Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 4
Það sem þarf meðal annars að farabetur yfir er að búa liðið undir að mæta fleiri afbrigðum af sóknar- og varnarleik. Þá koma leikirnir við Dani og Frakka sér vel því eftir þeim upplýsingum sem ég hef bestar þá leika Danir meðal ann- ars 3/2/1 framliggjandi vörn og einn- ig 5/1 svo að leikirnir við þá verða væntanlega mjög lærdómsríkir. Þá er einnig kærkomið að mæta heims- meisturum Frakka í síðasta leik fyrir EM. Þeir leika mjög fjölbreyttan sóknar- og varnarleik undir stjórn nýs þjálfara. Leikirnir um helgina verða því viss prófraun á liðið mitt á lokasprettinum,“ sagði Guðmundur en leikirnir við Dani og Frakka eru í Danmörku á föstudag og laugardag. Eftir það eru ráðgerðar æfingar á mánudag og þriðjudag í Kaup- mannahöfn, tvær æfingar hvorn dag. Að þræða hinn gullna meðalveg Guðmundur segir ennfremur að hann reikni fastlega með að and- stæðingarnir á EM gangi mjög ákveðið út á móti Ólafi Stefánssyni og eins gerist það eflaust í einhverj- um mæli gegn Dönum og Frökkum. Það er því íslenska liðinu hollt að venjast þeirri staðreynd og sjá hvernig þær lausnir reynast sem æfðar hafa verið við þeirri aðgerð andstæðinganna. Um lokaundirbúninginn sagði Guðmundur að hann myndi leggja nokkuð jafna áherslu á varnar- og sóknarleikinn. „Það er nú einu sinni þannig að þegar maður þjálfar lands- lið þá þarf að gera margt á stuttum tíma. Um leið þarf einnig að gæta sín á því að gera ekki of mikið. Málið er reyna að finna og þræða hinn gullna meðalveg og hann er ég að reyna að þræða í fyrsta skipti. Eftir keppnina í Svíþjóð kemur í ljós hvernig til hef- ur tekist við það.“ Hefur þú fengið nýjar myndir og upplýsingar um andstæðingana í riðlakeppni EM; Spánverja, Slóvena og Svisslendinga? „Ég hef fengið myndir af leikjum Svisslendinga og Spánverja. Reynd- ar eru myndirnar af Spánverjunum ekki nýjar, eru frá Super Cup- mótinu í Þýskalandi í haust þar sem Talant Duschebajev lék með þeim. Nú er hann meiddur og leikur ekki með á EM og það breytir eflaust eitt- hvað leik spænska liðsins. Þeir leika í Svíþjóð um næstu helgi og ég ætla að verða mér úti um upptöku af leikjum þeirra þar. Einnig hef ég verið í sam- bandi við Pólverja sem léku við Spánverja á Spáni um síðustu helgi um að fá hjá þeim upptökur. Vonandi tekst það.“ Slóvenar hafa lítið leikið opinberlega „Nú bíð ég eftir upptökum af leikj- um Slóvena í Portúgal um síðustu helgi og vænti þess að þær verði komnar áður en við höldum til Dan- merkur, annars verða þær sendar til mín þangað. Slóvenar hafa ekkert leikið opinberlega í langan tíma þar til á fjögurra landa móti í Portúgal um síðustu helgi og því liggja upp- tökur af leik þeirra ekki á lausu. Það er því miður lítið að marka upptökur af leikjum Svisslendinga á mótinu í Svíþjóð um síðustu helgi þar sem í liðið vantaði þrjá lykilmenn, þá Marc Baumgartner, Robbie Kostad- inovich og Iwan Ursic. Fyrir vikið má ekki draga of miklar ályktanir af slæmum leik svissneska liðsins í Sví- þjóð. Það er ljóst í mínum huga að það má ekki undir neinum kringumstæð- um vanmeta Sviss.