Morgunblaðið - 03.01.2002, Side 3

Morgunblaðið - 03.01.2002, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2002 C 3 Manchester United er komið afalvöru í baráttuna um enska meistaratitilinn á nýjan leik. Meist- ararnir tóku af öll tvímæli um það í gærkvöld þegar þeir sigruðu New- castle, 3:1, á Old Trafford og þeir hafa nú unnið sex leiki í röð. Margir höfðu afskrifað lið Alex Fergusons í byrjun desember þegar hvorki gekk né rak, en nú þykir óráðlegt að veðja háum fjárhæðum gegn því að United vinni fjórða titilinn í röð. Með sigrinum er Manchester United komið í annað sæti úrvals- deildarinnar, tveimur stigum á eftir Leeds og með betri markatölu en Arsenal og Newcastle sem einnig hafa 39 stig. Liverpool er með 38 en á leik til góða, eins og Arsenal. Ruud van Nistelrooy kom United yfir í fyrri hálfleiknum með sínu 20. marki á tímabilinu. Paul Scholes bætti við tveimur mörkum í þeim síð- ari áður en Alan Shearer minnkaði muninn í 3:1 þegar rúmar 20 mín- útur voru til leiksloka. Roy Keane, fyrirliði Manchester United, sagði eftir leikinn að nú gætu menn farið að gleyma slæma kaflanum og lagði áherslu á að það væru fyrst og fremst færri varnar- mistök en áður sem hefðu komið lið- inu á beina braut á nýjan leik. „Við höfum staðið okkur vel síð- asta mánuðinn en eins og við höfum alltaf sagt er langt til vorsins. Við áttum slæman kafla og erum von- andi búnir að hrista hann af okkur. Að undanförnu höfum við ekki fengið á okkur nein ódýr mörk og einbeit- ingin í liðinu er mun betri áður. Vörnin er þéttari og liðið í heild smellur betur saman. Sum mörkin sem við fengum á okkur fyrr í vetur voru ótrúlega slæm en við höfum komist yfir það, og við munum alltaf skapa okkur marktækifæri og skora mörk,“ sagði Keane, sem var út- nefndur maður leiksins í gærkvöld. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að leikur- inn hefði verið jafn en mörk sinna manna hefðu verið frábær. „Við vonumst til þess að hin liðin í deildinni haldi áfram að misstíga sig, og okkur takist að nýta okkur það. Newcastle á fullt erindi í toppbarátt- una og það er ekki hægt að afskrifa liðið þrátt fyrir þetta tap,“ sagði Ferguson. Fulham kom sér á lygnan sjó um miðja deild með sigri á Derby, 1:0, á útivelli. Derby sótti mun meira en Fulham nýtti eina af fáum sóknum sínum þegar Horacio Carbonari skoraði sjálfsmark á 72. mínútu. Þetta eru slæm tíðindi fyrir Stokesem er að berjast um sæti í 1. deildinni auk þess sem liðið mætir Everton í bikarkeppninni á heimavelli á laugardaginn. Mikill áhugi er fyrir leiknum og fastlega búist við því að uppselt verði á Britannia-leikvanginn í Stoke þar sem leikurinn fer fram. 100. leikur Stoke undir stjórn Guðjóns Stoke komst á topp deildarinnar með því að leggja Blackpool, 2:0 í fyrradag en þetta var 100. leikur Stoke undir stjórn Guðjóns Þórðar- sonar. Bjarni Guðjónsson átti heiður- inn af báðum mörkum Stoke. Fyrst skoraði Hvít-Rússinn Sergei Shtan- iuk eftir frábæra fyrirgjöf Bjarna og Bjarni var aftur á ferðinni á 82. mín- útu þegar hann átti góða sendingu á James O’Connor sem skoraði. Bjarni lék allan leikinn en Ríkharður Daða- son fékk að spreyta sig síðasta stund- arfjórðunginn. Guðjón veðjar á norskan framherja Lítt þekktur norskur knattspyrnu- maður, Ole T. Albrigtsen, mun skrifa undir samning við Stoke City á föstu- dag og er samningurinn til 28 mán- aða. Hinn 26 ára gamli Albrigtsen hefur aðeins leikið með Vesterålen í 3. deild í heimalandinu en hann hefur ekki farið af leikvelli