Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 C 3 Íslenska liðið áfram í 52. sæti ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu er í 52. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandins, FIFA, sem gefinn var út í gær og er þetta sama sæti og Íslendingar voru í fyrir mánuði. Engin breyting er á topp 30-listanum og skýringin sú að lít- ið hefur verið um landsleiki frá því síðasti listi var gefinn út. Frakkland er sem fyrr í efsta sæti, Argentína í öðru, Brasilía í þriðja, Portúgal í fjórða, Kólumbía í fimmta, Ítalía í sjötta, Spánn í sjöunda, Holland í áttunda, Mexíkó í níunda og Eng- landi í tíunda sæti. Þýskaland er í tólfta sæti og af Norðurlandaþjóðunum eru Svíar í sextánda sæti, Danir í sautjánda sæti, Norðmenn í 25. sæti, Finnar í 46. sæti og Færeyingar eru í 118. sæti á listan- um. g Reuters áð ak na  LOKEREN komst í gærkvöldi í undanúrslit belgísku bikarkeppn- innar með því að leggja La Louv- iere 0:2 á útivelli. Rúnar Kristins- son, Arnar Viðarsson og Arnar Grétarsson léku allan leikinn en Auðun Helgason var varamaður.  ÍTALSKUR fjölmiðill sagði í gær að Veron væri á leið til Lazio í júní, eftir að hafa dvalið í herbúðum Manchester United í eitt ár. Mosc- arti, umboðsmaður Veron og Serg- io Cragnotti, forseti Lazio, hafa komist að samkomulagi en til að af þessu geti orðið þarf Lazio að selja Spánverjann Gazka Mendieta.  JÓHANNES Harðarson skoraði eitt mark fyrir hollenska liðið Groningen sem burstaði spænska 3. deildarliðið Deportivo Marino, 14:1, í æfingaleik sem háður var á Tenerife á Spáni í fyrrakvöld en Jóhannes og félagar eru þar í æf- ingabúðum. Jóhannes, sem lék all- an síðari hálfleikinn, skoraði fjór- tánda mark Groningen í leiknum.  KRISTINN Björnsson frá Ólafs- firði og Björgvin Björgvinsson frá Dalvík kepptu á Evrópubikarmóti í svigi sem fram fór í Mellau í Aust- urríki í gær. Kristinn hafnaði í 40. sæti og Björgvin í 46. sæti, en fimmtíu keppendur luku keppni.  SIGURVEGARI var Silvan Zur- briggen frá Sviss á 1.35,42 mín. Kristinn var tæpum fjórum sek. á eftir honum og Björgvin rúmum fimm sek.  ÓLAFUR Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson, handknattleiksdóm- arar, dæma leik Viborg og Herz Budapest í Meistaradeild kvenna í handknattleik í Danmörku um helgina.  MILANA Mileusnic, örvhent kró- atísk stúlka, sem lék með Eyjalið- inu fyrir áramótin verður ekki meira með ÍBV í vetur. Hún fór heim í jólafrí og hugðist koma aftur en vildi fá meira fyrir sinn snúð en samningurinn sagði til um og nú er ljóst að hún kemur ekki.  SPÁNVERJAR unnu Rússa, 22:21, í vináttulandsleik í hand- knattleik í Granollers á þriðjudags- kvöldið að viðstöddum 3.500 áhorf- endum. Staðan í hálfleik var 12:10, Rússum í vil. Rodriguez Entrerríos skoraði flest mörk heimamanna, 6, en Alexei Rastvortsev var með 5 fyrir gestina og Dmítrí Torgov- anov skoraði fjórum sinnum.  HERMANN Maier skíðakappi frá Austurríki tilkynnti í gær að hann hefði gefið upp vonina um að geta tekið þátt í vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City í næsta mánuði. Þrátt fyrir hraðan bata eftir vél- hjólaslys í haust segist Maier ekki vera orðinn fyllilega nógu góður til þess að keppa á meðal þeirra bestu.  STEFFEN Weber og Jan-Olaf Immel eru sennilega ekki á leið með þýska landsliðinu á Evrópu- mótið í handknattleik í Svíþjóð. Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þýskalands, setti þá út í kuldann þegar hann valdi 16-manna hóp sem mætir Rússum í Nordhorn á morgun og Dönum í Flensborg á sunnudag. Brand segist ætla að til- kynna EM-hópinn eftir leikinn við Dani en líklegt má telja að hann verði eins skipaður og sá sem hann valdi til fyrrgreindra leikja.  BOLTON er að ganga frá kaup- um á varnarleikmanni frá Rúmen- íu, Daniel Prodan. Hann er 29 ára og hefur leikið með National Búk- arest. Prodan, sem verður út keppnistímabilið hjá Bolton, fer í læknisskoðun í dag.  JUVENTUS hefur sýnt finnska miðverðinum Sami Hyypia hjá Liv- erpool áhuga.  