Morgunblaðið - 22.01.2002, Qupperneq 6
Fyrstu mínúturnar fóru í að losaspennuna og hvort lið náði einu
marki úr 5 fyrstu
sóknum sínum. Bæði
lið spiluðu vörnina
aftarlega en í þetta
sinnið voru hávöxn-
ustu Gróttu/KR-stúlkurnar settar
fremst svo að skyttum gestanna gekk
illa að finna markið. Stjörnustúlkum
gekk ekki eins vel í sínum varnarleik
þegar Alla Gorkorian fór fyrir liði
Gróttu/KR og Garðbæingar geta
þakkað Jelenu, markverði sínum, að
ekki seig á ógæfuhliðina því hún varði
á tíu mínútum 7 skot, þar af 3 víta-
skot. Jafnt var í leikhléi, 7:7, en strax
á fyrstu mínútum síðari hálfleiks fór
spennan að magnast. Herdís Sigur-
bergsdóttir gaf stöllum sínum sjálfs-
traustið á ný með tveimur fyrstu
mörkunum og síðan tók stórskyttan
Ragnheiður Stephensen við. Því mið-
ur fyrir þær var Alla líka búin að
finna fjölina sína og greip til leik-
reynslunnar þegar hún braut ísinn
fyrir sitt lið. Eftir að Halla María
Helgadóttir skoraði þrjú mörk í röð
fyrir Stjörnuna og rúmar fimm mín-
útur voru til leiksloka var leikurinn í
járnum í stöðunni 15:15. Í stöðunni
16:15, Gróttu/KR í vil, átti Alla síðan
skot í stöng en var fyrst til að ná bolt-
anum þegar hann hrökk til baka og
skoraði örugglega. Þetta sló Garðbæ-
inga út af laginu um stund og sem
fyrr segir náði Grótta/KR 18:15 for-
ystu þegar tæp mínúta var til leiks-
loka. Þótt Ragnheiður minnkaði
muninn dugði það ekki til.
„Ég er klökk enn þá því þetta er
besta tilfinning í heimi,“ sagði Ágústa
Edda Björnsdóttir, fyrirliði Gróttu/
KR, eftir leikinn. „Þegar tvö sterk lið
mætast má búast við jöfnum leik eins
og raunin varð á en mér fannst við
meira með yfirhöndina, höfðum oftar
forystu þó að Stjarnan kæmist stund-
um yfir. Ég hafði á tilfinningunni að
sigur yrði okkar megin og þegar Alla
kom okkur í tveggja marka forskot í
lokin var ég viss. Hún er ekki látin
taka af skarið heldur gerir hún það
sjálf en það var ekki bara hún. Hún
hefur kjarkinn og spilaði vel svo að
sjálfstraustið var í lagi enda átti hún
stjörnuleik,“ bætti Ágústa Edda við
og taldi einnig taktískar breytingar í
vörn hafa skilað sér. „Við breyttum
vörninni sem við höfum spilað í allan
vetur og lögðum áherslu á stöðva
Ragnheiði, sem skoraði mikið hjá
okkur í síðasta leik og það gekk upp.
En þegar við lögðum alla þessa
áherslu á hana losnar um til dæmis
Höllu Maríu en við náðum líka að
loka fyrir hana í lokin.“ Auk Öllu áttu
Ágústa Edda, Eva Björk Hlöðvers-
dóttir og Fanney Rúnarsdóttir mark-
vörður ágætan leik.
Stjörnustúlkur, sem flestar hafa
mikla leikreynslu, náðu sér ekki á
strik í leiknum og var eins vantaði
neistann, sem oft skiptir sköpum í
bikarleikjum. Það var aðeins Jelena
markvörður, sem stóð fyrir sínu þó
að Ragnheiður, Herdís, Halla María
og Margrét Vilhjálmsdóttir ættu
góða spretti. „Mér fannst við hökta
allan leikinn og lykilmanneskjur
gerðu ekki út um sín færi,“ sagði Sig-
geir Magnússon, þjálfari Störnunn-
ar, eftir leikinn. „Það er engin leið að
segja til um hvort það sé út af
spennu, hver verður að svara fyrir
sig, en við vorum með lélega nýtingu
á færum í fyrri hálfleik og létum þær
slá okkur út af laginu. Svo vorum við
of bráð í sókninni, spiluðum oft lang-
ar sóknir en tókum skot úr lélegum
færum í stað þess að spila upp á betri
færi,“ bætti þjálfarinn við og taldi
einbeitingu en ekki heppni hafa gefið
sigur. „Ég held að það sé ekki til
heppni, frekar að þurfi einbeitingu.
Við gerum ákveðin mistök og gjöld-
um fyrir þau. Nú getum við ýtt þessu
frá okkur og einbeitt okkur að deild-
inni og reynt að fá sem mest þar.“
Stúlkurnar úr Gróttu/KR mæta bikarmeisturum frá Eyjum í úrslitaleik bi
Alla Gorkorian og Edda Hrönn Kristinsdóttir féllust í faðma þegar ljóst var að sigur Gróttu/KR var í höfn
ÞRJÚ mörk Öllu Gorkorian í röð, þegar spennan hélt leikmönnum í
skrúfstykki á síðustu mínútunum í undanúrslitaleik Gróttu/KR á
Seltjarnarnesi á laugardaginn, slógu Stjörnustúlkur algerlega út af
laginu og komu Gróttu/KR í úrslit bikarkeppninnar með 19:16 sigri
eftir að liðin höfðu skipst á um að hafa forystu allan leikinn.