án þess að skora mark síðan í september árið 2000. Al- brigtsen skoraði 55 mörk í 24 leikjum á sl. keppnistímabili. Norðmaðurinn lék einn leik með varaliði Stoke um miðjan desember og skoraði þá þrennu á aðeins 50 mín- útum. Samkvæmt frétt Nettavisen mun Albrigtsen fá um 11,5 milljónir ísl. kr. á ári í laun en fyrst þarf hann að sýna fram á hann geti komist í betra líkamlegt ásigkomulag á allra næstu mánuðum. Samkeppnin um framherjastöð- urnar hjá Stoke er mikil þar sem Guð- jón Þórðarson fékk Souleymane Oul- are leigðan frá Las Palmas á Spáni en landsliðsmaðurinn frá Gíneu var markahæstur í Belgíu með Genk fyrir tveimur árum. Brynjar Björn fót- brotnaði ÞRÁTT fyrir að Íslendingaliðið Stoke City hafi tyllt sér á toppinn í ensku 2. deildinni í knattspyrnu með því að innbyrða fjögur stig í ára- mótaleikjunum varð liðið fyrir miklu áfalli. Brynjar Björn Gunnarsson, sem verið hefur einn albesti leikmaður liðsins í vetur, braut bein í hægri fæti þegar Stoke gerði markalaust jafntefli á útivelli á móti Huddersfield á laugardaginn og verður hann frá næstu 6–8 vikurnar. MARGRÉT Ólafsdóttir, knatt- spyrnukona, fékk heldur dap- urlega jólagjöf frá þjálfara sín- um í bandaríska atvinnuliðinu Philadelphia Charge. Á að- fangadagsmorgun leyndist bréf meðal jólakortanna þar sem fram kom að búið væri að setja hana á lista yfir samningslausa leikmenn. „Ég vissi þetta reyndar þrem- ur dögum fyrr en þá hringdi þjálfarinn í mig og sagði mér að ég væri ekki inni í myndinni hjá honum fyrir næsta tímabil. Þetta voru engu að síður dap- urlegar fréttir því ég var búin að bíða eftir endanlegri ákvörð- un frá honum í um 10 vikur. Þetta eru mikil vonbrigði,“ sagði Margrét Ólafsdóttir í sam- tali við Morgunblaðið. „ Þetta var mjög góður tími og ég er ánægð með að hafa fengið tækifæri í þessari sterku deild. Ég er sátt við mína eigin frammistöðu þarna úti og miðað við þau skilaboð sem ég fæ frá þjálfaranum stóð ég mig vel,“ sagði Margrét. Margrét taldi víst að Rakel Ögmundsdóttir myndi leika áfram með Philadelphia en hún nýtur þess að teljast ekki með erlendum leikmönnum í banda- rísku deildinni þar sem hún hef- ur tvöfalt ríkisfang. „Ég á frekar von á því að vera hér heima og fara að vinna. Hvað fótboltann varðar er ég ekki búin að ákveða hvar ég spila. Ég æfi ekki með neinu félagsliði eins og er, æfi aðeins sjálf. Ég reikna því ekki með því að taka þátt í innanhússmótinu núna í janúar,“ sagði Margrét. Óskemmtileg jólagjöf FÓLK  HEIÐAR Helguson skoraði eina markWatford sem steinlá fyrir Mil- wall, 4:1, á heimavelli í ensku 1. deildinni. Heiðar, sem lék allan leik- inn, skoraði mark Watford á 82. mín- útu leiksins og minnkaði þá muninn í 3:1.  LÁRUS Orri Sigurðsson lék allan tímann í vörn WBA sem burstaði Stockport á heimavelli, 4:0, í fyrra- dag. Á laugardag tók Lárus út leik- bann þegar WBA tapaði fyrir Gill- ingham.  BRENTFORD tapaði fimmta úti- leiknum í röð í ensku 2. deildinni þegar liðið beið lægri hlut fyrir Tranmere á laugardaginn. Ólafur Gottskálksson og Ívar Ingimarsson léku báðir allan leikinn fyrir Brent- ford sem er í fjórða sæti deildarinn- ar.  ANDY Cole lék sinn fyrsta leik í búningi Blackburn þegar liðið sótti Tottenham heim í fyrradag. Cole, sem seldur var frá Man.Utd fyrir 8 milljónir punda, náði sér engan veg- inn á strik og Blackburn tapaði, 1:0. Varnarjaxlinn Dean Richards skor- aði eina mark leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks.  