Morgunblaðið - 03.01.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.2002, Blaðsíða 4
 GUÐMUNDUR Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handknatt- leik, stjórnaði liði sínu í ellefu leikj- um á árinu og náði liðið 50% árangri – vann fimm leiki, tapaði fimm og gerði eitt jafntefli.  ÞRÍR leikmenn léku alla ellefu leikina undir stjórn Guðmundar Þ. – Rúnar Sigtryggsson, Sigfús Sig- urðsson og Guðjón Valur Sigurðs- son.  GUÐMUNDUR Þ. gaf fimm nýlið- um kost á að spreyta sig; Bjarka Sig- urðssyni, Val, Snorra S. Guðjóns- syni, Val, Arnóri Atlasyni, KA, Markúsi Mána Mikaelssyni, Val, og Einari Hólmgeirssyni, ÍR, sem var í fyrsta skipti í landsliðshópnum í Pól- landsferðinni.  ALLS hafa 29 leikmenn leikið undir stjórn Guðmundar Þ. í lands- leikjunum ellefu.  HALLDÓR Ingólfsson, Haukum, stóð sig vel í leikjunum þremur í Pól- landi og skoraði alls nítján mörk í leikjunum. Áður hafði hann skorað 12 mörk í sex landsleikjum, en hann lék síðast með landsliðinu í tveimur leikjum gegn Grænlendingum í Nuuk á Grænlandi í desember 1995.  BOGDAN, fyrrverandi landsliðs- þjálfari Íslands, heilsaði upp á lands- liðsmennina í Póllandi. Einn leik- maður landsliðsins lék undir hans stjórn – Guðmundur Hrafnkelsson markvörður. Guðmundur Þ. lands- liðsþjálfari og aðstoðarmaður hans, Einar Þorvarðarson, léku einnig undir stjórn Bogdans, sem stjórnaði landsliðinu á árunum 1983 til 1990.  ÍSLENSKA landsliðið lék alls 25 landsleiki 2001 – vann tíu, tapaði tólf og gerði þrisvar jafntefli. Guðjón Valur Sigurðsson lék 23 leiki, Einar Örn Jónsson og Patrekur Jóhann- esson 22, Róbert Sighvatsson 21, Birkir Ívar Guðmundsson og Ólafur Stefánsson 20 leiki.  ÓLAFUR Stefánsson skoraði flest mörkin í landsleikjum á árinu, eða 202 mörk. Patrekur Jóhannesson kom næstur á blaði með 84 mörk og Guðjón Valur Sigurðsson var í þriðja sæti með 74 mörk.  GÚSTAF Bjarnason skoraði 4 mörk fyrir GWD Minden er liðið vann öruggan sigur á Grosswall- stadt á heimavelli, 31:23, á laugar- deginum fyrir áramót.  BARCELONA varð spænskur bik- armeistari í handknattleik sl. sunnu- dag. Liðið vann Portland San Ant- onio, 26:25, í úrslitaleik eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 13:11.  MAGNUS Wislander, sem kjörinn var besti handknattleiksmaður 20. aldarinnar, ætlar að söðla um í vor og hætta að leika með Kiel í þýska handknattleiknum. Wislander verð- ur 38 ára á þessu ári og ætlar að leika eitt tímabil með sínu gamla liði, Redbergslids frá Gautaborg, áður en hann leggur skóna á hilluna vorið 2003.  CHRISTIAN Gaudin, franski landsliðsmarkvörðurinn í herbúðum þýska meistaraliðsins Magdeburg, hefur ákveðið að framlengja samn- ing sinn við félagið til vorsins 2004. Gaudin var að velta fyrir sér að halda heim til Frakklands og leika þar.  ÓLAFUR Stefánsson er fimmti markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar í handknattleik að lokn- um átján umferðum, en hlé hefur nú verið gert á deildarkeppninni vegna Evrópumótsins í handknattleik sem hefst í Svíþjóð síðar í þessum mán- uði. Ólafur hefur skorað 111 mörk, eða 6,2 að meðaltali í leik. Stephan Just hjá Eisenach er markahæstur með 142 mörk, Kyung-Shin Yoon, Gummersbach, er annar með 134 mörk og Stig Rasch, leikmaður Will- stätt, er þriðji, hefur skorað 118 sinnum. FÓLK ÞJÓÐVERJAR, sem leika hér á landi tvo landsleiki í handknatt- leik 12. og 13. janúar, eru með svipaðan lokaundirbúning og Ís- lendingar fyrir Evrópukeppnina sem hefst í Svíþjóð föstudaginn 25. janúar. Þjóðverjar taka nú um helgina þátt í fjögurra liða móti í Þýskalandi, þar sem a og b-lið Þýskaland keppa ásamt Tékkum og Svisslendingum, sem mæta Ís- lendingum á EM. Eftir leikina hér á landi mæta Þjóðverjar Rússum í Nordhorn 18. janúar og síðan mæta þeir Dönum í Flensborg 20. janúar. Íslenska landsliðið heldur til Danmerkur eftir leikina gegn Þjóðverjum og leikur við Dani 18. janúar og tveimur dögum síðar við Frakka sem verða við æfingar í Danmörku