Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 B 3 TEITUR Þórðarson þjálfari norska knattspyrnuliðsins Brann var ekki ánægður með þjálf- arateymi Lilleström eftir við- ureign liðanna í fjögurra liða móti um helgina í Osló. Logi Ólafsson og Arne Erlandsen þjálfarar Lille- ström stilltu upp unglingaliði gegn Brann þar sem leikið var um þriðja sætið á mótinu. Brann átti ekki í miklum vandræðum með óreynt lið Lilleström og sigraði 8:1. Vålerenga og sænska liðið GIF-Sundsvall léku um gullið. „Ég þekkti aðeins einn leikmann Lilleström en ég tel mig þekkja vel til allra helstu leikmanna liðsins. Þetta útspil þjálfara liðsins ber vott um virðingarleysi. Við erum að reyna skapa vettvang fyrir al- vöru keppni á milli úrvalsdeil- arliða yfir vetrartímann þar sem áhangendur liðanna geta horft á spennandi leiki. Ég á ekki von á því að okkar stuðningsmenn greiði aðgangseyri að leikjum sem þess- um í framtíðinni,“ segir Teitur við Bergens Tidende. Arne Erlandsen sagði hinsvegar að álagið væri of mikið á leikmenn Lilleström en liðið hélt í æf- ingabúðir á La Manga á Spáni í gær. „Allir aðilar mótsins vissu að við myndum ekki stilla upp okkar sterkasta liði á sunnudeginum,“ sagði Erlandsen. NORSKA KNATTSPYRNAN VALDIMAR Kristófersson hefur verið ráðinn þjálfari meist- araflokks karla í knattspyrnu hjá Stjörnunni í Garðabæ, en Arnór Guðjohnsen hætti með liðið fyrir fyrir sl. helgi. Valdimar er öllum hnútum kunn- ugur hjá Stjörnunni, hefur leikið 112 leiki í efstu deild, en hefur átt við þrálát meiðsli að stríða og lék ekkert í fyrra. Garðbæingar hafa einnig ráðið mann honum til aðstoðar og er það einnig Stjörnumaður, Rúnar Páll Sigmundsson, fyrirliði liðsins. Garðbæingar segja að nú séu heimamenn komnir við stjórnvölinn hjá Stjörnunni. NÝR ÞJÁLFARI Í GARÐABÆ unni, Keflavík, ÍS, KR og Grindavík. Það var allt útlit fyrir að framundan væri spennandi lokasprettur, en um leið og KR tók ákvörðun um að fá sér útlending breyttist allt. Það voru allir að vinna alla en núna eftir að KR- ingar fengu til sín bandaríska leik- manninn þá eiga þeir ekki að eiga í neinum vandræðum með að klára mótið. Það er ekkert nýtt að lið fái sér erlendan leikmann á lokasprett- inum og við höfum oft fengið okkur erlendan leikmann á lokasprettinum, sérstaklega ef sú staða hefur komið upp að keppinautar okkar um titilinn hafa gert það eða öfugt. En mitt mat er það að KR hafi ekki þurft á erlend- um leikmanni að halda núna þegar liðið er búið að fá Guðbjörgu Norð- fjörð og Lindu Stefánsdóttur til baka. Með þessu er KR í raun að gera sjálfu sér erfitt fyrir í framtíðinni. Þeir ungu leikmenn sem sáu fram á að fá loksins tækifæri með meistara- flokknum geta nú sett þann draum í salt og KR er í raun bara að fresta ákveðnu vandamáli sem liðið mun standa frammi fyrir eftir einhvern tíma. Það munu verða kynslóðaskipti í liðinu og þá getur það orðið vanda- mál að ungu leikmennirnir hafa ekki þá reynslu sem þarf. Reyndar held ég að KR hafi ekki staðið nógu vel að uppbyggingu og unglingastarfi í körfunni, þá á ég við í kvennabolt- anum. Liðið er ekki með lið í öllum kvennaflokkum og er það miður fyrir stórt og metnaðarfullt félag eins og KR.“ Vonbrigði ef KFÍ fellur úr deildinni En ef við snúum okkur úr vestur- bænum og vestur á firði. KFÍ hefur gengið í gegnum talsverðar svipting- ar í vetur, liðinu tókst ekki að fylgja eftir góðu tímabili frá í fyrra, þjálf- arinn var rekinn, leikmenn hættu og liðið tapaði stórt í síðustu leikjum. Miklir möguleikar á Ísafirði „Já, ég veit ekki vel hvað er að ger- ast fyrir vestan. En það má ekki gleyma því að liðið kemur úr öllum áttum og hefur tekið talsverðum breytingum frá því síðasta vetur. Vissulega hefur liðið misst leikmenn en það hafa komið nýir í staðinn og það verður að gefa þjálfurum mögu- leika á að slípa nýtt lið saman. Á stað eins og Ísafirði eru svo miklir mögu- leika að byggja upp góða stemmn- ingu í bænum fyrir liðinu, eins og gerðist í fyrra, þegar áhorfendur voru sjötti maðurinn í hverjum leik. Það yrði mjög slæmt fyrir KFÍ og Ísafjarðarbæ ef kvennaliðið myndi falla um deild líkt og karlaliðið.