“ Hvaða markmið setur íslenska lið- ið sér á EM? „Það er mjög einfalt, fyrsti áfang- inn er að komast í milliriðla. Fyrr en það tekst er ekki rétt að setja sér annað markmið því það hefur lítið upp á sig á að horfa á einhver sæti í keppninni ef liðið kemst ekki upp úr riðlakeppninni og þarf að fara heim að henni lokinni. Fyrst er að einbeita sér að hinni erfiðu riðlakeppni áður en farið er að hugsa lengra. Við lítum heldur ekki á riðla- keppnina þannig að þar sé nóg að vinna einn leik til þess að komast áfram. Málið sé að vinna Sviss og þar með verði sæti í milliriðlum tryggt. Ekki er víst að það dugi að vinna einn leik til þess að komast í milliriðla auk þess sem viðureignin við Sviss er sú síðasta af þremur í riðlakeppninni og því ekki ráðlegt að veðja á sigur í síð- asta leik. Þegar og ef okkur tekst að komast í milliriðla þá setjum við okkur nýtt markmið. Við verðum bara að taka eitt skref í einu í stað þess að vera með há- stemmdar yfirlýsingar um ákveðin sæti.“ Spánverjar og Slóvenar hafa gert betur en Íslendingar á stórmótum Guðmundur segir að Evrópu- keppnin sé mjög erfitt mót þar sem flestallar bestu handknattleiksþjóðir heims eru samankomnar. Komist ís- lenska liðið í milliriðla þýðir það sjö leiki á níu dögum. Það reyni mjög á og ekkert megi út af bera. Um andstæðingana í riðlakeppn- ina, Spánverja, Slóvena og Sviss- lendinga, segir Guðmundur: „Slóvenar gerðu miklum mun bet- ur en íslenska liðið á síðasta Evrópu- móti fyrir tveimur árum og sömuleið- is Spánverjar. Báðar þjóðirnar hafa verið fyrir ofan okkur síðustu ár, á því leikur enginn vafi og því verða leikmenn og aðrir að gera sér grein fyrir að liðsins bíður erfitt verkefni. Svisslendingar hafa alltaf reynst okkur erfiður andstæðingur á síð- ustu árum, því skyldi enginn gleyma. Þeir eru erfiður andstæðingur sem ber síst að vanmeta heldur sýna til- hlýðilega virðingu, samt sem áður ekki of mikla. Svisslendingar segja að leikurinn við Íslendinga sé leikurinn sem þeir ætla að vinna og komast áfram í keppninni. Það hef ég heyrt og séð haft eftir Arno Ehret, landsliðsþjálf- ara Sviss. Því verðum við að fara af fullri alvöru og einurð í þann leik eins og aðra á Evrópumótinu, þar verður enginn leikur auðveldur,“ segir Guð- mundur Þ. Guðmundsson, landsliðs- þjálfari í handknattleik. Guðmundur Þ. Guðmundsson um Evrópukeppnina í Svíþjóð Fyrsti áfanginn er að komast í milliriðla Morgunblaðið/Golli Ólafur Stefánsson leikur lykilhlutverk með landsliðinu á Evrópumótinu í Svíþjóð, þar sem Ísland leikur í riðli með Spáni, Sviss og Slóveníu. „FRAM til þessa hefur undir- búningurinn gengið vel, en svo sannarlega er ýmislegt sem á eftir að pússa til, það er eins og gengur þegar líður að stórmóti,“ segir Guðmundur Þórður Guð- mundsson landsliðsþjálfari nú þegar átta dagar eru þar til flautað verður til leiks Íslend- inga og Spánverja í Skövde á Evrópumótinu í Svíþjóð. „Ég trúi því að sá tími sem til stefnu er dugi til þess að ljúka því sem þarf að ljúka áður en keppnin hefst,“ segir Guðmundur enn- fremur en hann fer með sveit sína til Danmerkur á morgun þar sem liðið verður saman í æf- ingabúðum fram á næsta mið- vikudag er haldið verður yfir sundið frá Kaupmannahöfn til Svíþjóðar. GUÐMUNDUR UM SVISS ’ Lítið að marka upptökur af leikjumSvisslendinga í Svíþjóð, þar sem í liðið vantaði þrjá lykilmenn – Baumgartner, Kostadinovich og Ursic. ‘ Ívar Benediktsson skrifar  ALAN Shearer, sem hefur verið nefndur sem næsti knattspyrnu- stjóri Newcastle, er nú orðinn vin- sæll hjá veðbönkum í London. Shearer hefur leikið vel að undan- förnu og er fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins. Farið er að veðja á að Sven-Göran Eriksson, lands- liðsþjálfari Englands, kalli á hann fyrir HM í Suður-Kóreu og Japan.  