STEFAN Schwarz, miðvallar- leikmaður Sunderland og fyrrver- andi leikmaður sænska landsliðs- ins, er sagður á leið til Benfica í Portúgal, en hann hefur leikið áður með liðinu. FÓLK Ósigur Kafelnikov þýðir að tenn-isleikararnir sem raðað var í efstu sætin fyrir mótið eru fallnir úr leik – sá efsti á listanum, Lleyton Hewitt, tapaði í 1. umferðinni en Gustavo Kuerten, Kafelnikov og Frakkinn Sebastian Grosjean, sem allir voru á topp fimm-listanum, féllu í 2. umferðinni. Grosjean, sem raðað var í fimmta sætið, tapaði í maraþon- viðureign á móti Spánverjanum Francisco Clavet en Bandaríkjamað- urinn Andre Agassi, sem raðað var í þriðja sæti, féll úr leik með öðrum hætti því hann varð að draga þátt- töku sína til baka á síðustu stundu vegna meiðsla. Wimbledonmeistarinn frá Króatíu Goran Ivanisevic tapaði óvænt fyrir Frakkanum Jerome Golmard. Bretinn Tim Henman, sem var sjötti á styrkleikalista mótsins, er þar með orðinn sigurstranglegur en hann lagði Hvít-Rússann Vladimir Voltchkov mjög örugglega, 6:3, 6:4 og 6:1. Henman mætir landa sínum, Greg Rusedski, í 4. umferðinni og verður það í fyrsta sinn sem þeir leiða saman hesta sína á stórmóti í tennis. Í kvennaflokki urðu úrslitin í 2. umferðinni nokkuð eftir bókinni. Martina Hingis, sem talin er mjög sigurstrangleg, vann öruggan sigur á þýsku stúlkunni Gretu Arn, 6:1 og 6:2, og gamla stórstjarnan Monica Seles frá Bandaríkjunum komst auð- veldlega áfram er hún sigraði Cöru Black frá Zimbabve, 6:1 og 6:1. Áframhald á stjörnuhrapi í Melbourne STÓRSTJÖRNURNAR halda áfram að falla úr keppni á opna ástr- alska mótinu í tennis. Í gær þurfti Rússinn Jevgení Kafelnikov að pakka saman föggum sínum eftir tap á móti Bandaríkjamanninum Alex Kim í 2. umferð mótsins en Kim var fyrir mótið í 234. sæti á styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins. Kafelnikov, sem fagnaði sigri á mótinu fyrir þremur árum og var í fjórða sæti á styrkleikalista mótsins, tapaði í þremur settum, 6:3, 7:5 og 6:3. Eiður Smári Guðjohnsen var íbyrjunarliði Chelsea sem tók á móti Norwich á heimavelli, Stamford Bridge, en Hollendingurinn Jimmy Floyd Hasselbaink var fjarri góðu gamni vegna meiðsla og fylgdist með leiknum úr áhorfendastúkunni ásamt eiginkonu sinni. Í hans stað var Gianfranco Zola í fremstu víg- línu Chelsea ásamt Eiði Smára. Og Eiður fékk á 9. mínútu úrvals færi til þess að brjóta ísinn er hann fékk sendingu inn fyrir vörn Norwich frá Zola. En Eiður var ekki á skotskón- um og skot hans fór yfir markið. Að- eins tveimur mínútum síðar skoraði Mario Stanic fyrsta mark Chelsea og eina mark fyrri hálfleiks. Á 12. mín- útu síðari hálfleiks bæti Frank Lampard öðru marki heimamanna við. Á 62. mínútu var Eiði Smára skipt út af fyrir Mikael Forssell. Að- eins tveimur mínútum síðar bætti Zola þriðja marki Chelsea við og var það hreint gull af marki. Eftir horn- spyrnu frá hægri barst knötturinn í átt til Zola sem kom á sprettinum inn á markteigshornið. Þar spyrnti hann boltanum með hægri hælnum efst í markhornið. Stórglæsilegt mark og hreinlega óverjandi fyrir markvörð Norwich. Forssell innsigl- aði síðan sigur Chelsea skömmu fyr- ir leikslok. Chelsea mætir West Ham í fjórðu umferð en Bolton mætir Tottenham, sem vann Coventry, 2:0, á útivelli í gærkvöldi. Gustavo Poyet og Les- Ferdinand skoruðu sitt markið hvor. Pyet í þeim fyrri og Ferdinand þeg- ar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Gordon Strachan varð að bíta í það súra epli að sjá menn sína í Southampton hafa lítið erindi í 1. deildarliðið Rotherham á útivelli. Heimamenn komust í 2:0 áður en Pahars klóraði í bakkann fyrir Southampton með marki úr víta- spyrnu 70. mínútu. Þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir komust leikmenn Southampton ekki lengra. Guðni braut ís- inn fyrir Bolton „ÍSLENDINGALIÐIN“ Bolton og Chelsea tryggðu sér sæti í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi með öruggum sigrum á and- stæðingum sínum. Bolton lagði Stockport, 4:1, á útivelli þar sem Guðni Bergsson skoraði fyrsta mark Bolton á 36. mínútu með skalla, en Guðni lék aðeins fyrri hálfleikinn í vörn Bolton. Óvænt- ustu tíðindin í gær voru þau að 1. deildarlið Rotherham sló úrvalsdeildarliðið Southampton úr keppni með öruggum 2:1 sigri á heimavelli. ÍÞRÓTTIR Las Palmas og Preston sömdu „ÉG verð víst að bíða í nokkrar klukkustundir þar til endanlega verður gengið frá þessu,“ sagði Þórður Guðjónsson knatt- spyrnumaður í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Í gær funduðu forráðamenn Preston og Las Palmas vegna þess bakslags sem komið var í væntanleg kaup enska fyrstudeildar fé- lagsins á Þórði frá spænska félaginu. „Það náðist samkomulag á fundinum í dag en það verður ekki skrifað undir fyrr en í fyrramálið – og ég verð að bíða þangað til,“ sagði Þórður. Preston vildi í upphafi leigja Þórð en hann tók það ekki í mál þar sem lokað hefur verið fyrir félagaskipti á Spáni. Enska liðið hugð- ist þá kaupa hann en verðið var of hátt til að byrja með en nú virð- ast félögin hafa náð samkomulagi sem verður undirritað í dag. „Ég er tilbúinn í leikinn um helgina en þá tekur Preston á móti Gillingham,“ sagði Þórður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.