“ Jessica Gaspar bar lið KFÍ uppi í fyrra, nú er hún komin til liðs við Grindavík og virðist vera að draga vagninn þar líka. „Já, það er mikill gangur þar. Jess- ica Gaspar er mikill og sterkur per- sónuleiki og hún virðist ná að drífa alla leikmenn með sér þar sem hún er. Grindvíkingar hafa undanfarin ár staðið vel að yngri flokka starfi hjá sér og það er mikill fengur fyrir þær að fá leikmann eins og Gaspar með þessum ungu og þrælgóðu stelpum sem eru í liðinu. Þær verða bara betri og betri með hverjum leik. Gaspar virðist vera að gera sömu hluti og Penny Peppas gerði hjá Breiðabliki og Grindavík á sínum tíma en bæði lið urðu Íslandsmeist- arar. Þær báðar, Gaspar og Peppas, og reyndar margir aðrir erlendir leikmenn sem hafa verið hér, hafa þann hæfileika að vera ekki aðeins frábærir leikmenn heldur geta þær drifið alla aðra, leikmenn og áhorf- endur, með sér. Það er mikilvægt fyr- ir lið eins og Grindavík og reyndar öll þau lið sem fá sér erlenda leikmenn að ná sem mestu út úr erlendum leik- mönnum. Það vita það allir að það er skammtímalausn að fá erlendan leik- mann en ef þeir eru rétt nýttir geta þeir skilið mikið eftir sig, bæði í formi reynslu og þekkingar hjá þeim leik- mönnum sem þeir léku með.“ Nú ert þú með leikreyndustu leik- mönnum deildarinnar, hverja telur þú vera stöðu kvennakörfunnar í dag? „Ég held að staða kvennakörfu- boltans sé mun betri núna en hún var fyrir tíu til fimmán árum. Það sést bæði í deildarkeppninni og í þeim leikjum sem landsliðið hefur verið að leika, árangurinn er mikið betri en hann var fyrir nokkrum árum.“ Stelpur horfa ekki á NBA „Landsliðið þarf að fá tækifæri á stærri og sterkari mótum en það hef- ur verið að taka þátt í undanfarin ár sem eru Smáþjóðaleikarnir og Promotion Cup. Fyrr á árum lékum við á Norðurlandamóti og við töpuð- um með 80 til 100 stigum, en þrátt fyrir þau úrslit þá fengum við mikla reynslu út úr þeim leikjum. Þegar landsliðið tók aftur þátt í Norður- landamóti fyrir nokkru þá voru úr- slitin mun hagstæðari, enda er lands- liðið betra núna en það var þá. Kvennalandsliðsnefndin, sem er starfandi núna, er mjög áhugasöm og þeir sem eiga þar sæti hafa mikinn metnað til að gera betur en gert hef- ur verið undanfarin ár. KKÍ réð Sig- urð Ingimundarson aftur sem þjálf- ara landsliðsins og ég held að það hafi verið framfaraskref. Margir þeirra leikmanna sem eru í landsliðinu núna búa yfir meiri tækni og þekkingu á leiknum heldur en var hér fyrir nokkrum árum. Þessir leikmenn hafa fengið betra uppeldi og byrjað fyrr í körfunni heldur en við gerðum og eiga alla möguleika á að skila góðum árangri.“ Heldur þú að aðgangur að bestu körfuknattleiksdeild heims, NBA, í sjónvarpi hafi haft þar eitthvað að segja? „Nei, það held ég ekki. Ég held að stelpur horfi ekki svo mikið á NBA, að minnsta kosti geri ég það ekki,“ sagði Anna María Sveinsdóttir. dregið fram körfuknattleiksskóna á nýjan leik eftir nokkurt hlé Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Anna María Sveinsdóttir, yfirveguð – með vökul augu á veikleikum andstæðinganna. ’ Það voru fjögur liðí toppbaráttunni, Keflavík, ÍS, KR og Grindavík. Það var allt útlit fyrir að framundan væri spennandi loka- sprettur, en um leið og KR tók ákvörðun um að fá sér útlend- ing breyttist allt. ‘ Valdimar Kristófers- son með Stjörnuna Morgunblaðið/Golli Valdimar Kristófersson Teitur er ósáttur við Loga og Arne MEISTARA- SLAGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.