TOTTENHAM er komið í hóp þeirra liða sem hafa sýnt norska landsliðsmanninum og miðherjanum John Carew, sem leikur með Val- encia á Spáni, áhuga.  LOUIS Saha, framherji Fulham, verður frá keppni og æfingum næstu vikurnar þar sem hann nefbrotnaði í bikarleik gegn Wycombe á miðviku- dag.  SPÆNSKU dagblöðin Marca og AS segja að Frakkinn Patrick Veira, miðjumaðurinn snjalli hjá Arsenal, hafi verið í viðræðum við forráðamenn Real Madrid á mánu- dag. Blöðin segja að Real Madrid sé reiðubúið að greiða Arsenal 26 millj- ónir punda eða sem samsvarar 3,8 milljörðum króna fyrir leikmanninn og gera við hann fimm ára samning.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, hefur ítrekað sagt að Viera sé ekki falur og gildi þá einu hversu hátt tilboð berist.  FRANCIS Jeffers, miðherjinn sem Arsenal keypti frá Everton á tíu milljónir punda sl. sumar, hefur lítið sem ekkert getað leikið með liðinu vegna meiðsla. Jeffers lék á ný – með varaliði Arsenal gegn Chelsea á þriðjudaginn. Hann fór af leikvelli meiddur á ökkla.  ÁÐUR en Jeffers fór af leikvelli hafði hann skorað tvö mörk í stór- sigri á Chelsea, 5:0. Brasilíumaður- inn Edu skoraði einnig tvö mörk. Með Arsenal léku Richard Wright, markvörður, Lee Dixon og Ray Parlour, sem verða klárir í slaginn gegn Leeds á Elland Road um næstu helgi.  ALAN Shearer, miðherji New- castle, er tilbúinn að veita Thierry Henry, miðherja Arsenal, aðstoð í máli hans, þegar hann kemur fyrir aganefnd enska knattspyrnusam- bandsins vegna framkomu sinnar við dómarann Graham Poll, eftir leik Arsenal og Newcastle á dögunum. „Ég er tilbúinn að mæta fyrir nefnd- ina og veita Henry stuðning ef hann óskar,“ sagði Shearer.  HENRY fór til dómarans eftir leik- inn til að fá svör við því hvers vegna Poll rak Ray Parlour af leikvelli og á hvað hann dæmdi vítaspyrnu undir lok leiksins.  FABRIZIO Ravanelli, leikmaður Derby, hélt fund með fréttamönnum á æfingasvæði liðsins í gær, þar sem hann tilkynnti að hann hefði ekki áhuga á knattspyrnustjórastarfi Col- ins Todds, sem var látinn fara frá lið- inu sl. mánudag. „Ég er í góðri æf- ingu og hef aðeins áhuga á að leika knattspyrnu – ekki stjórna,“ sagði Ravanelli.  GLENN Hoddle, knattspyrnu- stjóri Tottenham, hefur augastað á tveimur Brasilíumönnum – sóknar- leikmanninum Washington, 26 ára, og miðjumanninum Adrianinho, 21 árs, sem leika með Ponte Preta.  WASHINGTON skoraði 45 mörk í 47 deildarleikjum í Brasilíu sl. keppnistímabil.  MARKUS Babbel, þýski varnar- maðurinn sem er á mála hjá Liver- pool, var í gær útskrifaður af sjúkra- húsi í München í Þýskalandi en þar hefur hann dvalið undanfarnar fimm vikur. Babbel greindist með vírus- sjúkdóm í haust sem lagðist á tauga- kerfið og var lengi vel óttast um heilsu hans. Læknar segja að Babbel muni ná sér en hann getur þó ekki leikið með Liverpool á næstunni. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.