Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT Allen Iver- son svaraði fyrir sig ALLEN Iverson, leikmaður Phila- delphia 76’ers, var ekki á þeim bux- unum að leyfa Kobe Bryant að baða sig lengi í sviðsljósinu en Bryant skoraði sem kunnugt er 56 stig fyrir LA Lakers í NBA-deildinni og var það hæsta stigaskor á yfirstandandi keppnistímabili. Iverson bætti um betur aðfaranótt miðvikudags þegar hann skoraði 58 stig í framlengdum leik gegn Houston Rockets, 112:106. Þetta er í fimmta sinn sem leik- maður í NBA skorar 50 stig eða meira en þetta er í sjöunda sinn sem Iverson nær því marki en hann hafði mest náð 54 stigum. Félagsmetið á Wilt Chamberlain en hann skoraði 68 stig sem leikmaður 76’ers. Cham- berlain skoraði síðar á ferlinum 100 stig í einum og sama leiknum, þá sem leikmaður LA Lakers. „Ég hef verið stigahæstur í NBA-deildinni og hef náð því að skora 50 stig áður en ég hef ekki unnið NBA-titilinn, það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Iverson. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla: Borgarnes: Skallagrímur - ÍR .................20 Ásvellir: Haukar - Þór A...........................20 KR-hús: KR - UMFG ...............................20 1. deild kvenna: Kennaraháskóli: ÍS - Keflavík ............20.15 Í KVÖLD KNATTSPYRNA England Bikarkeppnin, 3. umferð: Coventry - Tottenham ........................... 0:2 - Gustavo Ooyer 23., Les Ferdinand 52. Rotherham - Southampton ................... 2:1 Barker 39., Mullin 55. - Pahars 70. (vsp.) Stockport - Bolton.................................. 1:4 John Daley 90. (víti) - Guðni Bergsson 36., Fradin 42. (sjálfsmark), Henrik Pedersen 73., Michael Ricketts 85. Blackburn - Barnsley............................. 3:1 Corrado Grabbi 30., David Dunn 45. (víti), Johansson 49. - Dyer 65. Chelsea - Norwich.................................. 4:0 Mario Stanic 12., Frank Lampard 56., Gi- anfranco Zola 63., Mikael Forssell 89. 1. deild: Crystal Palace - Gillingham................... 3:1 2. deild: Oldham - Swindon................................... 2:0 Skotland Bikarkeppnin: Falkirk - Dundee .................................... 0:1 Belgía Bikarinn, 8-liða úrslit: Antwerpen - Club Brugge...................... 1:1  Brugge vann 4:3 í vítakeppni. Lierse - St. Truiden ................................ 0:2 Louvieroise - Lokeren............................ 0:2 Frakkland Lille - Bordeaux ...................................... 2:2 Auxerre - Lorient ................................... 2:2 Lyon - Bastia........................................... 0:0 Montpellier - Mónakó............................. 1:1 Troyews - Metz ....................................... 2:0 Ítalía Bikarkeppnin: Lazio - Milan ........................................... 2:3 Simone Inzaghi 23., Hernan Crespo 75. - Jose Mari 5., Javi Moreno 54., 56.  Milan kemst áfram 5:3 samanlagt. Spánn Bikarkeppnin, síðari leikir: Valladolid - Dep.La Coruna ................... 2:1 Rayo Vallecano - Real Madrid............... 1:0 Figueres - Cordoba................................. 0:0  Atletico Bilbao, Real Madrid, Deportivo og Figueres eru komin í undanúrslit. KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Washington – San Antonio..................91:96 Indiana – Milwaukee .......................102:106 Atlanta – Dallas ...............................107:116 Detroit – Toronto.................................90:92 Philadelphia – Houston ...................112:106  Eftir framlengdan leik. Minnesota – LA Clippers ....................97:83 Chicago – Charlotte.............................86:94 Sacramento – Cleveland..................109:102 HANDKNATTLEIKUR Forkeppni að undankeppni HM 2. riðill: Tyrkland - Ítalía...................................33:28 3. riðill: Austurríki - Finnland ..........................30:20 4. riðill: Rúmenía - Slóvakía..............................27:20 5. riðill: Grikkland - Bosnía...............................23:21 TENNIS Opna ástralska meistaramótið í Mel- bourne – helstu úrslit. Númer fyrir framan nöfn er staða keppanda á heimslistanum. Karlar, 2. umferð: Taylor Dent (Bandar.) vann 31- Andreas Vinciguerra (Svíþjóð) 6-3, 6-4, 6-2 21- El Aynaoui (Marokkó) vann Fernando Vicente (Spáni) 4-6, 6-3, 6-3, 6-3 6- Tim Henman (Bretl.) vann Vladimir Voltchkov (H-Rússl.) 