KEVIN Phillips markaskorarinn mikli í liði Sunderland fær eflaust ekki að taka fleiri vítaspyrnur fyrir lið sitt á leiktíðinni. Phillips lét nefni- lega Peter Schmeichel verja frá sér vítaspyrnu í leik Sunderland og Aston Villa í fyrradag og var þetta þriðja vítið í röð sem Phillips klúðrar á leiktíðinni. „Ég tek ekki fleiri víta- spyrnur. Það er kominn tími á að ein- hver annar fái tækifæri,“ sagði Phil- ips.  OTTMAR Hitzfeld þjálfari Bayern München hefur verið út- nefndur þjálfari ársins í Evrópu en blaðamenn frá 30 löndum í álfunni stóðu að kjörinu. Í öðru sæti varð Fabio Capello þjálfari Roma og í þriðja sæti Gerard Houllier hjá Liv- erpool.  KIERON Dyer ætlar að fram- lengja samning sinn við Newcastle en þessi 23 ára gamli miðvallarleik- maður, sem á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum, hefur verið sterk- lega orðaður við Manchester United og Leeds.  WALTER Smith knattspyrnu- stjóri Everton er ekkert á þeim bux- unum að gefast upp hjá Everton þó svo að lið hans hafi vegnað illa upp á síðkastið. Everton hefur tapað fimm leikjum í röð í úrvalsdeildinni og tapi liðið fyrir Stoke í bikarkeppninni á laugardaginn má fastlega búast við því að þrýstingurinn á að reka Smith aukist til muna.  FREDDY Shepherd, stjónarfor- maður Newcastle, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar ljóst var að Bobby Robson, knattspyrnustjóri liðsins, yrði ekki aðlaður af bresku drottningunni um nýliðin áramót. Shepherd segir að tæplega hálfrar aldar gæfurík afskipti Robson af knattspyrnunni kalli á að hann verði aðlaður.  PÉTUR Guðmundsson og læri- sveinar hans í Kongsberg töpuðu á heimavelli gegn Tromsö, 73:75, sl. sunnudag í norsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Warren Peebles var stigahæstur í liði Kongsberg með 22 stig. Kongsberg er í fjórða sæti af alls tíu liðum.  WERNER Lorant fyrrum þjálfari 1860 München í þýsku úrvalsdeild- inni hefur verið ráðinn til tyrknesku meistaranna í Fenerbache en liðið rak þjálfara sinn, Mustafa Denizli, fyrir tíu dögum.  STJÓRNARMENN Manchester United segja að Alex Ferguson muni hætta störfum sem knattspyrnu- stjóri félagsins í vor en vangaveltur hafa verið í gangi þess efnis að Ferguson kynni að halda áfram eftir allt saman. Ferguson ýjaði að því sjálfur í blaðaviðtali að svo gæti farið að hann yrði áfram en stjórnarmenn félagsins sögðu við fréttamenn í gær að nýr stjóri tæki við í vor. AP æði mörk Chelsea er liðið lagði Newcastle að velli á St James’ Park í á hann í höggi við Sylvain Distin, leikmann Newcastle. KR og Fylkir bítast um að fá knatt- spyrnumanninn Veigar Pál Gunnarsson til liðs við sig en Veigar ákvað sem kunn- ugt er að snúa heim í haust eftir dvöl í Noregi þar sem hann lék með Ströms- godset. Veigar er með tilboð í hönd- unum frá Reykjavíkurliðunum og þá hyggjast Stjörnumenn blanda sér í bar- áttuna en Veigar er alinn upp í Stjörn- unni og lék með því liði áður en hann gekk í raðir Strömsgodset. KR og Fylk- ir bítast um Veigar Pál GÚSTAF Bjarnason handknattleiks- maður framlengdi nú um áramótin amning sinn við þýska úrvalsdeild- arliðið Minden um eitt ár og gildir nýi amningurinn til júní 2003. Gústaf, em gekk í raðir Minden frá Willstätt árið 2000, hefur staðið sig vel með Minden á leiktíðinni og er fjórði markahæsti maður liðsins með 69 mörk en Minden hefur komið skemmti- ega á óvart í vetur og er í sjöunda æti þegar deildarkeppnin er hálfnuð. Gústaf Bjarna- son samdi við Minden Meistararnir í annað sætið ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.