dagana fyrir EM. Frakkar leika einnig við Dani. Síðan verður landsliðið í æf- ingabúðum í fjóra daga í Dan- mörku áður en haldið verður til Skövde í Svíþjóð. Fyrsti leikur Ís- lands á EM verður gegn Spáni. Þjóðverjar koma ópumeistaramótinu og sagðist Guðmundur reikna með að velja endanlegan keppnishóp vegna EM fljótlega að loknum tveimur landsleikjum við Þjóðverja hér á landi um aðra helgi. „Vegna meiðsla, veikinda og annarra þátta sem geta komið upp við undirbún- ing landsliðsins fyrir EM vil ég vinna sem lengst með sem stærst- um hópi,“ sagði Guðmundur er hann tilkynnti um valið í gær. Hann sagði þennan 20 manna hóp þann sterkasta sem völ væri á að sínu mati með þeirri undantekn- ingu vissulega að hann saknaði Julians Róberts Duranona, sem væri fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Okkur vantar tilfinnan- lega fleiri leikmenn eins og Dur- anona en því miður er lítið um slíka menn í íslenskum handknatt- leik í dag. Því verðum við að haga okkar leik samkvæmt því,“ sagði Guðmundur ennfremur. Landsliðið fer til Noregs á föstudag hvar það leikur þrjá landsleiki á föstudag, laugardag og sunnudag við heimamenn, Króatíu og Egyptaland. „Leikirnir í Nor- egi segja mér mikið um hver staða Þeir fjórir sem koma inn í hóp-inn nú eru Gústaf Bjarnason, GWD Minden, Ólafur Stefánsson, Magdeburg, Sigurður Bjarnason, Wetzlar, og Patrekur Jóhannes- son, Essen. Af þessum væntanlega 21 manns hópi taka 16 þátt í Evr- landsliðsins er í dag. Nú eru reynslumiklir menn komnir í hóp- inn og því verða viðureignirnar mjög fróðlegar fyrir mig,“ sagði Guðmundur. EM-hópur Guðmundar er skip- aður eftirtöldum leikmönnum; Markverðir eru Guðmundur Hrafnkelsson, Pallamano Convers- ano, Birkir Ívar Guðmundsson, Stjörnunni, Bjarni Frostason, Haukum, og Hreiðar Guðmunds- son, ÍR. Línu- og hornamenn eru Guðjón Valur Sigurðsson, Essen, Gústaf Bjarnason, GWD Minden, Einar Örn Jónsson, Haukum, Sigfús Sig- urðsson, Val, Róbert Gunnarsson, Fram, og Róbert Sighvatsson, Düsseldorf. Útileikmenn eru Dagur Sigurðs- son, Wakunaga, Gunnar Berg Viktorsson, PSG, Rúnar Sig- tryggsson, Haukum, Snorri Guð- jónsson, Val, Aron Kristjánsson, Haukum, Ragnar Óskarsson, US Dunkerque, Halldór Ingólfsson, Haukum, Sigurður Bjarnason, HSG Wetzlar, Patrekur Jóhann- esson, Essen, Ólafur Stefánsson, Magdeburg. Sextán þessara leikmanna leika á mótinu í Noregi um helgina. Af þeim leikmönnum sem Guð- mundur valdi í desember voru það Jón Karl Björnsson, Haukum, Páll Þórólfsson, Aftureldingu, Bjarki Sigurðsson og Markús Máni Michalesson úr Val og Einar Hólmgeirsson, ÍR, sem ekki hlutu náð fyrir augum hans að þessu sinni. Morgunblaðið/Golli Halldór Ingólfsson lék mjög vel í þremur landsleikjum í Póllandi. Vil vinna sem lengst með sem stærstum hópi GUÐMUNDUR Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur valið í landsliðshópinn sem hann hyggst vinna með fyrir Evr- ópukeppnina sem hefst í Svíþjóð 25. janúar nk. Guðmundur kallaði til 20 leikmenn í gær og heldur einu sæti lausu fram yfir helgi þegar í ljós komið hvort Gylfi Gylfason, Düsseldorf, getur gefið á kost á sér eða ekki vegna meiðsla. Ef Gylfi verður ekki klár í slaginn ætlar Guðmundur að velja annan leikmann. Af þeim 20 sem voru valdir nú voru 16 í æfingahópnum sem valinn var um miðjan desember. Ekk- ert óvænt getur talist við val Guðmundar á þessum hópi. Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari þrengir EM-hópinn PÓLVERJAR ætla að endur- gjalda heimsókn íslenska landsliðsins í handknattleik í lok þessa árs. Reiknað er með að þeir komi hingað á milli jóla og nýárs og leiki a.m.k. tvo vináttulandsleiki. Báðar þjóðirnar vænta þess að þær verði þá að huga að und- irbúningi HM í Portúgal í ársbyrjun 2003 og því komi leikirnir sér vel í þeirri vinnu. Það skýrist þó ekki fyrr en að lokinni undan- keppni HM sem fram fer í lok maí og byrjun júní í vor. Pólverjar koma næst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.