6-3, 6-4, 6-1 26- Jiri Novak (Tékkl.) vann Andrea Gau- denzi (Ítalíu) 2-6, 5-7, 6-2, 6-3, 6-3 Francisco Clavet (Spáni) vann 5- Sebas- tien Grosjean (Frakklandi) 6-4, 3-6, 6-0, 5-7, 6-4 Alex Kim (Bandar.) vann 4- Yevgeny Ka- felnikov (Rússlandi) 6-3, 7-5, 6-3 Jonas Bjorkman (Svíþ.) vann 24- Thomas Enquvist (Svíþ.) 3-6, 7-5, 6-4, 6-2 Jerome Golmard (Frakkl.) vann 10- Goran Ivanisevic (Króatíu) 6-3, 7-6 (7/2), 5-7, 6-4 Konur, önnur umferð: 13- Magdalena Maleeva (Búlgaríu) vann Kveta Hrdlickova (Tékkós.) 6-4, 7-5 18- Lisa Raymond (Bandar.) vann Jill Craybas (Bandar.) 6-3, 6-3 8- Monica Seles (Bandar.) vann Cara Black (Zimb.) 6-1, 6-1 Anabel Medina Garrigues (Spáni) vann 21- Daja Bedanova (Tékkl.) 6-4, 6-2 3- Martina Hingis (Sviss) vann Greta Arn (Þýskalandi) 6-1, 6-2 2- Venus Williams (Bandar.) vann Kristina Brandi (Banrad.) 6-3, 6-4 Það hefur loðað við bestu hnefa-leikamenn heims hverju sinni að það ríkir engin lognmolla þar sem þeir fara. Þannig var einnig um Ali. Slag- orð hans: „Ég er mestur!“ lýsir því ef til vill ágætlega, því um tíma fór Ali mikinn í öllum yf- irlýsingum, en þrátt fyrir að hann hafi verið líkur mörgum hetjum íþróttanna hvað þetta varðar þá sker hann sig úr að því leytinu að hann stóð oftast við stóru orðin og lét allar ýkjur og skrum sem vind um eyru þjóta. Hann var í einstaklega góðu lík- amlegu ástandi, eða í fínu formi eins og stundum er sagt, og sannkölluð íþróttastjarna og hæfileikar hans í hringnum studdu digurbarkalegar yfirlýsingar hans um að hann væri fallegastur. Hann kom vel fyrir sig orði og þegar þetta tvennt fór saman sannfærði hann marga um að hann væri einnig snjallastur. Málið er í raun sáraeinfalt: Muh- ammad Ali var og er goðsögn. Hann var mikið fyrir að sýna sig, bæði op- inberlega og í hringnum, hann var uppreisnarmaður, herskár múslimi, baráttumaður fyrir mannréttindum og skáld. Ali er hafinn yfir allt sem heitir íþróttir, kynþáttur og þjóðerni, enda engar ýkjur að segja að um tíma hafi hann verið þekktastur allra hér á jörð. Þrátt fyrir mátt hans og megin hefur sjúkdómur náð yfirhöndinni. Ali er með Parkinsonsveikina, sjúk- dóm sem hefur rænt hann mesta tíguleikanum þannig að hann á erfitt með að samhæfa orð og æði. Þrátt fyrir að heldur hafi fjarað undan í lífshlaupi Alis þá ljómar hann af virðuleik og reisn. Cassius Clay fæddist í Louisville í Kentucky 17. janúar 1942. Hann byrjaði í hnefaleikum tólf ára gamall og ferill hans sem áhugamaður var frábær og hámarki náði hann þegar hann varð Ólympíumeistari í létt- þungavigt í Róm árið 1960. En Ólympíumeistarar sem aðrir urðu fyrir barðinu á kynþáttafor- dómum. Eftir að pilti var meinað um afgreiðslu á veitingastað henti hann ólympíugullinu í Ohio-ána til að sýna andstyggð sína á hegðun landa sinna. Hann gerðist atvinnumaður í hnefaleikum og sigurganga hans hélt áfram. Árangur hans í hringnum og heimagerð auglýsingaherferð gerði hann frægan og vinsælan um allan heim. Framkoma hans í hringnum var óvenjuleg. Hann dansaði í kring um mótherja sína, hæddist að þeim og skoraði á þá að slá til sín. Það sem hann sagði og ekki síður fimir fætur hans náðu til fjöldans. Einn aðdáandi Alis sagði eitt sinn um hann: „Ali flögrar eins og fiðrildi og stingur eins og býfluga.