Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 1
2002  FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A GUÐMUNDUR Þ. SPÁIR Í MÓTHERJA OG MÖGULEIKA Á EM / C4 Rangur dómur að mati Vialli WATFORD hyggst reyna að fá rauða spjald Heiðars Helgusonar í leiknum við Millwall fellt niður hjá aga- nefnd enska knattspyrnu- sambandsins en Heiðar, sem var nýkominn inná sem vara- maður, fékk reisupassann fyrir brot á lokamínútunni í leik Watford og Millwall í fyrrakvöld. Dómarinn mat brot Heiðars sem grófa tækl- ingu aftan frá og vísaði hon- um umsvifalaust að velli. „Það var rangur dómur að vísa Heiðari útaf. Ég sá at- vikið vel. Tæklingin hjá hon- um var heiðarleg og hann snerti leikmann Millwall óverulega,“ sagði Gianluca Vialli, knattspyrnustjóri Wat- ford og bætti því við að þessi sami dómari væri búinn að dæma þrjá leiki hjá Watford á leiktíðinni og í þeim leikj- um hefði hann vísað fimm leikmönnum Watford af velli. Fái Watford ekki þessum dómi breytt fer Heiðar í þriggja leikja bann. Ég hef svona lauslega rætt viðforráðamenn WBA um málin og komið þeim skilaboðum áleiðis hvað ég vil fá fyrir minn snúð. Ég sagði þeim að við fjölskyldan vær- um búin að hugsa mikið um hvort við ættum ekki að flytja heim, svo í raun má segja að boltinn sé hjá WBA. Ef ég fæ það sem ég vil verð ég hér áfram en ég get alveg sagt þér það að Akureyri togar. Við höfum verið úti síðan 1994 og það styttist í að við snúum heim á leið,“ sagði Lárus Orri við Morg- unblaðið en hann hefur verið í her- búðum WBA frá haustinu 1999 þegar liðið keypti hann frá Stoke. Lárus sagðist hafa verið búinn að taka ákvörðun fyrir tímabilið um að flytja heim í sumar en for- sendur hefðu breyst. „Ég gerði ekki ráð fyrir að vera í liðinu en það hefur mikið breyst síðan ég tók þá ákvörðun að þetta yrði mitt síðasta ár. Ég hef spilað hvern einasta leik, nema þegar ég tók út einn leik í banni, og mér hefur gengið mjög vel. Ég vona bara að við ljúkum tímabilinu al- mennilega og förum upp. Við erum með í toppbaráttunni og höfum alla burði til að vera það áfram, svo framarlega sem við höldum ekki áfram að tapa stigum á móti neðri liðunum, en okkur hefur vegnað mjög vel á móti toppliðunum.“ WBA vill halda Lárusi Orra LÁRUS Orri Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er búinn að fá í hendurnar skriflegt tilboð um að framlengja samning sinn við enska 1. deildarliðið WBA um tvö og hálft ár, en samningur hans við félagið á að renna út í sumar. Lárus, ásamt átta öðrum leikmönnum, verður með lausa samninga í sumar og er Lárus einn þriggja leik- manna liðsins sem stjórnarmenn WBA leggja hvað mesta áherslu á að halda. Birgir Leifur sagði í samtali viðMorgunblaðið í gær að skipu- leggjendur áskorendamótaraðarinn- ar hefðu enn ekki gengið endanlega frá tímasetningum og keppnisstöðum á næsta keppnistímabili. „Það er margt sem þarf að athuga áður en keppnistímabilið hefst og þessa dag- ana er ég að bíða eftir svörum frá hugsanlegum samstarfsaðilum,“ sagði Birgir Leifur. Björgvin Sigurbergsson hefur sótt um að fá að taka þátt í mótinu í Kenýa en aðilar hér á landi vinna hörðum höndum að málinu og var Björgvin þokkalega bjartsýnn á að það tækist. „Það er verið að ganga frá lausum endum hvað varðar tímabilið og ég vonast til þess að komast inn á mótið í Kenýa en það er ætlunin að við Birgir Leifur förum saman á mótið í Sam- bíu. Það er slæmt að dagskráin skuli ekki vera klár fyrir tímabilið og því verð ég að bíða aðeins með að ganga endanlega frá þeim hlutum sem snúa að mér,“ sagði Björgvin í gær en hann var þá á leið út á golfvöll Keilismanna á Hvaleyrinni að æfa sig, enda voru aðstæður eins og best verður á kosið sé miðað við 16. janúar á Íslandi. Á myndinni er hann ásamt börnum sín- um, Guðrúnu Brá og Helga Snæ. Birgir Leifur og Björgvin til Afríku KYLFINGURINN Birgir Leifur Hafþórsson mun hefja keppn- istímabilið á sterku móti sem fram fer í Kenýa í Afríku 28. febrúar nk. Viku síðar tekur Birgir Leifur þátt í móti í Sambíu og í kjölfarið fylgja mót í Marokkó og á Ítalíu. Reuters Frakkinn Jerome Golmard fagnar eftir að hafa lagt Goran Ivanisevic á opna ástr- alska í tennis. Úrslit C2 og umsögn C3. SOULEYMANE Oulare, framherji Stoke, var í fyrradag fluttur í skyndi á sjúkrahús og var um tíma óttast um líf hins 29 ára gamla Gíneubúa. Oulare átti erfitt um andardrátt og kvartaði einnig um mikla verki í brjósti. Læknar töldu í fyrstu að blóðkökkur væri í lunga Oulares og er haft eftir Stefáni Stefánssyni, sjúkraþjálfara, að mönnum hafi ekki litist á blikuna um tíma. „Hann þurfti mikla aðstoð frá læknum til þess að geta andað og þeir áttu í vandræðum með að finna út hvað olli þessu,“ sagði Stefán en á þess- ari stundu er ekki vitað hvað hrjáir Oulare, sem kom frá Las Palmas en miklar vonir eru bundn- ar við Oulare, sem var markahæsti leikmaður Belgíu er hann lék með Genk. „Þessi tíðindi eru okkur mikið áfall en það mikilvægasta er að finna hvað olli þessu og að Oulare nái bata sem fyrst,“ sagði Guðjón Þórðarson. Óttast var um líf leikmanns Stoke

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.