Garðbæingum dugði ekki að Jelena Jovanovic, markvörður þeirra,
verði 21 skot, þar af þrjú víti.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Alla sendi
Stjörnuna
út í kuldann
HANDKNATTLEIKUR
6 B ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞULUR á undanúrslitaleik
Gróttu/KR og Stjörnunnar á Sel-
tjarnarnesi á laugardaginn virtist
hafa litla trú á stuðningsfólki
Gróttu/KR því hann hvatti sitt lið
áfram í hátalarakerfi hússins.
ÁGÚSTA EDDA Björnsdóttir fyr-
irliði Gróttu/KR er baráttumann-
eskja og gefur hvergi eftir. Í snörp-
um átökum í leiknum við Stjörnuna á
laugardaginn missti hún af sér skó-
inn en hélt áfram þar til dómarinn
bað hana um að finna skóinn og
skæðast á ný.
VÍTIN reyndust Gróttu/KR-
stúlkum ekki sá happafengur, sem
þær áttu von á. Alls fékk liðið sjö víti
– þrjú fyrstu varði Jelena Jovanovic
markvörður Stjörnunnar, næsta fór
framhjá, þrjú mörk rötuðu í netið en
það síðasta í stöng.
FÓLK
STÓRSKYTTAN Ragnheiður
Stephensen úr Stjörnunni náði sér
ekki nægilega á strik á Seltjarn-
arnesi á laugardaginn þegar
Grótta/KR og Stjarnan áttust við í
undanúslitum bikarkeppninnar.
Hún hefur skorað flest mörk í vet-
ur, að jafnaði milli 8 og 9 mörk í
leik, en náði nú „aðeins“ þremur.
„Það koma svona leikir og boltinn
gekk ekkert í sókninni – engu lík-
ara en við værum frekar með sápu-
stykki í höndunum – svo það komu
upp færri færi. Bikarleikir eru allt-
af sérstakir og allt getur gerst. Það
er betra að mörkin hjá okkur komi
yfirleitt – en þegar maður skorar
sjálfur bara þrjú mörk er það of lít-
ið,“ sagði Ragnheiður eftir þriggja
marka tap. „Það var því sárt að
tapa þessu, líka af því að það þarf
fæsta leiki til að ná þessum bikar
og nú var stutt í úrslitaleik í Höll-
inni – það er reyndar nokkuð langt
síðan við höfum verið þar, ein þrjú
ár.“
Ragnheiður spilaði í Noregi á
síðasta tímabili en sneri svo heim í
Garðabæinn og segir að breytingar
hafi orðið á í millitíðinni. „Liðin eru
jafnari, sem er gott, en það vantar
skyttur, sem er verra, og ástæðan
virðist sú að leikmenn fara minnk-
andi. Helsti munurinn hér og í Nor-
egi liggur í hraðanum í leiknum,
aðstöðu liðanna og einnig svolítið í
viðhorfi leikmanna og þjálfara. Að-
stæðurnar skipta máli því það er
meiri tími til æfinga og fleiri að-
stoða liðið. Auk þess hefur stemmn-
ingin dottið nokkuð niður í kring-
um handboltann, þó hefur hún
jafnvel haldið sér í kvennabolt-
anum en ekki í karlaboltanum,“
sagði stórskyttan sem dagsdaglega
er kennari við Hofstaðaskóla í
Garðabæ. „Krakkarnir eru 6 ára og
nýfarnir að lesa en fylgjast vel með.
Þau koma til mín og segja mér hvað
ég skoraði mikið og hvernig gekk.
Það er mjög gaman.“
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Alla Gorkorian sést hér stöðva Ragnheiði Stephensen, lykilmann Stjörnunnar.
Með sápustykki en ekki bolta
Það er frábært að koma inn ísvona leik – undanúrslitaleik í
bikar sem vinnst,“ sagði Fanney
sátt við sigurinn en
gat lítið sagt um
hvort hún yrði
áfram, enda átt í
þrálátum meiðslum.
„Ég hef aldrei lagt skóna á hilluna,
heldur verið meidd. Ég er að bíða
eftir aðgerð á öxl og hef ekki treyst
mér til að fara í hana með barn á
handleggnum. Ég átti pantaðan
tíma þegar ég varð ólétt og gat auð-
vitað ekki farið,“ sagði Fanney en
hún ól drenginn Októ sem hún á
með sambýlismanni sínum Hreini
Karlssyni í janúar á síðasta ári. „Ég
fer stundum með hann á leiki þegar
hann er vakandi og honum finnst
það mikið fjör.“
„Svo þegar ég hafði æft í tvær og
hálfa viku síðastliðið haust fór allt í
sama farið og ég gafst upp fyrir
meiðslunum. En nú meiddist mark-
vörður og ég var beðin um að stíga
inn í einn leik en ég sé til með fram-
haldið. Ég veit ekki hvað ég geri
eftir
hver
meið
ég v
orðin
með
að v
meid
mark
eins
Fa
af h
„Það
af hl
en f
inn f
leiki
ur, j
hvar
og
hand
hef
bolta
efnil
er a
hætt
þær
an í
Fanney kom,
á Seltjar
„Hef a
lagt s
á hill
SELTIRNINGURINN og markvörðurinn F
mikið klapp frá áhorfendum er hún var k
laugardaginn þegar Stjarnan úr Garðab
innar. Það kom ekkert á óvart því Fanne
með frábærri markvörslu og nú hafði hú
standa á milli stanganna í erfiðum bikar
liðsins meiddist.
Eftir
Stefán
Stefánsson