“ Hann var óragur við að storka ör- lögunum og fyrir hverja keppni sagði hann ekki aðeins að hann myndi sigra heldur sagði öllum sem heyra vildu í hvaða lotu hann ætlaði að ganga frá mótherja sínum. Í febrúar 1964 fékk Cassius Clay tækifæri til að berjast við heims- meistarann Sonny Liston, sem hann kallaði „gamlan ljótan björn“. Heimsmeistarinn var sleginn í gólfið í lok sjöttu lotu og í kjölfarið varði nýi heimsmeistarinn titil sinn níu sinnum. Neitaði að ganga í herinn Eftir því sem frægðin jókst breytt- ist hegðun Alis utan hringsins. Hrok- inn hvarf að mestu og hann fór hæg- ar í sakirnar. Hann gekk til liðs við samtök þeldökkra múslima, tók sér nafnið Muhammad Ali og sagði Cass- ius Clay „þrælsnafn“ sitt. Samtökin aðhylltust aðskilnaðarstefnu ólíkt því sem helstu mannréttindafrömuð- ir, eins og dr. Martin Luther King, hvöttu til. Ali neitaði að ganga í her- inn og var í kjölfarið sviptur heims- meistaratitlinum og dæmdur í fimm ára fangelsi, en þeim dómi var hnekkt með áfrýjun. Ali snéri í hringinn að nýju þremur árum síðar, en hann hafði þyngst, misst niður hraða og tapaði fyrir Joe Frazier. Þó hann næði fram hefndum tveimur ár- um síðar var stærsta stundin í októ- ber 1974 þegar Ali vann George For- eman í Zaire. Ali rotaði Foreman í áttundu lotu og endurheimti heims- meistaratitilinn sem hann hafði fyrst unnið áratug áður. Nú var hann orð- inn 32 ára gamall og aðeins annar maðurinn í sögu hnefaleikanna sem hafði tekist að endurheimta heims- meistaratitilinn eftir að hafa tapað honum. Ali vann Frazier í þriðja sinn þegar þeir mættust í Manilla og verður sá bardagi lengi í minnum hafður. Fjórum árum eftir að Ali krækti í titilinn á ný tapaði hann mjög óvænt fyrir Leon Spinks. Þeir mættust á ný í New Orleans átta mánuðum síðar og aldrei hafði annar eins fjöldi fylgst með hnefaleikakeppni. Millj- ónir áhorfenda fylgdust með í sjón- varpi og dómararnir voru allir sam- mála í lok bardagans. Ali var dæmdur sigur og þar með varð hann heimsmeistari í þriðja sinn, nú 36 ára gamall. Örlátur á fé Ali neitaði að hætta og gerðist leikari í nokkurn tíma. Hann hafði löngum verið örlátur á fé og þó svo hann hafi unnið sér inn um 60 millj- ónir dollara í hnefaleikum virtist hann eiga mjög lítið eftir af því fé ár- ið 1979. Hann fór aftur í hringinn en tapaði á stigum fyrir Trevor Berbick í desember 1981 og tilkynnti í kjöl- farið að nú væri hann hættur, enda að verða fertugur. Upp úr áramót- unum fóru að berast sögur um heilsu Alis, hann var með Parkinsonsveik- ina. Heimsbyggðin tók þátt í gleði hans þegar hann kveikti ólympíueld- inn í Atlanta 1996. Við það tækifæri fékk hann verðlaunapening, eins og þann sem hann vann til á leikunum 1960. Ali er þó hvergi nærri horfinn af sjónarsviðinu. Hann ferðast víða um heim og kemur fram til að safna pen- ingum fyrir þá sem minna mega sín og þá fyrst og fremst fyrir veik börn. Hvar sem hann kemur fær hann frá- bærar móttökur og um árþúsunda- mót var hann kjörinn íþróttamður aldarinnar af áhorfendum BBC í Bretlandi og sömu útnefningu fékk hann hjá bandaríska tímritinu Sports Illustrated. Sögubækurnar sýna að Muhamm- ad Ali var hnefaleikakappi í fremstu röð í tvo áratugi, sigraði í 56 bardög- um og þaraf 37 sinnum með rothöggi. Frábær árangur en afrek hans ná langt út fyrir hnefaleikahringinn. Þessi virðulegi og glaðlyndi maður hefur snert taugar jarðarbúa á allt annan hátt en nokkur annar íþrótta- maður. Hann er stjarna. Nafn Muhammad Ali hefur verið skrá á gullstjörnu fyrir framan Koda Theatre, þar sem það er á meðal nafn frægustu leikara Hollywood. MUHAMMAD Ali, eða Cassius Clay, eins og hann var skírður, er án efa einn þekktasti ein- staklingur sem gengið hefur á þessari jörð. Besti og sigursæl- asti hnefaleikamaður allra tíma fagnar 60 ára afmæli sínu í dag, 17. janúar 2002, og er þess minnst víða um heim. Þegar hann var upp á sitt besta sagði hann gjarnan að hann væri mestur og þrátt fyrir að vera löngu hættur í hringnum hefur hann alls ekki lagt árar í bát, slæst við Parkinsonsveikina og er af mörgum enn talinn mestur. Reuters Muhammad Ali kveikir á blysi á Centennial Park í Atlanta 4. desember sl., en síðan hefur verið hlaupið með blysið víðs veg- ar um Bandaríkin og komið verður með það til Salt Lake City 8. febrúar, þar sem vetrarólympíuleikarnir fara fram. „Ég er mestur!“ Skúli Unnar Sveinsson skrifar MUHAMMAD ALI 60 ÁRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.