel ég vel mögulegt að við getum orðið meistarar,“ sagði Viduka eftir leikinn en hann og Fow- ler hafa náð einstaklega vel saman í fremstu víglínu Leeds og hafa báðir skorað grimmt í síðustu leikjum. „Við fáum lítið fyrir það að vera í toppsætinu í dag en ég vona að við verðum á sama stað í mars og þá er aldrei að vita hvað getur gerst,“ sagði David O’Leary, stjóri Leeds. Arsenal á toppnum í þrjá sólarhringa Arsenal lék aðeins einn leik þar sem leik liðsins við Leicester á Fil- bert Street var frestað vegna erfiðra vallarskilyrða. Arsenal fór á toppinn í þrjá sólarhringa með því að leggja Middlesbrough á Highbury, 2:1. Noel Whelan kom „Boro“ í forystu eftir skeflileg mistök Sol Campbells en heimamenn tryggðu sér öll stigin með tveimur mörkum í síðari hálf- leik. Robert Pires jafnaði metin með þrumufleyg en leikmenn Middl- esbrough mótmæltu markinu kröft- uglega þar sem brotið var á leik- manni liðsins í þann mund sem Pires fékk knöttinn. Það var svo bakvörð- urinn knái, Ashley Cole, sem skoraði sigurmarkið með fallegri kollspyrnu eftir fína fyrirgjöf frá Dennis Berg- kamp. Ekkert gengur hjá Liverpool Það gengur hvorki né rekur hjá Liverpool. Sex stig í síðustu sex leikj- um eru uppskeran hjá „Rauða hern- um“ og fyrir vikið hefur Liverpool gefið toppsætið eftir. Áramótin gáfu Liverpool ekki nema tvö stig en 1:1 jafnteflisleikir á West Ham og Bolt- on voru forráðamönnum Liverpool mikið vonbrigði. Liverpool hafði heppnina með sér á móti West Ham en Michael Owen jafnaði metin með sínu 100. marki fyrir félagið þegar tvær mínútur voru eftir. Í leiknum við Bolton stjórnaði Liverpool ferð- inni en vandamál liðsins hefur verið að skora mörk og það kom berlega í ljós á móti Bolton. Steven Gerrard kom Liverpool yfir snemma í síðari hálfleik en stundarfjórðungi fyrir leikslok jafnaði Keven Nolan metin fyrir Bolton sem lék án fyrirliða síns, Guðna Bergssonar. „Hlutirnir ganga ekki sem best þessa stundina en ég er sannfærður um að við munum komast á rétta sporið á nýjan leik. Við höfðum öll tök á því að leggja Bolton að velli. Við fengum færin og spiluðum á köflum mjög vel en því miður féll þetta ekki með okkur,“ sagði Phil Thompson. Bolton fékk því eins og Liverpool tvö stig út úr áramótatörninni en lið- ið gerði 2:2 jafntefli við Leicester á laugardaginn. Bolton missti tvo leik- menn út af með rautt spjald í fyrri hálfleik. Leicester komst í 2:0 en með hetjulegri baráttu tókst Bolton að merja jafntefli og skoraði Michael Ricketts jöfnunarmarkið en hann hafði orðið fyrir því óláni í fyrri hálf- leik að skora í eigið mark. Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sem hélt upp á 60 ára afmæli sitt á nýársdag, fékk góða afmælis- gjöf hjá lærisveinum sínum sem unnu Fulham á útivelli, 3:2. Ryan Giggs skoraði tvö marka United og Ruud van Nistelrooy eitt. Ferguson var mjög í sviðsljósinu fyrir leikinn því í fyrsta sinn ýjaði hann að því að svo gæti farið að hann yrði áfram við stjórvölinn hjá félaginu. Skin og skúrir hjá Ipswich Það skiptust á skin og skúrir hjá Ipswich. Á laugardaginn burstaði lið- ið Sunderland, 5:0, en í fyrrdag mátti Ipswich þola sitt fyrsta tap í fjórum leikjum þegar liðið lá fyrir Charlton, 3:2. Ipswich fékk óskabyrjun því eftir aðeins fimm mínútna leik hafði Marc- us Bent skorað tvívegis. Heimamenn voru ekki á því að játa sig sigraða og á ótrúlegan hátt náðu þeir að snúa leiknum sér í vil. Hermann Hreið- arsson lék báða leiki Ipswich. „Kannski byrjuðum við leikinn of vel því eftir að hafa komist í 2:0 hættu menn gjörsamlega og töldu sennilega að sigurinn væri í höfn. Við vörðumst illa og gáfum leikmönnum Charlton of mikinn tíma til að at- hafna sig,“ sagði George Burley, knattspyrnustjóri Ipswich. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði bæ Newcastle, 2:1. Hér EIÐUR Smári Guðjohnsen kom mikið við sögu í leikjum Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um áramótin. Eiður skoraði bæði mörk Chelsea sem sigraði Newcastle á útivelli, 2:1, á laug- ardaginn og hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 4:2 ósigri liðsins á móti Southampton í fyrradag. Eiður Smári hefur þar með skorað sjö mörk í úrvalsdeildinni á leiktíðinni og er að festa sig í sessi sem einn af betri framherjununum í deildinni. Eiður Smári sjóðheitur K s t u N g u h á u g G m sa a sa se á M m m le sæ G  RON Noades, stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins Brent- ford, segist ekki hafa efni á að halda Ívari Ingimarssyni og þrem- ur öðrum lykilmönnum ef lið hans vinnur sér ekki sæti í 1. deild í vor. Samningur Ívars við félagið rennur út að þessu tímabili loknu. Noades segir að ef Brentford fari upp séu góðar líkur á að hægt verði að semja við fjórmenningana.  RÓSA Júlía Steinþórsdóttir var á gamlársdag útnefnd íþróttamað- ur Vals árið 2001. Rósa Júlía var fyrirliði bikarmeistara Vals í knattspyrnu og lék alla leiki kvennalandsliðsins á árinu.  ANTON Gylfi Pálsson og Hlyn- ur Leifsson dæma á handknatt- leiksmóti 21-árs landsliða í Þýska- landi um miðjan mánuðinn. Hinn 20. janúar dæma þeir síðan við- ureign Finnlands og Austurríkis í undankeppni HM sem fram fer í Helsinki.  CELTIC náði í gær 13 stiga for- ystu í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með því að sigra Motherwell 2:0. Henrik Larsson og John Hartson skoruðu mörkin. Leik Kilmarnock og Rangers var frestað vegna slæmra vallarskil- yrða. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.