Morgunblaðið - 03.01.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.01.2002, Blaðsíða 1
2002  FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A BRYNJAR BJÖRN GUNNARSSON FÓTBROTNAÐI / C3 Reuters Eiður Smári Guðjohnsen var hetja Chelsea er liðið lagði Newcastle úti, 2:1. Hann skoraði bæði mörkin og hann skoraði einnig gegn Southampton á Stamford Bridge í London – fagnar því marki með áhorfendum hér á myndinni. Fögnuðurinn stóð ekki lengi, því að gestirnir fögnuðu sigri, 4:2. Allt um baráttuna í Englandi á C2, C3. Ástæðan að flugið í dag milli Ís-lands og Noregs er fullbókað er sú að fjöldi íslenskra náms- manna er að halda utan á ný eftir jólaleyfi hér á Fróni. „Það er all nokkuð síðan farið var að huga að þessari ferð til Noregs og strax þá varð ljóst að fullbókað var í flugið á fimmtudeginum og því yrðum við að fara utan að morgni og leika um kvöldið. Vissulega verður þetta erf- itt en við verðum að sætta okkur við þetta. Í raun má segja að við séum í nokkurri æfingu því ferðin til Pól- lands á milli jóla og nýárs var svip- uð,“ sagði Guðmundur ennfremur, sem lítur á leikina í Noregi sem kærkominn í undirbúning lands- liðsins fyrir EM, en auk leiksins við Norðmenn mæta Íslendingar Egyptum á laugardag og Króötum á sunnudag, áður en haldið verður heim á mánudaginn. „Þetta er sú leið sem við veljum að fara til Nor- egs og það verður að hafa það þótt föstudaginn verði erfiður.“ Króatar taka einnig þátt í EM í Svíþjóð í lok mánaðarins og gætu mætt íslenska landsliðinu í milliriðlum keppninn- ar komist báðar þjóðirnar upp úr riðlakeppninni. Króatar verða með sitt sterkasta lið í Noregi, eins og Íslendingar og Norðmenn, sem síð- ar í þessum mánuði taka þátt í for- keppni að undankeppni heims- meistaramótsins, en þeim lánaðist ekki að tryggja sér sæti á Evrópu- meistaramótinu í Svíþjóð. Egyptar eru með eitt sterkasta lið heims og höfnuðu í fjórða sæti á HM í Frakk- landi fyrir tæpu ári eftir tap fyrir Júgóslavíu. Mæta beint í leik eftir erfitt ferðalag ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik fer til Noregs í fyrramálið og leikur strax annað kvöld, eftir erfitt ferðalag – í rútum og flugi, við heimamenn í Þrándheimi í fjögurra landa móti. Ekki var mögulegt að fá flug frá Íslandi til Noregs í dag þar sem flug milli landanna er fyrir löngu fullbókað. „Það kom til athugunar að fara til Stokk- hólms eða Kaupmannahafnar og fara þaðan til Noregs, en það kostaði of mikið þegar gisting fyrir hópinn var komin inn í pakk- ann,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik í gær. Landsliðið fer fram Reykjavík kl. 5.30 í nótt og kemur að hóteli í Þrándheimi ellefu klukkustundum síðar. Þórey Edda Elísdóttir, stangar-stökkvari úr FH, er talin vera níundi besti stangarstökkvari sl. árs í kvennaflokki að mati bandaríska frjálsíþróttablaðsins Track & Field News. Blaðið hefur valið tíu bestu íþróttamenn í hverri grein frjáls- íþrótta síðan 1947 og í gegnum tíðina hafa allnokkrir Íslendingar komist á lista blaðsins, sem þykir hið stærsta og virtasta í heimi frjálsíþrótta. Þetta er í fyrsta sinn sem Þórey Edda er í hópi tíu bestu stangar- stökkvara ársins að mati blaðsins og undirstrikar framfarir Þóreyjar á síðasta ári. Hún er eini Íslending- urinn sem er á listum blaðsins þetta árið. Vala Flosadóttir var í 5. sæti á lista stangarstökkskvenna árið 2000 og var einnig á meðal tíu efstu árin 1996, 1998 og 1999. Það kemur fáum á óvart að banda- ríski heimsmeistarinn og heimsmet- hafinn Stacy Dragila er talin vera besti stangarstökkvari sl. árs í kvennaflokki. Svetlana Feofanova frá Rússlandi er í öðru sæti og Pól- verjinn Monika Pyrek í þriðja sæti. Þessar þrjár voru í þremur efstu sætunum á heimsmeistaramótinu utanhúss sem fram fór í Edmonton sl. sumar. Þórey Edda í 9. sæti ÍVAR Ingimarsson, sem hefur leikið mjög vel með Brentford í Englandi, hefur verið valinn í stað Brynjars Björns Gunn- arssonar í íslenska landsliðið sem leikur við Kúveit og Sádi-Arabíu í næstu viku. Brynjar Björn meiddist á fæti í leik með Stoke og verður frá keppni í sex til átta vikur. Ívar mun leika fyrri leik- inn í ferðinni – gegn Kúveitbúum í Oman, þar sem þeir eru í æf- ingabúðum undir stjórn Berti Vogts, þriðjudaginn 8. janúar, en síðan verður leikið gegn Sádi- Arabíu í Riyadh 10. janúar. Ívar fer með til Oman ÍSLANDSMEISTARAR ÍA og bikarmeistarar Fylkis mætast í fyrsta opinbera leik knatt- spyrnutímabilsins. Samkvæmt niðurröðun deildabikars karla eiga ÍA og Fylkir að mætast í efri deild keppninnar í Reykjaneshöllinni föstu- dagskvöldið 15. febrúar, en á eftir eigast við lið FH og Víkings. Félögin hafa tækifæri fram í miðjan janúar til að breyta leikdögum en ólík- legt er að um teljandi breytingar verði að ræða. Daginn eftir, 16. febrúar, mætast KR- Breiðablik, Keflavík-ÍBV og Dalvík-Grindavík og á sunnudeginum leika ÍBV-KA, Þróttur R.- Dalvík og Valur-Fram. Allir leikirnir fara fram í Reykjaneshöllinni en þar verður keppnin ein- göngu leikin fimm fyrstu helgarnar, eða fram í miðjan mars. Riðlakeppni deildabikarsins lýkur 21. apríl og eftir það leika fjögur efstu lið úr hvorum riðli til úrslita. ÍA og Fylkir mæt- ast í fyrsta leik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.